Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.02.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. febrúar 1992 Tíminn 5 Unnur Stefánsdóttir skrifar: Æska þessa lands á annað og betra skilið Þegar horfl er til fyrstu vikna nýs árs, er ekki hægt annað en gleðjast yfir þeirri ein- stöku veðurblíðu sem hér hefiir ríkt Allt að 18 stiga hiti í janúarmánuði er ekki það sem við íslendingar eigum að venjast á þessum árstíma og má segja að einungis myrkrið færi okkur heim sanninn um það að nú er miðurvetur. Þorrinn byrjaði í síðustu viku með tilheyr- andi þorrablótum um allt land og er gaman til þess að vita hve þorramenningin er sterk á meðal þjóðarinnar. Súrmatur, harðfiskur og heimagert skemmtiefhi er það sem boð- ið er uppá, og kynslóðimar skemmta sér saman og vináttusambönd eru efld. Við hjónin nutum þátttöku í einu slíku bóti hjá Kvenfélaginu Bergþóru í Ölfushreppi á annan dag þorra. Gaman var að sjá hvað myndarlega var að öllu staðið og hvað allir komu saman til að njóta þess sem ffam var borið, blóta þorra og skemmta sér og öðr- um eins og best verður á kosið. GATT-málið og utanríkisráðherra Nokkur eftirmál hafa orðið vegna bænda- funda utanríkisráðherra í síðustu viku. Svo virðist sem ráðherrann hafi ekki átt von á því að bændur kynnu jafti góð skil á þessu máli og í ljós kom. Það reyndist bændum auðvelt að rökræða við ráðherrann og hon- um hélst ekki uppi að gefa loðin og óljós svör við spumingum fundarmanna. Þetta virðist hafa komið ráðherranum úr jafn- vægi og hann ásakar bændasamtökin fyrir að hafa magnað óhróðursherferð á hendur sér. Ekki er vitað til þess að nokkur ráð- herra hafi á síðari árum farið jafn halloka í viðskiptum við kjósendur og Jón Baldvin í þetta sinn. Uppsagnir á sjúkrahúsum Niðurskurðartillögur ríkisstjómarinnar í heilbrigðismálum hafa ekki farið framhjá neinum að undanfómu. Þar hefur verið lögð þung byrði á aidraða, sjúka og öryrkja, meðan aðrir í þjóðfélaginu, sem ekki falla undir þessa hópa, fá iitla skerðingu á tekj- um sínum. Sjúkrahúsin hafa ekki farið varhluta af þessum niðurskurði og þegar hefur eitt þeirra ákveðið að segja upp öllu starfsfólki sínu. Mikið'óöryggi hefúr gripið um sig meðal starfsmanna sjúkrahúsa af þessum sökum og hafe starfsmenn á Landakoti kannað rétt sinn til biðlauna í þessu sam- bandi. Einungis 2/3 starfsmanna þar munu fé endurráðningu og ekki ber öllum saman um rétt manna til biðlauna. Þessi aðför ríkisstjómarinnar að heil- brigðisþjónustunni er með endemum. Á undanfömum ára- tugum höfum við íslendingar byggt upp velferð í heil- brigðisþjónustu fyrir alla, en nú skal þessi upp- bygging skert og þeir fé helst að gjalda sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Skólamálin aftur til fortíðar í spamaðartillögum ríkisstjómarinnar hafe skólamálin fengið sinn skerf. Sam- þykktur hefur verið 180 milljón króna nið- urskurður til grunnskóla, sem gerir það að verkum að stöðnun eða afturför verður í þeim málum. Menntamálaráðherra talar um flatan niðurskurð, fækkun kennslu- stunda, fiölgun nemenda í bekkjardeildum, svo að eitthvað sé nefrit. í tíð ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar voru sam- þykkt ný grunnskólalög á Alþingi, sem fela í sér lengingu skóladags, málsverðar í skól- um og samfelldan skóladag. Með þessari nýju ákvörðun ríkisstjómarinnar er fótum kippt undan því, sem var búið að byggja upp, og gengið aftur til fortíðar. Foreldrar, foreldrafélög og kennarar hafe mótmælt þessari aðför að skólakerfinu og harma aðgerðir ríkisstjómarinnar. Hagfræðistofnun Háskóla íslands birti sl. vor frumúttekt á þjóðhagslegri hag- kvæmni þess að gera umbætur í skólakerf- inu. Þama var einungis metinn efriahags- Iegur ávinningur, en ekki gildi menntunar fyrir einstaklinginn. Á meðan þjóðir Vest- urlanda veita auknu fiármagni til mennta- mála sker ríkisstjómin niður og víst er að æska þessa lands á allt annað og betra skil- ið. Ekkert af því, sem ríkisstjómin hefur tekið sér fyrir hendur í spamaðarskyni, er jafri hættulegt