Tíminn - 01.02.1992, Side 2

Tíminn - 01.02.1992, Side 2
2 Tíminn Laugardagur 1. febrúar 1992 Mikil umframorka skapast með tilkomu Blönduvirkjunar: Leitað ieiða til aukinnar orkusölu Iðnaðarráðuneytíð leitar nú leiða, í samvinnu við Landsvirkjun, Rarik, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sambands íslenskra raf- veitna, tíl að nýta þá umframorku sem hefur skapast með tilkomu Biönduvirkjunar. Fyrrum Sovétríki fá aðild að ROSE Á öðrum fundi utanríkisráðherraráðs Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) sem haldinn var í Prag 30. og 31. janú- ar var samþykkt að veita tíu ríkjum fyrrum Sovétríkjanna aðild að samtökunum. Króatíu og Slóveníu var veitt áheyrnaraðild. Aðiidar- ríki RÖSE eru nú orðin 48. Þær leiðir sem hafa verið skoðaðar eru tvær. Annars vegar eru það ráð- stafanir sem miða að því að nota raf- orku í stað olíu eða annarrar inn- fluttrar orku og hins vegar með því að stuðla að nýjungum í starfsemi Akureyri: Eldur í spenni Eldur kom upp þegar sprenging varð í spennistöð í Glerárhverfi á Akureyri um klukkan 16.30 í gær. Töluverður eldur kom upp, en slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eldinn. Stórir hlutar Glerárhverfis urðu rafmagns- lausir og urðu töluverðar annir hjá lögreglunni á Akureyri við að svara fyrirspurnum íbúa, sem sátu í myrkvuðum íbúðum sínúm, en ekki var búist við að rafmagn kæmist á þar sem raforkukaup eru stór liður í rekstrarkostnaðinum. Á undanfömum árum hefur sala á ótryggri raforku, eða umframorku, aukist verulega, en kostnaður raf- orkufyrirtækjanna við ótrygga raf- orku er mun minni, en þegar um forgangsorku er að ræða. Þá er verð- ið lægra, en það byggist á því að skuldbindingar raforkufyrirtækj- anna eru mun minni um afhendingu en á forgangsorku. Heimsmarkaðs- verð á olíu hefur verið mjög lágt frá og með árinu 1987 og eini mögu- leikinn til að rafmagn geti keppt við þetta lága verð á olíu, þar sem hag- kvæmast er að nota olíuna s.s. í iðn- aði, við gufúframleiðslu og við hitun og er því ótryggt rafmagn. Ekki er talið að mikið svigrúm sé til þess auka sölu á ótryggu rafmagni, nema að um tímabundna sölu sé að ræða. Athygli þarf fyrst og fremst að beina að sölu á forgangsorku, sérstaklega þegar til lengri tíma er litið. Þegar verið er að tala um að auka raforkunotkun er rætt um nokkra möguleika, sem hugsanlegu em opnir til þess. Horft er til þess að hugsanlega megi auka notkun raf- orku á kostnað olíu við upphitun at- vinnuhúsnæðis og opinberra bygg- inga t.d. skólabygginga. En sá galli er á að í dag er verð samkvæmt raf- hitunartöxtum, án niðurgreiðslu og afsláttar, ekki samkeppnisfært við ol- íukyndingu. Möguleiki er á að nota ótryggt rafmagn við upphitun sund- lauga, en um tuttugu sundlaugar á landinu eru kyntar með olíu. Tölu- verður stofnkostnaður er þó við breytingamar. Þá horfa menn til skipa sem liggja í höfn. Víðast hvar eiga skip möguleika á að fá rafmagn úr landi á meðan skip liggja við bryggju. Það mun þó vera lítið notað og hafa flestir útgerðarmenn kosið að keyra ljósavélar í staðinn, en mik- il mengun er af völdum þeirra véla. -PS Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra fslands, ávarpaði fund- inn. í máli sínu lagði hann megin- áherslu á hlutverk átakavama og nauðsyn þess að samtökunum verði gert kleift að jafna deilur í upphafi þannig að ekki komi til átaka. Það gæti