Tíminn - 19.12.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 19. desember 1991
Kennarasamband Islands lítur svo á að slitnað hafi upp úr
kjaraviðræðum við ríkið. Svanhildur Kaaber, formaður KÍ:
Endalaust japl
um ekki neitt"
JJ
„Samninganefnd rflásins er ekki
tilbúin til þess að láta okkur fá út-
færðar hugmyndir sínar skriflega,
og á meðan svo er þá höfum við
ekkert við hana að tala,“ sagði
Svanhildur Kaaber, formaður
Kennarasambands íslands, í sam-
tali við Tímans aðspurð um það
álit kjararáðs Kennarasambands-
ins að slitnað hafi upp úr viðræð-
um þess við samninganefnd rflds-
ins um nýja kjarasamninga.
í fréttatilkynningu frá K1 segir að
samninganefnd ríkisins hafi talið
ógerlegt að setja útfærðar hug-
myndir sínar fram skriflega fyrir
áramót, svo unnt væri að taka til
þeirra afstöðu. Kjararáð bauðst þá
til að bíða til 8. janúar, en samn-
inganefnd ríkisins treysti sér ekki
til þess að lofa svari fyrir þann
tíma.
Ákveðinn hefur verið fundur í
fulltrúaráði Kennarasambands ís-
lands þann 11. janúar.
„Þar verður rædd staðan eins og
hún verður þá,“ segir Svanhildur.
„Ég get ekkert sagt um það hvað
samninganefnd ríkisins gerir fyrir
þann tíma. Ekki vildi hún lofa
neinu fyrir 8. janúar. Það er síðasta
tækifærið fyrir okkur til þess að
geta farið í saumana á málum fyrir
fulltrúaráðsfúndinn."
— En ef staðan breytist ekkert?
„Þá verður fulltrúaráðiö að taka
afstöðu til þess hvort að það er til-
búið til þess að Iáta okkur halda
áfram í þessu endemis japli um
ekki nokkurn skapaðan hrærandi
hlut, eða grípa til einhverja að-
gerða.“
Sjötti fundur samninganefnd-
anna var haldinn í gær. Viðræð-
urnar hófust í september. Að sögn
Svanhildar hefur hvorki gengið né
rekið.
„Það hefur nákvæmlega ekkert
gerst. Það koma sífellt fram verri
og verri þjóðhagsspár. Það, sem
samninganefnd ríkisins hefur
munnlega lagt fram, er aðeins
meiri og meiri kaupmáttarrýrn-
un.“
Svanhildur Kaaber.
Menntamálaráðherra hefur lagt fram frum-
varp um Lánasjóð íslenskra námsmanna:
3% vextir
á námslán
Menntamálaráðherra hefur Iagt
fram á Alþingi frumvarp um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna (LÍN).
Meginbreytingar, sem lagðar eru til
í frumvarpinu frá eldri lögum, eru
að námslán berí 3% vexti, endur-
greiðslur hefjist árí eftir námslok í
stað þríggja, lánstími verði fjórfald-
ur námstími, hætt verði að lána til
sérnáms og heimilt verði að leggja á
lántökugjöld. Með þessum breyt-
ingum lækkar ríkisframlag til LÍN
um 138 milljónir á næsta ári og
310 milljónir áríð 1993. Árið 2010
á framlagið að lækka um rúma tvo
milljarða.
Margir þingmenn voru undrandi
þegar frumvarpið var lagt fram í
fyrrakvöld, en stjórnarandstaðan
hafði talið að frumvarpið yrði ekki
lagt fram fyrr en eftir áramót. For-
seti þingsins upplýsti að það yrði
ekki tekið á dagskrá fyrir jól.
Með frumvarpinu eru lagðar til
margvíslegar breytingar á lánakerf-
inu. Allar miða þær að því að draga
úr útgjöldum ríkisins til LÍN, en á
næsta ári verður framlag til LÍN úr
Að greiða leigjendum ekki húsnæðisbætur á næsta ári eru svik á loforðum ríkisstjórnarinnar, segir formaður Leigjendasamtakanna:
OPINBER STEFNA AÐ
ÚTRÝMA LEIGJENDUM
í sumar sem leið var sett á laggimar
nefnd til að kanna leiðir til að draga
úr húsnæðiskostnaði leigjenda. Ingi
Valur Jóhannsson, deildarstjórí í fé-
lagsmálaráðuneytinu og formaður
nefndarinnar, segir í samtali við Tún-
ann: „Það á að koma á fót einhvers
konar fyrírkomulagi til að lækka hús-
næðiskostnað leigjenda til samræmis
Ld. við það sem gert er við húseig-
endur varðandi vaxtabætur.
