Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 7. mars 1991
Tíminn 15
konurnar riðu hóandi fyrir fjárhóp-
inn.
Ég minnist ungu stúlkunnar, sem
sýndi Petrúnu frumburð sinn á að-
fangadag. „Þessi blessaða litla
manneskja," sagði hún og sótti tvo
eingirnisboli, sem hún hafði
spunnið í og prjónað sjálf. „Skyldi
mega nota þetta á litla kroppinn?"
Síðar baettust tveir drengir við og
þá hétu systkinin „þetta blessað
litla fólk“.
Þegar foreldrar mínir voru fluttir
úr sveitinni, var ég löngum í þeirra
húsakynnum þar á sumrin með
börnin mín. Þessi sumur eru sveip-
uð sólskini í minningunni. Smá-
fólkið fylgdi Petrúnu í fjósið á
morgnana og að loknum mjöltum
kom hún upp til mín með kaffi-
könnuna sína í annarri hendi og
rjómalögg, nýfleytta ofan af brúsa,
í hinni. Meðlætið lagði ég til og
þannig drukkum við ævinlega sam-
an morgunkaffið og ræddum mál-
in. Stundum var lítill blómvöndur
dreginn upp úr svuntuvasanum,
kannske dálítið bældur, og settur í
vatnsglas á borðið. Þá hafði hún
brugðið sér vestur í Bæjarholt í
morgunsárið eftir þessari heimilis-
prýði. Synir mínir voru í sveit hjá
henni, Iærðu að sitja hest og meta
íslenska náttúru. Það varð þeim
dýrmætt veganesti.
Það þurfti engin ósköp til þess að
gleðja hana Petrúnu. Ég minnist
ferðar okkar norður yfir Holta-
vörðuheiði til þess að sjá hafís á
Hrútafirði í júní, dagsferðar fyrir
Jökul og ógleymanlegrar ferðar
austur yfir Fjall á sjötugsafmælinu
hennar, svo að nokkuð sé nefnt. Á
slíkum stundum gat hún átt það til
að slá saman höndunum og segja:
„Nú þykir mér gaman.“
Síðar fæddust barnabörnin mín
og aftur var komið „þetta blessaða
iitla fólk“ til sögunnar. Og öll
hændust þau að Petrúnu, sem þótti
verst að vera ekki aðeins yngri, svo
að þessi kynslóð gæti verið hjá sér
sumarlangt.
Petrún batt ekki alltaf bagga sína
sömu hnútum og samferðamenn.
Hún var fáskiptin við marga og
seintekin, en þeir sem eignuðust
vináttu hennar hlutu þar dýrgrip.
Hún var orðvör og heyrði hún last-
mælgi eða fásinnu, sagði hún
gjarnan með sínum sérstaka tón:
,Ætli það?“
Hún krafðist iítils fyrir sjálfa sig,
en engan þekkti ég örlátari, þótt
ekki væri miklu að miðla á verald-
arvísu.
Hún átti fallega og einlæga trú á
góðan guð. Því kynntist ég best,
þegar ég átti í höggi við erfiðan
sjúkdóm. Þá átti ég hana að, eins
og ævinlega, þegar ég þurfti mest.
Nú er hún horfin okkur um sinn.
Efst í huga mér er ómælt þakklæti
fyrir öll okkar kynni og fyrir að
hafa átt hana að vini. Og þess er
minnst með trega, að
,$ú hönd sem þig kærast kvaddi í
haust
hún kveður þig ekki í sumar. “
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
Vilt þú stjórna loftinu
á þínum vinnustað?
Þá kemur JÖTUNN til liðs við þig.
Loft- og hitablásararnir frá NOVENCO henta vel á alla vinnustaði, stóra og smáa.
Þeir fást í stærðum frá 4500-40000 kgkal/t.
Þá má tengja við hitaveituvatn, gufu og ketilvatn.
Hægt er að fá inntak fyrir ferskt loft til loftræstingar og
inntak fyrir blandað loft.
Þreplaus stilling eða þriggja hraða.
Nýju HJV þakblásararnir frá NOVENCO fást í fimm
stærðum.
n
Hámarksafköst eru 2,9 m! á sekúndu.
Að baki allrar framleiðslu NOVENCO liggur mikið starf í rannsóknarstofum fyrirtækisins.
Afraksturinn er hágæða vara á góðu verði.
Beinn sími sölumanna er 68 56 56.
O
M lés fý
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000
Árshátíð
Árshátíð Rangæingafélagsins í Reykjavík verður
haldinn í AKOGES-salnum í Sigtúni 3, laugar-
daginn 14. mars næst komandi.
Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 19.30.
Fjölbreytt skemmtiatriði.
Miðasala verður í Sigtúni 3, miðvikudaginn 11.
marskl. 17.00-19.00.
Stjórnin
^RARIK
^.^1 RAFMAGNSVEÍTUR RlKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að
byggja aðveitustöðvarhús á Eskifirði.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf-
magnsveitna ríkisins við Þverkletta 2, Egilsstöð-
um, og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með
þriðjudeginum 10. mars 1992 gegn kr. 10.000
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins á Egilsstöðum fyrir kl. 14:00, miðviku-
daginn 25. mars 1992 og verða þau þá opnuð í
viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK
92001, Eskifjörður- aðveitustöð“.
Reykjavík, 6. mars 1992
Rafmagnsveitur ríkisins
rCjarvalsstofaíParís
Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem
ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn.
Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og
Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að
koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með
samningi við stofnun, sem nefnist Cité Interna-
tionale des Arts, og var samningurinn gerður á
árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar,
skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.
Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvals-
stofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma
þar til stjórnar Cité Intemationale des Arts, er tek-
ur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er
skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að
veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár.
Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalar-
gjöld er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale
des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar
og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld
eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalar-
gestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité
Internationale des Arts varðandi afnot af hús-
næði og vinnuaðstöðu, og jafnframt skuldbinda
þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn
Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín, ef
óskað er.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot
Kjarvalsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í
apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tíma-
bilið 1. ágúst 1992 til 31. júlí 1993. Skal stíla um-
sóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á
móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjala-
safni borgarskrifstofanna að Austurstræti 16, en
þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og
afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjar-
valsstofu.
Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að
koma til greina við þessa úthlutun.
Umsóknum skal skila í síðasta lagi 30. mars n.k.
______________Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu^