Tíminn - 19.12.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. desember 1991
Tíminn 15
ÍÞRÓTTIR
Handknattleikur — 1. deild:
Trufan með 15
mörk í 29-26 sigri Víkinga á ÍBV
NBA-körfuboltinn:
Lakers sigraði
meistara Bulls
Chicago Bulls töpuðu sínum
fjórða leik í NBA-deildinni í vetur,
er leikmenn Los Angeles Lakers
komu í heimsókn, með Magic
Johnson í fararbroddi. Magic lék
þó ekki með, en var á bekknum fé-
lögum sínum til halds og trausts.
Nærvera Magics hefur haft góð
áhrif á leikmenn liðsins, sem verið
hafa nær ósigrandi að undan-
fömu, eftir afleita byrjun.
Úrslitin urðu þessi í fyrrinótt:
New York-New Jersey 102-94
Orlando-Boston 98-105
Charlotte-Utah 102-122
Atlanta-Indiana 117-113
Cleveland-Miami 148-80
Chicago-Los Angeles Lakers 89-102
Dallas-San Antonio 87-98
Houston-Washington 100-97
Golden State-Minnesota 119-105
Seattle-Los Angeles Clippers 116- 99
BL
Alexej Trufan, Sovétmaðurinn í liði
Vfldnga, fór á kostum og skoraði 15
mörk fyrir lið sitt í gær, þegar Eyja-
menn máttu lúta í lægra haldi í Vík-
inni 29-26, í leik sem einkenndist
af mistökum og áhugaleysi.
Það eina, sem gladdi augað, var
stórleikur TYufans og tilbrigði hins
smávaxna Ungverja, Zoltans Belanýi,
í liði Eyjamanna, sem skoraði mörg
glæsileg mörk, meðal annars með
langskoti yfir vörn Víkinga, sem var
oft illa á verði í leiknum.
Víkingar höfðu frumkvæðið allan
leikinn, en gerðu út um hann í upp-
hafi síðari hálfleiks, er þeir skoruðu
fimm mörk í röð, en staðan í hálfleik
var 15-12. Undir lokin var kæruleys-
ið og áhugaleysið allsráðandi og með
smáheppni hefði ÍBV getað hirt ann-
að stigið. ÍBV náði að minnka mun-
inn úr átta mörkum niður í tvö, 28-
26.
Athygli vakti ungur leikmaður hjá
Víkingum, Helgi Bragason, en hann
kom inná í vinstra hornið undir lok
leiksins.
Mörkin, Víkingur: TYufan 15/6,
Birgir 5, Bjarki 3, Ámi 2, Helgi 1 og
Gunnar 1. ÍBV: Belanýi 7/1, Guð-
finnur 6, Sigurður G. 4, Sigurður F.
4/1, Haraldur 3, Jóhann 1 og Erling-
ur 1.
BL
NBA-körfuboitinn:
Sports lllustrated velur íþróttamann ársins í Bandaríkjunum:
Michael Jordan
hlaut heiðurinn
Michael Jordan, stjaman í liði
Chicago Bulls sem sigraði í NBA-
körfuboltadeildinni sl. vor, var á
þriðjudagskvöldið valinn íþrótta-
maður ársins hjá tímaritinu Sports
IUustrated.
Jordan varð stigakóngur í deildinni
í fimmta sinn í röð á síðasta keppn-
istímabili, auk þess sem hann var
valinn besti leikmaður (MVP) deild-
arinnar og úrslitakeppninnar, eftir
viðureignimar gegn Los Angeles La-
kers. Jordan er þriðji körfubolta-
maðurinn sem blaðið veitir þennan
heiður. Hinir tveir em Bill Russell,
fyrmm miðherji Boston Celtics, og
Kareem Abdul-Jabbar, fyrmm mið-
herji LA Lakers.
„Það er mikill heiður fyrir mig að
vera settur í flokk með þessum leik-
mönnum og ég er mjög ánægður,"
sagði Jordan.
Michael Jordan mun prýða forsíðu
næsta tölublaðs SI, sem kemur út á
mánudaginn. Það verður í 21. sinn
sem þessi 28 ára snillingur prýðir
forsíðu vikublaðsins. Aðeins þrír
íþróttamenn hafa oftar viðrað
snjáldrið á forsíðu blaðsins, Mu-
hammad AIi 31 sinni, Kareem Ab-
dul- Jabbar 27 sinnum og Jack Nick-
laus 23 sinnum.
Jordan hefur verið mjög í sviðsljós-
inu á árinu og ekki alltaf út af góðu.
