Tíminn - 01.02.1992, Síða 9

Tíminn - 01.02.1992, Síða 9
Laugardagur 1. febrúar 1992 Tíminn 9 Sigurður Sverrisson, einn aðstandenda tveggja stórtónleika á Akranesi í september, er bjartsýnn og ánægður með fyrstu viðbrögð: „Ég sé Akranes fyrir mér sem Hróarskeldu lslands“ Hljómsveitin Jethro Tull. Sigurður Sverrisson þungarokks- aðdáandi, sem er einn aðstandenda stórtónleikanna á Akranesi og á hugmyndina að þeim, segir að þeg- ar hafi hann fengið góð viðbrögð við þeim. Hann segir að ef vel gangi, þá muni slíkir tónleikar jafn- vel verða árlegur viðburður á Akra- nesi, og með tilkomu jarðganga sjái hann Akranes fyrir sér sem nokk- urs konar Hróarskeldu íslands. Sigurður segir að ekki sé búið að skrifa undir samninga enn, það hefði þurft að ganga frá nokkrum smáatriðum gagnvart hljómsveit- unum, en nú séu þau frágengin og það ætti að vera búið að skrifa undir samningana um miðja næstu viku. Tónleikar Jethro Tull og Ozzy Osbo- ume verða haldnir í íþróttahúsinu við Vesturgötu fyrstu helgina í sept- ember næstkomandi, og verða tón- leikar Jethro TuII á föstudegi og Ozzy Osboume á laugardegi. Sig- urður sagði að þeir væm búnir að láta meta hversu margir kæmust inn á tónleikana með góðu móti og það myndu ekki verða seldir meira en 2500 miðar á hvora tónleika, en taldi jafnframt að þeir þyrftu tæp- lega 3000 manns í allt, til að koma sléttir út úr dæminu. „Viðbrögðin hafa verið ákaflega góð, en fólk var lengi ákaflega vantrúað á það væri hægt að halda þetta hér, kannski út- af þessum fáránlegu sögum um milljónatap á öðmm stórtónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi, en þær sögur em ekkert annað en uppspuni. En ég fmn að um leið og þetta kemst af stað í fjölmiðlum og fólk sér að þetta er staðreynd, þá fæ ég mjög sterk viðbrögð. Á mánu- dagsmorgun hringdi í mig maður frá Fáskrúðsfirði og lagði inn miða- pöntun og síðdegis þann sama dag hringdi annar frá Húsavík og sagðist koma jafnvel gangandi, þó að mið- inn kostaði 15 þúsund krónur. Jafn- framt finn ég að það þykir tíðindum sæta í Reykjavík að tónleikarnir skuli vera haldnir á Akranesi og menn þar í bæ em jafnvel fúlir. Ef vel gengur, er stefnan að gera þetta að árlegum viðburði hér á Akranesi og eftir að jarðgöngin em komin, sé ég fyrir mér að Akranes gæti orðið svipað og Hróarskelda er í Dan- mörku. Hugmyndin er sú að sýna fram á að það er hægt að gera ýmis- legt úti á landsbyggðinni, ef menn vilja, og hætta öllum barlómi og gráti,“ sagði Sigurður Sverrisson í samtali við Tímann. Ætlun tónleikahaldaranna er að reyna að höfða til beggja hópanna, annars vegar þungarokksaðdáenda og hins vegar fólks af eilítið eldri kysnlóð. Ozzy Osbourne er búinn að vera lengi á ferðinni í tónlistinni og er kominn fast að fimmtugu. Þetta er síðasta tónleikaferð hans, en hann ætlar að setjast í helgan stein að tónleikaferðalaginu loknu. Sig- urður sagöi það tvímælalaust mik- inn feng að fá þessa aðila til að spila hér. Báðar hljómsveitirnar em bún- ar að vera á ferðinni í aldarfjórðung og sem dæmi má nefna að Ozzy var á síðasta ári sá tónlistarmaður sem seldi flestar plötur utan Bandaríkj- anna. Jethro Tull gaf síðast út plötu í haust og hún fór ofarlega á breska vinsældalistann. Þá em ekki nema fjögur ár síðan þeir fengu Grammy- verðlaun, sem besta þungarokks- hljómsveit heims, þó að þeir geti í raun spilað hvaða tónlist sem er. Þeir eiga sfna föstu áhangendur hér á landi, þó að það hafi ekki borið mikið á þeim. Það em þrjú fyrirtæki, tvenn fé- lagasamtök og þrír einstaklingar sem standa fyrir tónleikahaldinu, sem verður liður af afmælishátíð í tilefni af afmæli Akraneskaupstaðar og njóta aðstandendur tónleika að- stoðar Akraneskaupstaðar. Sigurður segir að aðilamir, sem standa að tónleikunum, séu mjög traustir og að fólk þurfi ekki að hræðast það að ef eitthvað kemur fyrir á síðustu stundu og af tónleikunum getur ekki orðið, verði miðamir ekki end- urgreiddir; það yrði ekki staðið í neinum fíflagangi með það. Gert er ráð fyrir að miðaverð verði 3200 kr. í forsölu, sem mun hefjast snemma, og 3800 kr. á staðnum. -PS Spennandi áfangastaður Leitið upplýsinga Einnig ÖU almenn Faimiðasala Persónuleg þjónusta NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN HF. Laugavegi 3, 101 Reykjavík, sími 626362 - Fjarðargötu 8, Seyðisfirði, sími 97- 21111

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.