Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 10
lOTÍminn Laugardagur 31. janúar 1992 Forræðisdeila ríkisbóndans og mormóna- trúboðans Hver kannast ekki við hinn hjarta- hreina bónda, trúboða og ferðalang Eirík Ólafsson frá Brúnum, sem ekki síst er kunnur af einstökum rítsmíðum súium og mynd þeirri, er Laxness dró upp af honum í Parad- ísarheimt. Úr Paradísarheimt muna menn trúlega vel viðskipti Steinars bónda undir Steinahlíðum, eins og Eiríkur heitir í sögunni, við stór- bóndann er gerði dóttur hans bam. Kannske vita færri að hann hefur sjálfur rítað um þessi atvik með nokkuð eftirminnilegum hætti og þó helst það er bóndinn — en hann var stórbokkinn Þorvaldur Bjöms- son á Eyri — reyndi að koma í veg fyrir að Eiríkur og dóttir hans fengju flutt bamið, son Þorvaldar, með sér til Ameríku árið 1879. Hér á eftir fylgir nú þessi umrædda frá- sögn og er ekki að efa að margur mun hafa ánægju af lestrinum. „Þegar ég var búinn að vera á Brún- um í 23 ár, fór ég árið 1879 að Ártúni í Mosfellssveit og komu þá margir fjallamenn til mín, kunningjar mín- ir. Meðal hverra var einn, Þorvaldur bóndi, og gisti hann hjá mér nokkrar nætur um lestatímann. Hann var allkátur og gamansamur við Ing- veldi dóttur mína og hafði komið henni til að spila tveggja manna al- kort við sig. Hann hafði vinninginn, því að seint veturinn eftir átti hún dreng, er hún kenndi Þorvaldi og lát- inn var heita Þorbjöm; hálft nafn hans og hálft föður hans. Séra Jó- Eiríkur Ólafsson frá Brúnum lenti í haröri rimmu við stórbokkann Þorvald Björnsson á Eyri, er sá síöarnefndi vildi hindra aö Eiríkur færi meö son hans úr landi hann á Mosfelli skírði drenginn og skrifaði Þorvaldi, hvort hann vildi gangast við baminu. Gerði hvorki að játa né neita Þorvaldur skrifaði presti aftur og gerði hvorki að játa eða neita, en sagði, að það væri fleiri til en hann sem gætu átt barnið, og var með fleiri vífilengjur. Séra Jóhann skrif- aði séra Kjartani í Skógum og bað hann yfirheyra Þorvald, hvort hann væri sannur faðir drengsins. Prestur yfirheyrði hann og fór á sömu leið. Þorvaldur meðgekk ekki drenginn og neitaði heldur ekki. Nú leið og beið, þar til drengurinn var um það ársgamall, þá kom maður austan af Eyrarbakka til dóttur minnar, er átti að sækja bamið hennar; fullmaktað- ur og í fullu umboði frá Þorvaldi bónda. Hún sagði Þorvald ekkert eiga með bamið, því hann hefði ekki meðgengið það enn, og fær maður- inn það ekki, en fór svo búinn til baka. Sama vorið ætlaði ég og dóttir mín til Ameríku með bamið og hafði Þorvaldur frétt það og hvaða mánað- ardag við ætluðum. Þorvaldur bregður sér þá suður og kemur ofan í Reykjavík daginn áður en við ætl- uðum um borð í Kamúens. Daginn áður fómm við niður að Helgastöð- um við Reykjavík, því bóndinn þar, Guðmundur Egilsson, sigldi til Am- eríku með okkur árið 1881. Dálítið sögulega fáheyrt Nú kemur fyrst dálítið sögulega fá- heyrt. Þegar við vomm nýkomin niður að Helgastöðum, þá kemur þar Þorvaldur bóndi með tvo menn með sér. Ég er úti staddur. Þorvaldur yrðir á mig og spyr, hvort dóttir mín sé hér. Ég segi: ,Jú.