Vaxtabætur eru ekkert annað en
niðurgreiðslur á vaxtakostnaði hús-
eigenda, og á sama hátt stendur til
að lækka húsnæðiskostnað leigj-
enda og þá er miðað við tekjur og
eignir. Vaxtagreiðslur til húseigenda
eru einnig miðaðar við tekjur og
eignir," segir Ingi.
Ingi segir að nefndin sé að skoða
með hvaða hætti megi draga úr hús-
næðiskostnaði leigjenda. Það er dá-
lítið erfitt að tala um stöðuna núna,
þar sem málið er ennþá á könnunar-
stigi. Aðspurður segist Ingi ekki
geta sagt til um hvenær nefndin
ljúki störfum, en það er unnið að
málinu af fullum krafti, segir Ingi.
„Það er þekkt á Norðurlöndum að
húsnæðiskostnaður leigjenda sé
greiddur niður. Það er á stefnuskrá
þessarar ríkisstjórnar að greiða
þetta niður, en það er mikilvægt að
það sé vel að þessu máli staðið. Víða
í þjóðfélaginu er að finna vanþekk-
ingu á stöðu leigjenda og stundum
Óvenjuleg morgunverk að Ferjubakka 8 í Reykjavík:
KOKKURINN, SVEFN-
PURKAN, SLÖKKVI-
LIÐIÐ 0G EGGIÐ!
fordóma," segir Ingi.
Jón Kjartansson, formaður Leigj-
endasamtakanna, segir í samtali við
Tímann að það hafi alltaf verið hug-
myndin að tekjutengja þessar hús-
næðisbætur, en þá þurfa menn að
skila framtölum. „Þess vegna er það
mjög slæmt að tillögur nefndarinn-
ar liggja ekki fyrir núna; helst hefði
þurft að vera búið að samþykkja til-
lögurnar fyrir áramótin, til þess að
menn gætu talið húsaleigu fram. í
dag er húsaleiga ekki talin fram. Ég
tel þess vegna að héðan af geti hús-
næðisbætur ekki komið til fram-
kvæmda á næsta ári. Það eru í raun
svik á loforðum ríkisstjórnarinnar,"
segir Jón.
„Það, sem mönnum þykir verst í
þessu, er að til staðar eru alls konar
vaxtabætur og borgaðir út nokkrir
milljarðar á ári. Margs konar fólk
með misháar tekjur fær þessar bæt-
ur, en leigjendurnir eru skildir eftir í
þessu öllu saman. Það hefur verið
opinber stefna á íslandi að útrýma
leigjendum og þeir eru ekkert inni í
húsnæðiskerfinu," er álit Jóns.
Jón segir að ef reiknaður sé skattur
af framtalinni húsaleigu, þá semji
menn um það áfram að telja húsa-
leiguna ekki fram. Það kann að vera
að leigan hækki síður við að hún sé
ekki talin fram. „Það er vandamál
fjölda fólks í þjóðfélaginu að lítið er
um þessi mál fjallað. Hvorki um
ástandið eins og það er, né lagalegan
rétt og skyldur aðila. Fólk er að gera
alls konar vitleysur vegna vanþekk-
ingar, t.d. varðandi uppsagnarfrest
og forgangsrétt leigjenda. Húsnæð-
isstofnunin er eini aðilinn sem hef-
ur reynt að kynna þessi mál, og það
er ágætt svo langt sem það nær. En
þessi mál þyrftu að vera inni í dag-
legri umræðu," bendir Jón á. -j's
Slökkviliðið í Reykjavík var kallað
að Ferjubakka 8 í gænnorgun. Það
var klukkan 7.48, sem slökkviliðið
fékk tilkynningu um að mikinn
reyk Iegði út úr íbúð í fjölbýlishúsi.
Þegar á staðinn var komið, kom í
ljós að maður einn hafði verið að
sjóöa sér egg og hafði sofnað út frá
matreiðslunni. Vatnið í pottinum
hafði gufað upp, egginn sprungið og
brunnið og því myndast mikill reyk-
ur. Þegar slökkviliðið kom á staðinn
var reyklosun langt komin og lagði
liðið lokahönd á verkið. -PS
Athugasemd við frétt
Athugasemd hefur borist frá skipu-
lögðum samtökum, sem gjarnan
eru nefnd Nýaldarsamtök, við frétt
um að „Indjánanum" svokallaða
hefði verið vikið úr landi fyrir kukl.
