Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 7. mars 1992 Tíminn 11 Frönsk stjómmál sokkin í fuafen siðleysis! Frönsk stjórnmál og franskir stjórnmálamenn njóta nú ekki mikillar virðingar kjósenda enda rekur þar hvert hneykslismálið annað. Auðvitað verður stjórnarflokkurinn, sósíalistar, helst fyrir barðinu á fyrirlitningu kjósenda og því er nú svo komið að hálfgert heimsendishugarástand ríkir við hirð Mitterrands. Mútumál og önnur hneykslismál fœla kjósendur frá. Við morgunverðarborð í Elysée höll með trúnaðarmönnum sínum kvartaði Francois Mitterrand ný- lega undan hinni „gífurlegu hræsni og risavöxnu lygum“ sem væri bor- ið á sósíalista. Rannsóknardómari hafði rétt í því gert leit í höfuð- bækistöðvum franska Sósíalista- flokksins í París að sönnunargögn- um varðandi fjármálaspillingu. En sannfæring forsetans stóð óhögguð og hún er sú að Sósíalistaflokkur- inn sé heiðarlegastur allra pólit- ískra flokka í Frakklandi. Að sögn franska blaðsins Le Mon- de er forsetinn altekinn ískaldri reiði vegna sífelldra ásakana um spillingu. Þannig er t.d. ástatt um þingmanninn og íyrrverandi borg- arstjóra í Angouleme, Jean- Michel Boucheron. Þingflokkur sósíaiista hefur veitt honum „leyfi frá störf- um“ þar til hann hefur útskýrt trú- verðuglega hvernig hann hefur get- að haft efni á Ferraribíl, Porschebíl, Aston Martinbíl, svo og veiðiferð- um til Afríku og seglbátaferðum á Karíbahafinu á aðeins um 400.000 kr. ísl. þingmannslaunum. Frönsk stjórnmál í fúafeni siðleysis? Franskir kjósendur sjá ekki annað en að stjómmál í landi þeirra séu að sökkva í fúafen siðleysis, mútu- mála og annarra hneykslismála. Álit almennings á þjóðkjömum fulltrúum, hvort heldur er hægri- eða vinstrisinnuðum, „færist í átt- ina að núllinu", segir stjómmála- fræðingurinn Alain Duhamel. Upp- eldisráðherrann og fyrrum formað- ur sósíalista Lionel Jospin segir dapur að orðstír þingmanna sé ekki sá sami og áður. Gremja almennings beinist mest að sósíalistum, sem stýra ríkis- stjórninni. Blaðið Liberation spáir þeim „falli til vítis" í sveita- og sveitarstjómakosningum sem fram eiga að fara nú í mars. í mörgum kjördæmum verða sósíalistar að vera viðbúnir meiri auðmýkingu en nokkur hefði áður látið sér detta í hug, þeirri að verða að ganga til kosninga í annað sinn móti róttæka hægri flokknum, Þjóðarfylkingunni. í janúarlok lauk aukakosningu í Lille með ósköpum fyrir flokk forsetans. Sósíalista- flokkurinn hlaut 12,9% atkvæða en Þjóðfylking Jean-Marie Le Pens 15,7%. í umdæminu Ile de France, um- hverfis París, spá skoðanakönnuðir stjórnarflokknum 16% (fékk 28,6% 1986) en öfgafulla hægri flokknum aftur á móti 17%. Sennilega tapa sósfalistar líka fylgi til græningja í mörgum kjördæm- um en þeir — eins og fylgismenn Le Pens — eru í augum margra kjósenda trúverðugri og hafa hreinni skjöld en gömlu flokkarnir. „Slitin milli Sósíalistaflokksins og þjóðarinnar eru því sem næst al- ger,“ segir þingmaðurinn Jean- Marie Cambaceres. „Það er sama hvað maður segir, fólk hlustar ein- faldlega ekki lengur." Stöðugt misferli og sí- aukið atvinnuleysi veldur „uppgjafar- kreppu“ Andstyggð á stöðugu misferli, auk vonbrigðanna vegna síaukins at- vinnuleysis, hafa ýtt Frökkum í 383 bls. uppsláttarrit um mútumál og skjalafalsanir þing- manna Boucheron er engin undantekn- ing — og því er reiði Mitterrands skiljanleg. Nýlega er komin út bók- in „L’argent facile“, eins konar upp- sláttarrit þar sem er að finna á 383 blaðsíðum frásagnir af mútumálum og skjalafölsunum, svindli og spill- ingu þingfulltrúa þjóðarinnar úr öllum flokkum. 