“ Þorvaldur: „Hvar er hún?“ Ég segi: „Hún er inni í baðstofu." Þorvaldur: „Má ég tala við hana?“ Ég: Já.“ „Þá bið ég ykkur, piltar, að ganga inn með mér,“ segir Þorvald- ur. Þá gell ég við og segi: „Ég fyrirbýð þér, Þorvaldur, að tala við dóttur mína með vottum, ellegar Reisur víða um fjöllin fríð ... Hefjum þennan þátt á hestavísu eft- ir Pétur Jónsson frá Syðri- Brekk- um: Leikur í taumi tölti d, töfrarstraum í æðum. Hægt er naumast finna og fá fák sem Draum að gæðum. Þessa vísu kunna margir hér um slóðir. Hún er nokkuð gömul og gaman væri að frétta hver höfundur er og tildrög: Hingað kom í hrossaleit hrokafullur glanni. Höskuldur úr Hálsasveit heilsar engum manni. Sigurður Vigfússon bóndi á Brún- um orti við Seljalandsfoss: Að kom égþar elfan hörð á var ferðum skjótum. Undir vatni en ofan á jörð arka ég þurrum fótum. Sigurður var eitt sinn á uppboði með nágranna sínum er kvartaði um hungur. Þá kvað Sigurður: orti svo meðan stóð á Flóabardaga hinum síðari: tíush er eins og hani á haug og hrópar: Nú er friður. Það er vont að vekja upp draug og verða að kveða hann niður. Þegar Reiðhöllin í Reykjavík var vígð, hugðu hestamenn gott til glóðarinnar og voru nokkrar stökur 32. þáttur gerðar af því tilefni. Jóhann Guð- mundsson, mörgum kunnur sem Jói í Stapa, kvað þá svo: Reisur víða um fjöllin fríð fjörga Igða sinni. En geri hríð og garratíð, gott er að ríða inni. Hann kvað svo nýlega er hann var í Dölum: Sauðárkróki þarf ekki skýringar við: Lífs ígjólu og hörkuhríð Hjálmars kólu beinin. Nú á Bólu í Blönduhlíð blikar sól á steininn. Þegar Jens Sæmundsson frá Þránd- arkoti í Laxárdal var fluttur til Reykjavíkur, kom hann eitt sumar vestur í Dali og dvaidi hjá vinum og frændum. Guðjóni Ásgeirssyni bónda á Kýrunnarstöðum líkaði þetta háttalag ekki og lét ýmis orð falla um það. Þegar ummæli Guð- jóns bárust Jens, kvað hann: Guðjón kgr ergæðargr, grefur dgran heiður. Eitri spgr og brettir brgr, búi stgrir gleiður. Guðjóni barst fljótlega vísan til eyma og líkaði stórilla, enda sóma- kær heiðursmaður. Næst þegar hann fann Jens, spurði hann Jens að því hvort það væri satt að hann hefði ort um sig níðvísu. Jens kvað því fara víðs fjarri, en sagðist hafa kveðið um hann vísu og hún væri þannig: Það er sárt að sitja í þröng, svanna fjarri og bömum, og verða að hlgða á sultarsöng í sínum eigin gömum. íhug er alin óskin hlg, gkkur skal það sanna. Blómgist valin braglist í bgggðum Dalamanna. Guðjón skír ei gæfan flgr, græðir dgran heiður. Orðstír bgr sér baugatgr, búi stgrir greiður. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd Vísa Guðvarðar Steinssonar frá Kristmundur Jóhannsson Þorvaldur Björnsson á Eyri. Þessi mikilúðlegi ríkismaður sat yfir eignum þeim og konum í „goðorði" sínu, er hann ásældist um sína daga. Þó gekk auðurinn honum úr höndum á gamalsaldri er hann gerðist útgerðarmaöur, en hann var aðaleigandi fyrsta íslenska togarans, „Coot", sem kom til landsins 1905. Varð hann fyrstur en ekki síöastur ísiendinga til að fara flatt á slíku fyrirtæki. SJO HAGA LAGÐAR / Smiðjuhálsflekkinn mér borið var bréf, bjartur þráður í forlagavef — stóri stgrkurinn fenginn — Sjáðu faðir, jeg sigli í haust, sest í Háskólann vandræðalaust. Hugur á Hafnarslóð genginn, hregfum fagnaðarstrenginn. Ég er á fómm móðir mín, mér af löngun hlgnar. Gulli betri er gæslan þín, gefðu mér bænirþínar. Þetta var árið 1929. Stóri styrkurinn var veittur til fjögurra ára fjórum mönnum á ári, þremur sunnanmönnum og einum að norðan, allt háskólamönnum. Þetta voru 1200 krónur á ári og dugöu t.d. í Kaupmannahöfn fýrir litlu herbergi og fátæklegu fæði, eða svo reyndist mér. Við vorum sjö stúdentar nyrðra sem útskrifuð- umst 1929; það var annar árgangur sem nyrðra fékk stúdentspróf með sérstakri undanþágu, en full stúd- entsréttindi fékk Akureyrarskóli 1930 (án undanþágu) og hefur Ak- ureyrarstúdentum farið sífjölgandi síðan. í hópi okkar sjö Akureyrarstúdenta 1929 er ein kona, fyrsti stúdent nyrðra, Guðríður Aðalsteinsdóttir, mesta myndarkona af ætt hins fræga Hákarla-Jörundar í Hrísey og brá hún Ijóma á hóp okkar sjö. Hún giftist síðar Guðmundi Guðlaugs- syni, þekktum manni í bæjarlífi Ak- ureyrar. Að loknu stúdentsprófi bauð Jónas frá Hriflu bæði norðan- og sunnanstúdentum í fræðsluferð til Hornafjarðar og lét varðskipið Óðin flytja okkur báðar leiðir. Geri aðrir betur! í Hornafirði var dvalið rúma viku og sýndu kennararnir Pálmi Hann- esson að norðan og Guðmundur G. Bárðarson að sunnan okkur mörg undur náttúrunnar, svo þetta varð ógleymanleg ferð. Báðir voru þessir kennarar okkar Norðlendingar að ætt og uppeldi. Þeir gerðust báðir kunnir vísindamenn, einkum á sviði jarðfræði, og höfðu mjög vekjandi áhrif á nemendur sína. þá að hún skal þér engu orði svara svo að þú getir ekki vitnað neitt upp á hana.“ Þorvaldur ansar þessu ekki, hann er kominn inn f bæjardyr, snýr þar aft- ur og út og heim í Reykjavík og hin- ir 2 með honum. Liðssafnaður Morguninn eftir, rétt eftir fótaferð, sé ég, hvar koma 12 menn heldur stórvaxnir og gerðarlegir heim að Helgastöðum. Þetta er þá Þorvaldur með 11 menn með sér, einvalalið úr Reykjavík. Ég sé þá strax, að það muni eiga að taka bamið af dóttur minni með liðssafnaði og fara í handalögmál. Svo stóð á, að dóttir mín og fleira fólk svaf um nóttina út á hjalllofti, og var hún þar þá er þeir komu. Ég hljóp þá inn í hjallinn og upp í stigagatið og beiddi dóttur mína að hafa hljótt um sig og láta ekki bamið hljóða, svo þeir fyndu hana ekki. Kom ég svo út í því er þeir komu að bænum. Þá spyr Þorvaldur mig að, hvar dóttir mín sé. Ég var þá hálf önugur í svari og segi: „Ég er ekki alltaf að gá að hvar hún er og allra sfst fyrir þig; þér hefur ekki farist svo vel við hana.“ „Ég vil fá hjá þér drenginn“ Hann svarar þessu ekki, en gengur einn í bæinn og leitar hennar en finnur ekki. Svo gá þeir allt í kring um bæinn og staðnæmdust svo í einum hóp rétt fyrir framan hjallinn og tala um, hvað hún muni hafa far- ið. En í því að þeir em að tala um, hvar hún muni vera, þá hlær bamið svo hátt hjá henni, að þeir heyra og segja: „Hér er hún.