Tíminn - 19.12.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.12.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. desember 1991 Tíminn 3 Tveimur 16 ára drengjum misþyrmt fyrir utan Hótel ísland. Það var hefndaraðgerð, þar sem annar drengjanna hafði tilkynnt notkun fíkniefna á salerni skemmtistaðarins: Tilkynnti neyslu fíkniefna og var misþyrmt fyrir vikið Tveimur 16 ára drengjum var misþyrmt fyrir utan Hótel ísland að- faranótt þriðjudags, eftir skóladansleðc sem var þar á vegum nem- endafélags Menntaskólans við Sund. Ástæða barsmíðanna var sú að annar drengjanna varð vitni að því er tveir menn lokuðu sig inni á salerai, þar sem annar þeirra var að taka amfetamín í nefið. Þetta til- kynnti drengurinn, sem var við gæslu á salerainu. í kjölfarið var fíkniefnaneytandinn færður burt af lögreglunni, en félaga hans sleppt Sá, sem annaðist gæsluna á salerainu, féílst á að ræða við blaðamann Tímans, en nafnlaust, þar sem hann óttast mjög árásar- mennina og hefúr af þeim sökum ekki kært árásina. Björa Halldórs- son, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, segir óþolandi að ribbaldar komist upp með beija fólk bótalaust, vegna hræðslu fóraarlamba. Viðmælandi Tímans hafði fyrr um kvöldið verið á ferðinni fyrir utan Hótel fsland og var hann beðinn um að annast gæslu á ballinu og átti hans verksvið að vera gæsla á karlasalem- inu. „Ég sá einhverja tvo stráka vera að læðast inn á eitt klósettið og læstu þeir sig inni. Eftir dálítinn tíma datt mér í hug að kíkja yfir og þegar ég gerði það þá sé ég að annar þeirra er að taka eitthvað hvítt í nefið. Ég fór og tilkynnti þetta til þeirra, sem eru yfir dansleiknum, og vom drengimir teknir afsíðis," sagði viðmælandinn sem mátti þola árásina fyrir utan Hót- el ísland. Lögreglan var kvödd á stað- inn og var öðrum drengjanna sleppt, þar sem Ijóst þótti að hann hafði ekki neytt efnisins, en hinn var færður á stöðina, gmnaður um neyslu fíkni- eftia. Um klukkan Ijögur aðfaranótt þriðjudagsins, þegar viðmælandi okkar hafði lokið vinnu sinni á dans- leiknum og ætlaði að halda heim á leið, biðu eftdr honum þrír 18 ára drengir fyrir utan skemmtistaðinn. „Þeir spurðu mig hvort það hefði ver- ið ég sem hafði vísað á strákinn á kló- settinu. Ég sagði svo ekki vera, en þá sögðu þeir: „Jú, víst“, og réðust á mig. Þeir spörkuðu í mig liggjandi, um all- an líkamann, í töluverðan tíma. Tvisvar fékk ég hné eins þeirra í enn- ið og síðan fékk ég slæmt spark í mjöðmina og er draghaltur og hef verið með hausverk síðan. Frændi minn kom aðvífandi meðan á þessu stóð og þegar hann sá hvað var að gerast reyndi hann að koma mér til hjálpar. En þeir gerðu sér lítið fyrir og veittu honum sömu meðferð og mér. Hann er mun verr farinn en ég. Ég hugsaði um það fyrst og fremst að komast í burtu meðan á þessu stóð. Ég slapp loks frá þeim og hljóp í burtu, en þegar ég leit við sá ég að frændi minn var enn í klónum á þeim, þannig að ég fór til baka. Þá slapp frændi minn, en þeir héldu áfram að berja mig,“ sagði fómar- lamb barsmíðanna í samtali við Tím- ann. Fómarlömbin tvö hafa ekki kært at- burðinn til lögreglunnar í Reykjavík, og sagði viðmælandinn að hann ætl- aði ekki að gera það. „Ég legg ömgg- lega ekki í að kæra, því ef ég sést aftur niðri í bæ, þá taka þeir mig og berja mig aftur. Það er alveg ömggt Það sama má segja um ffænda minn, þó að hann sé allur stokkbólginn í andliti og miklu verr farinn en ég. Ég þekki nítján ára strák, sem er enn á sjúkra- húsi kjálkabrotinn, eftir líkamsárás fyrir viku síðan. Hann var að koma af skemmtistað og þar biðu eftir honum fimm menn sem börðu hann. Það er víst að ég skipti mér ekki af svona málum aftur og ég ráðlegg öllum að gera slíkt hið sama, ef afleiðingamar þurfa að vera eins það sem ég lenti í,“ sagði fómarlamb árásarinnar að lok- um. Bjöm Halldórsson, yfirmaður fíkni- efnalögreglunnar, sagði í samtali við Tímann að fundist hefði um 1 gr af hassi og lítilræði af amfetamíni í fór- um mannsins, sem tekinn var á Hótel íslandi á mánudagskvöld. Bjöm sagði að það væri gömul saga og ný að menn