Tíminn - 01.02.1992, Side 6

Tíminn - 01.02.1992, Side 6
6 Tíminn Laugardagur 1. febrúar 1992 — spyr Guttormur Einarsson, formaður Félags fslenskra hugvitsmanna, í viðtali við Tímann um íslenskt hugvit og framtíð iðnaðar Hvert sem við lítum i umhverfi okk- ar sjáum við dæmi um starf og hug- kvæmni hugvitsmannanna: Þeir hafa fundið upp skrifstofustól á hjólum, bréfaklemmuna, blýantinn með strokleðrinu á endanum, skærin og sígarettukveikjarann. Allt eru þetta gamlar hugmyndir og I sjálfu sér einfaldar. En við gætum ekki hugsað okkur daglegt líf án þeirra og gleymum þó gjarna að áfram fá menn hugmyndir sem auðvelda lífið á svo margvíslegan hátt, stuðla að vinnu- og hráefna- spamaöi og skapa einstaklingum og þjóðfélögum tekjur. Stundum er um fimaháar fjárhæðir að tefla. Meðal annarra þjóða hafa hugvits- menn lengi haft með sér samtök, sem gagnast þeirra eigin hags- munum og auðvitað öllum greinum iðnþróunar um leið. Slík samtök eru þó ný hér, en enginn getur efast um tilvemrétt þeirra og hlutverk, sem hugleiðir þessi efni I alvöru. Þó hefur satt að segja mjög skort á að verðmætunum, sem felast I ís- lensku hugviti, sé ætíð veröugur gaumur gefinn og dæmin um það mörg og augljós. Guttormur Ein- arsson hefur verið I forsvari fyrir Félag íslenskra hugvitsmanna frá stofnun þess, og við ræddum við hann nú í vikunni í því skyni að vekja menn til umhugsunar um hve mikilsháttar málefni er hér um að ræða. „Mér verður fyrir að spyrja fyrst hvar hugvit almennings á íslandi sé statt í dag og ég verð að segja að mér finnst það vera á vonarvöl," segir Guttormur. „Það er vegna ytri skilyrða þeirra, sem því hafa verið búin á síðustu árum og áratugum, þrátt fyrir ýmiss konar viðleitni af hálfú bæði stjómvalda og stærri fyrirtækja. Því miður erum við miklu skemmra á veg komin en efni standa til, því við höfum og höfum haft buröi til að gera svo stórum betur. Afskiptar atvinnu- greinar Hér er ekki viö neinn einn að sak- ast; miklu fremur má segja að ör- lög hafi búið okkur þessi skilyrði, sem koma í veg fyrir að við getum hagnýtt okkur þaö hugvit, sem með þjóðinni býr, betur en gerst hefur. Því veldur einkum sú sér- staða að atvinnulíf okkar stendur á mjög fáum hagfótum — aðallega á fiskveiðum og landbúnaði og á síð- ari árum á orkusölu. Langmestu hafa afurðir frá sjávarútvegi ráðið um afkomuna, en annað fallið í skuggann. Sjávarútvegurinn hefur ráðið gengisskráningu verðmæta- sköpunar í útflutningsafurðum. Þegar vel hefur gengið, hefúr mikið verið flutt út og þjóðartekjur auk- ist, en það er eftirspum erlendis sem ræður sölugenginu. Fyrir vikið hefur viðskiptagrundvöllurinn með varning orðið óhagstæður fyrir alla innlenda framleiðslu og sérstaklega vil ég minna á það að tveir megin- hagfætur þjóðarinnar byggjast á Iíf- rænum auðlindum. Annars vegar sjávarútveginum og hins vegar landbúnaðinum. Iðnaðurinn er svo samtvinnaður þessum meginþátt- um. Þetta tengist síðan því að erfiö- ustu vandamálin, sem við er að glíma í tegnslum við hiö mikla við- skiptabandalag, Efnahagsabanda- lagið, lúta að nýtingu hinna líf- rænu auðlinda. Mér segir svo hug- ur að sú viðtekna hagfræði, sem í gildi er í heiminum í dag, sé ekki allskostar gild þegar um er að ræða nýtingu og að skapa verðmæti úr lífrænum auðlindum. Þá ályktun dreg ég af því hve brösulega EB- þjóðunum gengur að aðlaga stefnu sína sjávarútvegi og landbúnaði. Hví ekki auðlinda- skatt? En hvaða lærdóm getum við íslendingar dregið af þessu? Jú, þann að það orki tvímælis að láta sjávarútveginn ráða allri gengis- skráningu og móta allt atvinnulíf. Þetta hafa fróðir menn bent á og undirstrikað nauðsyn þess að skilja í milli gengisskráninga að hæfilegu marki. Þeir telja rétt að sjávarútvegurinn greiði nokkurn gengisskatt, sem nýttur verði til þess að styðja annað atvinnulíf í landinu. Þá mundi landbúnaður augljóslega njóta góðs af og svo all- ur annar framleiðsluiðnaður. Þetta þarf ekki að vera svo snúið sem sumir telja. Við höfum raunar heyrt ummæli manna er segja að ef menn vilji skattleggja sjávarauð- lindina, þá verði henni gert erfiðara fyrir. En menn vilja ekki líta á þá staðreynd að um leið og skattlagn- ing færi fram yrði gengið lækkað sem því næmi, svo sjávarútvegur- inn stæði jafn keikur á eftir. Þá mundi það og gerast að innfluttar afurðir í samkeppni við afurðir framleiddar innanlands yrðu ekki jafn eftirsóttar, því þær yrðu dýrari og það yrði talsverður aflvaki fyrir íslenskan iðnað. Skattur á sjávarút- veginn skyldi líka eymamerktur í því skyni að jafna búsetuskilyrði í landinu, sem er afar þýðingarmikið