m.a. falið í sér fráhvarf frá regl- unni um samhljóða samþykki allra aðildarríkja í sérstökum afmörkuð- um tilvikum og leitt til friðargæslu á vegum RÖSE. Jón Baldvin lagði einnig áherslu á nauðsyn þess að samráð og sam- vinna innan RÖSE í efnahags- og viðskiptamálum verði áberandi þátt- ur í starfi samtakanna nú þegar svo mörg nýfrjáls ríki hefja þátttöku. Hann sagði að öryggi og jafnvægi í Evrópu byggist á því að lýðræði og markaðshagkerfi komi í stað stjórn- málalegrar og efnahagslegrar mið- stýringar. Utanríkisráðherrarnir ræddu ftar- lega ástandið í Júgósavíu og ítrek- uðu stuðning við tilraunir aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til að koma á varanlegum friði. Þeir lögðu m.a. áherslu á að deiluaðilar torvelduðu ekki mannúðaraðstoð við bágstadda af völdum átakanna. í niðurstöðum fundarins hvetja ráð- herrarnir til þess að nágrannaríki á þessu svæði hleypi nýju lífi í viðræð- urnar og auki samvinnu sem styðji sáttaumleitanir. -EO Vöruskiptajöfnuðurinn 5.200 miiljönum lakari 1991 en árið áður: Almenn vöru- kaup um 9 milljörð- um meiri íslendingar öfluðu 91,6 milljarða króna gjeldeyristekna með vöruút- flutningi á síðasta ári. Það var 1,1 milljarði lægri upphæð en árið áður. Á sama tíma jók þjóðin vöruinn- flutning sinn um 4,2 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn varð því um 5,2 milljörðum óhagstæðari heldur en árið áður. Þessi útkoma er þeim mun athyglisverðari þegar haft er í huga að innflutningur sérstakra fjárfestingarvara, til stóriðjufyrir- tækjanna og olíukaupa minnkuðu um 4,7 milljarða milli ára. Mikill innflutningur í fyrra skýrist því fyrst og fremst af nær 14% aukn- ingu almenns innflutnings milli ára. Og sú aukning fólst að stærstum hluta í stórauknum innflutningi margs konar neysluvarnings. Vörur voru fluttar til landsins fyrir röskelga 92,2 milljarða fob. á árinu. Þá eru ekki meðtalin kaup Flugleiða á nýrri Boeing-757 flugvél fyrir 2,5 milljarða. Að sögn Hagstofunnar hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um það hvort telja beri þessi flugvélakaup til innflutnings á árinu. En vélin hefur verið í leigu í útlöndum og er ekki skráð hér á landi. Sérstakrar fjárfestingarvörur voru fluttar inn fyrir 4,5 milljarða, sem var nær helmings samdráttur milli ára. Olíuinnkaupin námu 7,4 millj- örðum á árinu, sem var nær 1 millj- arði minna en árið áður. Innflutn- ingur stóriðjufyrirtækjanna nam tæplega 6 milljörðum, sem var smá- vegis aukning (5%). Almennur inn- flutningur óx hins vegar um 10 milljarða milli ára, upp í 74,4 millj- arða á síðasta ári. Sjávarafurðir voru 80% alls vöruút- flutning landsmanna á síðasta ári, eða 73,2 milljarðar króna, sem var tæplega 5% aukning frá árinu áður. Mjög mikill samdráttur varð hins vegar í öllum öðrum útflutnings- greinum. Útflutningur áls minnkaði um 16% og kísiljárns um 27%. Miðað við meðalgengi á viðskipta- vog segir Hagstofan verð erlends gjaldeyris hið sama árið 1991 og það var árið 1990. - HEI Reykjavík: Ekið á mann Fólksbfil ók á gangandi mann á Bú- staðavegi á móts við Borgarspítal- ann um kl 18:30 í gær. Sá gangandi var fluttur á slysadeild en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Sparnaðaraðgerðirnar á Borgarspítalanum kynntar blaðamönnum í gær. Tímamynd Árnl Bjarna Stjórn Borgarspítalans hefur lagt fram tillögur um sparnað og hagræðingu í rekstri sem á að