væru tregir til að kjafta frá því að fíkniefhi séu í umferð, eða um menn sem eru þekktir fyrir að um- gangast efni, vegna hræðslu við bar- smíðar. „Ég hvet drengina til að kæra þetta, því það er algjörlega óþolandi að einhve»jir ribbaldar komist upp með það að berja fólk bótalaust, ein- ungis vegna þess að fólk er hrætt Það eru alveg hreinar línur að drengurinn verður að koma hingað og kæra þetta. Það þýðir ekki fyrir hann að vera eins og lúpa út í homi og segjast ekki þora að tala af hræðslu við að verða laminn. Það er algjör fásinna að kæra svona atvik ekki af ótta við að einhverjir 18 ára gaurar hóta að berja mann. Ég held að menn mikli þetta alltof mikið fyrir sér, og spyr: Hvemig halda menn að þjóðfélagið verði ef enginn þorir að kvarta yfir eða kæra nokkum hlut, af ótta við að verða bar- inn?" sagði Bjöm Halldórsson í sam- tali við Tímann. Samkvæmt upplýsingum Bjöms þá vom 139 af þeim 418 aðilum, sem komu við sögu fíkniefnalögreglunn- ar, grunaðir um fikniefnanotkun, á árinu 1990, undir 21 árs aldri og flest- ir af þeim á aldrinum 18-21 árs. Hann sagði að flestir þeirra væru atvinnu- lausir eða fólk í verkamannavinnu, en neysla í skólum væri þó orðin nokkur. -PS Erill var hjá lögreglunni í Reykjavík i gær. Hálka myndaðist á götum borgarinnar og var talsvert um árekstra. Þessi árekstur varð seinni part dags á mótum Miklubrautar og Snorrabrautar, en meiðsl VOrU minniháttar. -PS/Ttmamynd Áml BJama íbúar í Vesturbæ, Grjótaþorpi og Miðbæ: Mótmæli til ráðherra í gær afhentu fulltrúar íbúasam- taka Vesturbæjar, Grjótaþorps og Miðbæjarfélagsins umhverflsráð- herra lista með nöfnum 3000 manna, sem eru andvígir því „... að Faxamjöl hf. reisi flskimjölsverk- smiðju í Örfirisey“. Og skora um leið á umhverfisráð- herra að veita verksmiðjunni ekki starfsleyfi. Á þessu svæði búa um 4700 manns. Umhverfisráðherra, Eiður Guðna- son, tók við undirskriftunum og sagði að þessi hlið mála yrði tekin með í reikninginn, þegar málið yrði afgreitt, alveg eins og aðrar hliðar. Ráðherra vildi ekki segja hvenær úr- skurðar væri að vænta, en sagði að málið yrði ekki tafið í ráðuneytinu. íbúasamtök syðri hluta Vesturbæj- ar hafa lýst stuðningi við málstað íbúa annars staðar í Vesturbæ og sig andvíg fyrirhugaðri staðsetningu fiskimjölsverksmiðjunnar. -aá. 3,5 millj. kr. söfnuðust í landssöfnun Rauða krossins, Mæðrastyrksnefndar, Hjálpræðishersins og Rásar 2: FLEIRI ÞURFA AÐSTOÐ Á annað hundrað manns hafa feng- ið styrk hjá Rauða krossi íslands. Það er ríflega fimmfalt fleiri en Rauði krossinn styrkti í fyrra. Tálið er að þessi mikla aukning endurspegli aukna þörf, auk þess að fleiri þurfandi viti nú af því að hjálp er fáanleg í kjölfar landssöfnunar Rauða krossins, Mæðrastyrksnefnd- ar, Hjálpræðishersins og Rásar tvö sl. fimmtudag, en þar söfnuðust um 3,5 milljónir kr., auk fatnaðar, gjafa- vöru og matvæla. Tálsmenn Rauða krossins segja að það beri meira á því nú en oft áður að fjölskyldur séu í fjárhagskrögg- um. Orsakir séu ýmsar, svo sem veikindi, atvinnuleysi, örorka, gjald- þrot, skilnaðir o.fl. Nú sem fyrr hefur einnig stór hóp- ur einstaklinga, sem á við vandamál af ofannefndum toga að stríða, verið styrktur. ÁRBÓK í 26 ÁR Áríð 1990 Stórviðburðir í myndum og máli með íslenskum sérkafla ernýkomin út Þessi fjölþjóðaútgáfa, sem kemur út á 8 tungumálum, hefur nú komið út á íslensku í 26 ár. Hún hlaut þegar í stað frábærar undirtektir og hefur í rúman aldarfjórðung verið aufúsugestur á þúsundum íslenskra heimila. Eins og vænta má er mikil fróðleikur samankominn í þessum 26 árgöngum. Öllum helstu heimsviðburðum þessara ára hafa þar verið gerð skil í máli og myndum. í nýútkomnum árgangi eru 498 myndir, þar af 255 í lit. í íslenska kaflanum eru 78 myndir, þar af 22 í lit. Til fróðleiks voru taldar þær myndir, sem frá upphafi hafa birst í árbókunum og reyndust þær vera tæpar 13.300, þar af rúmar 4.500 í lit. í íslensku köflunum eru þær tæpar 2000, þar af um 400 í lit. Bókin er á þrotum hjá útgefanda. BolCÆ U tgclfclll ÞjoðStlgíl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.