Tíminn - 28.12.1991, Qupperneq 11

Tíminn - 28.12.1991, Qupperneq 11
Laugardagur 28. desember 1991 Tíminn 11 VETURINN Hver riður svo geyst Ei hinn itursterki á gullinbrúvu, afli þó beitir háfan of hifin, magnlítil grœnleit við hesti snjálitum, moldarbörnin, hnálega hristandi mjúklega svcefir, hrímgan makka, svo megi ei finna eldi hreyfanda eymdir þau undan stálsköflum? ellidauða. Glóir á gunnsnörpum Kemur svo allur grásteind brynja, og kreistir i sterka hangir isskjöldur jörðu járnarma hal á öxlum; og jörðu kyssir; vindur stendur svalur verður hún þunguð af veifan skálmar, af þeim viðskiptum, norðljósa brúskur velur svo Ijósmóður bylgjar á hjálmi. sem Vor nefnist. Hann er riðinn frá Sagt er fyrir Vori heimum Miðnáttar Vetur flýi; aflbrunni alheims hvergi þó hann flýr. og ótta munaðar; en fœrist ofar, mun ei vor una Vor skriður undir né vellyst þar aldri, Vetrar er yfir i Segulheimum, bringa breið á Seguljjöllum. um bláloft gnæfandi. Elli hann ei kenni Aldrei hinn frægi þó þó eldri sé heimi fjarlœgist svo, og guði jafnga.ma.il; að hann heims lifa mun hann öllum hjólás sleppi lengur veröldum endum tveim. og af lík þeirra líða. eða yfirgefi jarðar neitt, Afl vex því öflga, er hann það nálgast, það næst er himni. harðnar Fjörgyn Sést þvi á hans i faðmlögum; sumri miðju hverfist i demant Jjalls á skrauthúfum dreyri hennar, skartið vetrar — en grœnló skikkju því vill ei heldur gránar og hjaðnar. þiðna á vori himinhrím á höfði ’öldunga. brátt úr sögunni hinar bandóðu kröfur um samfara áhrif allra at- riða — letursins og svertunnar auk heldur — í þágu listarinnar, er allt átti að vera samstiga við stemningu skáldverksins og breytast og ummyndast í kappi við hana. Leturtegundum og stíl er ruglað og stafirnir stundum settir á höfuðið — allt fer eftir kröfum listarinnar. Síðar fer að kveða minna að hinum taumlausu höf- uðórum skáldanna, er oft líktust mest hitasóttarórum og brjálæð- isrugli. Þegar rómantíska stefnan barst til Danmerkur um aldamótin 1800, var mjög af henni dreginn ofsinn, enda breyttist hún nokkuð í meðferð hinna dönsku skálda. Einkum má hér nefna eitt atriði, er kalla má að verði kjarni þess er nefna mætti norræna rómantík, en það er fornöld Norðurlanda og og söguminningar henni tengdar. Tvennt olli því: Ofsi Napoleons og þjóðakúgun annars vegar, en á hinn bóginn endurreisn þjóð- fræða, ságnavísinda og bók- menntarannsókna. Að vísu hneigðist rómantíkin frá upphafi að hinum liðna tíma, einkum sög- um og þjóðkvæðum frá miðöld- um. Kvæði Ossians, áhrif þeirra og athygli sú er þau vöktu er frægur vottur þessa. En þegar í Norðulönd kom birtist allt í einu nýtt sjónarsvið: Fornöld Germana og bókmenntaarfur hinna nor- rænu þjóða vörpuðu skugga á sjálfa hina klassísku vegsemd Suðurlanda. Fornaldardekrið keyrði úr öllu hófi og fornaldar- dýrðin var ólgusjór af vanþekk- ingu, þar sem rómantísk skáld og fræðimenn, sagnfræðingar og gagnrýnihöfundar, fískuðu hvern kynþáttinn af öðrum. Rómantíkin er öfgastefna allt í gegn. Hún keppir allsstaðar eftir fýrirmyndum, sem hún raunar þekkir ekki, og hún reynir að líkja eftir