“ Og með sama fer Þorvaldur inn í hjallinn, upp stig- ann, lýkur upp hleranum og segir við hana: „Ég vil fá hjá þér drenginn þar þú segir, að ég eigi hann.“ En hún kvað nei við og sagðist halda honum með- an hún gæti og það skyldi höndum skipta; en hann skyldi ábyrgjast og með það gengur hann út aftur til hermanna sinna að tala við þá. En meðan fór ég inn f hjallinn og segi henni og öðmm manni til að láta aft- ur hlerann og þau standi á honum bæði svo öflugt, að þeir hafi hann ekki upp, „því ef þeir komast upp í loftið munu þeir halda þér en taka bamið.“ Svo fer ég út aftur og heyri álengdar að það er í umræðu hjá þeim, að þrír þeir öflugustu af köpp- unum eiga að fara upp á loftið og taka bamið frá henni, fór svo því nær allur hópurinn inn í hjallinn. Átök við stigann Þar var einn útvalinn til atlögu upp stigann, Þórður Þórðarson frá Vig- fúsarkoti, frískur maður og frækinn. En þá, er hann er kominn nokkuð upp í stigann, kippi ég undan hon- um fótunum ofan úr stiganum. Þá skipar hershöfðinginn einum af köppunum að halda mér. Hann gegnir því og Ieggur hendur á mig. Svo fer Þórður upp stigann aftur en þá vildi svoleiðis til, að ég náði mín- um höndum lausum og rykkti mér að stiganum og náði fótunum und- an Þórði aftur. Þá skipaði forstjórinn öðrum manni til að halda mér og var þeirri skipun hlýtt, svo nú var ég frá allri vörn og kominn í úlfa- kreppu. Þá fer Þórður í þriðja sinn upp stigann, er þá kona mín, Rún- veldur, þar nærstödd og kippti enn fótunum undan Þórði. Þá var einum manni skipað að halda henni, svo nú voru 6 búnir að fá vinnu. Þrír að halda okkur og þrír í loftið að taka barnið, en fimm voru þá eftir til áhlaupa eða atlögu ef þörf gerðist, svo allvel var nú áskipað. Og enn fór Þórður f fjórða sinn upp í stigann og neytti nú allrar orku og tók á hon- Eiríkur Ólafsson frá Brúnum. Hann tók mormónatrú og var á leið til Ameríku til fundar við trú- bræður slna, er umrædd atvik urðu. um stóra sínum að sprengja upp hlerann, en þau stóðu á honum og settu bökin undir súðina, kom þá hátt brakarhljóð í stigann þegar Þórður hamaðist í honum, þá kallar Þorvaldur upp og segir: „Þórður, farðu varlega í stiganum, við erum hér í leyfisleysi inni og getur orsak- að illt, ef eitthvað brotnar, ég sé ekki annað, en við verðum að hætta við það að þessu sinni.“ Þá hætti Þórður við að reyna að lyfta hurðinni, enda búinn að fullreyna sig á því. Fór hann svo ofan úr stiganum og var þá skipað að sleppa okkur hjónunum. Fór svo öll fylkingin út úr hjallinum með tómar hendur. Á fund fógeta Þar skammt frá hjallinum, stað- næmdust þeir í einn hóp og töluðu þar eitthvað saman sem ég heyrði ekki. Að litlum tíma liðnum ganga fjórir menn úr hópnum, Þorvaldur sjálfur og þrír aðrir þeir úrræða- bestu heim í Reykjavík, en átta sátu eftir, og áttu að passa uppá, ef að tækifæri gæfist til að fanga bamið. Ég sagði dóttur minni að vera kyrri í hjallloftinu