Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 7. mars 1992 Tíminn 17 tekið málstað minn móti einhverj- um, sem höfðu víst ekki borið mér sem best söguna. Hjaltalín var þannig skapi farinn, að hann var hlynntur einstæðingum og lítil- mögnum, án þess að láta mikið á því bera við þá. Mikið var um dansskemmtanir í leikhúsinu svonefnda, sem var rétt hjá skólahúsinu. Flykktust þangað skólapiltar og þjónustustúlkur Stef- áns kennara á sunnudagskvöldum, og var dansað oftast alla mánudags- nóttina, en ekki var það nema einu sinni eða tvisvar, sem ég steig fæti í leikhúsið, og það aðeins stutta stund; ég hafði af ýmsum ástæðum enga iöngun til að vera þarna með. Kvöldfundir voru og haldnir í leik- húsinu einu sinni í viku, nokkru eft- ir að kennslustundum var lokið, en þær stóðu yfir frá því klukkan níu á morgnana til klukkan tvö eða þrjú á daginn og tíu mínútna frí á hverjum klukkutíma. Próf var haldið yfir okkur tvisvar um veturinn, inntöku- próf og miðsvetrarpróf, og svo burt- fararpróf að vorinu, og fór þá hver heim til sín. Ég vann heima um sumarið og fór svo á skólann aftur næsta haust. Ég hafði allar nauð- synjar mínar heiman að og gat oft- ast sótt þær jafnóðum, því ekki var langt milli Möðruvalla og Litlu- Brekku, og ég vílaði ekki fyrir mér í þá daga að fara þar á milli að vetrar- lagi. Unniö fyrir gýg? Þegar vorprófi var lokið, fór ég heim og vann heima um sumarið, en um haustið fór ég aftur í skólann og settist þá í efri bekk. Leið svo vet- urinn nokkurn veginn á sama hátt og sá næsti á undan nema hvað ég þá hafði húsnæði í Nunnuhóli, sem var kotbær örskammt frá Möðru- völlum, ásamt öðrum nemanda sem var sonur hjónanna, er þar áttu heima. Leið mér þar vel, því þessi hjón voru í vinfengi við foreldra mína. Nú er þessi bær í eyði. Um vorið 1895 vorum við öll í efri bekk brautskráð frá Möðruvöllum, því námstíminn þar var ekki nema tveir vetur, nema ef einhverjum gekk námið svo illa, að hann kæmist ekki upp úr neðri bekk eftir fyrri veturinn, þá varð hann að sitja tvo vetur í neðri bekk og þann þriðja í efri bekk. Nú er, eins og allir vita, sjálfsagður þriggja vetra námstími í gagnfræðaskólum, hvort sem námið gengur vel eða illa, og tel ég það framför. Nú eru margir af hinum fornu fé- lögum mínum komnir „yfir um“, og sumir hafa farið til annarra landa og sest þar að. Samt hefi ég séð nokkra þeirra aftur á tveimur minningar- samkomum Möðruvallaskólans; í fyrra skiptið árið 1930 en í síðara skiptið 1947, á „Möðruvellingamót- inu“, sem haldið var á Möðruvöllum og sumpart á Akureyri. Var okkur öllum mikil ánægja að hittast aftur eftir svo mörg ár. Eftir að ég útskrifaðist af skólan- um, settist ég að heima í Litlu- Brekku og beið þess með mikilli eft- irvæntingu að sjá einhvern árangur skólaveru minnar, sem fyrst og fremst átti að vera brautryðjanda- starf, í þá átt að ungar stúlkur færu að sækja skóla þennan og það yrði svo smátt og smátt til þess, að kven- fólk færi að sækja aðrar mennta- stofnanir landsins ásamt karlmönn- unum. En er hvert árið leið eftir annað, án þess nokkur önnur stúlka kæmi á Möðruvallaskólann á eftir mér, fór mér aö verða í meira lagi órótt og fannst ég hafa unnið fyrir gýg. Og mér þótti þetta því undar- legra, af því að annar eins áhrifa- maður og Stefán kennari fýlgdi fram sömu hugsjón og ég að því er snerti sameiginiegt skólanám karla og kvenna á öllum skólum, æðri og lægri, og skeytti engu þeirri mót- báru kvenfrelsis-andstæðinga, að slíkt mundi leiða af sér lauslæti og ólifnað. En með því að Guð gætti mín og varöveitti frá að fremja nokkuð það sem gæti stutt þessa skoðun þeirra, tilfærði kennarinn þetta einu sinni til að sýna fram á, að það væri engin ástæða til að halda því fram, að samvera karla og Jórunn Jónsdóttir var eina stúlkan sem lauk gagn- fræðaprófi frá Möðruvallaskóla. Hún