Tíminn - 19.12.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 19. desember 1991
Náttúru- og umhverfissinnar snúast
gegn raforkuvinnslu með vindmyilum
Þegar bóndinn Klaus Presting, sem er 47 ára og býr í
Fredenbeck í Neðra-Saxlandi, lítur á rafmagnsmæÚnn
sinn getur hann séð hversu mikla peninga hann hefur
grætt til viðbótar.
Presting vinnur með vindorkuveri
rafmagn sem hann matar frá bæ sín-
um inn á opinbert flutningskerfi, og
selur það til Uberlandwerk Nord-
Hannover fyrir 16,61 mark kílóvatt-
ið.
Á hverju ári framleiðir hann meira
en 100.000 kílóvött og tekur þar af
fimmta hlutann til eigin nota. Hann
segist líta veðurfarið allt öðrum
augum eftir að hann fór að fram-
leiða rafmagnið.
Landbúnaðarafurðir
hafa lækkað í verði og
aukabúgreinin kemur
sér vel
Á sama tíma og verð á landbúnað-
arafurðum eins og gulrótum, káli og
kartöflum hefur farið fallandi hefur
vindbóndinn aflað sér umtalsverðra
aukatekna með rafmagninu sínu.
Aðrir bændur hafa líka uppgötvað
að hægt er að græða peninga á vind-
orku. Á svokölluðum sterkvind-
svæðum, td. við þýsku strendurnar
en lfka í hálendinu, eru embættis-
menn í meiri önnum en nokkru
sinni fyrr við að skrá umsóknir um
að fá að reisa vindmyllur. Sömu
sögu segir yfirmaður fyrirtækis sem
vinnur að framgangi nýtingar vind-
orku í Kfl.
í vindlandinu Slésvík- Holtsetal-
andi snúast nú þegar 230 myllur
sem samtals framleiða 33 megavött
fyrir allt að því 22.000 heimili.
Orkumálaráðherra Kflar segir að
vindorkan geti orðið nýr grein í
landbúnaði og það til frambúðar.
Vindorkuver ekki
skipulögð í samræmi
við náttúruvemd
En nú er farið að bóla á andstöðu
gegn þeirri orkuöflun sem til þessa
hefur verið álitin mjög góður kostur
sem umhverfisvinsamleg aðferð í
orkuframleiðslu. Það eru einmitt
umhverfis- og náttúruverndarsinn-
ar sem telja upp alla mögulega skað-
semi sem uppsetning sífellt fleiri
nýrra vindmylluspaða gæti haft í för
með sér fyrir landbúnað, blóma- og
dýralíf.
Þannig gagnrýnir líffræðingurinn
Gottfried Vauk, 65 ára verkefnis-
stjóri við norður-þýsku náttúru-
verndarakademíuna, þessa taum-
lausu uppbyggingu.
Hann segir að vindorkuver séu
ekki skipulögð í samræmi við nátt-
úruvernd. í undirbúningsrannsókn
að byggingu og rekstri vindorku-
vera, sem orkumálaráðherrann í
Bonn hefur pantað og á að taka tillit
til líffræðilegra atríða og umhverf-
isvemdar sjá sérfræðingar, eins og
Vouk vindorkunni ýmislegt til for-
áttu.
Bóndinn Klaus Prestlng hefur komlð sér upp ágsetls
aukabúgreln, raforfcuvinnslu msð vindmyllum.
Tjón á varpi
þúfutittlinga
Á ellefu þýskum vindorkusvæðum
rannsökuðu þeir t.d. „tjón á varpi
þúfutittlinga", áhrifin á þróun bald-
ursbrár og truflunina á „landslags-
myndinni".
Prófessor Vauk, fyrrverandi yfir-
maður fuglaathugunarstöðvar á
Helgolandi, upplifði á Norðursjávar-
eyjunni sína fyrstu „stóru furðu".
