Tíminn - 29.02.1992, Side 2

Tíminn - 29.02.1992, Side 2
2 Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 Apótekarar hafa margar hugmyndir um það hvernig spara megi í lyfjadreifingunni þó einungis fáar snerti þá sjálfa: Viíja viðhalda núverandi kerfi urskoða smásöluálagningu lyfja. Samkvæmt skýrslunni eru þó ákveðin skilyrði sett fyrir slíkri endurskoðun og raunar kemur fram að í dag sé ekki grundvöllur til að skerða álagningu í stærstu apótekunum umfram það sem felst í núgildandi afsláttarkerfi. Apótekarar segja að ef smásölu- álagning eigi að breytast þurfi fernt að koma til. í fyrsta lagi vilja þeir stækka lyfsöluumdæmin þannig að betri rekstrargrundvöll- Apótekarafélag íslands hefur sent heilbrigðisráðherra skýrslu um hugmyndir sínar um leiðir til spamaðar í lyfjadreifingar- kerfinu og er þar m.a. lagt til að sjúklingar greiði ákveðið hlut- fall af verði lyfja í stað fastagjalds eins og tíðkast nú. Þetta er hugmynd sem heilbrigiðisráðherra hefur lýst sig fylgjandi, en ráðherrann hefur ekki tjáð sig um afstöðu sína til annarra hug- mynda sem fram koma í skýrslu apótekara. Apótekarar vilja í grundvallarat- riðum viðhalda núverandi dreif- ingarkerfi í lyfjamálum. „Besta framtíðarfyrirkokmulag lyfjadreif- ingar á íslandi, er að einfalda og hagræða innan ramma núverandi kerfis. Þannig er auðveldast að tryggja að þeir sem minnst mega sín fái viðunandi aðstoð og sjúk- lingar, og þar með hið opinbera, lyf á sem hagstæðustu verði. Yrði lyfjadreifingin gefin frjáls myndi slík aðstoð viö sjúklinga verða mjög flókin í framkvæmd vegna frjáls lyfjaverðs og kostnaður hins opinbera aukast, aðallega vegna þess að til þess að hægt sé að standa undir auknum stofnkostn- aði við ný lítil apótek, veröur lyfja- neyslan að aukast eða álagning á lyf að hækka.“ Eins og segir í skýrslu apótekara. Tillögur Apótekarafélagsins um hagræðingu og sparnað eru í átta liðum og þar af lúta ekki nema þrír þeirra beint að apótekunum sjálfum. Tillögur þeirra eru eftir- farandi: 1. Hlutfallsgreiðslur verði teknar upp í stað fastagjalds. 2. Innkaupsverð lyfja til apóteka verði lækkað. 3. Endurskoða smásöluálagningu apóteka. 4. Skerðing álagningar í stærstu apótekum. 5. Hagræðing í rekstri apóteka. 6. Auka nýtingu á lyfjum. 7. Minnka neyslu á lyfjum. 8. Minnka ríkisafskipti af lyfja- dreifingarkerfinu. Mesta athygli vekur, í Ijósi þess hverjir gera þessar tillögur, að apótekarar segjast tilbúnir að end- ur skapist fýrir apótekin. Þetta er m.a. skilyrði fyrir því að unnt sé að skerða álagningu í stærsu apó- tekunum. í öðru lagi vilja þeir að lítil sjúkrahús, sem nú kaupa lyf beint frá heildsala, versli við apó- tekin. í þriðja lagi vilja þeir fá dýralyfsöluna til sín. Hingað til hafa dýralæknar afgreitt dýralyf og en það telja apótekarar mjög óeðlilegt. í fjórða lagi vilja apótek- arar að einstakir læknar úti á landi og sveitarstjórnir hætti að reka lyfsölu og sú sala færist til apótekanna. Þá telur Apótekarafélagið að unnt sé að hagræða í rekstri apó- tekanna sjálfra og nefna í því sam- bandi bætta nýtingu húsnæðis, tölvuvæðingu birgðahalds og end- urskipulagningu á starfsmanna- haldi. Námsmaöur við kjörkassann í fyrradag. Tímamynd Ámi Bjama Kosning í stúdenta- og háskólaráð í Háskóla íslands: Röskvusigur Röskva, samtök félagshyggjufólks, vann góðan sigur í kosningum til stúdentaráðs og háskólaráðs á fimmtudag. Kosið