Tíminn - 29.02.1992, Qupperneq 5

Tíminn - 29.02.1992, Qupperneq 5
Laugardagur 29. febrúar 1992 Tíminn 5 Hvað er betra en að fjárfesta í æskunni? Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar Nú um nokkurt skeið hefur þjóðmála- umræðan snúist um velferðarkerfið annars vegar og stöðu atvinnuveganna hins vegar. f>að er eðlilegt með tilliti til aðgerða ríkisstjórnarinnar í velferðar- málum, þar sem margra áratuga upp- byggingu er stefnt í voða, og hins vegar aðgerðaleysis gagnvart atvinnuvegun- um þar sem „kemur mér ekki við“- stefnan er allsráðandi og hugmynda- fræðingar ríkisstjómarinnar tala um að láta gjaldþrotin hreinsa til í atvinnulíf- inu. Sú mikla óvissa, sem nú ríkir um fram- tíð velferðarkerfisins, snertir alla jafnt, óháð búsetu. Þessi óvissa felst meðal annars í því að ómögulegt er út frá mis- vísandi yfirlýsingum einstakra ráðherra og talsmanna ríkisstjórnarinnar að átta sig á því hver hin raunverulega stefna er. Fyrst var rætt um að einungis væri um að ræða þjónustugjöld sem ættu að skerpa kostnaðarvitund þeirra, sem nota opinbera þjónustu, og draga úr kostnaði ríkisins. Hins vegar er alltaf gmnnt á hugmyndunum um einkavæð- ingu í heilbrigðis- og skólakerfinu, þar sem hinir efnameiri geta keypt sér for- gang að þjónustu sjúkrahúsa og einka- skóla. Nái þessi stefna fram að ganga er þar um að ræða grundvallarbreytingu á því þjóðfélagi, sem hér hefur verið byggt upp á síðustu áratugum í mikilli sátt allra þjóðfélagsafla. Þjóðfélagi þar sem gmnnurinn að lífskjörunum hefur ver- ið lagður með jöfnum aðgangi að þess- ari grunnþjónustu, óháð stétt eða efna- hag. í kjölfar breytinga sem þessara mun fylgja aukin harka í kjaramálum þar sem þeir, sem mest hafa, munu sækja fast á meira til þess að mæta auknum kostnaði. Launabil og misrétti mun aukast. Staða atvinnuveganna Enn á ný er erfið staða undirstöðuat- vinnuveganna í brennidepli. Oft á tíðum er mönnum tíðrætt um vanda sjávarút- vegsins. Hver er svo þessi vandi? Er það ekki öfugmæli að tala á þann hátt um þá atvinnugrein sem færir okkur mikinn meirihluta þess erlenda gjaldeyris, sem við þurfum og leggur grunninn að lífs- kjörum okkar? Vandinn hlýtur að liggja annarsstaðar. Á sama hátt er mönnum tíðrætt um of- fjárfestinguna í sjávarútveginum. Ég skal ekki mótmæla því að á tímum nei- kvæðra vaxta hafi verið fjárfest nokkuð glannalega í sjávarútveginum, eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Hinu verð- ur ekki á móti mælt að sú uppbygging í sjávarútvegi, sem hófst í upphafí „Fram- sóknaráratuganna", lagði grunninn að því að við íslendingar búum nú við ein- hverjar hæstu þjóðartekjur á mann í heiminum. Ef menn vilja leita að arð- lausri fjárfestingu, þá ættu menn að líta til annarra átta, og ekki er grunlaust um að sumir þeir, sem hátt tala um offjárfest- ingu í sjávar- útveginum, mættu líta sér nær. Fráfarandi ríkisstjórn gerði sér ljóst að þjóðin átti sjávarútveginum skuld að gjalda. Með framkvæmd fastgengisstefnunnar á síð- asta áratug voru stórkostlegir fjármunir færðir frá útflutningsatvinnuvegunum og til þjónustugreinanna. Með atvinnu- tryggingasjóði og síðar hlutafjársjóði var stigið fyrsta skrefið til leiðréttingar, en meira þarf til og þar hefur núverandi ríkisstjórn brugðist. Við þær aðstæður, sem sjávarútvegurinn býr nú við, er allt tal um að „hreinsa til með gjaldþrotum" siðleysi af verstu tegund. Hin mýkrí gildi Þó staða framleiðsluatvinnuveganna sé mikilvæg, ekki síst í dreifbýlinu, þá má ekki gleyma hinum mýkri gildum. Það er nefnilega manninum ekki nóg að geta fullnægt hinum líkamlegu frumþurft- um. Hin félagslega umgjörð er ekki síð- ur mikilvæg. Hvernig maðurinn full- nægir sínum félagslegu þörfum er næst- um því eins misjafnt og mennirnir eru margir. Sumum nægir samneyti við fjöl- skylduna, meðan aðrir telja sig þurfa að sinna flestu því sem upp á er boðið til menningar og afþreyingar. Þau atriði, sem flestir telja að þurfi að vera til stað- ar í hinu félagslega umhverfi, eru að- gangur að einhverskonar skemmtana- lífi, lista- og