Tíminn - 29.02.1992, Qupperneq 16

Tíminn - 29.02.1992, Qupperneq 16
16Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 Þegar Preston Pierce hélt á veiðar hlakkaöi hann til eins og bam, en vissi ekki að bráðin var hann sjálfur. Hann hafði áður átt erfiða ævi, en hafði nýlega ákveðið að takast á við lífíð á nýjan leik. Það stóð stutt. Preston Pierce taldi sig hafa fundiö hamingjuna I nýju hjónabandi. Þegar Preston Pierce tilkynnti að hann hefði í hyggju að gifta sig aft- ur, samglöddust flestir vinir hans honum. En aðrir sögðu hinum auðuga ekkjumanni að hann væri að gera mistök með því að velja tví- tuga stúlku, sem flestir töldu „rugludall". En svo voru þeir sem töldu að hún væri einmitt það sem Pierce þarfnaðist. Pierce hafði misst konu sína og tvær dætur í umferðarslysi og sonur hans hafði örkumlast. Pierce tók slysið svo nærri sér að hann hafði nánast dregið sig í hlé frá umheiminum svo árum skipti. En slysið hafði gert hann auðug- an. Tryggingaféð hljóðaði upp á 90.000 dollara, auk 1.000 dollara mánaðarlegra greiðslna. Ennfrem- ur fékk sonurinn þrjár milljónir dollara, sem áttu að duga honum til framfærslu og umönnunar það sem hann átti eftir ólifað. En pen- ingarnir virtust ekki skipta Pierce neinu máli. En þegar hann kynntist Carol Ann urðu straumhvörf í lífi hans. Hann virtist hafa fundið hamingjuna á nýjan leik og ákvað að snúa aftur til lífsins. Hann ákvað að fara aftur í háskóla, því hann hafði gifst ungur í fyrra sinnið og bráðlega var hann kominn með fjölskyldu á framfæri, sem kom í veg fyrir menntunar- áform. Á veiðar skal haldið En allt breyttist laugardaginn 3. nóvember 1990. Það kvöld kom Pierce heim til kunningja síns og spurði hvort hann mætti gista. Skýringin var sú að hann ætlaði að hitta vini sína þar skammt frá morguninn eftir, og ætluðu þeir í veiðiferð. Hann kvaðst hafa kynnst tveimur mönn- um, sem höfðu sagt honum hvar dádýr væri að finna. Hann hlakkaði mikið til ferðarinnar og sagðist myndu koma heim næsta kvöld. En hann sneri ekki aftur. Þegar leið á kvöldið fór kunningi hans að ókyrrast og hafði samband við Car- ol Ann, sem kvaðst heldur ekkert hafa frá honum heyrt. Beðið var til mánudags, en þá var haft samband við lögreglu og hvarfið tilkynnt. Lögreglan tók málið ekki alvarlega í fyrstu, því tilkynnt var um týnda veiðimenn nær daglega og flestir komu í leitirnar heilir á húfi. Þeir kváðust þó myndu auglýsa eftir bflnum. En dagar liðu án þess að heyrðist frá Pierce eða hinum nýfengnu vin- um hans. Enginn vissi einu sinni hvað veiðifélagar hans hétu, og það gerði eftirgrennslan erfiðari. Á fimmtudeginum barst tilkynning um að bifreið Pierces hefði sést við byggingarsvæði í næstu sýslu. Ekki staður sem vænlegur taldist til dá- dýraveiða. Ekkert fannst í bflnum, sem bent gæti til þess hvað orðið hefði um Pierce. Veiðidótið hans og bfllyklarnir voru horfnir. Ekki var blóð að finna í bflnum eða næsta nágrenni hans. Ekkert heyrðist frá mönnum þeim, sem hann hafði farið með. Annaðhvort vissu þeir ekki að hans væri saknað, eða þá að þeir báru á því ábyrgð. Ólíklegt var talið að um ránmorð væri að ræða, því ef Pierce hefði til dæmis tekið upp putta- ferðalang, sem hefði gengið af hon- um dauðum, hefði sá eflaust stolið bflnum hans. Öll bönd beindust því að veiðifélögunum óþekktu. Morðrannsókn Lögreglan áleit nú að um morð hlyti að vera að ræða og hóf að tala við ættingja og vini Pierces. Þeir töldu útilokað að hann hefði ráðið sér bana. Hann hefði að vísu lifað erfiða tíma, en hefði komist yfir það og verið ánægður með að hafa haf- ið lífið á nýjan leik. Enginn hafði minnstu hugmynd um með hverj- um hann ætlaði á veiðar. Að reyna að leita að líki hans var útilokað. Ekkert hafði fundist við bflinn og svæðið milli sýslnanna var stórt og erfitt yfirferðar. Eina vonin var að einhver rækist á líkið af tilviljun. Og þannig stóðu málin í fimm mánuði. En þá handtók lögreglan innbrots- þjóf, Ben West að nafni, sem kvaðst geta veitt upplýsingar um morðið í skiptum fyrir sakaruppgjöf. Hann

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.