Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 7. mars 1992
Tíminn
MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU
Útgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideiid Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Markaðsstarf og
atvinnuuppbygging
Margir spekingar þreytast ekki á að halda því fram að við
íslendingar séum skuldum vafin þjóð, vegna offjárfest-
ingar sem auðvitað hefði verið hægt að komast hjá, ef
vitrir menn hefðu verið við stjórnvölinn.
Þessar umræður eru oft einfaldaðar svo að það gengur
glæpi næst. Það er hamrað á heildarskuldum þjóðarinn-
ar; þeim er síðan deilt niður á hvern einstakling. Reiknað
er út hvað hver hvítvoðungur skuldar þegar hann kemur
í heiminn.
Allt er þetta auðvitað til þess að auka svartsýnina hjá al-
menningi, þegar erfiðleikar steðja að.
Þegar rætt er um skuldir heimila og fyrirtækja, eru
eignir á móti skuldum metnar. Þessi regla virðist hins
vegar ekki vera höfð þegar rætt er um skuldir þjóðarbús-
ins.
Það er rétt að íslendingar hafa farið mjög hratt í upp-
byggingu á undanförnum árum. Áform um atvinnuup-
byggingu í fiskeldi og loðdýrarækt hafa ekki skilað þeim
árangri sem vænst var. Það var farið hratt í þá uppbygg-
ingu, en ekki má gleymast að eftir sitja bæði reynsla og
mannvirki, sem gætu nýst ef aðstæður breytast. Upp-
bygging í orkuverum er eign þjóðarinnar, þó að markaðs-
aðstæður í sölu orku til stóriðju séu örðugar nú um
stundir.
Hin mikla ónýtta orka, sem við höfum nú yfir að ráða,
vekur til umhugsunar um það hvort hið stóra orkuöflun-
arfyrirtæki okkar, Landsvirkjun, hefur hugað nóg að
markaðsstarfi. í gær gat að líta í Morgunblaðinu frétt þar
sem segir að umframorkan standi nýjum atvinnurekstri
til boða. Þar segir að Landsvirkjun hafi kannað ýmsa
möguleika um aukna orkusölu, en niðurstaða þeirra at-
hugana liggur ekki fyrir, samkvæmt fréttinni.
Það ber vissulega að fagna því að nú sé farið að hugsa
um annað markaðsstarf hjá Landsvirkjun en að selja
orku til stóriðju. Ekki verður því neitað að umræddar
niðurstöður hefðu þurft að vera fyrr á ferðinni. Fyrirtæk-
ið hefur alla burði til þess að láta leggja vinnu í markaðs-
starf, og huga að hinu smáa í því efni.
Ein orsökin fyrir því að hagvöxtur hefur stöðvast hér, er
að útflutningsiðnaður hefur ekki vaxið, og ýmis iðnaður
fyrir heimamarkað sem var umtalsverður, eins og t.d.
húsgagnaiðnaður, hefur dregist saman. Fyrir tveimur
áratugum eða svo var rætt um að iðnaðurinn mundi taka
við þeirri fólksfjölgun sem yrði til aldamóta. Þetta hefur
ekki orðið, og það ætti að vera ærið umhugsunarefni nú.
Það er alveg ljóst að þó að Iangt sé frá að möguleikarnir
séu þrotnir í sjávarútvegi, þá tekur sá atvinnuvegur ekki
við því fólki sem kemur út á vinnumarkaðinn, ekki síst
þar sem fólki hefur einnig fækkað í landbúnaðinum, og
það vinnuafl leitar í aðrar greinar.
Því verður ekki neitað að þær miklu framkvæmdir, sem
verið hafa í virkjunum, og umframorkan, sem fyrir hendi
er núna, hefur ekki ýtt undir atvinnuuppbyggingu. Það
aetti l í að vera forgangsverkefni hjá Landsvirkjun að efla
mark, ssetningu og samstarf við atvinnulífið í landinu.
Það gæti orðið til þess að örva bráðnauðsynlega atvinnu-
uppbyggingu, til dæmis á sviði iðnaðar. Þjóðin þarf nú á
slíku að halda.
Við íslendingar erum rík þjóð, þrátt fyrir mikla skuld-
setningu, ef við einbeitum okkur að því að nýta þau tæki,
sem við erum með í höndunum. til framleiðslu og at-
vinnuuppbyggingar.
Vinaleysinginn í úthafinu
Herra Esko Aho, forsætiráðherra
Finna, lætur hafa það eftir sér í
vikunni að íslendinga bíði ein-
manalegt hlutskipti er bræður
þeirra elskulegir á Norðurlöndun-
um verði allir með tölu hiaupnir í
EB. Samstarfið í Norðurlandaráð-
inu hafi að vísu verið indælt og
skemmtilegt meðan það varði, en
allt gaman tekur enda og þá er
ekki annað eftir en að þakka fyrir
sig og kveðja. Eins og til að undir-
strika að þeir bræðurnir séu orðn-
ir frekar leiðir á samflotinu við ör-
verpið uppi í norðurhafmu, eru
þeir farnir að svipast um eftir sér
miklu nákomnara fólki — Pólverj-
um, Litháum, Lettum, Eistlend-
ingum og Prússum. Með þessum
þjóðum hyggjast þeir koma á
koppinn svonefndu Eystrasalts-
bandalagi og halda kampavíns-
veislurnar með þeim héðan af. Þar
er líka frá fornu fari um miklu göf-
ugri tengsl að ræða en við íslend-
inga, byljandi múgmorð og sjóorr-
ustur á Kattegat öld fram af öld,
auk þeirrar samkenndar sem her-
togaíegar giftingar þvers og kruss
hljóta að hafa leitt af sér. Hvað
skyldu saltaðar gærur, skreiðar-
byrður og lýsisanker íslendinga
svo sem vega móti slíkum frænd-
semivotti, en aðra vísbendingu
höfðu Eystrasaltsþjóðir varla um
tilveru íslands lengst af. Til lítils er
að minnast á bókmenntaarfmn,
því Norðmenn hafa fyrir löngu
gert þá Snorra og Leif upptæka úr
eigu íslendinga. Það sást m.a. þeg-
ar víkingaskipið tók land í New
York og Ameríkanar sneru rassi í
rokkband söguþjóðarinnar sem
þandi sig niðri á 143 bryggju.
Syrtir aÖ
„Það syrtir að er sumir kveðja,"
segir í kvæðinu og búast má við að
ískuldi einstæðingsskaparins fari
að færast um þjóðina hvað úr
hverju. Annars hafa ýmis teikn
lengi verið á lofti um að Dönum og
Skandinövum finnist ekkert gam-
an að félagsskap íslendinga meir.
Þeim hefur þótt þeir frekir og sí-
sníkjandi undanþágur í krafti
smæðar sinnar, þótt þeir þykist
öllum stærri þegar kemur að
íhlutunarrétti um mikilsverð mál-
efni. Uffe Elleman Jensen fannst
skörin færast upp í bekkinn þegar
Jón Baldvin varð fyrri að marki á
sprettinum að viðurkenna sjálf-
stæði Litháa og hefur notað tæki-
færið þá og síðar að gera fínt gys
að þessari uppblásnu dvergþjóð.
Jón Baldvin hefúr sagt frá því að
Palme heitinn hafi haft til siðs að
heilsa sér með tveimur fingrum,
gott ef ekki rasshendinni, þegar
fundum þeirra bar saman á þing-
um toppkrata. Ekki hefur það vitað
á gott. Gro Harlem Brundtland,
sem Jón kallar nú barasta Gróu,
varð oftar en einu sinni að bræða
ísinn, þegar allt var hlaupið í hnút
vegna þess hve íslendingar þóttu
útúrborulegir á þessum þingum.
Flugvélamóðurskipið
ósökkvandi
Og ekki er hægt að útiloka að enn
fækki þeim sem til þessa hafa þóst
vilja brjóta sig í stykki fýrir ást
sína á íslendingum. Margt bendir
til að stjórnin í Washington hætti
brátt að láta sér jafnumhugað og
var um hið „ósökkvandi flugvéla-
móðurskip" sitt hér úti í hafinu.
Þetta flugvélamóðurskip var hún
þó oft búin að botnskrapa, menja
og mála og gera því sitthvað ann-
að til góða þegar það varð fyrir
einhverjum skakkaföllum, sem
hafa verið mörg, þrátt fyrir
„ósökkvanleikann". Hafa enda
margir átt góðu atlæti að fagna í
vissum bestykkjum þess og káet-
um, ekki síst timburmaðurinn um
borð, Sameinaðir verktakar. Nú
hefur þeim í Washington brugðið
í brún er fréttist að þessi völundur
hefur ekki látið sér nægja þær
kræsingar sem fyrir hann voru
bornar á öllum málum, en sópað
leifunum af borðinu í skrínu sína
og falið í lampalokunni. Þaðan
deildi hann svo út kosti til vanda-
manna sinna, lifandi og dauðra. Á
tímum harðnandi lífsbaráttu
heima í Bandaríkjunum líta menn
annað eins illu auga og er nú allra
veðra von hjá flugvélamóðurskip-
inu ósökkvandi. Kalda stríðið er
farið veg allrar veraldar og um-
deilanlegt hver ávinningur er að
útgerð „herskipa", hvað þá með
sukksamri áhöfn. Er engan veginn
skynsamlegt að afskrifa þann
möguleika að Ameríkanar kalli
sína menn frá borði innan tíðar og
láti timburmanninn og kumpána
hans sjá sjálfa um siglinguna úr
þessu.
„Hundurinn“ til
Bretlands
Svona kann vinum að fækka í
hverfulli tilveru jafnt vestan hafs
sem austan. Gróa, Uffe Elleman,
Bildt og Esko Aho telja allt í einu
til meiri skyldleika við Tevtóna og
Slava en íslendinga. Víkingaskip
Leifs Eiríkssonar hefur skráð sig
til heimahafnar í Lofoten og flug-
vélamóðurskipið ósökkvandi er að
fljóta inn á úreldingarskrá í
bandaríska flotanum.
Þegar svona árar verður að horfa
til nýrra bjargráða og leggja
áherslu á að bjargast við sitt. Fyrst
verður þá fyrir að hugsa um fisk-
inn, en þá verða menn endilega að
reyna sem aldrei fyrr að „svipull er
sjávarafli" og færiböndin í frysti-
húsunum færa ekkert að höndum
nema gjaldþrot og uppsagnir. Ekki
einu sinni langhalinn kemur að
létta raunir útvegsins, því hann
lætur ekki léttilega góma sig
fremur en skaufhalinn. Svo er
ekki víst að neinn vilji kaupa þetta
kvikindi, fremur en álið, sem svo
takmörkuð löngun er í nú í bili,
hvað þá að menn séu fíknir í að
koma upp nýrri áldeiglu.
En þá er það „hundurinn" langi
yfir Atlantshafið sem mænt er á að
Bretar vilji máske fá. í Bretum
höfum við hvorki átt sérstaka vini
né óvini til þessa, en þar mætti
verða breyting á. Hver veit nema
nema þeir láti nú til leiðast að
skoða sögueyjuna sem „ósökkv-
andi rafstöð“ og þar með einkavin
sinn. Með þeim gætum við þá ein-
hvern tíma á ókomnum tímum
gengið í nokkurs konar Erma-
sundsbandalag, þeim til ævarandi
háðungar sem ekki vilja lofa okk-
ur að vera í Eystrasaltsbandalag-
inu.