Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 1. febrúar 1992 Þröstur Elliðason leigir veiðiréttinn í Ytri-Rangá og á vesturbakka Hólsár: 50.000 göngu- seiðum sleppt á ári í 7 ár í gær var undirritaður samningur milli Veiðifélags Rangæinga, deild- ar Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár annars vegar, og Þrastar Elliðasonar fiskeldisfræðings hins vegar, um leigu Þrastar á veiðirétti í Rangám og Hólsá. Þau veiði- svæði, sem um er að ræða, eru svæðin sem flokkuð hafa verið sem veiðisvæði II og III, ásamt öllum Fundur í Félagi járniðnaðar- manna samþykkti fyrr í vikunni að taka ekki þátt f heíldarsamn- ingaviðræðum um gerð nýs að- alkjarasamnings, vegna þcss að vinnuveitcndur hafa hafnað sér- kröfum félagsins. Málmiðnaðar- menn krefjast þess að launa- taxtar verði í samræmi við þau laun, sem greidd eru hjá fyrir- tækjum. í ályktun frá Félagi jámiðnað- armanna er bent á slæmt at- vesturbakka Hólsár niður að sjó. Leigusamningurinn gildir til sjö ára og greiðir Þröstur í leigu 5,2 milijónir á ári, auk þess sem hann skuldbindur sig til að sleppa að minnsta kosti 50.000 gönguseið- um á ári í ámar. í samtali við Tímann í gær sagðist Þröstur ekki telja að þessi samning- ur væri fullmikið fyrir einstakling vinnuástand í málmiðnaði og þá hættu, sem er fyrirsjáanleg ef af EES-samningi verður og til landsins ílyst erlent vinnuafl á lágmarkslaunum. Fundurinn telur að þetta tvennt geri það enn brýnna en áður að laun, sem greidd era á almennum markaði, verði fest í samningi. Vinnuveitendur hafa algerlega hafnað þessum kröfum málm- iðnaðarmanna. -EÓ að ráðast í. „Ég þekki veiðileyfasölu- markaðinn út og inn og er auk þess menntaður fiskeldisfræðingur, en það eru þessir tveir þættir sem mestu skipta í þessu dæmi.“ Þröst- ur segir að sleppingarnar á göngu- seiðum séu í raun eins konar haf- beit og hann muni að mestu skipta við eina seiðaeldisstöð, Fiskeidis- stöðina í Fellsmúla, og þar muni hann persónulega fylgjast með seið- um. Þá bendir Þröstur á að í fyrra hafi verið sleppt óvenju miklu af seiðum, eða 70-80 þúsund á vatna- svæðinu, þannig að búast megi við góðri veiði í ár. „Það ætti að verða mun meiri veiði í sumar en var síð- asta sumar,“ sagði Þröstur. Veiðileyfi á vatnasvæði Rangánna hafa verið í lægri kantinum fram til Um 100 í dag verða brautskráðir frá Há- skóla Islands 101 kandídat. Braut- skráningin fer fram í Háskólabíói kl. 14:00. Við athöfnina leika listamenn á hljóðfæri og Sveinbjörn Björnsson háskólarektor ávarpar kandídata. Deildarforsetar afhenda kandídöt- um prófskírteini. Félagsstofnun Félag járniðnaöarmanna: Laun greidd í sam- ræmi við taxta Árbæjarfoss í Rangá. þessa, og þegar Þröstur var spurður um hvort hann hygðist keyra upp verðið, svaraði hann því neitandi. Hann segir að verð á veiðileyfum muni eitthvað hækka á eftirsótt- ustu veiðisvæðunum á besta tíma; þar hafi verðið verið um 15 þús. kr., en fari trúlega í 18-19 þús. kr. dag- urinn. Að öðru leyti yrði reynt að halda svipuðu verði og verið hefði og jafnvel muni það lækka í Hólsá. Þröstur hefur þegar unnið nokkuð að markaðssetningu erlendis, og eitthvað verður selt til útlendinga, þó það verði ekki nema lítill hluti þeirra 1800 stangveiðidaga sem úr er að spila. Landeigendur og Stangveiðifélag Rangæinga eiga forkaupsrétt að veiðleyfum, en Þröstur átti von á að fljótlega yrði byrjað að selja veiði- leyfi í versluninni Veiðivon í Reykja- vík. - BG kandídatar frá HÍ stúdenta mun í fyrsta skipti afhenda kandídat styrk fyrir vel leyst og áhugaverð lokaverkefni. Að þessu sinni útskrifast 2 kandíd- atar úr guðfræðideild, 1 lýkur BS- prófi í hjúkrunarfræði og annar BS- prófi í sjúkraþjálfun, 11 ljúka emb- ættisprófi í lögfræði, 30 Ijúka prófi úr heimspekideild, 16 ljúka kandíd- atsprófi úr viðskipta- og hagfræði- deild, 1 Iýkur prófi úr verkfræði- deild, 24 Ijúka BA-prófi í félagsvís- indadeild og 15 ljúka BS-prófi í raunvísindadeild. -EÓ Ályktunartillögur á GATT-fundi Jóns Baldvins í Ýdölum, sem ekki fengust ræddar: Jón og Þröstur neituðu umfjöllun og hlupu burt „Við leggjum ekki dóm á hvort umrætt athæfi fundarstjóra sé Iög- legt eður ei. En við teljum að það beri vott um hroka og tillitsleysi. Það er nú eitthvað annað en að það sé verið að leita álits almenn- ings. Það á bara að mata menn,“ segir í greinargerð