Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. febrúar 1992 Tíminn 7 Guttormur Einarsson: „Þeir vilja í besta lagi skoöa hugmyndina en fyrir höfundarréttinn viija þeir helst ekkert greiöaTímamynd Árni Bjarna ur inn í alþjóðasamvinnu um verndun hugverka, sem byggð er á grundvallarreglum hugmynda- stofnunar S.Þ., WIPO (Worid Int- emational Property Organization), en við gerðumst aðilar að stofnun- inni fyrir nokkrum árum. Félag íslenskra hugvitsmanna Þegar til þess kom að stofna Félag íslenskra hugvitsmanna, var talið rétt að byggja félagið upp á grund- velli einstaklinga. Félagasamtök sem slík fá ekki aðgang að félag- inu, þótt starfsmenn úr ýmsum iðnfyrirtaekjum séu félagar hjá okkur. Hjá okkur eru líka menn úr öðrum félögum hugvitsmanna, svo sem Form Island og fleimm. Vegna þessa forms var tiltölulega auðvelt að setja félaginu lög og starfsreglur, en samt liðu þrjú ár uns þau urðu fullnægjandi. Megin- hlutverk félagsins hefur orðið það að aðstoða félagsmenn við að tryggja eignarrétt sinn. í fyrsta lagi er búið til sönnunargagn með því að skrá frumhugmyndir, en í öðru Iagi er unnið úr frumhugmyndum, menn eru aðstoðaðir við að betr- umbæta þær og þróa. f þriðja lagi er svo leitast við að koma hug- myndunum á framfæri með því að útbúa umsóknir um einkaleyfi og láta skrá umsóknir, eða þá að leita markaðsaðstöðu með samningum. Nú hafa verið skráðar um og yfir fimmtíu frumhugmyndir og búið að sækja um einkaleyfi á ellefu hugmyndum. Umsókn um einka- leyfi þýðir ekki endilega að við- komandi aðili ætli sér að keyra einkaleyfisrétt sinn til enda, heldur hitt að með því fær hann forgangs- réttarstöðu sem gildir í 45 löndum í tólf mánuði. Á þessum tíma getur hugvitsmaðurinn leitað hófanna hjá innlendum eða erlendum fyrir- tækjum og falboðið hugmyndina til framleiðslu. Þegar samningar hafa tekist, er það framleiðslufyrir- tækisins að Ijúka umsókn um einkaleyfi í þeim löndum þar sem það vill hasla framleiðslunni völl. Samningar við hugvitsmanninn eru svo í þá veru að hann fær pró- sentur af brúttóveltu. Er réttar hans gætt með ýmsu móti, svo sem eftirliti með framleiðslu og veltutölu og fjölmörgu öðru. Þegar höfum við gert þrjá slíka samn- inga, en því miður verð ég að játa að þeir hafa verið gerðir við erlend framleiðslufyrirtæki. í tveimur til- fellanna var ekki sýnt að innlend fyrirtæki gætu sinnt þeim, en í þriðja dæminu var um að ræða gullið viðfangsefni fyrir íslensk at- vinnu- og framleiðsíufyrirtæki að takast á við. En menn létu sér fátt um finnast og er það nú danskt fyrirtæki, sem framleiðir sam- kvæmt hugmyndinni umdir þekktu alþjóðlegu vörumerki í 23 löndum. Siöareglur Félagið starfar í anda þess sem ger- ist hjá þeim félagssamtökum er- lendra hugvitsmanna sem orðið hafa hvað farsælust, eins og hinna mörgu hugvitsmannafélaga í Bandaríkjunum, sem eiga sér langa þróunarsögu. Þar gilda býsna strangar grundvallarreglur, sem aðrar reglur eru byggðar á. Megin- kjarninn felst í siðareglum, sem allir félagsmenn verða að undir- gangast. Þeir verða að virða eign- arrétt hvers annars á hugmyndum, mega ekki stela frá öðrum félags- mönnum né heldur frá einum eða neinum úti í þjóðfélaginu. Þá er að telja starfsreglur, sem lúta að því hvernig hugvitsmenn geta stuðlað að því að betrumbæta hugmyndir hvers annars. Þetta var nokkuð snúið mál, vegna þess að það hefur verið rík tilhneiging hjá mönnum til þess að fela hugmynd sína og ekki bara hana, heldur einnig það að þeir væru að vinna að úrlausn á ákveðnum vettvangi. Þetta síðar- nefnda kemur inn á þann misskiln- ing margra hugvitsmanna að þeir gætu fengið einkaleyfi á sjálfum vettvanginum. En það gengur auð- vitað ekki, því öllum er heimilt að betrumbæta t.d. umbúðir fyrir nef- tóbak. Menn geta hins vegar farið misjafnlega að því og þar á hver sína hugmynd. Nú held ég að tek- ist hafi að ganga svo frá þessum reglum hjá okkur að menn séu ekki lengur að pukrast með hug- myndir, heldur komi og láti skrá þær, en það er besta sönnun þess að maður hafi verið að fást við hugmyndina á þeim tíma sem skráningin fer fram. Við útbúum skjal, sem látið er í möppu og síð- an geymt í læstum hirslum félags- ins. Skjalið er innsiglað og því fylg- ir yfirlýsing