Við áætlanimar á Helgolandi, þar
sem er stærsta þýska vindhjólið,
hafði láðst að taka tillit til þess að
eyjan er mikilvægasti áningarstaður
fugla.
í rannsókn Rijksinstituut voor
Natuurbeheer í Hollandi hafði þegar
komið fram að álíka margir fuglar
dræpust f vindmyllum og á vegum.
Og danskir rannsóknarmenn kom-
ust að því að fuglar í fæðuleit hrekj-
ast af svæðum sínum vegna hverfl-
anna.
Nýjar og strangari
reglur
Nú krefjast alþjóðlegu umhverfis-
verndarsamtökin World Wildlife
Fund for Nature þess að nýjar og
strangar reglur verði settar gegn
„villigróðri" vindhjóla. Og að áliti
forseta náttúrvemdarsambands
Þýskslands má „ekki neyða vindorku
upp á umhverfið sama hvað það
kostar."
í samræmi við þessar skoðanir hef-
ur verið lokað fyrir fyrstu 500 metra
flóðgarðanna sem reisa á vindhjól á í
Dithmarschen í Slésvík- Holtsetal-
andi. Og á merskisvæðunum í Mel-
Breska blaðið Private Eye þrítugt:
Hefur lifað af 250 málaferli
Blaðið er sagt mjög breskt, illkvittið og ósmekklegt.
Afhjúpunarblaðið Private Eye, sem sérhæfir sig í að
á upplýsingum eiturtungna, hefur lifað af 250
málaferli á undanfömum þrem áratugum.
Dónaskapur og ósvífni, auknefni
til háðungar þekktu fólki og dylgjur
birtist annan hvem föstudag í
bresku blaði sem ekki á sinn líka,
hvort heldur er leitað í austlægum
eða vestlægum heimshlutum. Pri-
vate Eye, enska háðs-, svívirðu- og
afhjúpunarblaðið er samtímis há-
vaða- og skemmtiblað heimspress-
unnar — árásargjamt, fyndið,
smekklaust, þegar það verður út í
ystu æsar að vera illkvittið og allt að
því eins ósanngjarnt og lífið sjálft.
Blaðið, sem er prentað á ódýran
pappír og gefið út eins og skólablað
segir af meinfysinni ánægju frá nýj-
asta leynimakkinu á hverjum tíma í
stjómmálum, stórfjármálum og út-
gáfuheiminum, tekur á beinið rétt-
armál, verkalýðsfélög og konungs-
ættina, dregur fram úr leyndar-
dómum einkalífsins ástamál þeirra
áberandi og gerir gys að öllum sem
álíta sig mikilvæga og þýðingar-
mikla. Og þess vegna er Private Eye
sérstaklega uppsigað við blaða-
menn.
Málaferlin 250 hafa
kostað blaðið um
eina milljón
sterlingspunda
Nú hefur þetta ágæta blað náð þrjá-
tíu ára aldri, öllum til mikillar
undrunar — ekki síst fómarlömb-
um þess, sem hafa dregið Private
Eye inn í meira en 250 málaferli á
ferli blaðsins og létt pyngju þess um
u.þ.b. eina milljón punda. Hvað eft-
ir annað hefur blaðið, sem nú er
gefið út í 206.715 eintökum, staðið
frammi fyrir fjárhagslegu hruni,
síöast vorið 1989. Blaðamennimir
hafa nefnilega hvað eftir annað
ákallað hið frjóa afl ímyndunaraflið,
þegar upplýsingaöflunin hefur
reynst ótraust skv. kenningunni
um að enginn sé reykur án elds.
En í hvert sinn hefur það gerst
sem sennilega er einstakt í sögu
blaðaútgáfu, lesendur hafa hlaupið
undir bagga og lagt fram smáupp-
hæð hver um sig og sem kunnugt
er gerir margt smátt eitt stórt. Þetta
gerðist t.d. 1986 þegar blaðið tapaði
meiðyrðamáli sem blaðakóngurinn
Robert Maxwell höfðaði gegn því.
