Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 15. janúar 1992 Tíminn MALSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Askríft og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð f lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Lamandi hönd óvissu og kvíða Undanfarin ár hefur atvinnuleysi á íslandi verið óverulegt miðað við nágrannalöndin. Pess sjást merki nú að þar sé að verða breyt- ing á. Merki sjást nú um það að hætta sé á meira atvinnuleysi á næstunni en um langt skeið. Þjóðhagsstofnun spáir 26% atvinnu- leysi á þessu ári. Ríkisstjórnin hefur sett sér að skera niður launakostnað um 6,7% og það markmið var samþykkt af meirihluta Alþingis við gerð fjárlaga. Ef þetta gengur eftir, leiðir það af sér fækkun starfa hjá ríkinu. Mikill áróður er rekinn fyrir því að bregðast við vanda at- vinnuveganna með sameiningu og samruna fyrirtækja. Þetta leiðir óhjákvæmilega til fækkunar starfa. Allt þetta veldur óvissu og öryggisleysi, ekki síst vegna þess að ekki verður séð að stjórnvöld geri neinar ráðstafanir til þess að hamla gegn atvinnuleysinu. Umræður stjórnvalda snúast eingöngu um fortíðarvanda, niðurskurð og skuldaklafa sem velt er yfir á framtíðina. Aldrei er vikið nokkru sinni í opinberri umræðu að þeim tækifærum sem þjóðin hefur og því sem byggt hefur verið upp. Þessi forusta verkar sem lamandi hönd á uppbyggingu fyrirtækja og einnig sem lamandi hönd á að þau færi út kvíarnar, þó að það væri mögulegt, og fjölgi fólki. Nýlega var þáttur í ríkissjónvarpinu um byggðina við Öxarfjörð. Þessi þáttur vakti mikla athygli. Þar var rætt við fólk sem ekki gafst þó á bjátaði, byggði upp og treysti at- vinnulífið þrátt fyrir bannfæringarsöng al- menningsálitsins og stjórnvalda m.a. á fisk- eldi og landbúnaði. Það er með hugarfari þessa fólks sem þjóðin á nú að takast á við vandann. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar verða að spyrja sig samviskuspurningar. Hvetur for- usta okkar til framfara og uppbyggingar í landinu? Með hverjum hætti getum við lagt hönd á plóginn til þess að hver hönd hafi verk að vinna? Að dómi leiðarahöfundar er íyrsta skrefið að ganga nú fram á jákvæðari hátt, hætta að draga kjark úr fólkinu. Við höfum fyrr tekist á við erfiðleika og sam- drátt, en baráttan verður að vera undir já- kvæðum formerkjum. Atli Magnússon: Að skilja sauðina frá höfrunum „Og hann mun skilja þá hverja frá öðrum, eins og hirðirinn skilur sauðina frá höfrunum," sagði iausnarinn á Olíufjallinu forðum daga. í sögu kristninnar hefur þetta fyrirheit orkað margvíslega á menn, fyllt þá réttlátum friði og vissu um eilíft líf að jarðlífsmæð- unni lokinni, en verið vöndur og ótti þeirra sem gengið hafa götur heimsins með rangindum og óguð- legu líferni. Nýlega hefur aftur ver- ið minnt á að þessum tveimur klaufdýrategundum séu ekki neinar frambúðarsamvistir ætlaðar, en þó í jarðbundnari skilningi en í ritning- unni. Hjá mörgum stofnunum og stærri sem smærri fyrirtækjum er í vændum að ærtalið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar í því augnamiði að skoða hvaða hafrar kunni að leynast í hjörðinni, eða öllu heldur hvaða sauðir skuli telj- ast hafrar. Að vísu má ráða af ritn- ingunni að sauðirnir séu betur þokkaðir hjá almættinu en hafram- ir. En í hinni nýju útvalningu verð- ur glögglega betra að vera hafur en sauður, því þar mun það launað að verðleikum hafi menn kunnað fót- um sínum forráð í klungrum og náð að príla upp á rétt þrep í trölla- stiga atvinnulífsins. Sauðurinn verður látinn nasla gaddinn á jafn- sléttu. Sums staðar, eins og á spítöl- unum, skipta þeir hundruðum sem hreppa munu hið verra hlutskipti sauðarins. Það eru kvíðvænlegar horfur og fólk bíður með öndina í hálsinum eftir dóminum. Eins og á himnum mun það verða einhver ókunn vera sem tekur að sér hlut- verk hirðisins og enginn veit hvort hann verður settur til hægri eða vinstri handar. Aðeins er vitað að einhver alvís fingur mun fikra sig upp og niður blaðsíðurnar og ekki gera langan stans við margan. Ný