Tíminn - 19.12.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 19. desember 1991
■■ ÚTLÖND
upp vonir sínar um ný Sovétríki:
Gorbatsjov sættir sig við hið óumflýjanlega og gefur
ÓSKAR SAMVELDiNU
ALLS HINS BESTA
Mikhafl Gorbatsjov hefur sætt sig við óumflýjanleg örlög og gefið
upp vonir sínar um ný Sovétrfld. Hann hefur fallist á að rfld hans
verði Iagt af um áramótin og nýtt samveldi taki þá við.
Fregnir um þetta berast frá Boris
Jeltsín, forseta Rússlands. Þeir Gor-
batsjov áttu nærri tveggja tíma fund
í gær og Jeltsín segir Gorbatsjov
hafa fallið frá sinni fyrri skoðun.
Hinn rauði fáni Sovétríkjanna verð-
ur tekinn niður af flaggstöngum
Kremlar um áramótin, er haft eftir
Pavel Vosjtsjanov, blaðafúlltrúa Jelt-
síns. Eftir Jeltsín sjálfum er haft að
Gorbatsjov óski samveldinu nýja,
sem kemur í stað Sovétríkjanna, alls
hins besta og hafi heitið því að
leggja ekki stein í götu þess. Jeltsín
spáir því að innviðir Sovétríkjanna
verði allir hrundir um áramót. Þá
verði hægt að byrja upp á nýtt, í
nýju sambandi.
Gorbatsjov hefur verið andvígur
samveldinu frá því það var stofnað 8.
desember. Samveldinu hefur hins
vegar vaxið ásmegin allt frá því. Bú-
ist er við að níunda ríkið bætist í
hópinn nú um helgina, Kazakhstan.
Forseti lýðveldisins var lengi helsti
stuðningsmaður Gorbatsjovs og
áhugi hans á hinu nýja samveldi
slökkti endanlega allar vonir Gor-
batsjovs. Fram til þessa hefur hann
reynt að beita öllum sínum völdum
til að halda þessum sömu völdum og
varist öllum hvatningum til að segja
af sér. Frá því samveldið var stofnað,
og reyndar má rekja það allt til
valdaránsins, hefur Gorbatsjov hins
vegar ekki haft nein raunveruleg
völd. Lýðveldin kölluðu fulltrúa sína
á sovéska þinginu heim og gerðu
það óþarft. Sem um leið var orð-
sending um að forsetanum væri of-
aukið.
Þegar Jeltsín fór til fundar við Jam-
es Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, nú fyrr í vikunni, hafði
hann með sér varnarmálaráðherra
Sovétríkjanna. Þar með varð þetta
embætti Gorbatsjovs, yfirmaður
heraflans, orðin tóm.
Samveldið nýja verður án mið-
stjórnarvalds og þar með er staða
Gorbatsjovs orðin óþörf. Rússland
hefur nú viðurkennt sjálfstæði Kaz-
akhstans og Armeníu. Enn eitt vitni
þess að samveldið nýja verður gagn-
ólíkt Sovétríkjunum gömlu.
Tassfréttastofan hefur eftir Gorbat-
sjov að hann sætti sig við samveldið,
þó hann haldi enn í þá skoðun að
upplausn Sovétríkjanna kalli á frek-
ari vandræði. „Ég mun virða
ákvörðun þinga lýðveldanna, ef þau
samþykkja að stofna samveldi sjálf-
stæðra ríkja," hefur Táss eftir Gor-
batsjov.
Allt frá valdaráninu var hrundið
hefur Rússland, undir stjórn Jelt-
síns, náð stjórn á æ fleiri sviðum
efnahags- og stjórnmála. Ágreining-
ur er hins vegar nú kominn upp
milli ríkjanna þriggja, sem stofnuðu
samveldið, og hinna sem fylgdu á
eftir. Forseti Kazakhstans, Nursult-
an Nazarbajev, tók fálega í þá mála-
leitan Jeltsíns að Rússland taki sæti
Sovétríkjanna hjá Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna. REUTER/-aá.
Aeroflot aflýsir flugi:
Flugvélabensín
skortir í Moskvu
Sovéska ríkisflugfélagið Aero-
flot hefur aflýst fjölmörgum
flugferðum og gert fjölda far-
þega að strandaglópum, vegna
þess að í Moskvu er ekki til flug-
vélabensín nema til tíu daga.
Fulltrúi Aeroflot í Frankfurt
segir að skorturínn muni ekki
bitna á millilandaflugi.
Þetta kom fram í sovéska sjón-
varpinu í gær. BBC segir að í
mörgum borgum sé ekkert bens-
ín til og að farþegar geti ekki einu
sinni ferðast til og frá flugvöllun-
um. „Flugvélarnar stökkva á milli
flugvalla eins og engisprettur,
eins langt og þær komast, en
mega koma við á miklu fleiri
stöðum en áætlanir segja til um.
Þær komast á áætlunarstað á vilj-
anum einum saman,“ sagði flug-
umferðarstjóri nokkur.
Borgir eins og Tasjkent í Úzbe-
kistan og sú sögufræga Simfero-
pol í Úkraínu eru að sögn sovéska
siónvarpsins bensínlausar.
Astandið ku ótryggt í Úkraínu
allri, Kazakhstan og norðurhluta
Kákasus. Að sögn sjónvarpsins
eru menn þar eystra komnir inn í
vítahring. Ástæða fyrir olíuskorti
er sögð minni framleiðsla verka-
manna. Framleiðsla dregst saman
vegna þess að verkamennirnir
komast ekki til vinnu. Þá vantar
flugvélabensín.
