Tíminn - 19.12.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.12.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 19. desember 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavtk Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 MJólkurduft Iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, hefur lýst yfir því að hann hafi heimild ríkisstjórnar til þess að ákveða að hætta niðurgreiðslum á mjólkurdufti og leyfa innflutning á erlendu dufti. Landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal, kannast ekki við að nein slík ríkisstjórnarheimild liggi fyrir og lýsir sig andvígan hugmyndum iðnaðarráðherra. Það er eindregin skoðun Stéttarsambands bænda að fyrirætlanir iðnaðarráðherra um innflutning stríði gegn búvörulögum og sé í andstöðu við bú- vörusamning ríkisstjórnar og bændasamtaka. Iðnrekendur, einkum sælgætisframleiðendur, hafa hag af því að fá mjólkurduft á viðunandi verði og geta út af fyrir sig sætt sig við að nota íslenskt hráefni með þeim kjörum sem í boði hafa verið og gera naumast kröfu til þess að breyta niðurgreiðslu- kerfinu með skyndiráðstöfun. Hagur sælgætisfram- leiðenda verður ekki betur tryggður með innfluttu hráefni, hvað þá hagur neytenda. Vafalaust liggur það sjónarmið til grundvallar hjá iðnaðarráðherra að með þessum fyrirætlunum hans sé verið að spara greiðslur úr ríkissjóði. Varla þarf að ætla landbúnaðarráðherra þá dul, að hann vilji ekki einnig lækka ríkissjóðsútgjöld þar sem því verður við komið. Halldór Blöndal gerir sér hins vegar grein fyrir því að þetta tiltekna mál er ekki svo einfalt sem iðnaðar- ráðherra vill vera Iáta. Landbúnaðarráðherra sér málið í víðara samhengi. Að ætla að taka þetta sér- staka atriði út úr heildarsamkomulagi við bænda- stéttina um aðlögun búvöruframleiðslu og skaplega framkvæmd slíkrar aðlögunar er samningsrof og lagabrot. Hvað varðar verðsamanburð á erlendu og inn- lendu mjólkurdufti er beitt þeirri blekkingu að er- lenda mjólkurduftið sé heimsmarkaðsverð sem myndast við óhefta samkeppni. Þetta er alrangt, því að erlenda hráefnið, sem iðnaðarráðherra ætlar að flytja inn á lágu verði, er ekki síður niðurgreitt en ís- lenska mjólkurduftið. Erlendur landbúnaður á við þau vandamál að stríða, sem hér þekkjast, að framleiðslukostnað verður að niðurgreiða í mörgum tilfellum, enda fjarri því að landbúnaður annarra landa þurfi ekki á stuðningsaðgerðum að halda til jafns við það sem hér gerist og raunar engu minni. Vandi landbúnað- arframleiðslu í þróuðum löndum ber yfirleitt sömu einkenni aðlögunarvanda að lögmálum óheftrar markaðshyggju iðnaðar- og kaupsýsluþjóðfélaga. Þessi aðlögunarvandi er ekki aðeins fjárhagslegs eðlis. Ef svo væri þyrfti ekki að leita annarra leiða en þeirra sem fjármálaráðstafanir ráða við. Hér er einn- ig við félagslegan vanda að glíma, sem ekki verður leystur með öðru en félagslegum ráðstöfunum. Við þennan tvíþætta vanda aðlögunar í landbúnaði er glímt í öllum iðnaðarlöndum. ísland sker sig ekki úr í því efni að neinu leyti nema ef vera skyldi það, að bændastéttin íslenska hefur sýnt meira frumkvæði um breytingar af sjálfsdáðum er víða gerist. VÍTT OG BREITT Samdráttur og framtíðarsýn Mikil umskipti verða í veraldarsög- unni um áramótin. Þá verða Sov- étríkin lögð niður og nýtt fjárlaga- ár gengur í garð á íslandi. Þótt Sovétríkin hrynji og hundr- uð milljóna manna verði allt í einu íbúar í nýjum þjóðveldum og ekki standi steinn yfir steini í hug- myndafræði allaballa, eru ekki hafðir uppi miklir spádómar um framtíð þess hluta mannskynsins, sem er að ranka við sér eftir hremmingar kommúnismans. Hins vegar er spáð enn og aftur um efnahaginn á íslandi næsta ár- ið, og