með tveim ályktunartillögum, sem ekki fengust ræddar á fundi Jóns Baldvins Hannibalssonar í Ýdölum 24. janúar sl. Tveir fundarmanna á kynningar- fundi utanríkisráðherra um GATT- tilboð Dunkels í Ýdölum 24. janúar sl., þeir Baldvin Baldursson og Friðjón Guðmundsson, báru upp tillögumar. Þar sem þær fengust ekki afgreiddar, var skotið á nýjum fundi eftir að Jón Baldvin og Þröst- ur Ólafsson, aðstoðarmaður hans, og fundarstjóri voru farnir af staðn- um, og þar voru tillögurnar sam- þykktar samhljóða. Þeir Baldvin og Friðjón segja að Þröstur Ólafsson fundarstjóri hafi neitað beiðni þeirra um að bera til- lögurnar undir fundinn í Ýdölum. Hann hafi einnig hafnað beiðni um að leitað yrði úrskurðar fundarins um hvort rétt væri að taka þær til afgreiðslu. Þeir Baldvin og Friðjón telja að framkoma utanríkisráðherra á fundinum og í málum, er varða EES og GATT, lýsi algem siðleysi. Hann vaði yfir allt með einhliða áróðursstarfsemi. Tillögur tvímenninganna fara hér á eftir: Ályktun 1: Engar frekari tilslakanir Almennur bændafundur, haldinn að Ýdölum 24. janúar 1992, telur að ekki komi til greina hin minnsta tilslökun á núgildandi innflutn- ingsvernd á landbúnaðarafurðum, unnum sem óunnum, sem lands- menn geta framleitt sjálfir. Og að eitt allra brýnasta hagsmunamál bændastéttarinnar og þjóðfélags- ins sé að landsmenn verði sjálfum sér nógir í búvöruframleiðslu, eftir því sem landkostir leyfa, hér eftir sem hingað til. Vegna legu landsins verðum við að flytja inn um eða yfir 50% af neysluþörf okkar í ýmsum búvöru- tegundum, sem við getum ekki framleitt sjálf. Það mun vera hlut- fallslega meira magn en hjá flest- um öðrum þjóðum innan GATT. í þessu efni höfum við því engum skyldum að gegna gagnvart öðrum þjóðum. Hvers konar tilslakanir á inn- flutningsvernd búvara eru stór- hættulegar. Innflutningur búvöru skerðir að sjálfsögðu innlenda framleiðslu tilsvarandi og inn er flutt. Það rýrir þá atvinnumögu- leika, sem tengjast landbúnaði, og kæmi þar með mörgum afurða- stöðvum á kaldan klaka, með til- heyrandi byggðahruni til sjávar og sveita. Og afleiðingarnar yrðu hrikalegar fyrir framtíð þjóðarinn- ar um ókomin ár. Innlend búvöruframleiðsla er betri en erlend og veitir þjóðinni meira öryggi. Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti þjóðarinnar skilur þetta og er andvígur innflutningi á bú- vörum. Innlend búvöruframleiðsla sparar verulegan gjaldeyri og flutnings- kostnað. Fundurinn telur að engin fram- bærileg rök hafi komið fram sem réttlæti aukið innflutningsfrelsi á landbúnaðarvörum. Því skorar hann á íslensk stjórnvöld að hafna með öllu svokölluðum GATT-til- lögum og gerir kröfu til að ísland segi skilið við þessar viðræður að því er snertir landbúnaðarmál, og það án tafar. Ályktun 2: EES samningur um sjálfsforræði Islend- inga Almennur bændafundur í Ýdölum lýsir fullri andstöðu við þátttöku íslenskra stjórnvalda í samningum EFTA-ríkja við EB um evrópskt efnahagssvæði, en telur hins vegar að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið með frjálsum og bein- um viðskiptasamningum við Evr- ópuþjóðir sem og önnur ríki ver- aldar. Fundurinn telur ótvírætt að óskert sjálfsforræði þjóðarinnar sé meginforsenda fyrir velferð hennar og virðingu um ókomin ár. EFTA-samningur er annað og meira en venjulegur viðskipta- samningur: Hann er stórpólitískur og stefnumarkandi fýrir framtíð ís- lensku þjóðarinnar. Það skiptir því í raun engu máli hvort hann er „góður" eða „vondur" frá viðskipta- legu sjónarmiði séð. Með honum glötum við sjálfsforræðinu, ef til kemur, í miklum mæli strax og í enn stærra stfi síðar, sökum þess að hann myndi ótvírætt leiða til inngöngu í EB, það er aðeins spurning um tíma. Það liggur nú þegar ljóst fyrir að það þurfi að gera stórfelldar breyt- ingar á íslenskum lögum til að að- laga þau að samningi um EES, sem auðvitað skerðir fullveldið stórlega og myndi hafa óteljandi skaðsam- leg áhrif á allt íslenskt þjóðlíf. Á því sést að það yrði ekki aftur snúið. Því skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að hafna þessum samn- ingi algerlega fyrir fslands hönd, og það án tafar. Annars hrynur full- veldið fyrir fullt og allt og fsland verður því nær valdalaus nýlenda eða „borgríki" í ríkjasamsteypu Evrópu. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.