Eftir það notaði Private Eye hvert
tækifæri til að kalla blaðakónginn
„feita skúrkinn" og birta af honum
skrípamyndir í gervi sjóræningja-
skipstjóra (Cap’n Bob).
Kærumálin hófust
þegar með
27. tölublaði
Það vom fjórir stúdentar sem
stofnuðu blaðið og í byrjun var upp-
Private Eye er ekkert heilagt,
ekki einu sinni barneignir í
fjölskyldu drottningar. Svona
leit forsíðan út þegar hertoga-
hjónin af York báru nýfædda
prinsessuna Beatrice út af
fæðingardeildinni 1988. Stolt
móðirin segir: Hún hefurfeng-
ið útlitið frá mér og gáfurnar
frá honum. Og barnið stynur.
lagið 500 eintök, en þegar með 27.
tölublaði fengu þeir á sig kæm. Það
hefði þýtt ótímabæran dauðdaga
blaðsins hefði ekki kærandinn tekið
upp á því að gefa upp öndina áður
en réttarhöldin hófust.
í áranna rás hefur Private Eye sagt
frá fjölmörgum málum og er meg-
inreglan sú að hafa eftir upplýsing-
ar þeirra sem leggja eiturtungunni
lið. Málin hafa snúist jafnt um mál-
efni ríkisins og kynlíf þekkts fólks.
Þannig má nefna morðsamsærið
gagnvart Jeremy Thorpe, fyrmm
leiðtoga Frjálslyndra, og ástarævin-
týri ráðherra íhaldsmanna, Cecils
Parkinson með ritara sínum, sem
bar ávöxt.
En ákafast kvelur Private Eye
blaðamenn, og þá helst höfunda
leiðara og fastra dálka, en þeim er
helgaður sérstakur staður í blaðinu
undir hausnum „Pseuds Comer".
Það er einkum útbelgt sjálfsálit
þesara dálkahöfunda sem gefur Pri-
vate Eye tækifæri til að níðast á
þeim.
Dálkurinn „Street of Shame" (Gata
skammarinnar) snýst hins vegar
um þær harðsoðnu venjur sem
tíðkaðar em í faginu, og þar er upp-
Iýst hver hefur platað hvern starfs-
félaganna hvernig, eða hverjum
hefur einmitt enn einu sinni orðið
fótaskortur á eigin óþverraslóð.
Dæmi: „Staðgengill aðalritstjóra
Sunday Times, kvennagullið Ivan
Fallon með fi'nu hárgreiðsluna, hef-
ur farið fram úr sjálfum sér í smjað-
urshættinum."
Uppnefnin tolla
Yfirleitt loða uppnefnin, sem Pri-
vate Eye útdeilir rausnarlega, um
aldur og ævi við þá sem hljóta þau.
„Brillo Pad“, stálullin með sápu er
uppnefnið sem blaðið gaf Andrew
Neil, aðalritstjóra Sunday Times og
hann gengur síðan undir. Einmitt
úr þessu „skelfilega blaði“ komst
lan Hislop er aðalritstjóri Pri-
vate Eye. Hann heldur því
fram að blaðið sé samfélaginu
til góðs. En margir hata hann
og blaðið!
„BriIIo”, sem er hrjúfur í umgengni
við annað fólk, að því að vinkona
hans leitaði návistar Donalds
„Pixie" Trelford, yfirmanns keppi-
nautsblaðsins Observer, og fann
hana.
„Ég held að einmitt blaðamennska
Private Eye geri samfélaginu eitt-
hvert gagn,“ segir Ian Hislop aðal-
ritstjóri. Þar hefur hann að vísu
ekki rétt fyrir sér — en misskiln-
ingur hans liggur í því að með blaði
sem vekur slíka meinfysi getur
heimurinn sem hægast Iifað í þrjá-
tíu ár í viðbót!