list sem hún skilur ekki. í stað þess að vera ávöxtur þróunar þá er hún að upplagi ofsafengin en vanmáttug tilraun til þess að rjúfa samhengi og skapa nýtt. Ég skil rómantíkina best sem samvisku- bit hinna þýsku þjóðflokka fyrir það að hafa svikið sjálfa sig og for- tíð sína, gleymt sér sjálfum yfir kjötkötlum rómverskrar og grískrar menningar — þangað til að orðið var of seint að bæta það sem rofið var: Milli þeirra og for- tíðarinnar, upprunans, var og varð gapandi tóm gleymdra og van- ræktra minja sem ekki varð brúað að neinu gagni. Hér voru íslend- ingar einir undantekning. ís- lenskar bókmenntir höfðu alla tíð staðið föstum fótum á þeim grundvelli sem hin fyrsta ritöld lagði. Þær eru nátengdar lífi og sögu þjóðarinnar frá upphafi. Hið liðna var alltaf lifandi þáttur hins veranda, þótt mönnum væri það misjafnlega ljóst. Einmitt þess vegna láta íslendingar sér hægt um rómantíkina og stilla henni svo vel í hóf. Hún leggur ekkert í auðn hjá okkur, eins og t.d. Þjóð- verjum, þar sem heil kynslóð skálda gengur næstum alveg í súginn vegna hennar. Hún frjóvg- ar íslensku skáldin fremur en hitt, vegna þess að þau standa þar föst- um fótum sem hin áttu varla neitt að styðjast við. Besta dæmið um þetta er að sjálfsögðu Bjarni Thor- arensen. Kvæði hans Veturinn sýnir líklega best íslenskra kvæða norræna og auk heldur íslenska rómantík. Veturinn Kvæði þetta er 10 erindi og er ort undir allóreglulegu fornyrðislagi. Þó er ein vísan með ljóðahætti. Eru auðfundin áhrif Eddukvæða á formið, en óreglan í kveðandinni er af rómantískum toga og kennir þess víða í kvæðum Bjarna að hann er ekki mjög nákvæmur í þessum sökum, einkum þó er hann yrkir undir hinum fornu lögum. Fleira er það en hátturinn einn sem bendir til fornkvæð- anna, t.d. þetta upphaf: „Glóir á gunnsnörpum grásteind brynja.“ Þess er þó vert að geta að það er ekki sök fornskáldanna er Bjarni talar um steinda brynju. Sú villa er honum sjálfum að kenna. En gráserkjað lið hefir hann haft í huga er hann yrkir þetta. Heiti jarðar: Fjörgyn, tekur hann úr Eddu beinlínis (eða þá úr rímum, sem gildir einu). Segulheimur og Segulfjöll minna aftur á móti á ör- nefni í Helgakviðu. Aftur á móti er sumt í kvæðinu suðrænt að uppruna. Fyrst og fremst riddaramyndin í tveim fyrstu vísunum: Skjöldurinn á herðum og brúskurinn á hjálmi riddarans minnir strax á einhverja af hetjum Hómers. Það breytir engu þótt hér sé brúskurinn úr norðurljósum í stað taglsins á hjálmi Hektors. Þá taiar Bjarni um hjólás heimsins. Hann á hér efalaust við heimskaut jarðar. En nær er mér að halda að þessi hugsun sé komin til Bjarna frá einhverjum klassiskum höfundi en að hún sé honum innblásin af landafræðinni. Þetta getur nægt um búning kvæðisins og einstök framsetningaratriði. Uppistaðan Og þá komum við að uppistöðu þess, meginhugsuninni. Hún virðist vera þessi í stuttu máli: — Veturinn er ímynd hreystinnar, hinnar heilbrigðu orku sem við- heldur lífinu og varnar því að það koðni útaf í vesaldóm og munað- arsýki. Knýr til nýrra dáða þar sem dugur er fyrir en þar sem lífs- krafturinn er þorrinn og