í fréttinni var sagt að hann hefði
tengst áðumefndri nýaldarhreyf-
ingu. Samtökin vísa þessu á bug og
segja að hann hafi aldrei verið í
tengslum við þau. -PS
I DAG KL. 11.00 kemur jólasveinninn Skyrgámur í
heimsókn á Þjóðminjasafnið ásamt barnakór Grandaskóla.
Skyrgámur er áttundi jólasveinninn og nú eru aðeins 5 dagar til
jóla.
ríkissjóði 2.220 milljónir. Stærsta
breytingin er að námslán beri 3%
vexti, en Iánin hafa verið vaxtalaus
til þessa. Vextir verða þó ekki reikn-
aðir á lánin fyrr en við námslok, en
verða vaxtalaus meðan á námi
stendur. Sú breyting er jafnframt
gerð að endurgreiðslur hefjist ári
eftir námslok, í stað þriggja eins og
nú er.
Lagt er til að lánstími verði fjórfald-
ur, en hann er 40 ár í dag. Hámark
árlegrar endurgreiðslu verði þó ekki
meiri en 4% af útsvarsstofni ársins á
undan endurgreiðsluári fyrstu fimm
árin, en 8% eftir það. Þetta hlutfall
er 3,75% í dag út lánstímann. Þessar
takmarkanir á endurgreiðslu kynnu
í mörgum tilfellum að leiða til þess
að fjórfaldur námstími dygði ekki til
að greiða upp lánið. Greiðslutíminn
lengist þá þar til Iánið er að fullu
greitt. Þetta þýðir að lánstíminn
verður í mörgum tilfellum jafnlang-
ur og hann er í dag.
Samkvæmt frumvarpinu á að hætta
að lána til sérnáms, sem ekki er á há-
skólastigi, nema lánþegi verði 20 ára
á því almanaksári sem Ián er veitt.
Miðað við núverandi stöðu þýðir
þetta að lánþegum LÍN fækkar um
300, sem að stærstum hluta eru iðn-
nemar.
Felld verða niður öll ákvæði um
námsstyrki, en gert ráð fyrir að Vís-
indasjóður verði efldur til þess að
veita námsstyrki. Sömuleiðis verður
fellt niður ákvæði um lífeyrissjóðs-
greiðslur. Þá er gert ráð fyrir að
heimilt verði að innheimta lántöku-
gjöld til þess að greiða reksturs-
kostnað. Rætt er um 1,2% í þessu
sambandi. Gérð er krafa um tvo
ábyrgðarmenn í stað eins. Gert er
ráð fyrir að skuldabréf verði samein-
uð jafnóðum, svo að ekki séu í gildi
margar skuldaviðurkenningar frá
Iánþegum. Námsaðstoð verði aldrei
greidd út fyrr en sýnt hefur verið
fram á námsárangur. Stjórn sjóðsins
verði heimilt að veita almenn
skuldabréfalán, en heimild til að
veita víxillán falli niður.
Gert er ráð fyrir að allar þessar
breytingar dragi úr útgjöldum ríkis-
sjóðs vegna LÍN. Fyrst í stað verður
sparnaðurinn um og innan við 200
milljónir. Árið 1997 er gert ráð fýrir
að sparnaðurinn verði kominn upp í
310 milljónir, árið 2000 um 636
milijónir, árið 2005 tæplega 1.400
milljónir og 2010 um 2.332 milljón-
in_______________________-EÓ
Bílvelta sunnan við
Akureyri:
Móðir og
tvö börn
á spítala
Fólksbifreið fór útaf og valt í Eyja-
firði við Kristnes, sem er skammt
sunnan við Akureyrí, um klukkan
11 í gærmorgun.
Þrennt var í bflnum, tvö börn, ell-
efu ára og tveggja ára og móðir
þeirra, sem ók bflnum. Öll þrjú voru
flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri, en þau voru ekki talin alvarlega
slösuð. Bifreiðin er illa farin, ef ekki
ónýt. Ekki er vitað um tildrög slyss-
ins, en akstursskilyrði voru ekki upp
á það besta í nágrenni Akureyrar í
gær. -PS