Tíminn - 28.12.1991, Page 10
10 Tíminn Laugardagur 28. desember 1991
I ár voru liðin 150 ár frá dauða Bjarna Thorar-
ensen. í þessari grein frá 1942 ræðir prófessor
Þorkell Jóhanneson um þetta meginskáld róm-
antísku stefnunnar á íslandi og ástæður þess
að stefna þessi birtist með öðrum hætti hér á
landi en annars staðar í Evrópu.
Eigi nokkurt íslenskt skáld skilið
að kallast rómantískt í anda og
sannleika þá er það Bjarni Thorar-
ensen. Mér er næst að halda að
það verði ekki sagt um neinn ann-
an íslenskan höfund. Þegar alls er
gætt er þetta næsta furðulegt.Ætt
hans var dramblát nokkuð og
harðgeðja, uppeldið að sjálfsögðu
strangt og einskorðað. Mörkin eru
líka auðsæ. Bjarni er ramur
kirkjutrúarmaður í lútherskum
réttrúnaði, og sem lögfræðingur
og dómari er hann íhaldssamur og
ósveigjanlegur bókstafsþræll
rammra og ómannúðlegra hegn-
ingarlaga. Hér er ekkert sem
greinir hann frá 17. aldar mann-
inum ísleifi Einarssyni á Brekku,
samstarfsmanni hann í Yfirréttin-
um — nema eitt: Þessi kynlegi
fiðringur í hjartarótunum sem
stundum setur að manni ákafan
hjartslátt svo að blóðið stígur
manni þungt til höfuðs — rautt
ský vefst um mann utan. Þegar
það er liðið hjá situr maður gagn-
tekinn af kitlandi hrolli sem seitl-
ar niður herðarnar og bakið að
innanverðu! Slíks veikleika mun
ísleifur Einarsson aldrei kennt
hafa. Hann var veilulaus eintrján-
ingur að eðli: fáeinar dyggðir í
tröllaukinni mynd. En duttlung-
um forlaganna sýndist að gera of-
urlitla glufu, litlafingursglufu, í
skapgerð sveinsins Bjarna. Þar
með var hið öfluga og fábrotna
samhengi rofið og hin fasta kyn-
erfð varð að sæta nýjum áhrifum
og örlögum. Og í trássi við hana,
námið og uppeldið, varð hann
skáld sem lifa mun meðan íslensk-
ar skáldmenntir lifa — löngu eftir
að réttrúnaður hefur þokað til
fulls fyrir mannúðlegri frjálshuga
vantrú á gildi einstrengingslegra
kennisetninga og hegningarlög
eru úr gildi gengin með siðuðum
þjóðum.
Bráðgör æskumaður
Bjarni Thorarensen kemur til
Kaupmannahafnarháskóla árið
1803 aðeins 17 ára gamall. Af
námi hans og þróun má ráða það
að gáfur hans hafi verið mjög
þroskaðar og að öllu hefur hann
verið bráðger og mikilhæfur.
Hann gerist skjótlega lagamaður
mikill og eins og fleiri stúdentar
um þetta leyti, eigi síður en
seinna, er hann heitur og einlæg-
ur ættjarðarvinur. Hann hyggst að
vinna þjóðinni mikið gagn sem
lærður og duglegur embættis-
maður, líkt og ýmsir hinir fyrri
frændur hans. En honum dugir
hvergi nærri það sem þeim var
löngum fullnóg. Hugmyndaríki
hans nýtur sín ekki í náminu og
fegurðarþráin, vöggugjöf forlag-
anna, því síður. Hann verður hrif-
inn af skáldskap og byrjar að yrkja
dálítið sjálfur. Shakespeare og
Edda annars vegar, en á hinn bog-
inn Ossian og Oehlenschlæger,
móta smekk hans og leiða skáld-
gáfu hans til þroska að nokkru í
sinni líkingu.
Sigrúnarljóð
En þó að Bjarni sé ekki að öllu
frumlegt skáld og honum sé
markað fremur þröngt svið eru
kvæði hans harla merkileg, eigi
aðeins frá sjónarmiði íslenskra
bókmennta, heldur einnig þá Jitið
er til rómantískra skáldmennta yf-
irleitt. Karlmannleg hugsun,
mannvit og viljaþrek einkenna
kveðskap Bjarna. En rómantíkin
er ljóðræn að eðli. Draumfleygt
ímyndunarafl og misjafnlega
skarpt brjóstvit eru höfuðein-
kenni hennar, minna um þrek og
þor. Hugmyndafar Bjarna er að
vísu alrómantískt að forminu til
og hirðuleysi hans um háttu er
líka af þeim toga. En engum dylst
samt að hann stendur nær Eddu
og Shakespeare en Schiller og
Ossian í sinni rómantísku skáld-
list. Þannig verður hún býsna
Dr. Þorkell Jóhannesson
sjálfstæð og einkennileg — nor-
ræn að eðli, þótt yfirbragðið sé
með suðrænum blæ.