menningarstarfsemi og að- staða til íþróttaiðkana. Þá er það viðtek- in skoðun að forsenda blómlegs félags- og menningarlífs sé öflugt þéttbýli. En hvernig er þessu varið í okkar ís- lenska samfélagi? Hver er uppruni hinn- ar íslensku menningar? Hin íslenska menningarhefð er að eðli og uppruna strjálbýlismenning, afsprengi gömlu bændamenningarinnar þar sem grunn- tónninn er nálægðin við landið og sam- kennd fámennisins. Enda er það svo að listamönnum okkar tekst best upp þegar þeim tekst að aðlaga nýja strauma hinni grónu menningarhefð. Nýjasta dæmið um það er vel- gengni kvik- myndar Frið- riks Þórs Frið- rikssonar, Börn náttúrunnar, sem nú hefur hlotið fjölda al- þjóðlegra við- urkenninga; nú síðast tilnefn- ingu til Óskarsverðlauna. En hver er staða íslenskrar menningar, listsköpunar, í dag? Er íslensk listsköp- un í fílabeinsturni þar sem aðgangurinn takmarkast við þá ríku eða listmennt- uðu? Svo er ekki. íslenskt menningarlíf ber enn mörg einkenni gömlu bænda- menningarinnar, meðal annars það að almenningur er ekki eingöngu óvirkir neytendur. Stórir hópar fólks, lærðir og leikir, taka þátt í einhverskonar félags- eða menningarstarfsemi. Sá, sem þetta skrifar, hefur reynt að fylgjast að nokkru með þeim menningar- og listviðburðum sem boðið er uppá í nágrenninu. Þar verður þó margt útundan, því framboðið af leiksýningum, tónleikum, myndlistar- sýningum og hvers kyns menningarvið- burðum er svo mikið að það væri ekki margt annað gert, ef fylgjast ætti með öllu því sem í boði er. Þetta vill stundum gleymast í umræð- unni um byggðamál. Það þarf að draga fram í dagsljósið að víða á landsbyggð- inni hefur hið félagslega umhverfi marga kosti. Hin aldagamla íslenska menningarhefð getur laðað fram hæfi- leika, sem aldrei annars hefðu fengið að njóta sín. Nýr lífsstfll I allri umræðunni um byggðamál hef- ur áherslan verið lögð á að skapa ný at- vinnutækifæri í framleiðslugreinum. Þetta er rétt áhersla, svo Iangt sem hún nær. Það gleymist hins vegar á stund- um að í nútíma þjóðfélagi þar sem sí- fellt minni hluti tekna fólks fer í að sinna nauðþurftunum, vinnur stöðugt stærra hlutfall vinnuaflsins við hvers konar þjónustu. Það er því hægt að snúa dæminu við og segja að atvinnan elti fólkið, í það minnsta í hlutfalli við þjónustustigið á hverjum tíma. Það þarf að leita nýrra leiða. Lands- byggðin þarf að „markaðssetja" sig á nýjan hátt. Draga þarf fram kosti þess að búa úti á landi, í stað þess að telja alltaf upp gallana. Það verður að laða unga fólkið, sem farið hefur að heiman til náms, til þess að koma heim og nýta þekkingu sína og starfsorku til nýrrar uppbyggingar. Það, sem byggðirnar hafa upp á að bjóða, er möguleiki á „nýjum lífsstfl", sem byggir á nánari tengslum við landið og á margan hátt því jákvæða félagslega umhverfi sem dreifbýlið býður upp á. Með nútíma tækni getur ungt vel menntað fólk á mörgum sviðum nýtt menntun sína og hæfni, óháð búsetu. Til þess að þetta geti gerst, þurfa byggðirnar að leggja nokkuð af mörk- um. Það getur þurft að leggja í nokkurn kostnað til þess að skapa þá umgjörð, sem til þarf til viðbótar við það sem fyr- ir er. En hvað er betra en að fjárfesta í æskunni? Við getum litið á það sem virkjunarkostnað þar sem verið er að virkja hæfileika og færni unga fólksins. Sú fjárfesting mun skila sér margfjöld til baka. Við þekkjum öll ungt vel menntað fólk, sem gjarnan vildi flytja aftur í heimabyggðina. Við vitum einn- ig um marga einstaklinga, upprunna af höfuðborgarsvæðinu, sem vegna at- vinnu sinnar hafa flutt út á land og vilja hvergi annars staðar búa. Jarðvegurinn er því til staðar. Það verður hið stóra verkefni í byggðamál- unum á næstunni að stilla saman nú- tíma menntun og tækni annars vegar og fornar menningarhefðir dreifbýlis- ins ásamt nánu sambandi við landið hins vegar. Ef það tekst og við getum í raun á þann hátt skapað „nýjan iífsstíl“, þurfum við ekki að kvíða framtíð ís- lenskra byggða. Menn og málefni —*

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.