Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 7. mars 1992 Land Rover‘ ‘ kaupbæti með konu-1 efninu Finnbogi Eyj- ólfsson, full- trúi hjá Heklu h.f., rekur sögu Land Rover- jepp- anna, sem umvafðir eru svo mikilli rómantík Saga véltækni í íslenskum landbún- aði er stutt en merkileg. Þar hafa mikl- ar umbyltingar átt sér staö á skömm- um tima, sem sanna aö landinn lætur ekki bíöa aö tileinka sér nýjungarnar jafnóöum og þær koma fram. Einn þáttur þessarar viðburðaríku sögu eru jeppamir, sem urðu til þess að gjör- breyta samgöngum til sveita, auk þess sem þeir léttu búskaparstörfm meö svo margvíslegu móti. Fram til þess tíma er þeir tóku að renna um tún og þjóövegi, höföu varia aðrir bíl- ar sést til sveita en mjólkurbilar og rútubílar. Nú er bílaeign á mann sögö mest meöal Rangæinga! En byltingin átti sér staö meö jepp- unum. Þeim var tekiö opnum örmum og er ekki aö undra aö saga þeirra er nátengd kaupakonurómantíkinni og æskuástum margra, sem nú eru kom- ir yfir miðjan aldur, þvi í þeim var ekiö á stefnumótin og undir blæjuþökum þeirra hafa mörg hljóö ástarorðin fall- iö. Hver man ekki eftir dæguriaginu um „Kaupakonuna hans Gísla í Gröf', blómarósina glettnu? Land Roverinn er fyrirferðarmikill í þessari sögu og okkur datt ( hug á dögunum aö gam- an væri aö rifja upp sitthvað um sögu hans. Til þess fengum viö Finnboga Eyjólfsson, fulltma hjá Heklu h.f., sem var og er umboðsaðili þessara bíla. Finnbogi hefur starfaö hjá Heklu alla tíö og er kunnur um land allt, ekki síst fyrir samskipti sín viö menn vegna Land Rover-jeppanna, því hann sá um þjónustu vegna þeirra frá byrjun og síðar sölu. Fyrst spyrjum við hvernig leiö fyrstu bflanna hafi legið hingaö. „Forsagan er sú að eftir stríðið ákváðu breskir bifreiðaframleiðendur að gera tilraun með framleiðslu bíla með aldrifi, í líkingu við bandaríska jeppann," segir Finnbogi. „Ástæðan var að mönnum var í fersku minni hve Willys-jeppinn hafði verið notadrjúgur við erfiðar kringumstæður í seinni styrjöldinni, og þótti trúlegt að eftir- spum yrði nú eftir slíkum bílum. Það voru Rover-verksmiðjumar, sem riðu á vaðið og smíðuðu frumgerð af breskum jeppa 1947, sem svo var sett- ur í framleiðslu undir nafninu „Land Rover". Fyrstu bílarnir Fréttin um þennan nýja bíl barst til íslands og þá var það að sá merki við- skiptajöfur Sigfús Bjarnason, sem stofnað haföi Heklu h.f. 1933, geröi sér Ijóst að hér mundi vera um ákjós- anlegan kost að ræða fyrir íslenskan landbúnað. Sigfús var fágætur maður, hafði komið tiltölulega lítt skólageng- inn piltur norðan úr Húnavatnssýslu, en var gæddur sjaldgæfu viðskiptalegu innsæi, sem sannast hefur á viðgangi fyrirtækis hans. Hann byrjaði snemma að sinna innflutningi véla og tækja, m.a. flutti hann inn vindrafstöðvar um skeiö og 1946 hóf hann innflutning International-vörubíla og Hudson- fólksbíla, sem voru vinsælir hér, en eru úr sögunni fyrir löngu nú. Land Rover varð enn eitt dæmi þessa inn- sæis hans og svo Volkswagenbílamir 1952. Það lá þó ekki alveg á lausu að fá um- boðið fyrir Land Rover. Samband fsl. samvinnufélaga hugðist ná umboðinu og vissu menn þar ekki betur en að þeir hefðu tryggt sér það. Það var loks er fyrstu bílamir komu, að ljóst varð að Sigfús hafði orðið fyrri til að tryggja sér umboðið fyrir Land Rover á íslandi. Hann lét senda hingað tvo eða þrjá Land Rover jeppa til kynning- ar 1948, og þótt ekki muni mikið hafa gerst í byrjun — því orðið „jeppi" var einskorðað í hugum manna við Willy- sinn — þá varð þetta til að vekja um- ræðu um hinn nýja bíl. Og smám saman sáu menn að hann var ígildi þessa eina og sanna „jeppa". Bílar til presta, lækna og Ijósmæðra Þetta var á þeim árum innflutning- haftanna, þegar hið svonefnda Fjár- hagsráð var við völd, sem venjulega úthlutaði mjög takmörkuðum fjölda innflutningsleyfa fyrir bílum. Helst vom það sjómenn og flugmenn, er fengu nokkurn gjaldeyri vegna starfs síns, sem gátu keypt bfla. Árið 1951 var loks ákveðið að úthluta bflakaupa- Ieyfum til nokkurra bænda og ann- arra, og var þar einkum um að ræða presta, lækna og Ijósmæður. Hjá Heklu brugðust brugðust menn nú hart við og flýttu sér að kanna hjá út- hlutunarnefndinni hverjir mundu hafa fengið leyfin, en þau voru alls um 200. Fór nokkur tími í að komast í sam- band við leyfishafendur og kynna þeim bflinn. Er ekki að orðlengja það að áhugi á Land Rover- bflunum varð um síðir svo almennur að þarna seldum við hvorki fleiri né færri en 107 bfla, eða ríflega helming þess er inn mátti flytja. Það var Egill Vilhjálmsson, sem hafði umboðið fyrir Willys, og höfðu þeir setið einir að sölu jeppa fram að þessum tíma. Olli það þeim að sjálf- sögðu vonbrigðum, hve vel Land Ro- ver-bflunum var strax tekið hérlendis. Menn þekktu lítið til þess þá, sem nú er kallað „markaðssókn", og vildu ýmsir halda því fram að það hefði ver- ið óeðlilegt að snúa sér svona beint til leyfishafanna. Ræddu þeir um að kunningsskapur og ýmsar krókaleiðir hefðu verið með í spilinu, sem þó var alls ekki til að dreifa. Verðið á Land Rover og Willys var svipað, en Land Rover man ég að kostaði 29- 30 þús- und eftir búnaði. Margir tóku nefni- lega með þeim aflúttak, sem notað var til að knýja sláttuvélar, og stöku mað- ur á Vestur- og Norðausturlandi not- uðu Land Rover til þess að knýja reka- viðarsagir. Á þjónustunámskeiö í Birmingham Ég var þá ungur bifvélavirki, og hafði lært iðnina á bifreiðaverkstæði sem Stefnir hét og var að meirihluta í eigu Heklu. Þegar séð var fram á þennan mikla innflutning var ákveðið að senda mig út til Rover-verksmiðjanna í Bretlandi vorið 1951, svo ég gæti kynnt mér viðgerðir og þjónustu við bflana. Fór ég utan með flugvél til London og þaðan með lest til Birm- ingham. Þetta varð mín fyrsta utanför og var ég þarna í þrjár vikur. Bretar tóku mér ágætlega og fræðslan var góð, en gistiaðstaðan fátækleg. Þeir ráku heimili fyrir menn héðan og það- an, sem þeir voru með í læri frá um- boðsmönnum, og var ég látinn sofa í rúmi með karli sunnan frá Wales. Ekki líkaði mér það allskostar. Og þótt komið væri fram í maí var hálfkalt og maturinn var fátæklegur, enda Bretar enn að jafna sig eftir stríðið. Ummerk- in voru alls staðar sjáanleg. Ekki varð um frekari skólun varðandi Land Ro- ver að ræða síðar, enda breyttist bfll- inn tiltölulega lítið í tímans rás. Bfl- arnir komu til landsins 20- 30 í senn. Þeir komu á tímabilinu frá júní og fram í ágúst 1951 og þetta var ákaflega spennandi tími. Ég fékk það hlutverk að búa þá undir afhendingu, því þeir komu ekki alveg samsettir til landsins, m.a. var ekki á þeim hús heldur segl, og þurfti að koma því fyrir og einnig að festa í þá sætin. Höfuðstöðvar Heklu voru þá niðri á Skólavörðustíg, en bflarnir voru afhentir í elsta húsinu okkar við Laugaveg 170. Misjafnir bílstjórar Það var misjafnt hverjir komu að sækja bflana. Stundum komu eigend- ur sjálfir og óku þeim burtu, en aðrir höfðu ekki bflpróf og höfðu því bfl- stjóra með sér. Margir staðir á iandinu voru enn ekki komnir í vegasamband og bflar, sem þangað fóru, voru sendir með skipi. Ég hafði gaman af að hitta allt þetta fólk og kynna því bflinn, en það hafði Sigfús brýnt fyrir mér að gera, því honum var Ijóst að þjónustan skipti miklu máli. Þetta varð til þess að kaupendur fengu traust á okkur og við vildum fyrir alla muni forðast að menn skemmdu bflana fyrir vanþekk- ingu. í gegnum þessi samskipti eign- aðist ég fjölda kunningja og vina vítt og breitt um landið. Flestir tóku því vel að fá tilsögnina, þótt auðvitað kæmu fyrir undantekningar eins og gengur, helst þá ungir menn sem fannst verið að gera lítið úr bflstjóra- hæfileikum sínum með þessu. Að þeim varð því að fara með lagni. Framhaldið á þessu þjónustustarfi var að um haustið vorum við sendir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.