Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 24
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 ■ iHI'.IW Bl LAPART ASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbæ Simar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Oðruvisi bilasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUI SÍMI 6 jsn 8 l-BÍLLHJÁÞÉR 79225 ÞJONUSTA MÁLARAR geta bætt við sig málningarvinnu úti sem inni Vönduð og góð vinnubrögð Sími670269 ÞÉTTING OG KLÆÐNING m Iíniinn LAUGARDAGUR 7. MARS 1992 Samtökin Barnaheill í samvinnu við Stöð 2 og Bylgjuna: Söfnun til handa vegalausum börnum Samtökin Barnaheill standa fyrir fjáröflun til handa vegalausum bömum á íslandi og hefur fjáröfl- unardagurinn verið ákveðinn 20. mars næstkomandi. Fjáröflunin fer fram í samvinnu við Stöð 2 og Bylgjuna og verður hún undir stjóm Bryndísar Schram og Heim- is Karlssonar. Undirbúin hefur verið fjölbreytt skemmti- og fræðsludagskrá á ljós- vakamiðlunum tveimur sem mun standa yfir lungann úr deginum. Hægt verður að hringja inn í beina útsendingu og tilgreina gjafaupp- hæð. Gula línan leggur til síma- númer sitt. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis verður fjárgæsluaðili í söfnuninni og mun hann taka við þeim peningum sem safnast og ávaxta þá á bestu kjörum þar til þeim verður ráðstafað. Vegalaus börn eiga sér ekki fjöl- skyldu sem getur veitt þeim trausta forsjá og góð uppeldisskilyrði og er talið að á íslandi séu milli 20 og 30 börn á aldrinum 6-12 ára sem þann- ig er ástatt fyrir. Samtökin Barna- heill voru stofnuð árið 1989 og hafa allt frá upphafi barist fyrir bættri að- stöðu vegalausra barna svo þau megi vaxa úr grasi við sem eðliíeg- astar aðstæður. -PS Biaöa- Ijósmynd- ir 1991 Hæsiréttur hefur staðfest dóm undirréttar í máli Halls Magnússonar vegna ummæla hans í garð séra Þóris Stepensen, staðarhaldara í Viðey, í vettvangsgrein í Tímanum: í dómsorðum felst gagn- rýni á störf saksóknara Hæstiréttur hefur dæmt Hall Magnússon til að greiða Þóri Steph- ensen, staðarhaldara í Viðey, 150 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta, vegna ummæla hins fyrrnefnda í garð Þóris í grein sem Hall- ur ritaði í Tímann þann 14.júlí 1988 undir yfirskriftinni „Spjöll unnin á kirkjugarðinum í Viðey“ og er dómur undirréttar því stað- festur. Auk miskabótanna er Halli gert að greiða annan kostnað vegna málsins. í dómsorðum meirihluta og sératkvæði því sem Hrafn Magnússon skilaði felst töluverð gagnrýni á embætti ríkissak- sóknara. Með dómnum eru ummæli Halls gerð ómerk og var þetta niðurstaða fjögurra hæstaréttardómara af fimm, þeirra Guðrúnar Erlendsdótt- ur, Garðars Gíslasonar, Hjartar Torfasonar og Þórs Vilhjálmssonar, en Hrafn Bragason skilaði sérat- kvæði. Meirihluti Hæstaréttar bygg- ir dóm sinn á 108. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar sem segir, að hver sem hafi í frammi skammanir eöa aðrar móðganir við opinberan starfsmann, skuli sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að þremur árum. Hrafn Bragason skilaði sératkvæði og byggir hann það á því að með hliðsjón af því að tilefni greinarinn- ar og efni hennar í heild geti ekki talist að þar sé gengið svo langt, að varði refsingu samkvæmt 108. grein hegningarlaga og byggir Hrafn þetta á þeirri grundvallarreglu um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og riti, þess vegna beri að sýkna ákærða af kröfu ákæruvaldsins um brot á 108. grein almennra hegningarlaga. Hrafn samþykkir þó ómerkingu um- mæla Halls og miskabætur til séra Þóris Stephensen. Hrafn Bragason kemur í atkvæði sínu inn á þátt rík- issaksóknara og gagnrýnir störf embættisins. Hann segir að