1 Sovétrfkjunum er framleidd
meiri olía en í öðrum ríkjum. Þar
til nú nýlega náði hún einum
fimmta af ársframleiðslu í heim-
inum. Innviðir iðnaðarins eru
hins vegar feysknir, samgöngu-
mannvirki að hruni komin, sem
hefur dregið úr framleiðslu. Búist
er við að þetta árið verði hún ekki
nema 10 milljón tunnur á dag. í
fyrra var hún 11.5 milljón tunnur
á dag. REUTERAaá.
Shevardnadze:
Nú mætir Jeltsín sömu andspyrnu og Gorbatsjov áður:
Rutskoi gagnrýnir
stjórn Jeltsíns
Varaforseti Rússlands, Alexander
Rutskoi, gagnrýnir stjóra Borísar
Jeltsín harðlega í viðtali í blaðinu
Nezavisimaya Gazeta sem út kom í
gær. Sagði hana ávísun á stjóra-
leysi og allsherjar ríngulreið.
Rutskoi er andvígur endurreisnar-
áformum stjórnar Jeltsíns, en í þeim
felst meðal annars að gefa verðlag
frjálst annan dag næsta árs. Rutskoi
segir rússneska leiðtoga uppteknari
af valdabaráttu en því að hugsa um
velferð fólksins.
„Við höfum ekki innleitt markaðs-
kerfi, heldur stjórnleysi... Það er
ekki hægt að gefa verðlag frjálst,
nema undan fari einkavæðing og til-
tekt á fjármagnsmarkaðnum...
Landið sekkur í hyldýpið, efnahags-
kerfið, fjármálakerfið og traust
fólksins... Á meðan við tölum um
endurbætur, hafa hlutirnir versnað.
Ástandið er skefilegt," segir Rutskoi.
Ágreiningurinn milli Rutskois og
annarra ráðamanna Rússlands er
gerður opinber um leið og Ijóst er
orðið að Jeltsín hefur endanlega
borið sigurorð af Gorbatsjov.
Rutskoi, sem ber heiðursmerki fyr-
ir frammistöðu í Afganistan um árið
og var leiðtogi endurbótahreyfingar
innan Kommúnistaflokksins, var
einmitt maðurinn sem Jeltsín þurfti
sér við hlið í kosningunum þar sem
hann vann frægan sigur. Rutskoi
höfðaði til hersins og afturbata-
kommúnista. Rutskoi gegndi síðan
lykilhlutverki í því að kjafta valdarán
harðlínumanna í ágúst í hel. Síðan
þá hefur hann einangrast innan
stjórnar Jeltsíns.
Rutskoi, sem er 44 ára, er að lögum
arftaki Jeltsíns, sem er 60 ára og
veill fyrir hjarta. Inn á þann kvilla
kom Rutskoi enda í viðtalinu, og
rakti hann til allrar þeirrar ábyrgðar
sem Jeltsín ber á eigin herðum.
Rutskoi segir að Jeltsín hafi orðið á
mistök með því að taka sjálfur for-
sæti í stjórninni og gefa út loforð
um afsögn ef umbætur mistækjust.
Rutskoi segist ekki treysta ráðherr-
um í stjórninni. Þeir hafi enga
stjórnunarhæfileika. Neftidi hann
sérstaklega Yegor Gaidar, sem er
höfundur endurbótaáætlunarinnar.
„Það er ekkert lýðræði í Rússlandi.
Þar er ekkert vald, aðeins ringulreið
og stjórnleysi,“ segir Rutskoi að lok-
um. REUTER/-aá.
Úkraína:
Missir af fundi NATO
með gömlu óvinunum
NAMUMENN
í VERKFALL
Eduard Shevardnadze, utanrfldsráðherra Sovétríkjanna, ætlar ekkí
að sækja tímamótafund, sem NATO-rfldn ætla að halda með sínum
gömlu óvinum í austri í Brussel á morgun.
Shevardnadze mun þykja heldur
stórt upp á sig litið, utanríkisráð-
herra ríkis sem er liðið undir lok,
hann afþakkaði boðið og sagði að
sendiherra Sovétríkjanna í Belgíu
tæki sæti sitt.
Fundur þessi markar tímamót og
er um leið birtingarform allra þeirra
breytinga, sem orðið hafa í Evrópu
austanverðri. Utanríkisráðherrar
NATO-ríkjanna munu þá í fyrsta
sinn hitta fyrir á fundi kollega sína í
Austur-Evrópuríkjum og Eystra-
saltsríkjunum. Leiðtogar NATO-
ríkjanna ákváðu að boða til þessa
fundar á Rómarráðstefnu sinni fyrr í
haust. Ætlunin er að þeir verði ár-
legur vettvangur ráðherranna til að
ræða frið í Evrópu. NATO hefur og
boðið ríkjum Varsjárbandalagsins
sem var hjálp sína við að endur-
skipuleggja varnir, og breyta heil-
miklum hergagnaiðnaði í venjuleg-
an iðnað.
REUTER/-aá.
Sex þúsund námumenn úr hinu
gríðarstóra Donbass-námuhér-
aði í Sovétríkjunum eru í verk-
falii og krefjast efnahagslegs
sjálfstæðis Komsomoletes Don-
bassa námu sinnar.
Þetta kom fram í Útvarp Úkra-
ína í gær. Þar sagði og að verk-
fallið heíði haflst fyrir tveimur
dögum. Verkfallsmenn gefa
stjórnvöldum vikufrest til að
verða við kröfunum. Þeir vflja og
að úkraínsk yflrvöld, iögreglan
og sjálfstæð félög þeirra setji á
fót rannsóknarnefnd sem kanni
fjármál námunnar.
Fyrr i þessu ári lömuðu verk-
föll námamanna nær allan máim-
iðnað Sovétríkjanna.
REUTER/-aí.