Tíminn - 28.12.1991, Side 3
Laugardagur 28. desember 1991
Tíminn 3
Fortíðarvandanefnd sendir frá sér þrjú ný hefti:
Fjárhagur Byggðastofnunar
traustur
Fortíðarvandanefnd ríkisstjómarinnar telur hættu á að 22% af öllum lán-
um, sem Byggðastofnun lánaði frá 1. október 1985 til ársloka 1990, tapist,
eða sem svarar 2.560 milljónum króna á verðlagi þessa árs. Nefndin telur
að þrátt fyrir þetta geti stofnunin staðið við allar fjárhagslegar skuldbind-
ingar sínar. í lok október á þessu árí nam eigið fé Byggðastofnunar 1.790
milljónum króna.
þrátt fyrir töp
Á fundi ríkisstjómarinnar 23. júlí
í sumar var ákveðið að tillögu for-
sætisráðherra að skipa sérstaka for-
tíðarvandanefnd. Nefndin er undir
forystu Hreins Loftssonar, aðstoðar-
manns forsætisráðherra, en með
honum í nefndinni eru nokkrir
embættismenn úr ýmsum ráðu-
neytum og stofnunum ríkisins.
Nefndin hefur nú skilað sex skýrsl-
um, en þær em um Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, Framkvæmdasjóð ís-
lands, Byggingarsjóð ríkisins og
Byggingarsjóð verkamanna,
Byggðastofnun, Atvinnutrygginga-
sjóð og Hlutafjársjóð og Lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins. Ríkisendur-
skoðun hefur áður fjallað um flestar
þessar stofnanir og sjóði. Skömmu
fýrir jól komu út þrjár nýjar skýrslur
frá fortíðarvandanefndinni.
í ljósi þeirra breytinga, sem boðað-
ar em á starfsemi Byggðastofnunar
með reglugerð, leggur fortíðar-
vandanefnd til að fram fari stjóm-
sýsluleg endurskoðun á stofnun-
inni, t.a.m. í tengslum við flutning
aðalskrifstofu hennar til Akureyrar,
líkt og ríkisstjórnin hyggst beita sér
fyrir. Endurskoðunin hafi það að
markmiði að laga innra skipulag og
starfsemi Byggðastofnunar að
breyttum áherslum og aðstæðum,
og miðist við að skilvirkni í allri
starfsemi hennar verði sem mest.
Nefndin dregur saman upplýsingar
um fjárhag Byggðastofnunar frá því
að stofnunin hóf starfsemi haustið
1985. Eigið fé er 1.790 milljónir og
hefur minnkað um 360 milljónir á
sex ámm. Framlög til stofnunarinn-
ar úr ríkissjóði á þessu tímabili
námu 1.200 milljónum. Að auki hef-
ur ríkissjóður yfirtekið skuld við
Framkvæmdasjóð íslands að fjár-
Blysför
Sunnudaginn 29. desember efnir
Ferðafélag íslands til blysfarar og
léttrar fjölskyldugöngu. Slík ganga
var farin á sama tíma í fyrra og vom
þátttakendur þá 450 talsins.
Mæting er á sunnudaginn við nýtt
félagsheimili Ferðafélagsins að
Mörkinni 6 (v. Suðurlandsbraut,
austan Skeiðarvogs). Brottför í
gönguna er kl. 16:30, en fyrir brott-
för verða seld blys.
Alþjóðasamtök fatlaðra:
Ákall
um frið
Alþjóðasamtök fatlaðra, FIMITIC,
hafa sent frá sér svokallað ,Ákall um
frið". Er þar sérstaklega átt við hið
hörmulega stríðsástand í Júgóslav-
íu. í ákallinu heita fatlaðir á alla
menn, einkum þá sem hafa mikil
völd og áhrif, að tryggja frið.
„Alþjóðasamtök fatlaðra lýsa inni-
legri samúð með þeim sem þjást, og
biðja allt velviljað fólk og þá, sem
völdin hafa hvarvetna, að binda enda
á þessa hræðilegu atburði," segir í
ákallinu.
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
á aðild að FIMITIC, og tekur heils
hugar undir ályktun þessa.
hæð 1.200 milljónir króna. Á þessu
sex ára tímabili hefur Byggðastofn-
un veitt rúmlega 2.000 lán, sem á
verðlagi ársins 1991 nema um
11.600 milljónir króna. Stofnunin
hefur þegar afskrifað lán sem eru
samtals að upphæð 940 milljónir, og
að auki eru nú í afskriftasjóði um
1.620 milljónir til að mæta hugsan-
legu tapi í framtíðinni. Ef allt þetta
fé tapast, mun stofnunin tapa 22%
af útlánum sínum á umræddu 6 ára
tímabili.
í skýrslu um Atvinnutryggingasjóð
er áréttað það, sem Ríkisendurskoð-
un hefur áður bent á, að hætta sé á
að sjóðurinn tapi 1.500 milljónum
eða um 20% af útlánum sínum.
Áætlað er að ríkissjóður þurfi að
Ieggja til Hlutafjársjóðs um 200
milljónir vegna ríkisábyrgðar á A-
hlutdeildarskírteinum. Þá er tap
eigenda B-hlutdeildarskírteina
áætlað samtals 150 milljónir, en
flest þeirra eru í höndum banka og
sjóða í eigu ríkissjóðs.
í skýrslu fortíðarvandanefndar um
Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna
er bent á það, sem áður hefur komið
fram, að sjóðurinn standi ekki undir
skuldbindingum sínum. Skuldbind-
ingar sjóðsins að frádreginni
hreinni eign hans, sem tilheyra A-
hluta ríkissjóðs, eru áætlaðar 42,7
milljarðar. Samsvarandi tala fyrir B-
hluta og séraðila að lífeyrissjóðnum
er 19 milljarðar. -EÓ
N ý heillaóskaskeyti
Sjjndu
hug Iiíiiii
með
sheyti
Að fá heillaóskaskeyti er alltaf jafn
ánægjulegt og sýnir hlýjan hug sendandans.
Nú eru komin ný heillaóskaskeyti
frá Pósti og síma með fallegum og lifandi
myndum sem gleðja augað. Láttu okkur
koma heillaóskaskeyti til vina þinna
og ættingja. Afgreiðsla á öllum Póst- og
símstöðvum og í síma 06.
POSTUR OG SIMI
Viö spörum þér sporin