var um 15 full- trúa eða helming fulltrúa í stúdenta- ráði og fékk Röskva átta fulltrúa kjörna, en mótherjar þeirra, Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fékk sjö fulltrúa. Alls fékk Röskva um 53% atkvæða, en Vaka fékk 41%, en alls voru um 6% atvæða auð eða ógild. Hvor listi fékk einn mann kjörinn í háskólaráð. Næsta árið verður því Röskva með 16 fulltrúa í stúdentaráði, gegn 14 í háskólaráði. Á kjörskrá voru um 5400 manns, en alls greiddu 3200 manns atkvæði, sem er örlítið færri en í fyrra, en þó með því mesta sem verið hefúr í seinni tíð. -PS Apótekarar vilja fá að selja dýralyf Apótekarafélag íslands hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að sala á dýralyfjum verði tekin af dýralæknum og færð yfir til apó- tekara. Þessi tillaga er lögð fram í tengslum við fleiri breytingar sem apótekarar leggja til að verði gerðar á skipulagi lyfsölu. Birn- ir Bjarnason, dýralæknir á Höfn í Hornafirði, segir að ef sala á dýralyfjum færist yfir til apótekara sé hldegt að kostnaður við dýralyf aukist, auk þess að þessu fyrirkomulagi fylgi mikið óhag- ræði fyrir bændur. að fela apótekurum sölu dýralyfja. Ef apótekarar taka yfir sölu á dýralyfjum er Ííklegt að dýralækn- ar gefi aðeins út lyfseðil út á þau lyf sem bændur eða aðrir dýraeig- endur þurfa á að halda. Bændur þurfa síöan sjáifir að nálgast lyfið, annaðhvort með því að fara og sækja það sjáifír eða láta senda sér það. Bimir sagði að allir gætu séð að í þessu felist óhagræði fyrir bændur. í dag eru dýralæknar með Bimir sagði að strangt tii tekið væri það ekki hlutverk dýralækna að selja lyf. Þeir ættu að veita veik- um dýrum læknisþjónustu. Það væri hins vegar talið ótvírætt hag- ræðl að því að fela dýralæknum að selja dýralyf. Bimir sagöi að um- ræða um annað fyrirkomulag á sölu dýralyfja hefði nokkmm sinn- um farið fram hér á landi og m.a. hefði fyrir nokkmm ámm verið lagt fram fmmvarp á AJþingi um lyfin í bfinum hjá sér og grípa tfi þeirra eftir því sem hver einstakt Iæknistfifelli kallar á. Bimir sagði að álagning á dýralyf væri lægri en á lyf handa mönn- um. Hann sagðist telja óhjá- kvæmiiegt að áiagning á dýralyfj- um myndi hækka, m.a. vegna þess að inn kæmi nýr milliliður. Lyfið gengi frá heildsala til lyfsala. Dýralæknir myndi síðan ávísa á lyfið og bóndinn að lokum kaupa það. Birair sagði að það myndi koma illa við tekjur dýralækna í minni dýralæknisumdæmum ef sala dýralyfia yrði tekin af þeim og sú spuraing hlyti að koma upp hvort rfidsvaldið væri tfibúið aö bæta læknum upp þennan tekjumissi. -EÓ Verður hætt við að breyta Sogni í meðferðarheimili fyrir ósakhæfa fanga og því breytt í hesthús? Var aldrei ætlunin að stofna réttargeðdeild Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir að á Sogni í Ölfusi verði staðsett meðferöarheimili fyrir ósakhæfa fanga en ekki réttargeðdeild. Hann sagði að stofnuninni á Sogni myndi fá heilbrigðisþjónustu frá Sjúkrahúsinu á Selfossi, þar með talda geðlæknisþjónustu. Stofnunin myndi ennfremur veita fongum á Litla-Hrauni slíka þjónustu. Þetta kom fram í svari við fyrirspum frá Finni Ingólfssyni alþingismanni um réttar- geðdeild íyrir geðsjúka afbrotamenn. Sighvatur sagði að á Sogni yrðu gerð- ar sömu kröfúr um gæslu og er á sam- bærilegum stofnunum í Svíþjóð. Hann sagði að Svíar hefðu boðist til að þjálfa starfsfólk sem kemur til með að starfa á Sogni íslendingum að