og aðförin að skólakerfinu. íþróttasamband íslands 80 ára I vikunni hélt fþróttasamband íslands uppá 80 ára afrnæli sitt Á þessum tíma- mótum var tilkynnt um stofnun nýrra samtaka, „íþróttir fyrir alla“, sem ÍSÍ mun hafa forgöngu um í samstarfi við fiölda að- ila, s.s. sveitarfélög, menntamála- og heil- brigðisráðuneyti, líkams- og heilsuræktar- stöðvar, vinnustaði og fleiri aðila. Á síðari árum hafa æ fleiri gert sér grein fyrir því að nauðsynlegt er öllum og ekki síst kyrr- setufólki að stunda ein- hverja líkams- rækt sjálfum sér til heilsubótar og skemmtunar. Fjöld- inn allur af fólki gerir þetta nú þegar, en mikið vantar á að það sé nægjanlegt Með stofnun slíkra samtaka ætti að nást mun almennari vakning fólks fyrir því að íþrótt- ir em ekki bara fyrir suma, heldur alla. Einnig ætti að skapast vettvangur fyrir fólk að kynnast ýmsum íþróttagreinum án þess að keppni sé þar númer eitt Það verður spennandi að fylgjast með 80 ára afmælis- gjöfinni okkar. Kvenréttindafélag íslands 85 ára Önnur landssamtök áttu stóraftnæli í vik- unni, en það er Kvenréttindafélag íslands, sem var stofriað fyrir forgöngu Bríetar Bjamhéðinsdóttur og hefur félagið tæp- lega 40 aðildarfélög. Aðaláherslan í starfi fé- lagsins í upphafi var að vinna að kosninga- rétti kvenna og kjörgengi og jöfrium rétti til skólagöngu. Á seinni árum hefur mikill tími félagsins farið í að fylgjast með frum- vörpum er fram koma á Alþingi, yfirfara þau og senda inn umsagnir um efrii þeirra, ef það snertir markmið félagsins. Má í því sambandi nefria sifialöggjöfina, trygginga-, launa-, fræðslu- og jafnréttislög. Á afmælisdaginn var haldinn fundur þar sem nýju bamalögin vom til umræðu. Margt kemur fram í lögunum sem er til bóta í okkar réttarkerfi, en mörg viðkvæm mál em þar til umfiöllunar sem skoða verður af mikilli nákvæmni. Minjagrípagerö Nýverið vom kynntar niðurstöður úr könnun, sem Byggðastofriun lét gera til þess að fé fram hvað erlendir ferðamenn hafe áhuga á að kaupa til minningar um dvöl sína hér. Það kom fram í könnuninni að margir ferðamenn kaupa lítið eða ekkert af minjagripum og ein ástæðan er sú að framboðið þykir ekki áhugavert Þetta er athyglisverð könnun, sem vert er að taka tillit til. Fjöldi ferðamanna sem koma til landsins hefur stóraukist á undan- fömum árum og það er okkar að gera þeim ferðina hingað sem ánægjulegasta, og það getum við m.a. gert með því að hafe nóg úrval fallegra íslenskra muna til sölu. í þeim samdrætti í atvinnumálum, sem nú er ríkjandi hér á landi, er þetta eitt af því sem alvarlega þarf að huga að. Vinna við minjagripagerð getur allt eins ferið fram inni á heimilunum í sveitunum og annars staðar úti á landsbyggðinni, eias og í þétt- býlinu. Margar góðar hugmyndir eru þegar fram komnar og þekkingin er fyrir hendi; það er fyrst og fremst markaðssetningin sem á vantar til þess að allt gangi upp. Ekki er hægt að tala um stóratvinnuveg í þessu sambandi, en sölumöguleikar eru miklir fyrir vandaða vöru. Útflutningur á vatni Þegar álversframkvæmdum var ýtt til hliðar sl. haust, fóru menn loksins að ræða aðra möguleika í atvinnumálum. Allt of lengi hafa menn einblínt á stóriðju í stað þess að hafa margt í takinu og byggja upp atvinnu sem ekki krefst alltof mikillar fiár- festingar. í nokkur ár hefur vatnsútflutn- ingur verið eitt af því sem reynt hefur verið með góðum árangri. Forsjálir fram- kvæmdamenn hafa verið þar í fararbroddi, sem hafa trúað því að okkar góða, ómeng- aða vatn hljóti að geta gefið okkur gull í aðra hönd. Forsjálir menn á Höfn Athyglisverð frétt kom í fiölmiðlum í vik- unni frá Höfri í Homafirði. Bæjarsjóður var rekinn með hagnaði á sl. ári og ákvað bæj- arstjóm að leggja fyrir 70 miljónir og eiga þær til þegar harðnaði í ári. Þessi frétt var mjög óvenjuleg, því féar slíkar heyrast í fiölmiðlum þessa dagana, og til fyrirmynd- ar hjá bæjarfélaginu að sýna þetta fordæmi og vonandi að þetta verði öðrum sveitarfé- lögum til eftirbreytni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.