Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 20
Laugardagur 7. mars 1992
Aldarminning:
Sigurður Vilhjálmsson
1892 — 7. mars — 1992
í dag, 7. mars, eru 100 ár frá því
hann faðir minn, Sigurður Vil-
hjálmsson, fæddist Hann fæddist á
Hánefsstöðum í fremur nýlega
byggðu timburhúsi í norðan stór-
hríð. Sagt var að veðrið hefði þeytt
snjó inn á gólfið upp um grunninn á
húsinu, sem ekki var fullfrágengið. Á
Hánefsstöðum ólst hann upp, að
undanteknum þremur árum sem
foreldrar hans bjuggu á Mjóafirði.
Faðir minn var elstur bama Bjargar
Sigurðardóttur á Hánefsstöðum og
Vilhjálms Ámasonar frá Hofi í Mjóa-
firði. Fluttu þau til Mjóafjarðar að
Hofi 1893.
Foreldrar afa míns höfðu á honum
mikið dálæti og vildu láta hann setj-
ast að á Hofi, en afi minn var ákaflega
athafnasamur og mun hafa þótt
þröngt þar um sig. Gerði hann félag
við Konráð Hjálmarsson og fluttist
inn í Brekkuþorp í hús sem Kastali
heitir. Ekki dvöldu þau lengi þama,
því þá andaðist Sigurður á Hánefs-
stöðum, feðir ömmu minnar, aðeins
52 ára, og það varð úr að þau fluttu
aftur að Hánefsstöðum 1896 og tóku
þar við búi.
Sumarið 1907 var ákaflega kalt og
óþurrkasamt. Þá var þeim bræðrum,
pabba og Árna, ætlað að slá túnið.
Þegar kom að útengi var það svo lé-
legt að ekki var talið sláandi, hey-
fengur varð þama helmíngi minni en
venjulega, en nýttist vel. Eftir þetta
vann faðir minn við heyskap á sumr-
in næstu árin af vaxandi dugnaði.
Haustið 1908 settist hann í fyrsta
bekk gagnfræðaskólans á Akureyri
og útskrifaðist þaðan gagnfræðingur
vorið 1911. Næstu árin vann hann á
búi foreldra sinna, langaði að halda
áfram námi en átti þess ekki kost, en
reyndi eftir megni að afla sér aukinn-
ar menntunar með lestri í fræðirit-
um, hagfræði og fleiru, sem hann
náði í á Amtsbókasafninu á Seyðis-
fírði. Á vetmm var hann fjármaður
og fékkst eitthvað við bamakennslu.
Á skólaárunum á Akureyri var söng-
kennari Magnús Einarsson tónskáld.
Varð hann til að vekja áhuga föður
míns á söng og var hann þar í kirkju-
kór hjá honum og einnig skólakór og
hann kenndi honum undirstöðuat-
riði í orgelspili. Eftir að faðir minn
kom heim lærði hann meira í orgel-
spili hjá Jóni Ámasyni, föðurbróður
sínum. Eftir áramótin 1915 fór hann
til Reykjavíkur að læra að syngja og
var þar fram undir vor. Á þessum ár-
um fer áhugi hans að beinast að því
að verða bóndi, en þó fer útþráin
einnig að gera vart við sig hjá hon-
um. Þessi árin er hann í kunnings-
skap við Inga T. Lárusson og í kór hjá
honum, sem hét „Bragi". Fóru þeir
Ámi bróðir hans, sem líka var ágætur
söngmaður, ýmist gangandi eða ró-
andi inn í bæ á söngæfingar.