hrörnun- in á öðru Ieiti er hann voldugur lausnari. Norðrið er heimkynni hans. Himininn og jörðin ríki hans. Æska og elli, líf og dauði er í hans valdi, hann er uppspretta hvors tveggja, alls þessa. Það er auðvelt að leiða út af þessu dálít- inn Darwinisma sem skáldið hefur sjálfsagt ekki vitað af. En einkum ber hugmynd þessi vott um það sem kallað var hér á undan nor- ræn, íslensk rómantík. Eins og áður var drepið á þá var uppi ákaflega sterk þjóðernis- hreyfmg á Norðurlöndum og yfir- leitt meðal germanskra þjóða fyrstu 3-4 áratugi 19. aldar, eink- um eftir það er lauk Napoleons- styrjöldunum. Ógæfa sú og efna- tjón er þær leiddu yfir löndin og hins vegar ný efling einveldisins af Guðs náð fyrir þrælabrögð hins helga sambands knúði hugina til þess að leita fróunar og frelsis í viðreisnar- og fræðslustarfi heima fyrir og í kyrrþey. Hið stórpólit- íska glæfraspil hafði endað með hruni og hrellingu. En hrellingin rauk fljótt af. Menn jöfnuðu sig og þá fór brátt að dreyma um hefndir og eyðileggingu að nýju. Mitt í þessum umbrotum öllum kom fornfræðin beint upp í fangið á þessum órólegu sálum og áhrif- anna var ekki langt að bíða. Aldrei hefur nein gullnáma sem sögur fara af orðið tilefni jafn gífurlegra spekúlationa. Mönnum varð þegar í upphafi ljóst að hér var fólginn ógrynnis auður dýrlegra minn- inga og minja. Ljómi fortíðarinn- ar varð í senn raunabót og fyrir- heit. Hin forna gullöld norrænna þjóða varð í augum þeirra ennþá glæsilegri en hin klassiska hafði nokkru sinni verið. Hvað voru Rómverjar hinir fornu annað en siðlausir, hjátrúarfullir og hug- myndasnauðir ruddar hjá hinum germönsku þjóðum sem skapað höfðu önnur eins listaverk að speki og andagift — jafn dýrlegan ávöxt rótgróinnar og auðugrar menningar eins og t.d. Völuspá og ótal fleiri þvílík kvæði, varðveitt og glötuð, um það leyti er Kristur var líflátinn í Jerúsalem! Hér er ekki tími né tækifæri til þess að rekja heilaspuna manna um fornöld Norðurlanda meðan þær rannsóknir voru í barndómi. En þeir sem vilja geta fræðst um það af ritgerðum og einkum sagnaritum frá þessum tímum. Það nægir auk heldur að líta ögn í rit þeirra Keysers og Munchs til þess að fá þó nokkra hugmynd um það. Reynsluvísindin og aðferðir þeirra voru enn í bernsku að kalla — en rómantíkin, hugmyndaflug- ið var óspart á aðstoð sína. Það var í ljósi þess hugsunarfars og „nýju" speki að jafn óskáldgefinn maður og prófessor Finnur Magnússon les langt mál — og það bundið auk heldur — út úr regn og fo- krákum á kletti á Rúnamó. En Bjarni Thorarensen yrkir undir þessum sömu áhrifum kvæðið um veturinn, sem í senn er dýrðaróður karlmennskunnar og hvöt til þjóðarinnar sem hann elskar. Þesemberverð d Storno farsímum Verðiö er hreint ótrúlegt. Storno bílásími kr. 79-580 stgr. með vsk. Storno burðarsími kr. 84.280 stgr. með vsk. Bíla- og burðarsími kr. 94.760 stgr. með vsk. Burðarsíma íylgir 4 Ah rafhlaða. Takmarkað magn. Verö gilda til 31. des. 1991. POSTUR OG SÍMI Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og simstöðvum um land allt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.