Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.02.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð í lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ovissan í sjávar- útveginum helst Núverandi ríkisstjórn skipaði á síðastliðnu sumri nefnd til þess að endurskoða sjávarútvegsstefnuna. Við það er ekkert að athuga og eðlilegt var að sjávarútvegsráðherra skipaði hana og jafnframt formann til þess að stýra verkinu. Sú ein- kennilega staða kom upp að Alþýðuflokkurinn gat með engu móti fallist á þann formann sem sjávarútvegsráðherra hafði í huga, og endaði með því að nefndin hefur tvo for- menn. Þetta var byrjunin á vandræðagangi í rfkisstjórninni varðandi sjávarútvegsmálin, sem enginn endir virðist ætla að verða á. Sjávarútvegsráðherra hefur lýst því ítrekað yfir að hann vilji byggja á þeim grunni í sjávarútvegsmálum sem lagður hefur verið frá árinu 1983 og með lögum sem tóku gildi í ársbyrjun 1990. Hann lýsti því einnig yfir strax á síðastliðnu hausti að aðgerðir til stuðnings sjávarútveginum þoli ekki bið. Hann sagði í umræðum um atvinnumál á Alþingi fyrir nokkrum dögum að nær 60% sjávarútvegsfyrirtækja í land- inu væru á gjaldþrotabraut. Skemmst er frá að segja að ráðherrann hefur talað fyrir daufum eyrum samstarfsmanna sinna í ríkisstjórn og engar undirtektir fengið hjá samráðherrum sínum um sérstakar aðgerðir til stuðnings sjávarútveginum. Það eina, sem sam- komulag virðist um, er að vísa málum, sem snerta hann, í nefndina góðu til athugunar. Þá skeður það að fulltrúi Alþýðuflokksins, annar for- maður nefndarinnar, tekur rispu í fjölmiðlum og segir allt í kaldakoli og allt hafi verið til einskis, sem gert var á síðustu árum. Talaði hann í þá veru að láta gjaldþrotin grisja at- vinnugreinina. Þetta var staðan þegar efnt var til umræðu á Alþingi um efnahagsmál, með sérstöku tilliti til stöðu sjávarútvegsins, síðastliðinn fimmtudag. Án efa hafa fjölmargir fylgst með þessari umræðu í þeirri von að þar kæmi fram hvort ríkis- stjórnin hyggst grípa til aðgerða til þess að halda þessum framleiðsluatvinnuvegi öflugum, eða hvað ríkisstjórnin ætlast fyrir í málefnum sjávarútvegsins í heild. Það er skemmst frá því að segja að ekkert kom fram í umræðunum, sem benti til þess að ríkisstjórnin ætli að taka á málefnum sjávarútvegins af röggsemi. Þvert á móti kom berlega í ljós úrræðaleysi hennar. Sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að málið væri alvarlegt og sama gerðu ýmsir stjórnarþingmenn sem tóku til máls í umræðunum. For- sætisráðherra og viðskiptaráðherra töldu hins vegar ástand- ið nokkuð gott, og fór víðs fjarri að þeir boðuðu nokkrar að- gerðir til þess að mæta vanda atvinnugreinarinnar. Þessi niðurstaða er mjög alvarleg. Ef taka á ummæli sjávarútvegsráðherra um að 60% sjávarútvegsfyrirtækja séu á leiðinni í gjaldþrot, alvarlega — og það er ekki ástæða til annars — vekja rólegheit samráðherra hans mikla furðu. Vilja þeir ef til vill fara gjaldþrotaleiðina og setja allt í rúst, ekki aðeins sjávarútvegsfyrirtækin, heldur fjölmörg önnur atvinnufyrirtæki í sjávarbyggðum út um landsbyggðina og fjölmörg þjónustu- og iðnfyrirtæki í höfuðborginni sem nærast á viðskiptum við sjávarútveginn? Hafa ráðherrar rík- isstjórnarinnar hugsað þessa hugsun til enda, hvað slíkt mundi hafa í för með sér í því atvinnuástandi sem nú er? Umræðan á Alþingi í fyrradag vekur fleiri spurningar en hún leysti úr. Hins vegar sýndi hún svo ekki verður um villst algjöran vanmátt ríkisstjórnarinnar í málefnum sjáv- arútvegsins. Slíkt veldur miklum áhyggjum, því nú þarf að efla framleiðsluna og verðmætasköpunina til að fólkið í landinu hafi tekjur og atvinnu. Sjávarútvegurinn gegnir þar sem fyrr lykilhlutverki. P Atli Magnússon: Osóminn afklæddur síða frakkanum Ó, þá sælu daga þegar það var minni „umræða". Þá heyrðist ekki getið um að karlar væru að fikta við barnungar dætur í skjóli heimilishelginnar, til- brigði í kynhegðun, kvenna- kúgun eða eiturlyfjavandamál. Æ, hve skammt er um liðið og langt þó. En þó eru þetta auð- vitað dálitlar ýkjur: Menn höfðu heyrt minnst á blóð- skömm, en vissu ekki betur en að hún hefði lagst af eftir daga Borgía- ættarinnar. Stöku karl var sagður „hinsegin“ en álitið sérviska sem menn hefðu tekið upp á til að láta bera á sér. Og það sáust fullir slöttólfar á kreiki af og til, sem lúskruðu konu og börnum þegar þeir þvældust heim. Lengra náði það ekki... Ó, hve allt var einfalt og gott í þá daga. Þá voru gjör- vallar listirnar samankomnar í svo sem tíu rosknum öðlingum og landsfeðurnir ríktu í ára- tugi. Vammi firrtir blöstu þeir við á stofuljósmyndum, óhagg- anlegir uppi við stólbak og héldu á gleraugunum. En svo kom „umræðan" og allt fylltist af margflóknum vandamálum og uppljóstrun- um um hrapallegan breysk- leika manneðlisins. Og þegar menn settu upp sútarsvip og fannst þeir hafa ranglátlega verið sviptir fyrri hreinu og kláru heimsmynd var allra beiskast að heyra hvarvetna þá skýringu að í verunni hefði ekkert breyst — mannkindin hefði alltaf verið svona. Það væri bara „umræðan" sem varpað hefði ljósi á það sem fyrr var dulið. Svona var maður þá vitlaus. í verunni mundu ein- hverjar gömlu skólasystranna í barnaskólanum hafa búið yfir leyndum hörmum vegna af- brigðilegs sambands við feður sína. Kannske bjó eitthvað undir hvetjandi klappi kenn- ara, sem létust vera að hrósa börnunum fyrir framför í dönsku? Svo kemur í ljós að hvert einasta barn er lista- mannsefni að meira og minna leyti, þótt það hefði ekki upp- götvast fyrr en öll umræðan kom með 600% fjölgun lista- fólks á tíu síðustu árum. Og hverslags ólag kann ekki að hafa verið á stjórnmálaskör- ungunum í skóhlífunum? Hefðu þeir ekki stutt sig við stólbakið á myndunum hefðu þeir kannske oltið um koll af drykkjuskap. Þeir voru þó ekki berir undir síðu frökkunum? En svona er umræðan. Hún lætur sér ekkert óviðkomandi, rífur allt niður í smátt og skoð- ar það. Það er lækning mein- anna að sýna mönnum helv... ósómann eins og hann er og hefur alltaf verið. Umræðan skrúfar í sundur uns ekki er tangur eða tetur eftir sem er óskoðað eða óþefað af og eng- inn og ekkert á að komast upp með neins konar laumuspil. Það á heldur ekki að þurfa neitt laumuspil að vera: Komist upp um skrýtilegheitin í mönnum ganga þeir bara í viðeigandi skrýtilegheitasamtök kinn- roðalaust með tilheyrandi blaðaviðtölum og galopnun. En sé um þesslags óþekkt að ræða sem umræðan fellst ekki á að mynduð séu samtök um, er mönnum gefið færi á að fá sér heppilega „meðferð", sem öllum fínnst í góðu lagi. Bara að ekki sé verið að pukrast með það, að það sé nauðsynleg „um- ræða“ og umræðan er umburð- arlynd fái hún að skoða glenni- verkin og furðurnar upp í kríka og þefa að vild. Umræðan skrúfar semsé allt sundur niður í sameindirnar og segir: „Þarna eru partarnir, lysthafendur gjöri svo vel og komi að skrúfa saman." Og það koma margir lysthafendur, en gallinn er sá að þeim gengur ekki alltaf vel að skrúfa. Flestir þora raunar ekki að hafa hönd á neinu, því skranið liggur úti um allt og ruglingurinn gæti orðið enn þá verri ef farið væri að fíkta. Þess vegna hefur verið tekið til bragðs að mennta sér- fræðinga, sem hafa lesið sér til um hvernig stykkið leit út fyrr- um og hvernig það verði hag- anlegast endurskapað. Þeir eiga að hafa vit á hvað nýtilegt sé og hverju sé rétt að fleygja. En þá fara aðrir sérfróðir að skipta sér af og það verða illindi og af illindunum sprettur meiri „umræða". Stjórnmálamenn- irnir geta ekki tekið af skarið, því þeim dugar ekki lengur frakki, stólbak og gleraugu til þess að bórin sé virðing fyrir þeim. Þejr verða að hafa sér- þekkingu til að tekið sé mark á þeim í „umræðunni" og hana hafa þeir auðvitað sjaldnast. Þeir verða því að sitja eins og álkur og gapa, meðan þeir bíða eftir að ófriðaröldurnar lægi meðal sérfræðinganna og leggja svo blessun sína yfir til- lögur þeirra sem verða ofan á. Stundum kemur í ljós þegar búið er að klambra óreiðunni saman að gripurinn er tor- tryggilegur í laginu, kannske með lappirnar á hryggnum. En þá fullyrða smiðirnir að hann sé einmitt laglegastur svona meðan aðrir andmæla og segja að ekki sé um annað að gera en fleygja öllu klabbinu. Þá hefjast gagnkvæmar ásakanir um „neikvæða umræðu“. „Nei- kvæð umræða" er skelfilegt hugtak og ber vanalega í sér áburð um ófrjálslyndi eða það- an af verra. Þeir sem gerast sekir um „neikvæða umræðu“ verða sjálfkrafa að vandamáli og eru teknir til meðhöndlunar í umræðu. Þeir eru óðara part- aðir og sem vænta má er það ekki allt par fínt sem þá kemur fram í dagsljósið. Utan við stendur almenning- ur og lætur fara sem minnst fyrir sér, því menn vita venju- lega upp á sig stærri og smærri part af skömmunum sem ein- mitt eru í umræðunni. Og kannske eru þær þeirra eina haldreipi og blaktandi leiðar- ljós í þefandi, njósnandi og af- skiptasömu umhverfi sem allt- af er að skoða sjálft sig í meira og minna misskilinni viðleitni að bæta sig. Um síðir kemur fátt upp nema æ meiri tómleiki og leiðindi og ögn meira af van- skapnaði og fáránleika.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.