Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 14
14Tíminn
Laugardagur 7. mars 1991
Húsverndarsjóður
Reykjavíkur
í lok apríl verður úthlutað lánum úr Húsvernd-
arsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að
veita lán til viðgerða og endurgerðar á hús-
næði í Reykjavík, sem sérstakt varðveislugildi
hefur af sögulegum eða byggingasögulegum
ástæðum.
Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja
verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum,
kostnaðaráætlun, teikningar og umsögn Ár-
bæjarsafns.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl 1992 og skal
umsóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð
Reykjavíkur, komið á skrifstofu Garðyrkju-
stjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Styrkir til háskóla-
náms í Kína
Stjómvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða
fram tvo styrki handa íslendingum til há-
skólanáms í Kína skólaárið 1992-93. Jafn-
framt hafa kínversk stjórnvöld tilkynnt að ís-
lenskum námsmönnum verði gefinn kostur
á námsdvöl þar í landi án styrks.
Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum
afritum prófskírteina og meðmælum, skal
skilað til menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 1. apríl n.k. á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást-
Menntamálaráðuneytið,
6. mars 1992
------------------------------------------------------'N
í
Minningarathöfn um móöur okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu
Stefaníu Stefánsdóttur
frá Flugustööum
sem lést aö Hrafnistu 2. mars, fer fram frá Fossvogskapellu þriöjudaginn
10. mars kl. 17.00.
Jarösett veröur frá Hofi I Álftafirði laugardaginn 14. mars kl. 14.00.
MINNING
Petrún Magnúsdóttir
Fædd 16. júlí 1906
Dáin 2. mars 1992
Hver aíöðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt,
vinirnir gömlu heima.
Og andlitin, sem þér ætíð fannst
að ekkert þokaði úr skorðum
— hin sömu jafnlangt og lengst
þú manst —
ei Ijóma nú við þér sem forðum.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Komið er að kveðjustund eftir ríf-
lega hálfrar aldar samleið og vin-
áttu, sem aldrei bar skugga á.
Kvödd er Petrún Magnúsdóttir,
sem í fimmtíu ár var húsfreyja í
Þingnesi.
Petrún var fædd að Heinabergi í
A-Skaftafellssýslu. Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna Eyjólfsdóttir og
Magnús Jónsson.
Petrún ólst upp að Heinabergi
með móður sinni og Eyjólfi föður
hennar, sem þar var bóndi. Hún
var mjög elsk að afa sínum, sem
sést best á því að hún gaf einkasyni
sínum nafn hans. Um menntun var
ekki að ræða, fremur en hjá öðrum
alþýðustúlkum af hennar kynslóð,
utan lögboðinnar barnafræðslu.
En hún var alla tíð bókhneigð og
las flest það, sem hún komst yfir.
Þannig varð hún sjófróð um sögu
og landafræði íslands, auk margs
fleira.
Petrún ólst upp við hefðbundin
sveitastörf, skepnuhirðingu, hey-
skap og smalamennsku.
Góðir hestar voru á Heinabergi og
Petrún sat vel hest og tamdi hross
á yngri árum.
Hún reiö jökulvötn eða „fór á
jökli", eins og sveitungar hennar
gerðu meðan jökulvötnin stríð
beljuðu óbrúuð á báðar hendur.
Gaman var að heyra hana rifja upp
þessa atburði, eins og þeir hefðu
gerst í gær.
Eftir fermingu var Petrún í ýms-
um vistum austur þar, en sótti síð-
ar vinnu til Reykjavíkur. Þar
kynntist hún starfi sjöunda dags
aðventista og skírðist inn í söfnuð-
inn ásamt vinkonu sinni, Guð-
björgu Hákonardóttur, en þær
héldu vinskap sínum meðan báðar
lifðu.
Það var á vegum aðventista sem
Petrún réðst ráðskona að Þingnesi
í Borgarfirði vorið 1936 til Hjálms
Einarssonar, sem einnig var í söfn-
uðinum. Hann var þar þá ráðsmað-
ur, en síðar bóndi. Þau Hjálmur
gengu í hjónaband og eignuðust
einn son, Eyjólf, fæddan 13. októ-
ber 1939.
Þau Hjálmur og Petrún bjuggu
ekki stórt, en áttu afurðagóðar
skepnur og góða reiðhesta.
Það var mesta yndi Petrúnar,
meðan heilsa leyfði, að bregða sér
á hestbak, hvort sem var til smala-
mennsku eða skemmtiferða.
Þau hjónin fóru t.d. árlega ríðandi
vestur að Kaldárbakka í Kolbeins-
staðahreppi að heimsækja Björn,
bróður Hjálms. Höfðu þau þá
marga til reiðar og minnist ég
innilegrar gleði þeirra yfir þessum
ferðum.
Seinna áttu þau þess kost að fara í
bændaferðir um landið. Kom þá
mörgum á óvart að óskólagengin
sveitakona skyldi þekkja nafn á
hverjum bæ og hverju fjalli, þar
sem um var farið.
Hjálmur lést 24. febrúar 1967 var
jarðsunginn 2. mars, eða nákvæm-
lega 25 árum áður en Petrún
kvaddi þennan heim. Eftir lát
Hjálms hélt Petrún áfram búskap
með Eyjólfi, syni sínum. En heils-
an fór óðum að gefa sig og smám
saman varð hún að farga skepnum
sínum. Það var henni ekki sárs-
aukalaust. Lengst af átti hún þó
nokkur hross sér til augnayndis og
gat boðið gestum á hestbak, þó að
heilsa hennar leyfði ekki lengur að
hún yrði þeim samferða.
Árið 1986 fluttust þau mæðginin
Petrún og Eyjólfur frá Þingnesi að
Ásbrún, en þar höfðu þau eignast
hús. Þarna var aðbúnaður allur
ólíkt betri en verið hafði í gamla
Þingneshúsinu, sem hvorki hélt
orðið vindi né vatni. Samt festi Pe-
trún ekki rætur þarna, þó að ná-
grannar hennar reyndust henni
frábærlega og vildu allt gera henni
til yndisauka.
Einnig hrakaði nú mjög heilsu
hennar og árið 1988 fluttist hún á
Dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi.
Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 2.
mars, eins og áður segir.
Foreldrar mínir bjuggu í tvíbýli
við Hjálm og Petrúnu í Þingnesi
uns þau brugðu búi árið 1958. Frá
því ég fyrst man eftir mér var Pe-
trún alltaf nálæg og segja má, að
leiðir okkar hafi legið saman alla
mína ævi.
Ég minnist lítillar stúlku, sem var
bundin við mjólkurvagninn í ör-
yggisskyni, meðan móðir hennar
brá sér í fjósið. Sú stutta undi illa
ófrelsinu, en orgið þagnaði, þegar
Petrún og Jóhanna móðir hennar,
sem bjó hjá henni síðustu æviár
sín, leystu litlu manneskjuna, báru
hana niður í eldhús og héldu henni
rúsínu- og kandísveislu.
Ég minnist stelpuhnokkans, sem
var að smala í Ásunum ásamt Pe-
trúnu og fleira fólki. Klárinn
hnaut, krakkinn lenti á höfuðið of-
an í leirkeldu og þótti smán sín
óbærileg. En Petrún kom aðvíf-
andi, tók af sér höfuðklútinn, þerr-
aði með honum tárin af kinnunum
og leirinn úr fléttunum og á
skammri stundu voru sorgirnar og
sneypan á bak og burt og smala-
Aöalbjörg Ingólfsdóttir
Anna Ingólfsdóttir
Árni Ingólfsson
Siguróur Ingólfsson
Flosi Ingólfsson
Eysteinn Ingólfsson
Lárus Pálsson
Gunnar Guólaugsson
Snorri Guðlaugsson
Þóra Kristinsdóttir
Þóranna Erla Sigurjónsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
Jóhanns Jónssonar
frá Seglbúöum
\ Vandamenn y
\
Okkar innilegustu þakkir fyrir þá samúö og hlýhug sem okkur var sýndur
viö andlát og útför okkar ástkæra föður
Jóns Helgasonar
frá Lltla-Saurbæ
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Börn og fjölskyldur þeirra
\__________________________Z________________________________J
Jón Helgason
frá Litla-Saurbæ
Fæddur 8. janúar 1895
Dáinn 20. febrúar 1992
Vegna andláts afa míns langar mig að
minnast hans með nokkrum orðum.
Ég er fæddur í Litla-Saurbæ, eins og
fleiri af mínum frændsystkinum, og
alinn upp stóran hluta af minni æsku
hjá afa og ömmu minni, Margréti
Kristjánsdóttur, sem lést 1964 og afi
syrgði mjög alla tíð. Þau bjuggu
lengst af í Litla-Saurbæ í Ölfusi, í 32
ár, miklu myndarbúi, og stóru á þeirra
tíma mælikvarða. Þeim varð níu
barna auðið, sem öll eru á lífi, og þrjá-
tíu barnabarna, auk fjórða og fimmta
ættliðs, eða 83 afkomenda alls, sem
nú eru á lífi. Það var oft mannmargt á
heimili afa og ömmu, enda húsakost-
ur góður og mikil gestrisni og allir
velkomnir. Afi var dugnaðarforkur
mikill, ósérhlífinn og kappsfullur, og
gustaði þá stundum af honum, svo
mér þótti nóg um, og ekki vorum við
alltaf sammála.
Eitt sinn er ég heimsótti hann á
Grund, fyrir nokkrum árum, og við
töluðum um liðna tíð, eins og svo oft,
þá strauk gamli maðurinn mér um
vangann og sagði: „Við áttum ekki
alltaf skap saman, Magnús minn.“ Afi
var trúaður maður og heiðarlegur, og
vildi vera sáttur við guð og menn, eins
og hann sagði stundum.
Ég heimsótti afa nokkuð reglulega,
bæði að Ási í Hveragerði og Grund í
Reykjavík, þar sem hann dvaldist síð-
ari ár.
Hann hafði gott minni, og oft hlust-
uðu böm mín með athygli á sögur af
sjómennsku hans á togurum og þegar
þau amma voru að byrja búskap í
moldarkofum í Brunnárvallakoti, eins
og hann sagði sjálfur, og þeirri hörðu
lífsbaráttu á þeim tímum.
Ég minnist meö hlýhug og þakklæti
þeirra stunda, sem að baki eru með afa
mínum, og veit að nú er hann kominn
í faðm þeirrar sem hann hefur svo
lengi saknað, og við afkomendur eig-
um svo margar góðar minningar um.
Mér finnst þessar Ijóðlínur eiga vel við
sem hinsta kveðja til afa míns, hvíli
hann í guðs friði.
Og nú fór sól að nálgast œginn
og nú vargott að hvíla sig,
og vakna upp ungur einhvem daginn
með eilífð glaða kringum þig.
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta bamið sitt,
hún býrþarhlýtt um brjóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Magnús Jón