Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Laugardagur 7. mars 1992
Höfundur eftirfarandi frá-
sagnar, Jórunn Jónsdóttir,
var fædd 1874 á Litlu-
Brekku í Hörgárdal. Hún
gekk í Möðruvallaskóla og
varð gagnfræðingur þaðan
1895, eina stúlkan sem tók
gagnfræðapróf í þeim skóla.
Jórunn var lengi bama-
kennari í Hörgárdal og víðar
í Eyjafirði. Hún fékkst nokk-
uð við þýðingar og önnur rit-
störf og birti margt af því í
Norðurljósinu, blaði því sem
Arthur Gook gaf út á Akur-
eyri.
Til eru í handriti endur-
minningar Jórunnar um
skólaárin á Möðruvöllum, og
birti Gils Guðmundsson rit-
höfundur þær í fimmta bindi
af „Gesti“ árið 1988.
YRSTU ÁRIN eftir ferm-
inguna bar ekkert það
til tíðinda fyrir mér,
sem í frásögur sé fær-
andi, nema ef telja
skyldi það, að ég fór að Hlöðum í
Glæsibæjarhreppi til að læra dálítið
í dönsku hjá Ólöfu Sigurðardóttur
skáldkonu, er ég var átján ára að
aldri. Það varð nú samt maður
hennar, Halldór Guðmundsson
smiður, sem aðallega kenndi mér
dönskuna, og reyndist hann mér
góður kennari. En ég var búin að
kynnast Ólöfu nokkuð áður, því ég
hafði verið hjá henni dálítinn tíma
einu eða tveimur árum áður til að
læra ofurlítið til handanna, og okk-
ur féll vel saman, svo ég sagði henni
í trúnaði dálítið frá æskudraumum
mínum. Ég segi frá þessu af því að
það varð tilefni til þess, að mér
auðnaðist að vinna dálítið að fram-
kvæmd þeirrar hugsjónar, sem mér
var í þá daga kærust og dýrmætust
allra, en það var kvenfrelsismálið,
sem þá var komið að vísu á dagskrá,
en lítið sem ekkert komið til fram-
kvæmda.
Gramdist misréttið
Ég veitti snemma eftirtekt því mis-
rétti, sem var milli karla og kvenna,
og gramdist það mjög. Og með því
að hugsanir mínar og æskuþrár
beindust mjög að því að vinna eitt-
hvert afreksverk til mannfélags-
umbóta, fékk ég brennandi löngun
til að vinna að framgangi kvenfrels-
ismálsins; sérstaklega þeim þætti
þess, að kvenfólk fengi aðgang að
öllum skólum til jafns við karl-
menn. Þetta átti að vera ævistarf
mitt. En það hefði að líkindum ekk-
ert úr því orðið, ef ég hefði ekki
kynnst Ólöfu á Hlöðum. Henni á ég
það að þakka, að ég komst á einn af
skólum þeim, sem þangað til hafði
verið ætlaður karlmönnum einum.
Það var hún, sem hvatti mig á allar
lundir til að reyna að komast á
gagnfræðaskólann á Möðruvöllum.
Eg var nú að sjálfsögðu til í það, eins
og nærri má geta, en til þessa þurfti
ég að fá samþykki foreldra minna.
Það leið því ekki á löngu eftir að ég
kom heim, að ég færði þetta fyrst
einslega í tal við föður minn. Hann
tók því vel að því leyti að hann var
því ekki mótfallinn í sjálfu sér, að ég
færi á skóla þennan sökum þess, að
ég var kvenmaður, því hann var laus
við alla fordóma í garð kvenna. En
með því hann var mjög varfærinn
maður og athugull, var honum það
undir eins ljóst, að þetta var talsvert
mikil áhætta, því ef svo tækist til, að
ég gæti ekki staðið mig reglulega vel
við námið, færi allt í hundana; og
tilgangur minn með skólagöngunni
hefði þá að engu orðið, því kven-
frelsisóvinir hefðu þá ekki verið
seinir á sér að tilfæra það sinni
skoðun til stuðnings, að stelpa þessi
hefði nú svo sem ætlað að sanna, að
kvenfólk hefði jafngóða námshæfi-
leika og karlmenn, en orðið sér til
minnkunar, og þannig mundi fara,
ef kvenfólk færi af monti og mikil-
læti að reyna að gerast jafnokar
karlmanna!
Leyfi „á hærri
stööum"
Hvort sem nú um þetta var rætt
lengur eða skemur, varð það úr, að
foreldrar mínir samþykktu fyrir sitt
leyti, að ég færi á Möðruvallaskól-
ann, en það var ekki nóg; til þess
þurfti að fá leyfi „á hærri stöðum".
Ég hitti því einu sinni að máli Hall-
dór Briem, einn af kennurum skól-
ans, og leitaði upplýsinga um það,
hvort ég sem stúlka mundi fá inn-
göngu á hann. Kennarar skólans
voru ekki heldur einráðir í þessu
efni, en Briem lofaði að komast eftir
því hjá yfirstjórn fræðslumála í
Reykjavík, hvort ég mundi fá að
stunda nám á Möðruvallaskóla, og
gaf hann mér góðar vonir um að
ekki mundi verða nein fyrirstaða á
því, og það reyndist rétt hjá honum.