1988 og 1990 vemduðu þing- menn með lögum um þinghelgi marga úr eigin röðum gegn því að þurfa að svara til saka fyrir dóm- stóli. Um þessar mundir veita rann- sóknardómarar einni tylft þing- manna aflausn. Nýlega gerðu lögreglumenn hús- leit á skrifstofum Repúblikana- flokksins í Marseille. Sömuleiðis fyrirskipaði rannsóknardómari handtöku náins samverkamanns héraðsstjórans á Cote d’Azur, Je- ans-Claude Gaudin, vegna gruns um mútuþægni. Gaudin sér ekki að það mál komi til með að hafa minnstu afleiðingar fyrir hann. Hann segir að frá pólitísku sjónar- miði sé honum alveg sama. 25. mars nk. á að fella dóm yfir Gaston Flosse, forseta frönsku Pó- lynesíu, sem gegndi ráðherraemb- ætti í ríkisstjórn íhaldsmannsins Jacques Chirac á árunum 1986- 1988. Ákæran hljóðar upp á að hann hafi „látið eigin hagsmuni ganga fyrir hagsmunum opinberra aðila“. „uppgjafarkreppu" eins og Mitterr- and sjálfur hefur viðurkennt. 69% Frakka eru skv. skoðana- könnunum sannfærðir um að þing- mennirnir fáist ekki við að leysa raunveruleg vandamál þjóðarinnar — og séu óheiðarlegir í þokkabót. Mistök ríkisstjórnarinnar í máli Palestínumannaleiðtogans Georges Habash hafa aukið enn frekar á heimsendistilfinninguna í herbúð- um Miterrands. Það hvernig þeir sem ábyrgir voru fyrir þeim, kom- ust hjá afleiðingunum, styrkti þá skoðun Frakka að pólitíkusamir forði sér frá falli með gagnkvæmu samstarfi. Að vísu misstu tveir háttsettir samverkamenn utanríkisráðherr- ans Roland Dumas stöður sínar. En ráðherrann hét þeim sem líka að brottreksturinn myndi „engin spor“ skilja eftir í skjölum um feril þeirra. Forsetinn sjálfur fúllvissaði hina háæruverðu embættismenn, sem þó litu út fyrir að hafa sýnt augljóst dómgreindarleysi, um virðingu sína og lofaði að þeir fengju aftur stöður á viðeigandi stað — kannski sem sendiherrar. í kerfi Mitterrands segir ritstjóri Liberation að „enginn sé glataður". Þeim brottviknu verði komið fyrir einhvers staðar annars staðar af nærgætni. Sem dæmi má nefna að þróunar- hjálparráðherrann Christian Nucci varð að segja af sér vegna þess að hann var flæktur í flokksfjáröflun- arhneyksli. Hann fékk nýtt starf sem aðstoðarmaður þingforsetans. „Enginn ber lengur ábyrgð á neinu,“ kvartaði þingmaður Mið- flokksins, Pierre Mehaignerie í um- ræðu um vantrauststillögu á stjórnina í þinginu, og bætti við „a.m.k. ekki ráöherrarnir." Dansar höfuðið eftir limunum? Nýútkomin er í Frakklandi bók eftir tvo blaðamenn og er í þann veginn að verða metsölubók. Þar segja Claude Askolovitch og Sylvain Attal frá því hvernig forsetinn hefúr komið vinum og vandamönnum, bömum félaga úr andspymuhreyf- ingunni og eiginmanni einkaritara síns í vel launuð störf í ríkisstofn- unum. Þannig hefur hann t.d. tekið upp á sína arma systurdóttur sína, systur og bláfátæka söngkonu. Andstæðingar forsetans fullyrða að Mitterrand hafi „spillt frönsku þjóðfélagi" með því að stjórna eins og hann sé sjálfkjörinn og borinn til þess, segja blaðamennimir í bók sinni. „Við höldum því aftur á móti fram að stjómmálamennimir hafi lagað sig að þróuninni í landinu,“ stendur þar. „Sá æðsti meðal Frakka“ sé reyndar ósköp líkur þegnum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.