með bamið á meðan ég brygði mér heim í R.vík. Ég fór og klagaði fyrir bæjarfógeta Theódór, að ég og mín familía hefðum ekki hús- frið á Helgastöðum fyrir 12 mönn- um. Okkur hjónunum væri haldið eins og stórglæpamönnum og þeir ætli að taka með mannsöfnuði og ræningjaaðferð bamið úr fangi dótt- ur minnar þvert á móti landsins lög- um. Hann svarar þessu stuttlega og segir, að þetta muni vera orðum auk- ið og hann hafi enga tíð nú að sinna því. Ég segi: „Þér eruð þó skyldugur til að sinna þessu eða að skipa pólitíunum að stilla til friðar. En ef að þér gefið þessu engan gaum, skal ég þá finna amtmann og vita, hvað hann segir." Þá fær hann nokkra umbreytingu og segir: „Ég kem sjálfur eftir hálftíma eða sendi menn inn að Helgastöðum." Ég trúði fógetanum uppá þetta og fór með það en grunaði þó, að hann mundi vera í vitorði með Þorvaldi, en ekki með mér eða friðnum og myndi vera lítið á hans orð að ætla eins og líka fram kom, því að hann kom aldrei og engir menn frá hon- um. Fjölskyldan sleppur um borð Nú kem ég inn að Helgastöðum aft- ur, og er eins og var, þessir átta biðu þama og dóttir mín í hjallinum. Þá \ Akureyrarstúdentarnir sjö 1929. Frá vinstri: Ingólfur Davíðsson, Pálmi Pjetursson, Jón Sigurgeirsson, Gustaf Adólf Ágústsson, Gunnar Björnsson, Guðríður Aðalsteinsdóttir, Gestur Ólafsson. Víkjum aftur að okkur Akureyrar- stúdentunum sjö frá 1929 og höfum stafrófsröð. Á Guðríði, fyrsta kven- stúdentinn nyrðra, var áður minnst. Já, „bekkjardís brá á okkur ljóma, bekkjardís er með heiðri og sóma, bekkjardís". Hinn stærsti okkar og raunar stæðilegasti í öllum skólan- um var Gestur Ólafsson, ættaður framan úr Eyjafirði, hæglátur og vinsæll. Hann nam náttúrufræði við Hafnarháskóla mörg ár og var einn- ig mikilvirkur í félagslífinu í íslend- ingafélaginu í Höfn, en þar var Mar- teinn Bartels lengi formaður. Hann leitaði oft liðsinnis Gests og var haft að orðtaki: „Herra Ólafsson er beð- inn að hringja til „fuldmægtig“ Bartels." Frægt var grímuball sem þeir og fleiri stóðu fyrir. Bartels var þar í munkakufli, en Gestur list- fenglega klæddur sem svertingja- höfðingi, með konu sér við hlið, en kona sú var raunar smávaxinn bak- aralærlingur. Leist mörgum vel á hana á ballinu og var síðar strítt á því að þeir þekktu ekki sundur karl og konu! Pétur Benediktsson, síðar sendi- herra, kom þarna fram í gervi Sta- unings og heilsuðust þeir Stauning og „maler Svavar“ mjög virðulega og báru af öðrum í veislunni. Hvor- ugur þekktist fyrr en í lokin. Kona Gests, Guðlaug Þorsteins- dóttir, var dökk á brún og brá, ættuð vestan úr Dölum. Var mjög gest- kvæmt á heimili þeirra Gests, en hann var mjög norrænn að útliti. Gestur er prýðilega hagmæltur og kastaði oft fram stökum, sem flugu manna á millum. í frægu Þorláks- hófi mættu m.a. „Guðmundur illi og Guðmundur góði / og Gestur með Ijóðkrydd í dýrum sjóði". Það var ætíð mikið um að vera á Þorláks- messu, þá héldu Hafnarstúdentar hóf með ræðuhöldum yfir glasi (bollu) af góðu víni. Þar mátti þá engin kona