búhyggindi Af ofansögðu leiðir að senn kann að verða mikið af húsbóndalausum sauðum á ferli, sem enginn vill taka á gjöf, og verða kannski að lifa á þeim fymingum sem ríkið stráir á klakann af mannúðarástæðum og ótrúlegt er að nokkur fitni af. En þannig er oss sagt að það verði að vera. Þetta eru hagfræði og bú- hyggindi nýrra tíma. Atvinnuleysi er fyrirbæri sem menn hafa lítt haft af að segja á ís- landi seinni áratugi. Allir hafa að vísu margoft heyrt aldurhnigið fólk tala um kreppuna og nenna varla að leggja eyru við slíkri fymsku lengur. Menn vita að þetta vom erfið ár, það var atvinnubótavinna og bolsévismi og stundum slegist, soðning í alla mata og allt saumað upp úr gömlu á bömin. En svo kom Bretavinna og stríðsgróði og mannlífið breyttist - vöxtur og velsæld upp frá því. Hér um bil svona kunnum við þessa sögu. Punktur og basta. Það er skrýtin tilhugun að at- vinnuleysið, þetta fyrirbæri sem menn héldu að væri búið og gleymt, snúi aftur og gerist nútími. Sumir hugsa með sér að hér sé ekki um að ræða nema óhjákvæmilegan fylgifisk hins erfiða árferðis og að brátt glaðni til á ný. En það er erfitt að verjast þeirri tilfinningu að þetta ástand sé „komið til að vera“, eins og nú tíðkast að taka til orða. Að minnsta kosti heyrist að sums stað- ar sé fólk tekið að gæta þess vel að teygja ekki um of úr kaffitímunum og láta sem fæsta hnökra á verklagi sínu sjást, ef fingurinn alvísi fyndi því grið fyrir vikið. Þessa gættu menn sín líka vel á fyrir komu Breta. Að meta áhaldsgagn En hversu sem fólk er samvisku- samt og stundvíst, þótt það reyki hvorki né drekki, sé við góða heilsu og takmörkuð hætta á að það gerist ólétt og skaði vinnuveitanda sinn með veikindadögum og bamsburð- arleyfum, er ekki öruggt að það hrökkvi til. Meðan beðið er eftir hugsanlegu uppsagnarbréfi fara menn að meta sjálfa sig og hverjar líkur séu á að þeir teljist hafrar fremur en sauðir. Fólk verður að reyna að horfa á sig úr vissri fjar- lægð eins og hvert annað áhalds- gagn og þar kemur margt til álita. Til dæmis em þeir venjulega betur settir sem em á ungum aldri en hinir sem teknir em að reskjast og stirðna. Svo verður að líta á hvað menn hafa lært um dagana og hve langt megi vænta að lærdómur þeirra dragi þá — þetta er svona samlagning og frádráttur. Sé lær- dómurinn í rýrara lagi er búið við að maður teljist sauður, sem von er, og verði látinn sigla sinn sjó. „Praktíkin“ og fagurfræðin En einnig langskólamönnunum getur orðið hætt. Þrátt fyrir óviss- una um úrskurðinn á dómsdegin- um má samt geta sér þess til að þeir muni standa skár sem aflað hafa sér sem „praktískastrar“ menntunar. Það kemur sennilega niður á þeim sem ekki hafa fundið sér störf er hæfa lærdómi þeirra, en hafa fengið eitthvað að bauka út á prófgráðum- ar samt. Til þessa hefur þótt betra að stöðumælavörður sé guðfræð- ingur en „ekki neitt". En senn líðst leikhúsfræðingnum varla lengur að hjálpa langlegusjúklingi á bekken né félagsfræðingnum að skúra bamaskóla. Þar er búið við að sjúkraliðinn og ræstitæknirinn gangi fyrir. Já, hér skiiur í milli sauða og hafra. Aðrir létu skynsem- ina ráða er þeir völdu sér starfs- menntun, en hinir hjartað. Flokk sauðanna munu t.d. margir fylla er lært hafa ýmis fagurfræði, sem rík- ið segist að vísu elska ofurheitt á tyllidögum, en vill svo ekki eyða peningum í nema stundum, þ.e. þegar það er góðæri og milljón til eða frá skiptir svo sem engu máli. Líka á þetta við um þá er lært hafa hvers kyns félagsvísindi, ráðgjöf og allra handa sáluhjálp, því slíkt er helst af öllu látið reka á reiðanum í hallærum, þótt öll rök hnígi að því að þá sé þörfin mest. En svona er lífið. Á hallæristímum blómstrar darwinisminn og lög- málið um þá „hæfustu“, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr og það er ekki hagstætt þeim sem helst vilja lesa blóm og spá í sjöst- irnið. Þar gildir fegurðarmat hag- ræðingar og framleiðni sem vita- skuld er fríðleik eðlanna á Galapa- goseyjum mjög í vil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.