segir hér frá skólalífinu og draumi sínum um að frumkvæði sitt hvetti konur að sækja fram til auk- innar menntunar kvenna við skólanám þyrfti endilega að spilla siðferði þeirra. Og nú, þeg- ar því marki er náð, að stúlkur hafa jafnan aðgang að öllum skólum og piltar, veit ég ekki til, að neinar sög- ur hafí farið af því, að það hafi leitt til nokkurrar siðspillingar. Eins og ég drap á áður, liðu mörg ár frá því ég yfirgaf Möðruvallaskólann og þangað til nokkur önnur stúlka kom þangað til náms. Loks kom þangað stúlka austan af Tjörnesi, ef ég man rétt, og var við nám einn vetur. Eftir vorprófið heimsótti hún mig að gamni sínu, þó við hefðum aldrei sést, og spjöiluðum við ýmis- legt saman. Síðan fór hún aftur heim í átthaga sína og ætlaði að koma aftur um haustið og halda áfram námi, en hún dó áður en af því yrði. Það leið ekki á löngu þang- að til skólahúsið á Möðruvöllum brann til kaldra kola, mig minnir það væri vorið eftir — og var það ekki byggt þar upp aftur, heldur var skólinn fluttur til Akureyrar, og eftir það var skólinn í þremur bekkjum og námstíminn þrír vetur. Hefir allt- af verið mikil aðsókn að honum, bæði af piltum og stúlkum. Jón Hjaltalín skólastjóri: Var viö brugöiö fyrir stjórnsemi. Heimiliskennari Meðan ég beið þess, að ég sæi ein- hvern árangur af skólaveru minni, gat ég ekkert unnið að framgangi þess málefnis, sem mér var þá allra kærast, annað en það, að ég skrifaði lítið eitt um það í kvennablað, sem gefið var út á Seyðisfirði og hét „Framsókn". Útgefendur þess voru þær mæðgur frú Sigríður Þ. Skapta- sen, kona Skapta Jósefssonar, rit- stjóra .Austra", og Ingibjörg dóttir hennar. Frú Sigríður var systir séra Jóns Þorsteinssonar, sem var prest- ur á Möðruvöllum í Hörgárdal mörg ár, og frú Valgerðar, forstöðukonu kvennaskólans á Laugalandi. Auk mín skrifuðu í áðurnefnt kvenna- blað tvær eða þrjár aðrar, sem áhuga höfðu fyrir sama máli, þar á meðal frk. Ólafía sál. Jóhannsdóttir, sem flestir kannast líklega við, því hún var þjóðkunn, bæði fyrir framúr- skarandi mannkosti og allra helst fyrir það, að hún barðist fyrir ýms- um góðum málefnum, sem miðuðu til mannfélagsumbóta, svo sem bindindismálinu o.fl. Mörgum árum ævinnar varði hún til að reyna að bjarga ungum stúlkum, sem lent höfðu í eymd og ógæfu sökum þess, að vondir menn höfðu leitt þær út í ólifnað og spillingu. En svo ég víki nú aftur að sjálfri mér, þá langaði mig mjög mikið til að takast á hendur eitthvert annað ævistarf heldur en hin venjulegu kvennastörf, t.d. kennslustarf eða verslun. En það varð nú talsverð bið á því, að mér byðist nokkuð slíkt. Loks bar svo til eitt haust, eða snemma vetrar, að Stefán heitinn Stefánsson í Fagraskógi, alþingis- maður, kom í Litlu-Brekku og bað mig að gerast heimiliskennari á merku heimili í nánd við Fagraskóg, og tók ég fúslega því boði, enda var það einmitt það sem faðir minn vildi helst, að ég stundaði svona starf. Ég kenndi svo á þessu heimili um vet- urinn og á öðru heimili til. Upp frá þessu kenndi ég meira og minna á veturna, alls og alls hér um bil tutt- ugu ára skeið; lengst í Möðruvalla- sókn, en nokkur seinustu árin á Svalbarðsströnd. Það verða nú auðvitað aðrir en ég að dæma um, hvernig mér hefir far- ist að leysa þetta starf af hendi, en eitt get ég sagt með sanni, og það er, að ég reyndi til þess af öllum mætti að gera það sem best, einkum var mér annt um það, að því er snerti kennsluna í kristnum fræöum, því þó ég gerði mér fremur litla grein fyrir gildi kristindómsins mikinn hluta af kennsluárum mínum, hafði ég þó einhverja óljósa hugmynd um það, að þessi kennslugrein væri meira virði en allar aðrar náms- greinar. Reyndi ég því (þó ólíku væri saman að jafna) að nota sömu aðferð viö kristindómskennslu og séra Dav- íð, kristindómskennari minn, sem ég hefi áður minnst á. Það ber lík- lega öllum samviskusömum mönn- um, sem fengist hafa við barna- fræðslu, saman um það, að hún sé með vandasömustu og ábyrgðar- mestu störfum. Hvað mig snerti gat ég aldrei varist þeirri hugsun, ef illa gekk, að það væri óafvitandi mér að kenna og tók mér það mjög nærri, eins og það að hinu leytinu gladdi mig meira en allt annaö, þegar starf mitt bar góðan árangur. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. Viöhald og viögerðir á iðnaðarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 84110 RAUTTjLyfrvi RAUTT \ uos rTL uos/ . IfRÁÐ J Útboð Geitará Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í lögn stálræsis og hækkun Vestfjarðavegar um Geitará í Reykhólasveit. Helstu magntölur: Lengd kafla 100 m, fylling- ar og fláafleygar 7.000 m3, neöra burðarfag 660 m3 og stálræsi að þvermáli 2,2 m og lengd 36 m. Verkinu skal lokið 1. júlí 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Isafirði og I Borgartúni 5, Reykjavík (að- algjaldkera), frá og með 9. þ.m. Skila skal til- boðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 23. mars 1992. Vegamálastjóri Aöal- fundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 9. mars 1992 kl. 20:30 að Hótel Sögu, Átthagasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur TIL SÖLU EÐA LEIGU HÚSEIGN í VESTMANNAEYJUM Kaup- eða leigutilboð óskast I Kirkjuveg 22, Vestmannaeyjum (Sam- komuhús Vestmannaeyja). Stærð hússins er 9.275 m3. Brunabótamat er kr. 102.404.000,-. Húsið verður til sýnis I samráði við Ingvar Sverrisson, fulltrúa bæjarfógeta I Vestmannaeyjum, sími: 98-11066. Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðila og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð merkt „Útboð 3801/2“ skulu berast fyrir kl. 11:00 þann 20. mars 1992 þar sem þau verða opnuð í viöurvist viöstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVlK Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður Nafn umboðsmanns Heimili Simi Hafnarfjörður Jóhanna Eyfjörð Breiðvangur 14 653383 Kjalarnes Katrín Gísladóttir Búagmnd 4 667491 Garðabær Jóhanna Eyfjörð Breiðvangur 14 653383 Keflavík Guðríður Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarðvík Katrín Sigurðardóttir Hólagata 7 92-12169 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Lilja Guðmundsdóttir Gufuskálum 93-66864 Búðardalur Sigurlaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222 fsafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Hólmavík Elisabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangi Hólmfríður Guðmundsd. Fífusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjarnason Uröarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-22772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95- 35311 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Sólvöllum 7 96-24275 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Svemir Einarsson Garðarsbraut 83 96-41879 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308 Raufarhöfn Erla Guðmundsdóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður Heimir Ásgeirsson Melagötu 14 97-71461 Reyðarflörður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskifjörður Björg Siguröardóttir Strandgötu 3B FáskrúðsfjörðurAnna Rut Einarsdóttir Skólavegi 50 A 97-51299 Djúpivogur Ingibjörg Olafsdóttir Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Víkurbraut 11 97-81274 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Elín Einarsdóttir Heiömörk 2B 98-34932 Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Bjarni Þór Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Friðrik Einarsson Iragerði 6 98-31211 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónína og Árný Jóna Króktúni 17 98-78335 Vík Ragnar Freyr Karisson Ásbraut 3 98-71215 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.