Stórbrotnar og hrikalegar hug-
myndir einkenna skáldskap
Bjarna Thorarensen. Það eru róm-
antísk áhrif, en annars eiginleg
skáldinu. Skapið er ríkt og ofsa-
fengið og þar sem hleypidómar og
drottnandi venja þvergirða ekki
allt of rammlega eru tilfinning-
arnar næmar og brennandi. Til
eru eftir Bjarna kaflar kvæða og
auk heldur heil kvæði, þar sem
geðríkið, tilfínningarnar, yfirbuga
hann. Hann gleymir sér, yfirstígur
sjálfan sig. Þessi kyngi sálarinnar
gefur líf og anda hugmyndum,
sem í meðförum ágætra skálda, en
kaldgeðjaðri og ekki eins tilfinn-
ingaríkra, hlýtur að verða and-
vana óskapnaður. Ég get ekki stillt
mig um að minnast hér á Sigrún-
arljóð, þetta undarlega kvæði,
sem víst mun víðkunnast allra ís-
lenskra kvæða frá seinni tímum.
Vafalaust verður það talið með
fegurstu ástarkvæðum sem
Wmm
Áratuga reynsla á Islandi !
Einar mest notuðu básamotturnar landsins !
Níðsterkar og einangra !
BASAMOTTUR
ARIVIULA 11
<E 31-BB15DO
MUNIÐ
að skila tilkynningum I flokksstarfið tímanlega - þ.e.
fýrlr kl. 4 daginn fyrir útkomudag.
SEKTIR
fyrlr nokkur
umferðarlagabrot:
Umferöarráö vekur athygli á
nokkrum neöangreindum sektarfjárhæöum,
sem eru samkvæmt leiöbeiningum ríkissak-
sóknara til lögreglustjóra frá 22. febrúar 1991.
Akstur gegn rauðu Ijósi - allt að 7000 kr.
Biðskylda ekki virt “ 7000 kr.
Ekið gegn einstefnu “ 7000 kr.
Ekið hraðar en leyfilegt er “ 9000 kr.
Framúrakstur við gangbraut “ 5000 kr.
Framúrakstur þar sem bannað er “ 7000 kr.
„Hægri reglan“ ekki virt “ 7000 kr.
Lögboðin ökuljós ekki kveikt 1500 kr.
Stöðvunarskyldubrot - allt að 7000 kr.
Vanrækt að fara með ökutæki
til skoðunar “ 4500 kr.
Öryggisbelti ekki notuð “ 3000 kr.
MJÖG ALVARLEG OG ÍTREKUÐ BROT
SÆTA DÓMSMEÐFERÐ.
FYLGJUM REGLUM - FORÐUMST SLYS!
UUMFERÐAR
RÁÐ
Bjami Thorarensen
mönnum hefur auðnast að yrkja.
Sú saga er til um það að Bjarna og
annan mann greindi á um það,
hvort það mundi ekki vera hverju
skáldi ofraun að yrkja jafn heit
ástarljóð til unnustu sinnar lát-
innar eins og ef hún væri lifandi.
Bjarni kvað þetta engu geta breytt
og leysti þrautina, svo að ekki
varð um deilt. Þessi saga er ekki
trúleg. Þvílík kvæði yrkja skáld
tæplega með það fyrir augum að
skera úr þrætu, svo sem í til-
raunaskyni eða í orðastað kunn-
ingja síns, að bón hans, til þess er
hér alltof miklu ofið inn í af sjálfu
skáldinu, lífi þess og sál. Enginn
skyldi reyndar gera lítið úr því að
snjall rithöfundur eða skáld getur
alltaf gert vel það sem hann vill
gera. Þá fyrst hefur hann náð tök-
um á íþróttinni, er hann getur far-
ið skáldlega með hvaða efni sem
er, svo að snilld sé á — hvað sem
menn kunna annars að segja um
innblásnar stemmningar, anda,
sem yfir menn komi og svo hins
vegar stílagerð og pöntuð erfiljóð.
En hér er bara svo óralangt bil
milli þess snjalla og þess ágæta —
þess Iangbesta. Mér finnst ég eigi
hægast með að skilja og meta list
Bjarna er ég reyni að hugsa mér
hvernig hin eða önnur skáld
myndu hafa ort Sigrúnarljóð. Ef
til vill er samt ósanngjarnt að bera
saman á þennan hátt. Ein lista-
stefna skilur eftir sig verk, sem
aldrei geta eignast fullkomlega
sinn líka. Kraftur og kyngi hetju-
kvæða Eddu og hið ótamda hugar-
flug Ossiansljóða hafa'skapað sí-
gilda perlu rómantískrar skáld-
listar í íslenskum bókmenntum,
þar sem eru Sigrúnarljóð, —
þrungna og dýrlega af brennandi
tilfinningum sterkrar sálar.
Rómantíkin á Norður-
löndum
Rómantíkin er í eðli sínu öfga-
stefna. Hver sá sem kynnir sér
sögu hennar eða kynnst hefur ein-
hverju af verkum hinna þýsku
berserkja þessarar listastefnu,
hlýtur að undrast og minnast alls
þess sem hann hefur heyrt eða séð
af „fútúrisma" eða öðru þvílíku í
listum nútímans. En hin þýska
rómantík tekur miklum breyting-
um er stundir líða, bæði vegna
breyttrar aðstöðu og þá eigi síður
vegna áhrifa frá mönnum eins og
Goethe og Schiller. Þannig hverfa