skila 198,5 milljónum króna: ENGAR UPPSAGNIR Á BORGARSPÍTALA Borgarspítaiinn hefur lagt fram tillögur um aðgerðir til iækkun- ar útgjalda og aukningu tekna sem eiga að skila 198,5 miiljónum króna. TiIIögurnar gera ekki ráð fyrir að starfsfólki verði sagt upp, en stöðugildum verður fækkað, dregið úr yfirvinnu og deildum lokað. Tillögurnar miða við óbreyttan rekstur Borgarspítala og segja forsvarsmenn spítalans að ef hann eigi að taka að sér aukin verkefni frá Landakotsspítala verði að koma til aukin fiárveiting til Borgarspítalans. Sá flati niðurskurður sem ákveð- inn var á fjárlögum fyrir þetta ár þýðir að Borgarspítalinn þarf að spara 200 milljónir. Til að ná þess- um sparnaði setti stjórn spítalans fram markmið í fimm liðum. í fyrsta lagi að leita leiða sem kæmu sem minnst niður á þjónustu við sjúklinga. í öðru lagi að þær skil- uðu raunverulegri hagræðingu, án þess að ýta vandanum til annarra stofnana sem hið opinbera greiðir fyrir. í þriðja lagi að skapa sem flestum starfsmönnum vinnu áfram, þótt skerðing verði á laun- um margra einstaklinga í efri launastigum. í fjórða lagi mun Borgarspítalinn gera tillögu til heilbrigðisráðherra um að starfs- menn njóti hvatningar í formi launaauka á miðju ári og í lok þess, takist að ná þeim markmiðum, sem stefnt er að fyrir hverja deild. Farið er fram á viðræður við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið varðandi fjármögnun og tilhögun í þessu sambandi. í fimmta lagi eru tillög- urnar miðaðar við umfang Borgar- spítalans eins og hann er í dag. Með tillögunum er stefnt að því að lækka launalið um 56,1 milljón. Þar er um að ræöa samdrátt í yfir- vinnu og afleysingum starfsmanna og lækkun vinnuhlutfalls í ákveðn- um störfum lækna. Rætt er um að fækka stöðugildum lækna um fimm með þessu móti. Ennfremur er gert ráð fyrir að læknar taki út yfirvinnu í fríum. Spara á 92 milljónir með hagræð- ingu og breytingum á rekstrarfyrir- komulagi. Öldrunardeild spítalans (B-6) verður áfram lokuð a.m.k. til næsta hausts. Flytja á legudeild í Hvítabandinu á Grensás, Heilsu- verndarstöð og aðrar deildir. Starf- semin í Templarahöll verður síðan flutt í Hvítabandið. Þetta á að spara 35 milljónir. Einni legudeild verður breytt í fimm daga deild. Þá verður gert sérstakt átak til hagræðingar í rekstri Arnarholts sem svarar til 15% sparnaðar. Með almennum sparnaðaraðgerð- um, s.s. betri nýtingu búnaðar og ýmissa rekstrarvara, auk markviss- ari skipulagningar rannsókna, er ætlunin að spara 21,9 milljónir. Þá er gert ráð fyrir aðgerðum sem skila munu auknum tekjum fyrir spítalann að fjárhæð 28,5 milljónir króna, s.s. á svið sjúkraþjálfunar og rannsókna á göngudeildarsjúkling- um. Meðal aukinna tekna má nefna hækkun á fæði starfsmanna og hækkun á barnaheimilisgjaldi. Eins og áður segir byggja þessar tillögur á þeirri forsendu að um óbreyttan rekstur Borgarspítalans verði að ræða. Allt bendir hins veg- ar til að spítalinn verði að taka að sér aukin verkefni í kjölfar þess að bráðaþjónusta leggst af á Landa- kotsspítala. Vel kann því svo að fara að tillögur um minni yfirvinnu og fækkun stöðugilda á Borgarspítala komi ekki til framkvæmda. Enn er óljóst hvernig verkaskiptingu verð- ur hagað milli spítalanna í Reykja- vík, en viðræður um það munu fara fram milli spítalanna og ráðuneyt- isins. -EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.