Tíminn - 25.01.1992, Qupperneq 14
14 Tíminn
Laugardagur 25. janúar 1992
Á síðasta árí kynnti Ingvar Helga-
son hf. nýja línu Sunny-bfla, frá
Nissan-verksmiðjunum, en áður
hafði evrópski Japaninn Prímera
verið fluttur hingað tii lands. Þessi
stóríbróðir er framleiddur í Bret-
landi, en Sunny fáum við frá Japan.
Skyldieiki þessara Nissanbfla leyn-
ir sér ekki: hönnuðir Sunny hafa
greinilega sett sér það markmið að
„evrópísera" bflinn, líkt og Prim-
era. Og það má segja þeim til
hróss, að þetta hefur að mörgu
leyti tekist mjög vel.
Að þessu sinni tökum við fyrir
Sunny SLX, stallbak, með 1,6 1 fjöl-
ventlavél, fimm gíra beinskiptingu
og sítengdu aldrifi. Þetta er ríkulega
útbúinn gripur með samlæsingum á
hurðum, rafdrifnum rúðum (sem
mér persónulega þykir hálfgert
pjátur), upphituðum framsætum og
fleiri atriðum sem ekki eru staðal-
búnaður í bílum í svipuðum stærð-
arflokki.
Óvenju „þéttur“
Japani
Það fyrsta, sem ég tók eftir þegar
sest var undir stýri, var smekklegt
mælaborð og gott útsýni úr bílnum.
Annað atriði kom þægilega á óvart
þegar ég lokaði bílstjórahurðinni,
en það var hversu þéttur bíllinn er.
Venjulega heyrir maður dálítið dós-
arhljóð þegar hurð er lokað á jap-
önskum millistærðarbíl, en svo var
ekki með þennan og ég varð að opna
hurðina og loka henni aftur til að
sannfæra mig um að hún hefði lok-
ast almennilega í fyrra skiptið. Að-
gangur að stjórntækjum er auðveld-
ur og jafnvel óvanir og óöruggir
ökumenn eru fljótir að fá tilfinn-
ingu fyrir bflnum. Rétt staðsetning
stjórntækja er reyndar ekki nema
hluti skýringarinnar á því hvað
Nissan Sunny virkar vel á óvanan
ökumann. Þar kemur til samspil
margra þátta, s.s. góðrar fjöðrunar,
sídrifsins sem tryggir einstaklega
góða rásfestu, mátulega létt vökva-
stýri, öflug vél og fleira.
Verulega góðir akst-
urseiginleikar
í akstri er Sunnyinn eins og hugur
manns. Þar munar ef til vill einna
Plássið undir vélarhlifinni er vel nýtt, en nýja fjölventlavélin skitar 90
hestöflum.
Nissan Sunny SLX 4WD stallbakur, eöa skottbill eins og sumir vilja kalla þessa útfærslu.
LIFEYRISSJOÐUR VERZLUNARMANNA
KYNNINGARFUNDUR UM
STARFSEMI
LÍFEYRISSJÓÐS
VERZLUNARMANNA
í tilefni af 100 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður
haldinn sameiginlegur kynningarfundur VRog LV á starfsemi Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna. Kynningarfundurinn verður haldinn sunnudaginn 26.
janúar 1992 kl. 14 í súlnasal Hótel Sögu. Fundurinn verðuröllum opinn.
Fundarstjóri, Magnús L. Sveinsson, formaður VR.
Magnús L.
Sveinsson
Guömunndur H.
Garöarsson
Þorgeir
Eyjólfsson
Hallgrimur
Snorrason
Þórarinn V.
Þórarinsson
Dagskrá:
1. Setningarávarp. Guðmundur H. Garðarsson, stjórnarformaður
LV.
2. Starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þorgeir Eyjólfsson,
forstjóri LV.
3. Lífeyrissjóðir - fortíð og framtíð. Hallgrímur Snorrason,
Hagstofustjóri.
4. Lífeyrissjóðir og atvinnulífið. Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands.
5. Fyrirspurnir til framsögumanna.
6. Fundarslit.