Nýlega kom út bók, Jordan Rules“,
þar sem dregin er upp neikvæð
mynd af honum. Honum er lýst þar
sem miklum eiginhagsmunasegg
sem drottni yfir Chicago-liðinu,
þannig að meðspilurum hans sé
misboðið. Þá féll það ekki í góðan
jarðveg í Bandaríkjunum þegar
Jordan mætti ekki í Hvíta húsið,
þegar George Bush tók á móti ný-
krýndum meisturum. „Þetta hefur
verið gott og slæmt ár; ég hef farið
frá því að vera andbandarískur til
þess að vera valinn íþróttamaður
ársins," segir Jordan. Hann segist
ætla að vera jákvæðari í framtíðinni.
„Ef ég er ekki brosandi inni á leik-
vellinum, þá ýtið þið við mér,“ sagði
Jordan við fréttamenn.
Með Jordan á blaðamannafundin-
um vegna útnefningarinnar, var vin-
ur hans, Earvin „Magic" Johnson,
sem nýlega lagði skóna á hilluna
vegna HlV-smits. Magic sagði að
Jordan ætti betri meðferð skilið frá
blaðamönnum en þá, sem hann
hefði fengið að undanfömu. Magic
ítrekaði einnig vilja sinn að leika
með bandaríska landsliðinu á
Ólympíuleikunum í Barcelona
næsta sumar. „Ég vil að hann verði
með, ef hann mögulega getur. Ein af
ástæðunum fyrir því að ég vil vera
með í Barcelona er sú, að mig lang-
ar að leika við hliðina á Magic,"
sagði Michael Jordan. BL
Cleveland
setti met
í stigamun
Leikmenn Cleveland Cavaliers voru
heldur betur í stuði í fyrrinótt, þegar
liðið setti met í stigamun með því að
sigra Miami Heat með 68 stiga mun,
148-80 á heimavelli sínum Richfl-
eld Coliseum.
Fyrra metið, 63 stig, setti Los Ange-
les Lakers árið 1972, þegar liðið sigr-
aði Golden State Warriors 162-99.
Cleveland var 10 stigum yfir eftir
fyrsta fjórðung og 20 stigum yfir f
leikhléi 73-53. í fjórða leikhluta var
um einstefnu að ræða, Cleveland
skoraði 42 stig gegn 13 og sigraði
eins og áður segir 148-80.
John Battle og Mark Price voru
stigahæstir í liði Cleveland með 18
stig hvor, en átta leikmenn liðsins
skoruðu yfir 10 stig hver.
^TDRÖGO^
24.
DESEMBES
Michael Jordan, íþróttamaður ársins hjá Sports lllustrated.
Við þökkum öllum þeim sem
hafa þegar borgaö heimsenda
hapþdrættismiöa og minnum hina á
góöan málstaö og glæsilega vinninga.
Athugiö: í þetta sinn voru miðar
einungis sendir konum, á aldrinum
20-75 ára, en miöar fást á skrifstotu
happdrættisins í Skógarhlíö 8
(s. 621414) og í sölubílnum
á Lækjartorgi.
VINNINGAR:
1. FORD EXPLORER XLT
4ra dyra, sjálfskiptur.
Verðmæti 3.000.000 kr.
2.-4. BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI
eða greiðsla upp í íbúð.
Verðmæti 1.000.000 kr.
5.-54. VÖRUR EÐA FERÐIR
fyrir 130.000 kr.
55.-104. VÖRUREÐA FERÐIR
fyrir 80.000 kr.
HVER KEYPTUR MIÐI EFLIR SÓKN
OG VÖRN GEGN KRABBAMEINI!
í Krabbameinsfélagiö
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram fimmti
útdráttur húsbréfa
í 1.flokki1989
og annar útdráttur
húsbréfa í 1. flokki 1990.
Einnig fyrsti útdráttur
í 2. flokki 1990.
Koma bréf þessi til
innlausnar 15. febrúar 1992.
Öll númerin verða birt í
næsta Lögbirtingablaði og
upplýsingar liggja frammi í
Húsnæðisstofnun ríkisins,
á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum,
sparisjóðum og
verðbréfafyrirtækjum.
Cph HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI91-696900
LEKUR ER HEDDIÐ
BLOKKIN? : SPRUNCIÐ?
Vlögerðir á öllum heddum og blokkum.
Plönum hedd og blokkir — rennum ventla.
Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa.
viöhald og viögeröir á iönaöarvélum — járnsmíöi.
Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar
Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNID ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
Landsbvgffðar-
ÞJÓNUSTA
fyrirfólk, stofyanir og
fyrirtæki á landsbyggðinnL
Pöntum varahluti og vörur.
Samningsgerð, tilboð í
flutninga.
Lögfræðiþjónusta, kaup og
sala bifreiða og húsnæðis.
Okkur er ekkert óviðkomandi,
sem getur léttfólki störfin.
LANDSBYGGÐ HF
Ármúla 5-108 Reykjavik
Símar 91-677585 & 91-677586
Box8285
Fax 91-677568 • 128 Reykjavík
SIMI
91-676-444
Ókeypis auglýsingar
fyrir einstaklinga
AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS:
680001 & 686300