Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 12
12 Tfminn Laugardagur 7. mars 1992 VIÐFANGSEFNI OKKAR OG ÁRANGUR Árið 1991 var í senn viðburðarríkt og lærdóms- ríkt fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Á tímum breytinga og samdráttar læra einstaklingar og fyrirtæki að endurmeta stöðu sína og greina ný sóknarfæri. Á slíkum tímum reynir meira en nokkru sinni á fyrirtækin í landinu - að þau standi saman, taki réttar ákvarðanir og vandi vinnulag sitt. Eins og þessar síður bera með sér var árið 1991 á margan hátt ár framfara og jákvæðrar þróunar hjá Eimskip. Við viljum halda áfram á sömu braut til eflingar atvinnu og verðmætasköpunar í landinu. Eimskip rekur eigin skrifstofur í helstu viðskiptalöndum. Þótt Norður-Atlantshafssvæðið sé aðalmarkaðurinn, önnumst við flutningaþjónustu um allan heim. Landsmenn njóta lækkandi flutningsgjalda Eimskip og viðskiptavinir félagsins hafa notið góðs af hagræðingarstarfi, lækkun kostnaðar og varfærni í fjárfestingum og rekstri. Við viljum gera enn betur - okkur ber eins og öðrum rekstraraðilum að lækka kostnað enn frekar. Frammistaða okkar skiptir hverja fjölskyldu á Islandi máli. Markmið okkar er 15% lækkun kostnaðar á næstu árum. Ný sókn í alþjóðaviðskiptum Við erum fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum. Okkar aðalmarkaður er Norður-Atlants- hafssvæðið en við önnumst flutn- ingaþjónustu fyrir íslendinga um allan heim. Við njótum okkar best í virku samkeppnisumhverfi hér á landi og erlendis. Cóð afkoma og sam- keppnisstyrkur er forsenda þess að okkur takist að vaxa og gera enn betur. Við viljum vinna með öðrum íslenskum fyrirtækjum að því að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að aukinni verð- mætasköpun. eyrisöflun annarra útflutningsfyrirtækja hér á landi. Pjónum viðskiptavinum um land allt Á liðnum áratug hefur Eimskip byggt upp víðtæka og öfluga þjónustu I innanlandsflutningum. Við teljum ný- orðnar breytingar í strandsiglingum vera hvatningu til að takast þar á við aukin verkefni. Það er stefna okkar að veita öllum viðskiptavinum okkar góða þjónustu hvar sem er á landinu. Látum gæðin ráða ferðinni Cæði verða aldrei til fyrir tilviljun, heldur með þrotlausu starfi. Við höfum það markmið að koma á altækri gæðastjórnun í rekstri félagsins. Stefnan er sett á framúrskarandi og hagkvæma þjónustu þar sem gæðin ráða ferðinni. Gjaldeyrisskapandi jájónusta erlendis Eimskip hefur í ört vaxandi mæli sinnt flutningum á milli staða erlendis. Þá er unnið fyrir erlenda aðila í viðskiptum sem á engan hátt tengjast Islandi og námu tekjur af þessari þjónustu yfir einum milljarði á síðasta ári, eða um 14% af rekstrartekjum Eimskips. Við þetta störfuðu fjöldi starfsmanna á skrifstofum Eimskips og dótturfélaga þess erlendis. Þessi þjónustuútflutn- ingur er kærkomin viðbót við gjald- (&ÞónMii A* A, • * i •-V snWi«*»A/ ♦ NMkJUpttaðw w 0 rtrúfcflórtgr A. m 2 Rtyójrfiórtur/. FHkrúfcflórturZ... „ Stóówrflórtur; V ■ ♦ ♦ -r 4 ♦ * * ** ♦ ♦ ♦ ♦ /A LÁTUM GÆÐIN RÁÐA FERÐINNI I/íðtækt siglinganet okkar innanlands tryggir landsbyggðinni öruggar samgöngur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.