Þar kom að faðir minn hélt söng-
skemmtun þar sem hann söng, en
Ingi lék undir. Ekki var hún vel sótt,
en þó fékk hann þar peninga sem
dugðu honum, ásamt sparifé sem
Hánefsstöðum
hann átti, fyrir fargjaldi til Danmerk-
ur, því ekki vildi hann biðja foreldra
sína um farareyri. í desember 1916
lagði hann svo af stað frá Seyðisfirði
með íslandinu, sem var farþegaskip,
áleiðis til Danmerkur, og var þar á
bóndabæ um veturinn. Kynnti hann
sér danska búnaðarhætti og starf-
semi dönsku samvinnufélaganna. Þá
vom menn famir að velta fyrir sér
stoftiun kaupfélags. Ferðir vom
strjálar milli landa vegna ófriðarins,
en þó fékk hann einhver bréf að
heiman. í bréfum þessum finnur
hann á föður sínum að hann vill fá
hann heim, og þrátt fyrir að hann
hefði kosið að vera aðeins lengur að
kanna ókunnar slóðir, varð skyldu-
ræknin við foreldra og heimili þeirri
löngun yfirsterkari. Heim hélt hann í
júní 1917 með Islands Falk. Tók
hann nú aftur við forsjá landbúskap-
ar á Hánefsstöðum eins og áður, en
yngri bræður hans höfðu jafnan
starfað að mestu við sjóinn.
Nú fer föður minn að langa til að
eiga með sig sjálfúr og þar sem hon-
um var nú hugleikið að gerast bóndi,
datt honum í hug að fara að búa á
Eiðum. Um þessar mundir var verið
að leggja búnaðarskólann á Eiðum
niður, og átti að byggja jörðina ein-
hverjum bónda. Gerði hann sér nú
ferð á hendur upp á Hérað og hitti
þar þá menn, sem höfðu með þessi
mál að gera, en þeirvildu ekki byggja
honum jörðina og fór hann heim við
svo búið.
Aukinn áhugi er nú orðinn fyrir
stofnun kaupfélags, og þó pabbi ætl-
aði sér aldrei að verða verslunarmað-
ur, er nú ákveðið að hann verði fram-
kvæmdastjóri kaupfélagsins. Fer
hann til Reykjavíkur að kynna sér
verslunarstörf haustið 1919 og ræð-
ur sig hjá Landsverslun fyrir 300 kr. á
mánuði. Raunar voru honum svo
borgaðar 400 kr. Ætlaði hann að vera
þar út febrúar. Þegar kom fram í
febrúar kom Magnús Kristjánsson,
einn forstjóri Landsverslunar, að
máli við pabba og bað hann að vera
áfram hjá þeim og vildi hækka kaup-
ið í 600 kr. Taldi hann betra fyrir
hann að taka þessu en halda út f
óvissuna með kaupfélagið. Sagði að
karlamir eystra myndu hvorki borga
eða þakka of vel það sem hann gerði
fyrir þá. En pabbi sat við sinn keip.
Mat meira að reyna að láta eitthvað
gott af sér leiða heima í átthögunum
en að fara að elta þetta glampandi
glit, sem síðustu áratugina hefur
svifið yfir höfuðstaðnum og heillað
svo marga. Kaupfélag Austfjarða
Seyðisfirði er síðan stofnað á Hánefs-
stöðum 24. apríl 1920. Fýrsti fram-
kvæmdastjóri var faðir minn og
gegndi hann því starfi í 7 ár, en var
síðan endurskoðandi félagsins í 30 ár.
Svo einkennilegt sem það nú var, þá
varð nú þetta óskabarn hans gjald-
þrota um svipað leyti og hann lést.
1921 gekk faðir minn að eiga Ragn-
hildi Vilhjálmsdóttur frá Brekku í
Mjóafirði. Hún var að allra sögn ákaf-
lega indæl stúlka, ljúf og góð, en
fremur heilsutæp. Aðeins þremur
mánuðum seinna andaðist hún, 22
ára gömul. Sem nærri má geta varð
þetta hinum unga manni ákaflega
þungbær raun, en tíminn og vinnan
smá drógu úr mesta sársaukanum.
Pabbi sagði mér að um það leyti og
hann ákvað að hætta vinnu við Kaup-
félagið og flytja aftur út í Hánefsstaði,
hefði sig dreymt Sigríði ömmu sína
ákaflega brosandi og ánægða. Hann
áleit því að nú væri hann að gera rétt
Sigríður langamma var frá Brekku í
Mjóafirði og fyrst af þessari ætt til að
setjast að á Hánefsstöðum. Á þeim
tíma, sem pabbi var kaupfélagsstjóri,
átti hann 3 hesta og mér skilst nú að
hvenær sem hann hafði færi á, hafi
hann þeyst heim að Hánefsstöðum.
1929 gengu þau í hjónaband for-
eldrar mínir. Mamma, Guðný Svan-
þrúður Vilhjálmsdóttir firá Brekku í
Mjóafirði, systir Ragnhildar, hafði
alía sína daga verið á Brekku og ekki
átt þess kost að fara að heiman og afla
sér menntunar. Hún og Anna systir
hennar tóku við hinu stóra eldhúsi á
Brekku um leið og þær gátu. Eftir að
Anna giftist og fluttist frá Brekku
verður mamma þar eftir ómissandi,
að ég held. Hún gerði ekki miklar
kröfur fyrir sjálfa sig. Umhyggja
hennar við sitt fólk var einstök. Fyrst
við foreldra og systkini, síðan við eig-
inmann, dóttur og hennar heimili.
Afi minn er nú tekinn að eldast og
þreytast. Útgerð hans og sona hans
hafði gengið mjög illa, þeir orðið fyr-
ir óhöppum sem gengu svo nærri
þeim að þeir urðu að selja jörðina
1929. Sama árið hófu ungu hjónin
búskap með nálega tvær hendur
tómar. Nú fór kreppan í hönd og það
var óhreysti í fé. Faðir minn kynntist
svínarækt í Danmörku og fékk sér nú
svín og studdist við þau í búskapnum
fram um stríðsbyrjun. Þá hækkaði
kornið það mikið að honum þótti það
ekki hagkvæmt lengur. Einnig fékkst
hann lítilsháttar við sjósókn í félagi
við Árna bróður sinn stuttan tíma.
Þau höfðu oftast 5 til 6 mjólkurkýr
og mamma gerði skyr. Þau seldu
rjóma í bæinn, skyr og stundum
smjör og egg. 6 árum eftir að þau
gengu í hjónaband fæddist svo þessi
eina dóttir sem fékk að lifa hjá þeim.
Ég man því ekki foreldra mína fyrr
en þau voru komin um fimmtugL Ég
var alveg afskaplega mikil pabba-
stelpa. Alin upp í taumlausu eftirlæti
og aldrei bannað neitt. Hins vegar
man ég að pabbi sagði stundum, ef ég
ætlaði að gera eitthvað sem honum
líkaði ekki: „Kærirðu þig nokkuð um
þetta, gæska?“ Auðvitað kærði ég
mig þá ekkert um það, því mér þótti
svo vænt um hann pabba minn að ég
gat ekki hugsað mér að gera neitt til
að hryggja hann, fann einfaldlega
innst inni að þá var ekkert gaman að
því.
Hjónaband foreldra minna var ein-
staklega gott, gagnkvæm tillitssemi
og aldrei mælt styggðaryrði. Mamma
var ákaflega geðgóð og létt í lund;
hún var hlédræg nokkuð við ókunn-
uga og ekki gefin fyrir að Iáta á sér
bera, en mikill vinur vina sinna.
Pabbi var mikill jafnvægismaður, að
mér fannst, en áhugasamur og hafði
ákveðnar skoðanir um landsmál.
Hann var bjartsýnismaður. Ég man
oft að fólk talaði um það, sem kom í
heimsókn. Eftir stríðið ríkti mikil
svartsýni í kringum okkur. Atvinna
var þá í rústum og þá var verið að
leggja grunninn að því borgríki sem
við lifúm í í dag. En pabbi lét ekki
haggast:
Ekki fær hann œðiskast
eins og þessir nýsköpunarkallar.
Sigurður mirvn situr fast,
sýpur kaffið rólega og spjallar.
Þessi vísa eftir vin hans, gerð á þess-
um árum, finnst mér lýsa honum
mjög vel.
Sigurður Vilhjálmsson
Fæddur7. mars 1892
Dáinn 25. febrúar 1968
Áfengi var aldrei haft um hönd
heima og ég veit ekki hvort þeir, sem
ekki þekkja, gera sér grein fyrir hvers
virði það er að alast upp í slíku um-
hverfi og við það öryggi sem slík
heimili veita. Samt var oft glatt á
hjalla þegar vinir og frændur komu í
heimsókn. Sungið eða gripið í spil.
Á Hánefsstöðum var tún lítið á þess-
um árum og óhægt um ræktun,
miklar en fremur lélegar engjar. Það
var reynt að handgrafa dálitla skurði
og pabbi reyndi að rækta þær spildur.
En með þeim verkfærum, sem fyrir
hendi voru, reyndist það ógerlegt.
Hirt hey 1937 var 241 hestur taða,
227 hestar úthey. Á árunum fram um
1940 höfðu foreldrar mfnir vinnu-
fólk, en það lagðist að mestu af upp
úr 1940 og vorum við þá aðeins 4 í
heimilinu. Helga móðursystir mín
dvaldist hjá okkur síðustu árin sem
hún lifði og gat þá hvergi hugsað sér
að vera nema þar sem mamma var.
Var hún mér sem önnur móðir.
1946, þegar almennu tryggingamar
tóku til starfa, fékk pabbi hálft starf á
sýsluskrifstofunni. Hann var þá far-
inn að eldast og lýjast, sérstaklega var
erfitt fyrir hann með smölun. Það var
ekki auðvelt að fá menn í göngur.
Tómas Árnason, bróðursonur hans,
hafði verið ólatur að smala með hon-
um, en hann var nú að fara að heim-
an. Það var talið, ef vel átti að vera, að
sex menn þyrfti til að smala Hánefs-
staðaland. Kúm var ekki hægt að
fjölga vegna þess hve túnið var lítið.
Þetta haust fækkaði hann fénu mjög
mikið, hafði haft um 90 ær en þama
urðu þær 10. Þessu nýja aukastarfi
hafði hann ætlað að sinna heima á
Hánefsstöðum, en svo varð ljóst að
það var ekki hægt.
Því var það einn dag um haustið
1947, ég var þá 12 ára, að pabbi tekur
mig til sín inn í stofu og segir mér að
við verðum að flytja í bæinn þá um
veturinn. Reyndi hann að gylla þetta
fyrir mér á allar lundir. Ég tók þessu
vægast sagt afar illa, fannst það í alla
staði alveg fráleitt og vildi með engu
móti gerast bæjarbúi. í bæinn flytj-
um við í febrúar með mjólkurkýmar,
en geldneyti og kindumar 10 tóku
góðir grannar að sér að hirða. Leit ég
þá svo á að við værum að fullu flutt
frá Hánefsstöðum og átti ég afar erf-
itt með að festa yndi í bænum. Á
þessum árum vantaði alltaf mjólk,
svo að foreldrar mínir seldu þama
hvem dropa sem úr kúnum kom, svo
mamma hætti að skilja mjólkina og
gera skyr. Svo var það eitt fagurt vor-
kvöld þama um vorið að við pabbi er-
um á gangi úti við; þá segir hann við
mig: ,Á morgun förum við heirn."
Eftir það datt mér aldrei í hug að við
myndum flytja alveg í bæinn. En við
fórum inneftir á haustin, en ,dieim“ á
vorin. Ekki veit ég það enn þann dag
í dag hvort það var allt mér að kenna,
eða hvort foreldrar mínir gátu ekki
hugsað sér vemna í bænum yfir
sumarið.
Um þessar mundir hafði pabbi
hvorki tfma eða þrek til þess að
standa við slátt yfir sumarið. Verður
það til þess að hann fær mann með
traktor og diskaherfi til að reyna að
lagfæra það litla sem nógu þurrt var
til ræktunar, svo hægt væri að nota
sláttuvélina, en hana hafði hann
fengið að ég held 1936 og slegið tölu-
Svanþrúður Vilhjálmsdóttir
Fædd 7. maí 1894
Dáin 3. nóvember 1989
vert með henni á engjum, sem vom
véltækar. Var nú hægt að gera sléttur,
sem ekki hafði tekist með hestverk-
fæmm áður, og stækkaði túnið nú
nokkuð.
Eins og ég man pabba minn á þess-
um ámm, þá unglingsstúlka, var
hann sívinnandi. Fór á fætur klukkan
sex og í fjósið, síðan á sýsluskrifstof-
una frá 9-5, þá aftur í fjósið og efdr 8
á kvöldin að vinna ýmis aukastörf, en
hann var endurskoðandi kaupfélags-
ins, oddviti hreppsins um árabil og
sýslunefndarmaður, í yfirskatta-
nefnd, endurskoðandi hreppsreikn-
inga og fleira. Tómstundir hafði
hann því mjög fáar. Þrátt fyrir alla
þessa vinnu hafði hann ekki meiri
fjárráð en þurfti til daglegra nota og
ef einhver afgangur var, fór það í lag-
færingar á Hánefsstöðum.
Árið 1957 giftist ég Jóni Sigurðssyni
frá Ljótsstöðum í Vopnafirði og tók-
um við hjónin við búi á Hánefsstöð-
um um næstu áramóL Var þá hætt að
fara í bæinn á haustin.
1959 rættist langþráður draumur,
en þá kom hingað skurðgrafa sem
ræsti fram stóran hluta af mýrlend-
inu, svo nú var hægt að hefjast handa
með ræktun. Pabbi var ákaflega stolt-
ur af þeirri landþurrkun og sagði við
góðan kunningja, sem kom í heim-
sókn, að skurðimar okkar myndu
standa um aldur og ævi, þegar togar-
amir hans væm ryðgaðir niður í
mslahrúgur. Árið 1962 fengum við
rafmagn frá lítilli þriggja kw diesel-
stöð og fjórum ámm seinna frá sam-
veitu. Árið 1965 rættist annar
draumur, en þá var faðir minn kom-
inn í það góð efni að hann gat keypt
jörðina.
Faðir minn hélt áfram vinnu á
sýsluskrifstofunni og var keyrt á milli
ef hann gat ekki tekið með sér verk-
efríi heim. Sýslumaður þá var Er-
lendur Björnsson og fannst mér
hann alltaf afar tillitssamur og skiln-
ingsríkur, svo oft gat pabbi unnið
heima. Fór nú mjög að létta af pabba
annríkinu og gat hann aðeins farið að
sinna áhugamálum sínum sem var
sögulegur fróðleikur, einkum um
Austfirði. Sturlungaöldin var honum
og hugleikin o.fl. o.fl.
Þegar pabbi var 70 ára hætti hann
vinnu á sýsluskrifstofúnni, en var
áfram endurskoðandi hreppareikn-
inganna fram undir það síðasta. Þá
vom líka komnir litlir menn á heim-
ilið sem hann hafði unun af að hafa í
kringum sig og veita tilsögn. Hann
tók að sér kennslu þeirra þar til síð-
ustu vikuna sem hann lifði.
Faðir minn andaðist 1968, nálega í
því herbergi sem hann faeddist í.
Móðir mín átti eftir að fé að vera hjá
okkur í nærri 22 ár. Hún fékk að
fylgjast með dótturbömum sínum
þar til þau vom öll fermd. Hún átti, á
sinn hljóða hátt, þátt í þeirri upp-
byggingu, sem fram hefúr farið á Há-
nefsstöðum, með því að gæta þeirra
og hjálpa til innandyra meðan getan
leyfði.
Lífsviðhorf foreldra minna átti sam-
svömn í kunnum ljóðlínum Sigurð-
ar frá Amarvatni:
Blessuð sértu, sveitin mtn,
sumar, vetur, ár og daga.
Svanbjörg Sigurðardóttir
Hveragerði
Tíminn hf. óskar eftir umboðsmanni í
Hveragerði.
Upplýsingar í síma 686300.
Tíminn hf.
HEYRÚLLUVAGN TIL SÖLU
Einn sinnar tegundar á landinu, burðargeta um 10 tonn, pallur
7 m langur 2,5 m breiður, tekur 18 rúllur. Sér innflutningur.
Upplýsingar í síma 98-78683.