hugvitsmannsins um að þetta sé eigin hugmynd hans, hann hafi ekki fengið hana frá öðr- um eða viti ekki til að verið sé að vinna að henni annars staðar svona útfærðri. Erfiður fjárhagur En hvernig gengur að reka slíkt fé- lag? Því fylgir talsverður kostnaður og síðla árs 1990 efndum við til fjáröflunarátaks sem hét „Hresst- askan 1990“, en það var sala sér- hannaðrar tösku sem gjafamunum var safnað í. Það gekk því miður dálítið brösulega að fá nógu breið- an hóp félagsmanna til þess að taka þátt í þessu og við leituðum til nema við Háskóla íslands um að þeir aðstoðuðu þetta fyrir kaup með því að safna gjafahlutum, dreifa töskunni og selja. Við feng- um að vísu býsna mikla auglýsingu út úr þessu, en fjárhagslega gekk dæmið ekki upp. Við greiddum há- skólanemum um 2.7 milljónir í starfslaun, en sátum sjálfir uppi með skuldir. En háskólanemarnir eru fólk sem við viljum eiga sam- starf við, og það var gaman að vinna með þeim. Það var ánægju- legt að láta kynningu á félaginu fara saman við stuðning við náms- fólk. Þá varð þetta til þess að mjög margir nýir einstaklingar komu til liðs við félagið, líklega um sextíu talsins, og nú eru því um 160 á fé- lagaskrá. Hér á meðal eru margir með ágætar hugmyndir, sem ekki hafa fengið framgang vegna erfiðra aðstæðna fyrir almenningshugvit hérlendis. En þegar mönnum fjölgar, hlaðast verk á félagið að vinna, svo sem skráning hug- mynda, gerð einkaleyfisumsókna, teiknivinna og samningagerð. Allt er þetta á lágmarksverði og tekjur litlar, svo fjárhagurinn tekur litl- um umskiptum til hins betra. En nýtt fjáröflunarátak er farið í gang, við erum að leita samninga um skuldirnar og vonum að einhverjir muni gefa okkur nokkuð eftir af því sem þeir eiga hjá okkur. Viðhorfin breytast Það er engum vafa bundið að í gegnum slíkt félagsstarf er hægt að ryðja mörgum nýjungum braut í íslensku þjóðlífi, enda tel ég mig nú finna að viðhorfið til hugvits- manna og þar með félagsins er mjög að breytast í það horf sem annars staðar tíðkast gagnvart hugvitsmönnum. Viljinn hér inn- anlands til þess að hagnýta góðar hugmyndir og koma þeim í fram- leiðslu fer vaxandi. Það á ekki að- eins við um hátæknisviðið, heldur ekki síður almenningshugvitið, eins og nú ætti að vera Ijóst. Ég gat í upphafi um þann þrösk- uld, sem hinar ytri aðstæður eru þróun nýsköpunar og almennings- hugvits. Hér á meðal er fyrirbæri, sem ég hef oft kallað óþreyju fjár- magnsins. Það verður til vegna hárra vaxta, óheyrilegra verðbóta og óhagstæðs lánstíma. Þetta hefur verið að setja fyrirtæki unnvörpum á hausinn um land allt. Það er þetta sem nú er að skapa mjög víð- tækt atvinnuleysi hjá íslenskri þjóð. Hér þarf að verða breyting á, því þetta gerir nýsköpuninni ákaf- lega erfitt fyrir. Það hefur verið lenska hjá öðrum þjóðum að þegar syrt hefur í álinn og hagvöxtur dvínað, að þá hafa þær lagt sérstakt kapp á uppbyggingu í atvinnulífi, leitast við að efla það á nýjan leik. Einhvers konar „New Deal“-stefna hefur komið upp aftur og aftur. Eigi okkur að takast að byggja upp íslenskt þjóðlíf, verður að koma til stórlega aukið áhættuíjármagn í nýsköpun. Hér hafa að sönnu verið í gangi tilburðir til þess að stuðla að ný- sköpun, sem ber að virða. En ekki í líkingu við það, sem erlendis er gjarna gert og þá á krepputímum. Þá er vörn breytt í sókn og sköpuð ný atvinnutækifæri. Við verðum að skapa ný atvinnutækifæri fyrir þá vel menntuðu æsku sem er á leið inn á atvinnumarkaðinn, því ann- ars missum við þetta fólk úr landi. Það verður keypt frá okkur og boð- ið hæst í þá sem best eru menntað- ir og að líkindum greindastir. Það er fólkið sem ætti að vinna þjóð sinni best og verða merkisberar hennar. Það dugir ekki að gera alla alþýðu manna að lágtekjustétt, sem máske lifir á ódýrum, innflutt- um matvörum í tollfrelsi GATT- samninga, en skal í staðinn þiggja lág laun, svo atvinnureksturinn greiði minna í launakostnað. Þótt slíkt geti að vísu styrkt atvinnu- rekstur í bili, þá held ég að hann muni senn eiga jafn erfitt upp- dráttar og áður, vegna samkeppni frá sífellt ódýrari innfluttum vör- um. Á endanum mun enginn græða neitt á þessu, ekki svona frá gengnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.