Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 21
Laugardagur 7. mars 1992
Tíminn
Akihito keisari og keisaraynjan Michiko taka á móti fagnaöariátum þegna sinna á þjóðhátíðardaginn 23. des-
ember, en þann dag átti keisarinn llka 58 ára afmæli.
Mamma Raphaels er Diahne Ab-
bott, en pabbinn er Robert De
Niro.
Sonur Roberts
De Niro
í útistöðum
við lögin
Árið byrjaði ekki upp á það allra
besta hjá Raphael, 15 ára einkasyni
Roberts De Niro, en móðir hans er
Ðiahne Abbott.
Strákurinn var tekinn höndum og
sakaður um að hafa unnið skemmd-
arverk á neðanjarðarbraut í New
York-borg. Samkvæmt ákærunni
má dæma hann í 18 mánaða dvöl á
unglingaheimili, en þegar síðast
fréttist voru meiri líkur á því að
hann verði látinn vinna af sér refs-
inguna í þágu þeirra sem minna
mega sín.
Þreföld hátíðar-
höld í Japan
Japanir höfðu þrefalda ástæðu til
að fagna í lok síðasta árs, nánar til-
tekið 23. desember sl. Þá var þjóðhá-
tíðardagur þeirra, keisarinn átti 58
ára afmæli og sonur hans, Aya prins,
og kona hans Kiko notuðu tækifær-
ið og kynntu frumburð sinn Mako
íyrir þjóðinni.
Reyndar var 23. desember líka
tveggja ára afmælisdagur Akihitos á
keisarastóli. Hann varð 125. keisari
Japans 1990, að föður sínum látn-
um, og innleiddi þar með Heisei-
tímabilið, en það þýðir „upplýstur
friður". Hin ævaforna og glæsilega
athöfn, er Akihito settist í krýsant-
emuhásætið að viðstöddum kóng-
um og drottningum og erfingjum
margra hásæta í heiminum, að
ógleymdum forseta íslands, frú Vig-
dísi Finnbogadóttur, staðfesti
áframhaldandi völd elstu ríkjandi
ættar í heimi.
Þjóðin hélt fagnandi upp á 58 ára
afmælisdag þjóðhöfðingja síns og
veifaði mörgum þúsundum rauðra
og hvítra japanskra fána, þegar Aki-
hito og kona hans, keisaraynjan
Michiko, komu ásamt fjölskyldu
sinni út á svalir keisarahallarinnar.
Allt frá barnæsku fékk Akihito
stranga menntun til undirbúnings
fyrir það starf, sem hann var borinn
til að gegna. Opinberlega var því lýst
yfir 1952, að hann væri erfmgi keis-
aratignarinnar. Og þrátt fyrir að
hann sé fulltrúi þess að við lýði verði
áfram ævafornir siðir, sem sveipa
hásætið hálfgildings trúarljóma,
braut Akihito hefðina sjö árum síðar
með því að giftast stúlku úr alþýðu-
stétt, sem hann hafði kynnst í tenn-
isleik. Þannig varð Michiko fyrsta
konan í sögu Japans, sem varð keis-
araynja þó að hún hefði ekki blátt
blóð í æðum.
Michiko, sem nýtur mikilla vin-
sælda meðal þjóðar sinnar, ól manni
sínum þrjú börn: Hiro erfðaprins
sem er 31 árs, Aya, sem er 26 ára, og
dótturina Nori sem nú er 22ja ára.
Eftir að Aya hafði lokið námi sínu í
Oxford í júní 1990, fetaði hann í fót-
spor föður síns og giftist ungu
námskonunni Kiko Kawashima. Þar
sem ekki var að finna dropa af bláu
blóði í hennar æðum heldur, varð
Aya að leita leyfis föður síns, sem var
auðfengið.
Og í október sl. ól Kiko, sem er 25
ára, sitt fyrsta barn, og fyrsta barna-
barn keisarahjónanna, þar sem Hiro
erfðaprins er enn ógiftur. Mako Iitli
er nú þriðji í erfðaröðinni að keis-
aratigninni, kemur á eftir föður síri-
um, föður-
bróður og afa.
Vinsælasta
unga parið í
Japan kynnir
þjóðinni frum-
burð sinn. Aya
prins og Kiko
prinsessa
kynntu jap-
önsku þjóðinni
Mako 23. des-
ember sl., sem
var þrefaldur
hátíðisdagur.
Mako fæddist í
október.