atriði. Þessu vil ég koma að hér í byrjun til þess að ieggja áherslu á nauðsyn . þess að jafna aðstöðu íslensks iðn- aðar gagnvart erlendum. Ég vildi fara nánar út í þessi mál, en vil með þessu undirstrika að við gæt- um staðiö mjög framarlega í allri þróun á iðnaðarsviðinu og í al- menningshugviti, væru fleiri at- vinnugreinum en sjávarútveginum sköpuð nauðsynleg lífsskilyrði. Þegar til nýsköpunar kemur erum við eða þurfum ekki að vera neinir eftirbátar annarra. Frumherjasjónar- miöiö En hvert er viðhorf manna í íslensku atvinnulífi til hugvits og nýsköpunar nú? Þótt undantekn- ingar séu margar, þá ber það merki þess að í einangrun og fámenni hér áður reyndi mun meira á að menn reyndu að bjarga sér sjálfir og fyndu sjálfir nýjar leiðir, sköpuðu sér atvinnutækifæri og gjama at- vinnutæki við hæfi. Við höfum átt marga merka hugvitsmenn í tím- anna rás. Þeim hefur að vísu geng- ið misjafnlega að fóta sig og flestir, sem lengst náðu, fóru úr landi og störfuðu erlendis. En hitt er ákaf- lega áberandi að flest öflugustu og stærstu iðnfyrirtæki okkar íslend- inga í dag byggðust upp á því að upphafsmenn þeirra og frumherjar vom meira og minna sjálfir hug- vitsmenn og skópu sér bæði at- vinnuvettvanginn og framleiðslu- tækin. Með tímanum hafa fyrirtæk- in orðið stærri og öflugri og þá gætir þess í ríkara mæli að menn kaupi sér framleiðsluvélar frá út- löndum. Frumherjarnir hafa orðið forstjórar yfir stórrekstri þar sem hagtölur, bókhaldsgögn og slíkt hafa tekið hug þeirra allan. Þetta hefur því miður gjama orðið til þess að þegar einstaklingar úti í bæ, sem ekkert hafa á milli hand- anna, koma með nýja hugmynd til þess að setja í framleiðslu og leita til fyrirtækjanna, mæta þeir fálæti. Þetta er ekki vegna þess að iðnrek- endur séu einhverjir svíðingar. Það er bara svo skammt um liðið frá því er þeir voru sjálfir að þróa og um- skapa. Því finnst þeim að þeim hefði getað dottið þetta allt í hug sjálfum. Þeir vilja í besta lagi skoða hugmyndina, en fyrir höfundarrétt- inn vilja þeir helst ekkert greiða, eins þótt þeir notuðu sér hug- myndina. Þetta er af því að hér á landi ríkir enn frumherjasjónar- miðið. Meðal rótgróinna iðnríkja þar sem þróunin hefur tekið miklu lengri tíma, er frumherjaskeiðið löngu liðið. Þar hafa menn vanist því í samkeppni að hagnýta þær hugmyndir, er inn í fyriríækin ber- ast, og greiða fyrir þær að verðleik- um. Hvaö er nýsköpun? Nýsköpun í iðnaði er hugtak sem er víðtækara en margur ætlar. Þar ber hæst viðleitnina til að skapa nýjar afurðir og skapa og umskapa framleiðsluvélarnar. í höndum stórþjóða hefur hugvit nú þróast mjög yfir á hátæknisvið og þar þarf bæði mjög dýran hugbúnað, rann- sóknastofur o.fl. Þá er að nefna þá stórbyltingu, sem er að gerast í ný- tækniiðnaði, t.d. sköpun alveg nýrra frumutegunda með litninga- flutningum, en þetta eru frumur sem svo eru notaðar í lífefnaiðnaði við að framleiða ýmsar afurðir. Nýsköpun byggist mjög á hugvits- sköpun, sem má skipta í tvo megin- flokka: Annars vegar er almenn- ingshugvit þar sem fólk lætur sér til hugar koma að skapa nýjar framleiðsluvörur eða ný fram- leiðslutæki við vinnu sína eða dundur í heimahúsum. Þetta er vettvangur sem almenningur getur vel ráðið við og þarf ekki dýrrar tækniaðstöðu við. Hins vegar er hinn nútímalegi hátækniiðnaður, sem fyrr er vikið að og þar sem ekkert verður gert án mikilla rann- sókna og aðstöðu sem kostar stór- fé. Almenningshugvitið verður útundan Á fslandi hafa stjómvöld, félög, fyr- irtæki og sjóðir lagt þó nokkra fjár- muni í að koma upp stofnunum til að vinna rannsóknastarf sem getur nálgast mjög hátækninýsköpun er- lendra þjóða. Hér á meðal eru Iðn- tæknistofnun, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Þang- að hefur meginkröftunum fjárhags- lega verið beint, því sem til ráðstöf- unar hefur verið vegna kreppu í íslenskum iðnaði. A sama tíma hafa stærri og öflugri fyrirtæki landsins átt mjög í vök að verjast, því þau hafa ekki getað lagt fé í þróun og rannsóknastarf vegna nýrra fram- leiðsluafurða. Fyrir vikið hafa menn á sviði almenningshugvits orðið vemlega útundan hér á landi. Ný einkaleyfalöggjöf Meðfram má kenna þessu sinnu- leysi um það að til skamms tíma bjuggum við íslendingar við úrelta löggjöf um það hvemig skal varð- veita hugverk og skapa mönnum rétt til að nýta þau, þ.e. einkaleyfa- löggjöf. Var það fyrst nú um ára- mótin sem ný einkaleyfalöggjöf tók gildi, sem var mikil framför frá hinni fyrri, sem var frá 1942 og nánast úrelt. Nýju lögin stefna okk-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.