Tíminn - 01.02.1992, Page 14

Tíminn - 01.02.1992, Page 14
14 Tíminn Laugardagur 1. febrúar 1992 Vösk sveit manna úr riddaraliöi lögreglunnar var dögum saman aö tína saman hlutana af líkinu meöfram þjóöveginum. „Það snertir enginn mína Þeir, sem hugsuðu sér að halda lífi í návist Ricks Selman, urðu að fhuga vel orð sín og gerðir. Hann leit á minnstu mistök sem dauðasök. Það var kalt í veðri dag nokkurn í mars árið 1989, þegar lögreglu- stjórinn í bænum Yale í Oklahoma hóf óhugnanlega leit ásamt mönnum sínum. Lögreglumenn- irnir voru allir á hestum, en einn- ig tóku þátt í leitinni margir fót- gangandi sjálfboðaliðar. Hestaeign í Oklahoma er mjög almenn, enda eru þar stór svæði sem vélknúnum farartækjum er ekki fært. Hæðirnar í kring eru vaxnar þétt- um skógi og erfiðar yfirferðar. Skammt frá bænum liggur Yale- áin, sem rennur síðan út í Arkans- as-ána. Á seinustu öld héldust frægir útlagar við í þessum hæð- um og notuðu hellana þar sem að- setur. Yale er lítill bær með aðeins um 1.900 íbúa. Þar sveimar andi lið- inna tíma yfir vötnunum. Menn sitja þar á veröndinni á kvöldin og líta við hjá nágrannanum ef svo ber undir. Stærstu viðburðir stað- arins eru þegar skólaliðið keppir í íþróttum. Líkamshlutar úti um allt Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar það fréttist að sundurlimað lík hefði fundist á víð og dreif í hæðunum umhverfis þetta friðsæla þorp. Um leið og fréttist af þessum óhugnanlega fundi, var leit hafin. Lögreglan óttaðist að villidýr væru völd að því hversu dreifðir líkamshlutarnir voru, en af því, sem fundist hafði, mátti ráða að um morð væri að ræða. Ummerki á beinum bentu til að hnífi eða öxi hefði verið beitt til að lima líkið sundur. Ennfremur mátti sjá að reynt hafði verið að brenna líkamsleifar'nar, en morð- inginn hefði gefist upp við þá iðju og ákveðið að losa sig við líkið á annan hátt. Lögreglumennirnir vissu sem var að án höfuðs Iíksins yrði erfitt að bera á það kennsl. Það eina, sem þeir vissu fyrir víst, var að sá látni var hvítur. Þeir voru ekki konu“ einu sinni vissir um hvort þeir voru að leita að höfði karls eða konu, en réttarlæknir hafði upp- lýst þá um að allt benti til að um karlmann væri að ræða. Höfuðið í hundskjaft Leitin tók nokkra daga og stöð- ugt fundust fleiri líkamshlutar í háu grasinu meðfram þjóðvegin- um. Einum lögreglumannanna varð að orði: „Það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Hundar og viliidýr draga ekki bráð sína að næsta þjóðvegi og skilja þar við hana í nánast beinni röð.“ „Það er rétt,“ sagði lögreglustjór-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.