Þrúgur reiðinnar
Höfundur leikgerðar: Frank Galati eftir
skáldsögu Johns Steinbeck.
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson
Leikmynd: Óskar Jónasson
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir
Tónlist: K.K.
Lýsing: Lárus Bjömsson
fslensk þýðing og aðlögun fyrir svið
meö hliðsjón af þýöingu Stefáns Bjarm-
an: Kjartan Ragnarsson og Óskar Jón-
asson.
Þrúgur reiðinnar, eitt höfuðverka
Johns Steinbeck, fjallar um fjöl-
skyldu í Oklahoma, sem flosnar upp
af jörð sinni vegna langvarandi
þurrka og uppskerubrests. Bankinn
hirðir jörðina og húskofi þeirra er
jafnaður við jörðu.
Fjölskyldan leitar nýrra heimkynna
og stefnan er sett í vestur til Kali-
forníu, 2000 mílna leið, þaðan sem
berast fréttir um gull og græna
skóga, og nægan starfa fyrir vinnu-
fúsar hendur.
Ferðin vestur reynist bæði löng og
ströng og ekki ná allir, sem ferðina
hófu, að líta hið fyrirheitna land.
Kannski var það þeirra mesta lán,
því skógarnir vestra reyndust raun-
ar grænir en gullið lét á sér standa.
Sýning Leikfélagsins á þessu verki
náði strax góðum tökum á undirrit-
uðum. Öll umgjörðin — leikmynd-
in, búningar, lýsingin og síðast en
ekki síst tónlistin, sem K.K. flytur
— verður þess valdandi að það er
sem sagan verði ljóslifandi á sviðinu,
strax í byrjun.
Þessi leikmynd er frábærlega vel
gerð og þá ekki síður lýsing og leik-
hljóð. Búningarnir ná mjög vel and-
blæ þessa tíma. Segja má að áhorf-
andanum frnnist á stundum að hann
sé að horfa á kvikmynd fremur en
Leikhús
leik á sviði, slík er umgjörðin. í einu
atriði er t.d. komið fyrir tjörn með
„alvöru" vatni, og þegar við bætist
rykmettuð lýsingin verður hit-
asvækjan, sem persónurnar mega
þola, næstum áþreifnaleg. Að auki
fara um sviðið vélknúin ökutæki og
þrumuveður eru framleidd af slík-
um krafti að leikhúsið nötrar stafna
á milli.
Margir leikarar koma fram í þessari
sýningu og skal þar fyrstan telja
Þröst Leó Gunnarsson, í hlutverki
Tomma, unga reiða mannsins í fjöl-
skyldunni. Það veltur á miklu að í
þetta hlutverk, sem er burðarásinn í
leikritinu, veljist rétti maðurinn.
Þröstur er hér sannarlega réttur
maður á réttum stað og nær ákaf-
lega góðum tökum á persónunni
með kraftmiklum leik frá upphafi til
enda.
Pétur Einarsson og Hanna María
Karlsdóttir leika pabbann og
mömmuna í stórfjölskyldunni, og
skapa bæði fjarskalega eftirminni-
legar persónur með næmum leik
sínum.
Fjölmargir aðrir leikarar koma við
sögu, eins og áður segir, og má með
sanni segja að þar hafi verið valinn
maður í hverju rúmi, en sérstaklega
eru mér þó eftirminnilegir leikar-
arnir Sigurður Karlsson, Karl Guð-
mundsson, Steindór Hjörleifsson,
Sigríður Hagalín og Stefán Jónsson.
Þrúgur reiðinnar er firnagóð sýn-
ing. Fagmannlega staðið að smáu
sem stóru. Leikmyndin í fýrsta
gæðaflokki, leikurinn ákaflega góð-
ur og tregasöngvarnir hans K.K. í
eigin flutningi kóróna verkið.
Svo skrítið sem það nú er, þá á efni
þessa leiks mjög vel við okkar raun-
veruleika þessa dagana. Ég veit að
þær þúsundir af íslenska mann-
auðnum, sem svo er nefndur á tylli-
dögum og nú mælir göturnar, finn-
ur auðveldlega til samkenndar með
fólkinu í búðum farandverkamann-
anna í Kaliforníu fyrir liðlega hálfri
öld. Því þó aðbúnaðurinn sé f engu
líkur, þá er það svo að fyrir vinnufús-
ar hendur er ekkert ömurlegra en
aðgerðaleysi.
Gísli Þorsteinsson