er korgurinn heldur dökk- leitur í þeim kaffibollum sem spá- menn eru að rýna í. Þjóðhagsstofnun gefur út hvern spádóminn af öðrum og eftir því sem nær dregur upphafi fjárlaga- ársins, magnast hrakspárnar og eru nú orðnar að slíku krepputali að farið er að vísa til endaloka ný- sköpunarstjórnarinnar og hruns síldarstofnsins til að finna sam- jöfnuð. Framleiðslan á að minnka, kjörin að versna, atvinnuleysi að aukast, sem og hallinn í viðskiptum og fjárlögum. Það er meira að segja orðið svo svart útlit hjá Þjóðhags- stofnuninni að skatttekjur ríkisins eiga eftir að minnka. Hið eina, sem ekki minnkar, eru skuldirnar. Ljós í myrkrínu Mikil samkeppni er í spámennsk- unni og er langt því frá að Þjóð- hagsstofnun sé ein um hituna. Seðlabankinn er alltaf að spá um framvindu efnahags og veitir völva Vikunnar honum harða keppni um hver áramót. Verslunarráð spáir og Hafrannsóknarstofnun spáir og Vinnuveitendasambandið leggur sína spádóma til grundvallar kjara- samningum, og hann Gummi á efri hæðinni er alveg jafnklár á því eins og allar aðrar spástofnanir að allt sé að fara fjandans til, en spá- kerlingar fjármálaráðuneytisins halda að þetta slampist. Það er þó ljós í myrkrinu að von er til að ein atvinnugrein standist efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar. Framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins hefur til- kynnt löggjafanum að innflutning- ur og sala á eiturlyfjum muni að öllum líkindum verða ofar núllinu. Þá er líka gert ráð fyrir að ekki verði greiddir skattar af umsetn- ingunni. Stjórnmálakreppa Eftir því sem Davíð og ráðherrar hans leggja fram fleiri hugmyndir um hvernig eigi að lagfæra fjár- Iagahalla til að halda þjóðarskút- unni á réttum kili, stigmagnast vandræðin og spádómarnir verða æ dökkleitari. Sparnaðarhugmyndir og sam- dráttartal æsa upp hræðslu, og hallarekstur á ríki, stofnunum og fyrirtækjum leiðir ekki til annars en bölsýni og enn svartari spá- dóma. Auk þeirrar efnahagskreppu, sem verið er að leiða yfir þjóðina, verð- ur stjórnmálakreppan augljósari með hverjum deginum sem líður. Stjórnarþingmenn hlaupa undan merkjum hver um annan þveran og neita að taka þátt í þeim darrað- ardansi, sem fjárlagagerð í vikunni fyrir jól er, eða réttara sagt að styðja þær tillögur, sem kallaðar eru sparnaður og á að framkvæma eftir töfraformúlum samdráttar. Allar þær spástefnur, sem nú eru í gangi, beinast að því að sanna að samdrátturinn verði að kreppu og eru þessir spádómar orðnir efnahagsvandi út af fyrir sig og magnast í hvert sinn sem ráðherra opnar á sér munninn til að ræða lausnir á vandræðagang- inum, og er sá kjaftagangur allur þegar orðinn alvarlegur fortíðar- vandi, sem verið er að færa yfir á framtíðina. Samdráttartalið er þegar farið að virka á tekjuöflun ríkissjóðs á þessu ári, en virðisaukaskatturinn er helmingi minni núna á haust- mánuðum en á sama tíma í fyrra. Þetta er forsmekkurinn af því, sem koma skal, og eins og sagt var frá í Tímanum í gær, magna aðgerðir og aðgerðaleysi stjómarinnar efnahagsvandann. Þjóðhagsstofnun er farin að leggja samdrátt og bölmóð til grundvallar framtíðarspám, sem verða þeim mun svartari sem á líð- ur umræður á þingi um fjárlaga- frumvarpið, og eftir því sem fleiri lausnir ríkisstjórnarinnar líta dagsins ljós. Ættu nú efnahagsspámenn að hætta að sverta framtíðina meira en orðið er, en snúa sér að spá- dómum um lífdaga ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Gæti farið svo að þá kæmi upp úr dúmum að örl- aði á bjartari tíð. Samt gæti svo farið að stjórnin tórði fram yfir þá tíð að rekunum verði kastað á gröf Sovétsins í austri. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.