mæta, enda enginn ís- lenskur kvenstúdent þá í Kaup- mannahöfn. Hangiket fengum við heiman frá íslandi og einhver stúlk- an bjó til laufabrauð. Drukkið var stundum allfast, en friðsamlega. Kveðið var: ,Enginn betur bjóði axlar, blautir nokkuð það er meinið, en þessir herjans Hafharjaxlar harkalegar inn við beinið. “ Gestur var mjög lengi kennari á Akureyri, en ræktaði garð sinn fagr- an og fjölbreyttan á sumrin. Þar báru stundum eplatré aldin. Gestur hefur færst mjög í aukana með yrk- ingar eftir að kennslunni létti, hann yrkir í léttum, skemmtilegum tón, stundum helst í anda K.N. finnst mér. Haltu því áfram, Gestur! Smiðshendur eru á Gesti og hann byrjaði kornungur að vefa. Við ferm- inguna gnæfði hann yfir prestinn, en næstur í stafrófsröð okkar stúd- entanna sjö frá 1929 var Gunnar Björnsson frá Skefilsstöðum í Skagafirði. Hann lagði stund á hag- fræði við Hafnarháskóla og vann síðar m.a. í sendiráðinu íslenska. Fékkst einnig við skipamiðlun o.fl. Á námsárunum kölluðum við hann „þriðja mann frá kóngi“, því hann vann nokkra tíma í viku hjá kon- ungsritara, en það gerði þá jafnan einhver íslenskur Hafnarstúdent. Gunnar tengdist með kvonfangi danskri ætt, sem áður fyrr m.a. gaf út íslenskar bækur (Millers forlag). Hinn fjórði okkar stúdentasjö- menninganna frá 1929 var Gustaf Adólf Ágústsson frá Ystabæ í Hrísey. Hann las stærðfræði og eðlisfræði bæði í Höfn og Þýskalandi. Stundaði endurskoðun fyrirtækja í fjölda ára í Reykjavík. Var ekki miður góður á námsárunum í Þýskalandi, virtur meðal þýskra stúdenta. Gustaf vann hjá Sambandinu og víðar. Hinn fimmti okkar sjömenning- anna var Jón Sigurgeirsson, er lagði stund á þýsku, í Hamborg og víðar að mig minnir. Jón var Iengi skóla- stjóri Iðnskólans á Akureyri, en á gamals aldri tók hann að stunda nuddlækningar og gerir víst enn. Hann var dúx okkar stúdentanna sjö, varð þekktúr kennari og á fjölda lærisveina. Sjötti sjömenninganna frá 1929 var Pálmi Pjetursson, er var skrif- stofustjóri einkúm iðnfyrirtækja í fjölda ára og hafði þannig mikið um- leikis. Hann var sannur „Pétur í Gránú', að kallað var, en Grána var alkunnugt verslunaríyrirtæki á Ak- ureyri. Pálmi var uppalinn á Siglu- firði og þekkti vel síldarævintýrið mikla, þegar ýmsar þjóðir jusu hér upp síld og veittu mikla atvinnu m.a. mörgum námsmönnum á sumrin. Sjöundi sjömenningurinn frá 1929 var undirritaður Ingólfur Dav- íðsson, er nam náttúrufræði, eink- um grasafræði, við Hafnarskóla. Rannsakaði gróður víða um land, en var annars kennari og starfsmaður Atvinnudeildar Háskólans. Ritaði bækur og margar blaðagreinar fram á elliár. Ég rifja upp og tíni saman þessa fróðleiksmola um okkur stúdentana sjö frá 1929 að gamni mínu. Þetta er var kominn tími til að flytja góss og fólk um borð í skipið, því Kamúens ætlaði á stað síðdegis. Nú þurfti eitt- hvað til bragðs að taka, þó umsátrið væri, en Þorvaldur var ekki kominn aftur og hugsaði ég, að ekki batnaði að bíða eftir honum. Það ætluðu sjö karlmenn um borð og fimm kven- menn. Ég beiddi þetta