kostn- aðarlausu. Sighvatur sagði að margar umsóknir hefðu borist um störf á meðferðarheimilinu að Sogni, en gert er ráð fyrir að þar starfi um 30 manns. Gert er ráð fýrir að 7 ósakhæfir ein- staklingar dvelji á Sogni, en þar verður einnig aðstaða til að vista 3 menn í skammtímavistun. í ágúst á síðasta ári var lokið við teikningar af þeim breytingum sem talið er nauðsynlegt að gera á Sogni áður en meðferðarheimilið getur tekið til starfa. Tálið er að það taki þrjá mán- uði að vinna að þessum breytingum. Eins og kunnugt er hefui málið verið að veltast í kerfinu síðastliðna mánuði m.a. vegna andstöðu heimamanna við að staðsetja meðferðarheimilið að Sogni. í fýrrakvöld frestaði sveitar- stjóm Ölfúshrepps því að afgreiða mál- ið. Ástæðan var sú að hestamaður hafði sýnt áhúga á því að kaupa Sogn til að setja þar upp hestabú, en Sogn hefur verið til sölu í þrjú ár. I umræðum á Alþingi hélt heilbrigð- isráöherra því fram að engar áætlanir væm til í heilbrigðisráðuneytinu um réttargeðdeild og aldrei hefði staðið til að stofnsetja slíka deild. Finnur Ing- ólfsson sagði þetta ekki rétt og minnti á tillögur sem nefnd. sem var undir forystu hans, vann í tíð lýrri ríkis- stjómar. Finnur gagnrýndi að heil- brigðisráðherra hefði breytt um stefhu í málinu og geri nú aðrar kröfur til stofnunarinnar en upphaflegar áætl- anir gerðu ráð fýrir. -EÓ Sjóprófum vegna sjó- slyssins þegar Kross- nes sökk er lokið: Orsök slyssins ráðgáta Sjóprófum vegna sjóslyssins, þegar Krossnes SH 308 sökk nær fýrirvaralaust á Halamiðum á sunnudaginn, fóm fram á fimmtudag á Gmndarfiröi og lauk um miðnættið. Allir þeir sem komust lífs af, nema skip- verjinn sem fluttur var á Borgar- spítalann í Reykjavík, vom kall- aðir fýrir réttinn. Þar kom fram að enginn þeirra gat svarað þeirri spurningu um hvað hefði orðið þess valdandi að Krossnes- ið sökk. Það kom þó fram í máli Hafsteins Garðarssonar skip- stjóra að hann teldi að eina skýr- ingin á því að togarinn sökk væri að byrðingurinn hefði opnast og sjór náð að flæða þar inn og nið- ur í lestar skipsins. Að sögn Jóns Magnússonar, sýslumanns í Stykkishólmi, verða engar nið- urstöður, þar sem ekki upplýstist hvað gerst hefði, en það sem hefði komið fram við sjópróf yrði sent viðkomandi aðilum, þar á meöal ríkissaksóknara. Rann- sóknarnefnd sjóslysa var með fulltrúa sinn við sjóprófin og mun nefndin rannsaka gögnin úr sjóprófunum og reyna að finna út orsakir slyssins. Skip- verjanna þriggja af Krossnesi er enn saknaö og hefur skipulagðri leit verið hætt. -PS Flugleiðum bætist ný flugvél í innanlandsflugflota í dag: Ný Fokker-vél til Egilstaða Ný Fokker 50 flugvél Flugleiða kemur í fýrsta sinn til landsins í dag og verður vélinni flogið til Egils- staða, frá Amsterdam. Þetta er önn- ur vélin af þeim fjórum sem væntan- legar em til landsins á næstu mán- uðum, en Flugleiðir ákvaðu að leigja þær með kauprétti. Hver vél kostar um 870 milljónir króna með vara- hlutum og aukabúnaði. Fyrsta vélin sem kom til landsins fýrir um hálf- um mánuði er núna í viðgerð, en eins og kunnugt er nauðlenti vélin á Keflavíkurflugvelli á miðvikudaginn síðastliðinn. Sex ára stúlka frá Fá- skrúðsfirði gefur vélinni nafnið Sig- dís og eys á hana vatni úr Lagarfljóti. í dag em í notkun um 140 vélar af þessari tegund, en fyrsta vélin hóf sig á loft árið 1987. -PS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.