Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. mars 1992 Tíminn 7 ekki stundum út á veg og voru svörin heldur dræm: ,Ja, ég fer stundum með fólkið til kirkju,“ svaraði hann. En á böll? lrIa, þá skil ég hann eftir hjá þjóðveginum," svaraði hann. En svona var þetta. Menn keyptu bfla þótt eng- inn á bænum hefði bflpróf. Kannske var kominn traktor á bæinn áður, og menn höfðu nasasjón af akstri fyrir vikið. Ég man eftir þegar við komum til bændahöfðingja nokkurs á Jökul- dal. „Það er ekkert launungarmál að ég keyri ekki og ætla mér aldrei að keyra,“ sagði karlinn. „En dóttir mín keyrir — prófið þið hana, prófið þið hana!“ sagði hann og benti á stúlkuna yfir borið, en hún var sautján eða átj- án ára og með próf. Þetta var afskap- lega vnadræðalegt, bæði fyrir stúlkuna og okkur strákana, sem ætluðum að springa úr hlátri. En við fórum með henni út í bflinn og hughreystum hana með því að hún væri prýðisbfl- stjóri, sem hún líka var. Svo lentum við í mörgum fullorðnum mönnum, sem greinilega var ýmislegt annað bet- ur lagið en aka bfl. Hægt að koma sauðfé fyrir afturí Enn var úthlutað um 250 jeppaleyf- um til bænda o.fl. árin 1954 og 1955. Þar af völdu nær 150 leyfishafar Land Rover. Þess skal og getið að um þetta leyti kom svo þriðji jeppinn til sög- unnar, en hann var Austin Gipsy, sem Garðar Gíslason hafði umboð fyrir. Hann seldist þó aldrei mjög mikið. Það réð sennilega hvað mestu um söluna á Land Rover, að þeir voru tals- vert rýmri en Willys. í Willys var að- eins eitt sæti hjá ökumanni og mjög þröngt sæti fyrir tvo afturí. Land Ro- ver tók hins vegar tvo farþega hjá öku- manni og fjóra afturí, og einnig var hægt að ganga um bflinn að aftan, sem þótti mjög þægilegt. Skella mátti tveir hringinn í kringum landið að herða bflana upp og stilla þá. Já, það var lögð áhersla á að bflunum reiddi vel af, og það reyndist skynsamleg stefna, því fyrir vikið seldu þeir út frá sér. Þetta sá Sigfús fyrir, og þetta varð fyrsti vísirinn að kerfisbundnu þjón- ustueftirliti við bfla hér á landi, þótt Véladeild Sambandsins muni eitthvað hafa verið byrjuð á slíku f sambandi við dráttarvélar. Sigfús lagði líka áherslu á að koma upp góðri vara- hlutaþjónustu og umboðsmönnum úti um land. „Prófið þið hana!“ Við sigldum austur með ströndinni með Herðubreið til Homafjarðar, þræddum firðina og ókum svo frá Eg- Finnbogi Eyjólfsson framan viö einn Land Rover-jeppanna frá 1951, sem nú er safngripur hjá Hekiu hf. fTlmamynd Árni Biarna) „Þarna selcfum við hvorki fleiri né færrí en 107 bila, eða ríflega helm- ings þess er inn mátti flytja," segir Finnbogi. (rimamynd Ami Bjama) Blaöamannafundur á Tjarnarbrúnni árið 1948 í tilefni afkomu fyrsta Land Rover-bílsins. Talið frá vinstri: Jón Bjarnason Þjóöviljanum, Sverrir Þórðarson Morgunblaðinu, Agnar Bogason Mánudagsblað- inu, Geir Herbertsson prentari, ókunnur, Jón Magnússon fréttastjórí, ókunnur, Sigfús Bjarnason forstjóri, Óli M. ísaksson framkvæmda- Stjóri Stefnis h. f. (Myndina lánaði Hekla h. f.) ilsstöðum áfram norður Möðrudalsör- æfin. Alls staðar var gott að koma. M.a. keyrðum við út allt Fljótsdalshér- að að Unaósi, gengum yfir svokallað Vatnsskarð að Borg í Njarðvík. Þar var bfll, sem landað hafði verið á Bakka,- gerði í Borgarfirði eystra. Heimsóknin þangað er mér eftirminnileg, en við komum að Borg seint um kvöldið. Á Borg bjó Bóas bóndi og viðtökurnar voru með þeim hætti að það var eins og að koma í slot á meginlandinu. Hvor okkar fékk sitt gestaherbergi, og þarna fengum við besta matinn í allri ferðinni. Það var venja okkar, þegar við vorum búnir að stilla bflana og skoða þá og höfðum þegið kaffi, að við fengum þá, er bflunum óku, til þess að koma út og sýna okkur ökulagið hjá sér. Þar mátti oft laga ýmislegt. En fýrir kom að menn urðu skrýtnir á svipinn þegar við nefndum þetta. Bónda man ég eft- ir, sem eftir nokkurt hik varð að játa að hann keyrði alls ekki bflinn. Þegar farið var að ganga á hann, reyndist bfl- stjórinn vera sonur hans, sem ekki var orðinn sautján ára enn og því próflaus. Við sögðum að við værum nú ekkert pólití og létum piltinn keyra fýrir okk- ur. Kom þá í Ijós að hann reyndist vera besti bflstjórinn, sem við hittum í ferðinni. Við spurðum hvort hann æki sætunum upp og þá þótti heppilegt fýrir bændur í fjárragi að geta kippt kind og kind upp í bflinn afturí, ef svo bar undir, eða þá einhverjum flutningi öðrum. Loks er að nefna að ytra byrð- ið var úr svonefndri „Burma-bright"- álblöndu, sem ryðgaði ekki. Frá 