fólk að koma að hjalldyrunum og gerði það svo. Lét ég þá dóttur mína fara inn í miðj- an hópinn með bamið í fanginu og svo gengum við af stað niður að sjónum. Þegar umsátursmennimir sáu það, standa sex upp, en tveir sátu kyrrir. Var þá auðséð að liðið var hershöfðingjalaust því sitt vildi hver og töluvert þjark á millum þeirra, og varð þess vegna ekkert úr atlögu. Við fómm því óhindmð niður að sjó og um borð, en kappamir lölluðu heim til Reykjavíkur með tómar hendur og ósigur úr herferðinni. Síðasta tilraun Þorvaldar Eftir að við vomm komin um borð, kemur þar alþingismaður, Sighvatur Ámason frá Eyvindarholti, og er þá sendur til mín frá Þorvaldi og bisk- upi með 200 kr. að kaupa út bamið, því Þorvaldur vissi vel, að við Sig- hvatur vomm gamlir og nýir góð- kunningjar og mundi honum ganga best við mig að fá bamið, sem var rétt hugsað. En af því að allt var nær komið svona í alspennu, þá fékk hann ekki bamið og fór jafii nær. En hefði Þorvaldur meðgengið dreng- inn strax og beðið dóttur mína um að láta sig fá hann, þá hefði hún gert það góðmótlega. Og svo héldum við á stað um kveldið vestur til Ameríku með heilu og höldnu og drengurinn hefur alist þar upp og er nú 19 ára, stór og gerðarlegur, duglegur og skikkanlegur og af öllum vel látinn, vel greindur og svipar í mörgu til föðurins, Þorvaldar.“ ritað í léttum dúr og hafa vonandi einhverjir ánægju af. Það er tilbreyt- ing frá öllu hagsmunaþvarginu, sem blöðin em full af. Nú á gamals aldri les ég enn blöðin, en helst stuttar greinar. Skil lítið í öllum pólitísku langhundunum, þar sem „eitt rekur sig á annars horn, eins og búpening hendir vom“. Víkjum aftur að skólamálum Norð- lendinga. Þeir höfðu lengi barist fýr- ir menntaskóla og áttu öfluga bar- áttumenn, t.d. Sigurð Guðmunds- son skólameistara. Merkum áfanga var náð 1927. Þá fengu kennarar gagnfræðaskólans á Akureyri leyfi til að búa nokkra nemendur undir próf og sendu 6, að mig minnir, suður í stúdentspróf. Þeir stóðust allir próf- ið og var mikill álitsauki gagnfræða- skólanum. Urðu sumir þjóðkunnir menn, t.d. Þórarinn Björnsson, síð- ar skólameistari, og Brynjólfur Sveinsson. Það vakti mikinn fögnuð, þegar Jónas frá Hriflu kom norður og veitti stúdentsleyfið gagnfræða- skólanum. Árið eftir, þ.e. 1928, vom svo fyrstu stúdentarnir norðan- lands, 5 að tölu, brautskráðir. Tveir þeirra, Baldur og Bragi (Billi og Balli), vom synir Steingríms Matt- híassonar héraðslæknis. Varð annar dýralæknir, en hinn rafmagnsfræð- ingur. Tveir fimmmenninganna urðu prestar, þeir Guðmundur Benedikts- son og Gunnar Jóhannesson. Sá fimmti, Haukur Þorleifsson, var lengi gjaldkeri Búnaðarbankans. Ár- ið 1930 fékk svo norðlenski gagn- fræðaskólinn á Akureyri full réttindi til að brautskrá stúdenta og er nú orðinn öflugur skóli með margar námsbrautir, en fyrstu árin var að- eins máladeild. Af okkur sjö stúdent- um 1929 sóttu 5 síðar nám við há- skóla erlendis, þ.e. í Danmörku og Þýskalandi. Ingólfur Davíðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.