Tíminn - 01.02.1992, Page 15

Tíminn - 01.02.1992, Page 15
Laugardagur 1. febrúar 1992 Tíminn 15 Rick Selman fór ekki í launkofa með að þaö yröi dýrkeypt aö troða honum um tær. inn. „Morðinginn gafst upp á að brenna fórnarlamb sitt og greip því til þess ráðs að losa sig við það í pörtum meðfram þjóðveginum." Pað fór hrollur um einn lög- reglumannanna. „Sá mátti þakka fyrir að vera ekki stöðvaður með sundurlimað lík í bílnum." „Það sama má víst segja um okk- ur lögreglumennina," var svarið sem hann fékk. Lögreglumennirnir samsinntu þessu, því þeim var öllum í fersku minni að á undanförnum tveimur árum höfðu þrír starfsbræður þeirra verið skotnir er þeir voru að stöðva ökumenn á þjóðvegin- um. Leitinni var haidið áfram. Hún var nú takmörkuð við svæðið næst þjóðveginum. Stöðugt fleiri lík- amshlutar fundust, en ekki höfuð- ið. Bóndi nokkur sagði lögreglunni frá því að hann hefði séð flækings- hund á hlaupum með eitthvað sem líktist mannshöfði í kjaftin- um. Hann kvaðst ekki hafa getað komist í færi við hundinn. Allar líkur voru á að hundurinn hefði grafið það, sem hann var með, þegar til hans sást. Að lokum var leitinni hætt. Reynt var að finna eitthvað út úr KROSSGATAN skýrslum um fólk sem var saknað, en ekkert hafðist upp úr því. Sögur berast um bæinn Nokkrar vikur liðu, en þá barst lögreglunni ábending. Eins og kunnugt er, eiga margir það til að verða einstaklega málgefnir á krám. Heyrst höfðu undarlegar yf- irlýsingar á slíkum stöðum, sem síðan bárust lögreglu. Orðrómurinn var á þann veg að maður að nafni William Michael Musgrove, fyrrum olíubormaður sem var nýfluttur til bæjarins, væri horfinn. Menn voru farnir að gera því skóna að líkið væri af honum. Lögreglan var ekki sein á sér að setja málið aftur á fullt skrið. Allt var grafið upp um Musgrove sem finnanlegt var. Fljótlega komst lögreglan að því að hann hafði komið til bæjarins í fýlgd með Rick A. Selman, sem einnig var fyrrum olíubormaður, og unn- ustu hans. Þrenningin deildi íbúð um tíma og þau hurfu síðan öll á brott frá Yale á svipuðum tíma. Gefin var út handtökuskipun á Selman. Morðinginn í Texas Enn liðu nokkrir mánuðir. Lög- reglumennirnir voru enn að reyna finna vísbendingar, sem gætu varpað Ijósi á morðið. Þá bar svo við að lögreglan í Tex- as hafði samband og spurði hvort lögreglan í Yale kynni að hafa áhuga á að ræða við Selman, en hann væri nú hjá þeim í haldi. Lögreglan í Yale þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar, lögreglu- maður var sendur í snatri til Tex- as. Þegar þangað var komið, var honum sagt að Selman hefði nán- ast játað að hafa myrt nokkrum sinnum, en síðan steinþagnað þegar fara átti nánar ofan í saum- ana á því sem hann sagði. „Kannski tekst ykkur að hafa eitthvað upp úr honum,“ sagði þreytuleg Texaslögga. Yalelöggan, maður að nafni Unruh, settist gegnt Selman í yfir- heyrsluherberginu. Hann sá lítinn nagg með mjótt og langt andlit, lítil djúpstæð augu og hálfsköllóttan. „Segðu okkur nú bara frá þessu. Gerði Willie eitthvað sem reytti þig til reiði,“ spurði Unruh. Selman hvessti glyrnurnar á Unruh. „Enginn snertir mína konu. Eng- inn nema ég. Skilurðu það?“ sagði hann fólskulega. Unruh hlustaði af athygli. Hann vissi af gamalli reynslu að margir glæpamenn hafa mikla þörf fyrir að skýra frá glæpum sínum, út- skýra þá og réttlæta. Stundum þarf ekki annað, eftir að þeim hef- ur verið náð, en að setja upp sam- úðarfullan svip og játningin kem- ur eins og á færibandi. Stíflan brestur „Var Willie að abbast upp á kon- una þína?“ sagði Unruh rólega og beið þolinmóður eftir því að Sel- man héldi áfram. „Já, það gerði hann reyndar,“ sagði Selman og tónninn var fjarri því að vera vingjarnlegur. „Hún og ég hittumst í Texas. Hún átti von á barninu mínu og þessi svokallaði vinur minn leyfir sér að reyna við hana. Meiri vinurinn!" „Og hvað gerðir þú þá?“ „Við sátum öll við matarborðið og hann var hinn rólegasti og hélt að ég vissi ekkert um það sem hann hafði gert. Ég kom aftan að honum og barði hann með felgu- járni. Þar með var séð fyrir hon- um.“ „Hvers vegna bútaðirðu líkið nið- ur og reyndir að brenna það?“ Selman leit á Unruh á þann hátt að greinilegt var að hann taldi lög- reglumanninn ekki stíga í vitið. „Af Því að ef líkið finnst ekki er ekki hægt að ásaka neinn fýrir morðl" Unruh taldi sig nú vita betur, en fannst ekki tímabært að þræta við Selman um lagaleg atriði málsins. Hann hefði getað minnt hann á frægt mál þar sem maður henti líki konu sinnar út úr flugvél yfir miðjum Mexíkóflóa. Líkið fannst aldrei, en aðrar sannanir nægðu til að maðurinn var dæmdur fyrir morð. „Svo þú ókst bílnum þínum eftir þjóðveginum og hentir hlutunum út?“ sagði Unruh til að halda Sel- man við efnið. „Ég var á pallbíl," leiðrétti Sel- man. „Hvað heldurðu að ég sé — hálfviti? Ég myndi aldrei útata sætisáklæði í blóði. Þegar ég var búinn þvoði ég pallinn vel og vandlega á bensínstöð." Nú hafði Unruh fengið að vita allt sem hann þurfti. Selman var framseldur til Oklahoma þar sem réttað skyldi í máli hans. Mýs í gildru Á meðan Selman beið dóms komst fangavörður nokkur í kunningsskap við hann. Honum sagðist svo frá: „Selman sagði mér að svo fram- arlega sem menn væru ekki að troða honum um tær, þyrftu þeir engar áhyggjur að hafa. En þeir, sem ekki umgengust hann af ýtr- ustu varfærni, mættu biðja fyrir sér.“ Fangavörður þessi sagði að sér hefði fljótlega orðið Ijóst að morð- in og þær aðferðir, sem Selman notaði til að losa sig við lík fórnar- lambanna, hefðu engin áhrif haft á Selman. Honum hefði fundist það svipað og venjulegu fólki að setja upp músagildru og tæma hana. Rick Selman var fundinn sekur og afplánar nú lífstíðardóm sem upp yfir honum var kveðinn. AUGLÝSING Löggildingar- námskeið fyrir læknaritara Með reglugerð um menntun, réttindi og skyldur læknaritara, sem heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið gaf út og öðlaðist gildi hinn 15. júlí 1991, er kveðið á um það að þeim, sem hófu störf við læknaritun fyrir gildistöku reglugerðar- innar en uppfylla ekki skilyrði til þess að fá lög- gildingu samkvæmt verklagsreglum, skuli heim- ilt að veita löggildingu að undangenginni þátt- töku í sérstöku löggildingarnámskeiði. Ákveðið hefur verið að slíkt löggildingarnám- skeið verði haldið í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla dagana 18.-22. febrúar n.k. Námskeiðið er 40 kennslustundir og lýkur með prófi. Kennsla ferfram í húsnæði Fjölbrautaskólans við Ármúla. Á námskrá verða heilbrigðiskerfi, lyfjafræði, sið- fræði, stjórnun, skjalavarsla, en einkum lækna- ritun, líffæra- og lífeðlisfræði og sjúkdómafræði. Umsóknir um þátttöku í námskeiðinu skal senda Fjölbrautaskólanum við Ármúla í Reykjavík fyrir 7. febrúar 1992. Umsóknum skulu fylgja vottorð vinnuveitanda um að umsækjandi hafi hafið störf fyrir 15. júlí 1991. Þátttökugjald er kr. 2.000. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fjöl- brautaskólans við Ármúla, s. 814022. Bréfsími skólans er 680335. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið Fjöibrautaskólinn við Ármúia 30. janúar 1992. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staöa skólastjóra Leiklistarskóla (slands er laus tll umsóknar. Samkvæmt 3. gr. laga um Leiklistarskóla Islands skal skóla- stjóri „settur eða skipaður af ráðherra til fjögun'a ára I senn“ og miðast ráðningartími við 1. júnl. „Skólastjóri getur sá einn orðið, sem öölast hefur menntun og reynslu I leiklistarstörf- um.“ Laun samkvæmt launakerfi rlkisstarfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist Menntamálaráöuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar n.k. Menntamálaráðuneytið 29. janúar 1992. Starfsmannafélagið Sókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs í Starfsmannafélaginu Sókn. Tillögur skulu vera samkvæmt A-lið 21. greinar í lögum félagsins. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrif- stofu félagsins, Skipholti 50A, eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 10. febrúar 1992. Kjörstjórn Sóknar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.