1954 var bfllinn auk þess kominn með ál- hús í stað blæjunnar, sem gerði hann enn álitlegri kost, þótt það hækkaði verðið nokkuð. Aldrei heyrt í þýöari vél Land Rover- bflarnir voru duglegir í hvers kyns slarki og sériega gangvissir. Aldrei hef ég heyrt í fjögurra strokka bensínvél sem gengur eins þýðan hægagang og vélin í þeim. Þetta voru svonefndir F- mótorar, sogventlamir voru í strokklokinu en útblásturs- ventlarnir í strokkstykkinu. Efsti hluti strokkanna var með krómstáli, sem gerði vélarnar mjög slitþolnar. Nú tóku við erfið ár með áframhaldanadi viðskiptahömlum, sem loks var aflétt af Viðreisnarstjórninni 1960-1961. Þá varð eftirspurnin svo mikil eftir Land Rover, að verksmiðjumar höfðu ekki við og settu á okkur kvóta á tímabili. Við bættist að um það leyti var hægt að bjóða bflinn með dieselvél og um skeið munum við hafa verið með hátt í 70% af jeppasölunni. Gullöld lýkur En nú fóru tímamir að breytast, og segja má að hið gullna skeið Land Ro- ver bflanna hafi tekið að fjara út eftir 1974. Vegir höfðu batnað mikið og bændur vom famir í auknum mæli að aka á fólksbflum, sem gömlu menn- imir kölluðu „drossíur“. Dráttarvélar vom líka komnar til sögu með þægi- legu húsi og fjölbreyttari búnaði, og fóm menn nú að nota þær í verk sem jeppinn hafði áður unnið. Þá hafði Ro- ver hækkað verðið og hjá Ford var nýr jeppi kominn til sögunnar, Ford Bronco. Og ekki má gleyma rússnesku Gas-jeppunum, sem komnir vom enn áður, og hlutu vemlega útbreiðslu. Allt varð þetta til að fjölga valkostum þeirra, sem enn hugsuðu til jeppa- kaupa. Sífellt fleiri bændur komu sér upp „drossíu" og dráttarvél á búum sínum, og má segja að sú þróun hafi haldist upp frá því. 1977 var sölu á Land Rover eiginlega Iokið. Þeir vom að verða of gamaldags og japönsku jeppamir með sínum fullkomna, ný- móðins útbúnaði, er sameinaði kosti jeppa og fólksbfls, ýttu þeim til hliðar. Stöku Land Rover-bfll hefur komið síðari árin og nú að undanfömu helst til Bflaleigu Akureyrar, en þar hafa þeir reynst mjög vinsælir hjá erlend- um ferðamönnum sem ferðast vilja um íslensku öræfin. Ekki em tengslin þó alveg slitin við Rover, því Range Rover-bfllinn er nokkurs konar arftaki Land Roversins núna. Jeppi í kaupbæti meö konuefninu En sagan um Land Rover-bflana, þessa öldu sem reis svo hátt um árabil, er merkileg. Það voru meira að segja stofnuð félög um Land Rover, eins og til dæmis í Vestur- Húnavatnssýsl- unni, en þar var Land Rover á svo að se£ja hverjum bæ. Ég gat um það hér í byrjun hve strangar takmarkanimar voru á bfla- innflutningi, og aðeins fáir útvaldir eða tilteknar stéttir gátu fengið bfl. Þar á meðal vom ljósmæðumar. Unga menn langaði að eignast bfl þá eins og nú, og árið 1951 komu menn auga á úrræði: Það var að hafa uppi á ólofaðri ljósmóður með bflleyfi og giftast henni. Þá fylgdi bfllinn auðvitað með. Þetta gerði einn kunningi minn, bú- settur norður í landi, og hefur hann mjög gaman af þegar ég minni hann á þetta. Ég verð að taka fram að hjóna- bandið varð hið farsælasta. Það var annars ómögulegt fýrir unga menn að komast yfir bfl á þessum árum. Bróðir minn hafði þó komist yfir jeppa frá hemum 1945 og gert hann upp, svo úr varð prýðisbfll. Ég tók úr mér bfladelluhrollinn á honum, ef svo má segja. En sjálfur eignaðist ég ekki bfl fýrr en 1956. Misjöfn örlög Örlög bflanna, sem fóru á afskekktari staði, urðu með ýmsu móti. Þannig fékk ljósmóðirin á Lambavatni á Rauðasandi bfl sem fluttur var með skipi til Patreksfjarðar. Hann flæddi síðar, því þama þurfti að sæta sjávar- föllum til þess að komast af bæ. Bfll, sem fór á Siglunes og landað var á Siglufirði, hefur hins vegar verið til fram undir þetta. Honum var varla ek- ið nema á milli bryggju og bæjar á Siglunesi; um aðra vegi var ekki að ræða. Sama var að segja um bflinn í Skálavík, því það var seint sem vega- samband komst á við Bolungarvík. Við eigum einn bflanna frá 1951 hér hjá Heklu og hyggjumst geyma hann sem sögulegan minjagrip um þessa sér- stöku bfla. En meðal Land Rover- kaupendanna eignuðumst við trausta viðskiptavini, sem halda tryggð við okkur enn í dag. Við höfum alla tíð lagt mikla áherslu á góð viðskipti við bænduma, bæði hvað varðar jeppa, dráttarvélar og annað, og þeir hafa reynst viðskiptamenn sem ánægja er að umgangast í hvívetna. Ætíð varð ég þess var að í þeirra stétt höfðu menn í heiðri einkunnarorðin gömlu „Orð skulu standa", og það hefur ekki breyst fram á þennan dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.