mála- rekstur ríkissaksóknara hafi reynst torsóttur og það hafi skort á að nægilega traustur grunnur væri að honum lagður í upphafi og þá sé ákæru enn nokkuð ábótavant. Rétt þyki því að sakarkostnaður allur lendi á ríkissjóði. Þessi ummæli Hrafns og þá stað- reynd að saksóknarlaun sem renni í ríkissjóð eru lækkuð niður í 100 þúsund krónur má túlka sem veru- lega gagnrýni á störf ríkissaksókn- ara, sem hafi ekki vandað nógu vel til málsins. Hallur Magnússon þarf með upp- kvaðningu þessa dóms að greiða 440 þúsund krónur auk vaxta af miska- bótagreiðslunni til séra Þóris og skiptist þannig að 150 þúsund fara eins og áður sagði til séra Þóris, 100 þúsund í saksóknaralaun, 60 þús- und til greiðslu sektar í ríkissjóð, 50 þúsund í áfrýjunarkostnað og 80 þúsund í verjandalaun til handa Ragnari Aðalsteinssyni. -PS í dag verður opnuö Ijósmyndasýn- ing, sem Blaðamannafélag íslands og Blaðaljósmyndarafélagið standa fyrir á bestu blaðaljósmyndum síð- asta árs, í Listasafni ASÍ. Viö opn- unina verða veitt verðalaun fyrír Blaðaljósmynd ársins, auk verð- launa fyrir bestu myndina í þeim sjÖ efnisflokkum sem keppt er í. Þriggja manna dómnefnd valdi 100 myndir úr nálega 400 mynd- um sem bárust inn. Þetta er annað árið í röð sem félögin standa sam- eiginlega að sýningu sem þessari og mæltist sýningin í fyrra mjög vel fyrir eins og aðsóknartölur sýndu og sönnuöu. Sýningin verð- ur opin almenningi frá klukkan 16-19 í dag, en eftir það alla daga frá klukkan 14-19, fram til 19 mars. Þessir blaðaljósmyndarar voru að stilla upp sýningunni í gær. Þeir eru Brynjar Gauti á DV, Sigurþór HaDbjömsson á Press- unni og Einar Falur Ingólfsson á Morgunblaðinu. Tímamynd Ámi Bjama Allir EB-ríkissjóðir skulda meira en okkar Eftir að „hryllingssögur“ um gífurlega skuldasöfnun ríkissjóðs og hrikalegan halla á ríkissjóði hafa dunið yfír linnulaust mánuð eftir mánuð koma þær upplýsingar eins og þruma úr heiðskíru lofti að ríkissjóðir allra Evrópubandalagslandanna, nema Frakklands, séu skuldugrí 1991 en ríkissjóður Islands. Og ekki síður að einungis þrjú EB-ríki búi við minni hallarekstur á sínum ríkissjóðum en sjóðurínn okkar allra. Það er „Bréf frá Brússel" í frétta- og fræðsluriti Félags iðnrekenda um Evrópumálefni sem flytur þessar upplýsingar (og meðfylgj- andi línurit). Bréfritari bendir á að samningurinn segi að aðildarríki EB eigi að forðast mikinn halla í ríkisviðskiptum og að fram- kvæmdastjórn bandalagsins sé fal- ið að fylgjast með að þessu sé framfylgt. Jafnframt getur hann um bókun við Maastrict sam- komulagið um halla á ríkisbú- skapnum, sem ekki megi vera meiri en 3% og skuldir ríkissjóðs ekki meiri en 60% af landsfram- leiðslu. Samkvæmt meðfylgjandi línuriti væri ísland nær því að uppfylla bæði þessi skilyrði en öll Evrópu- bandalagsríkin nema tvö; Frakk- land og Bretiand. Auk þeirra tveggja býr aðeins Danmörk við heldur minni halla á ríkissjóði en var hér á Iandi á síðasta ári (3,4% af landsframleiðslu). Frakkar eru hins vegar þjóðin sem á álíka eða örlítið minna skuldugan ríkissjóð en við íslendingar, þ.e. heildar- skuldir sem samsvara um 40% af vergri landsframleiðslu. - HEI % 140 -- 120 -- -o 100 -- 80 60 -- 40 20 -|-| 0 -2 + -4 -6 -8 -10 -12 -14 -16 -18 s 1 03 03 -O -t :0 E c; ~ aí ^ <5 ■i Q. -O-- ■iBimmiH 140 120 100 80 60 40 20 0 -2 -4 -6 -8 -10 -12 -14 . -16 -18 Efri hlutinn sýnir heildarskuldir ríkissjóða viðkomandi landa, sem hlutfall af landsframleiðslu. Neðri hlutinn (neðan við 0) sýn- ir haliann á ríkissjóði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. All- ar tölurnar eru fyrir 1991 og byggja á spám.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.