Þóttist ég nú hafa komið ár minni
vel fyrir borð og fannst lífið brosa
við mér.
Svo fór ég á skólann næsta haust,
1893, og var ég þá á tvítugasta árinu.
Man ég enn, hvílíkum stórtíðindum
þetta þótti sæta, og hafa menn sjálf-
sagt litið misjöfnum augum á það,
en um það hirti ég ekki, ég bara
þóttist góð fyrir minn hatt að vera
búin að fá heitustu ósk mína upp-
fyllta. Samt voru það nú mikil við-
brigði fyrir mig að koma af fámennu
heimili í þvflíkt fjölmenni, því fyrir
utan nær því fjörutíu skólanemend-
ur var margt fólk í húsi Stefáns Stef-
ánssonar kennara, er síðar varð
skólameistari við þennan skóla að
Jóni Hjaltalín látnum, og frú Stein-
unnar Frímannsdóttur konu hans;
hafði ég húsnæði hjá þeim um vet-
urinn.
Þrír kennarar
Þrír voru kennarar við skólann
þegar ég kom þangað og mörg ár þar
á eftir: Jón A. Hjaltalín skólastjóri,
Halldór E. Briem og Stefán Stefáns-
son, sem áður er nefndur. Vil ég nú
Jórunn Jónsdóttir: „Fékk brenn-
andi löngun til þess að kvenfólk
fengi aðgang að öllum skólum til
jafns við karlmenn. “
með fáum orðum lýsa hverjum
þeirra fyrir sig, en að mínu áliti
stóðu þeir allir vel í stöðu sinni, og
mér féll vel við þá alla.
Hjaltalín skólastjóra var með réttu
viðbrugðið fyrir stjórnsemi, enda
þurfti hann á henni að halda, þar eð
hann hafði bæði fjölda nemenda og
þar að auki margt hjúa, því hann bjó
jafnframt stórbúi á Möðruvöllum.
Hann var eins og fæddur til að
stjórna, og hann var einn af þeim
mönnum, sem hafa eitthvað það við
sig, sem hefir þau áhrif, að menn
ósjálfrátt virða þá og hlýða þeim, án
þess þeir þurfi að hafa mörg orð eða
beita hörðu. Ef skólapiltar voru t.d. í
áflogum eða með einhvers konar
gauragang og hávaða sem ekki átti
að eiga sér stað, þá þurfti Hjaltalín
ekki annað en sýna sig í dyrunum,
þá datt allt í dúnalogn, þó hann
segði ekkert. Hann var stilltur og al-
vörugefinn, en þó skemmtilegur í
kennslustundum. Námsgreinar þær
sem hann kenndi voru: Enska, ís-
lenska (málfræði og réttritun) og ís-
landssaga.
Halldór Briem var veill til heilsu og
naut sín því verr í kennslustundum
en ella hefði verið. Það bætti heldur
ekki um, að margir af nemendum
sýndu honum lítilsvirðingu á ýmsan
hátt og fundu sér allt til að setja út á
hann að ástæðulitlu eða ástæðu-
lausu; að minnsta kosti hefir það
verið viðurkennt, að hann hafi verið
einna mestur lærdómsmaður af
kennurunum þremur, og voru þeir
þó engir skussar að lærdómi og
menntun. Ég fyrir mitt leyti hafði
ekki annað en allt það besta af Bri-
em að segja, og oftar en einu sinni
kom það fyrir að ég gat ekki reiknað
svonefnd „heimadæmi" (dæmi sem
átti að reikna utan kennslustunda),
og þá hjálpaði Briem mér til að
reikna þau. Hann kenndi sem sé
stærðfræði og auk þess dönsku og
mannkynssögu.
Stefán kennari Stefánsson var
yngstur kennaranna þriggja við
Möðruvallaskólann og í „blóma lífs-
ins“ að heita mátti, þegar ég kynnt-
ist honum. Hann var fjörugur og
skemmtilegur og hafði afbragðs
kennarahæfileika, enda var hann í
mesta afhaldi hjá öllum nemendum.
Ekki var hann að fást um það, þó
einhver nemandinn svaraði ein-
hverri endemis vitleysu, er hann
lagði fyrir hann einhverja spurn-
ingu í kennslustundum, heldur
sagði bara glottandi: „0, fari koll-
ótt.“ Hann kenndi landafræði og
náttúrufræði; einkum var grasa-
fræði eftirlætiskennslugrein hans,
og hún þótti mér líka skemmtileg-
ust allra námsgreina fyrir utan
tungumálin. Stefán samdi bók um
grasafræði, sem hann nefndi „Flóru
Islands" (íslenska jurtafræði), og
hygg ég að hún hafi verið gefin út,
þó ekki hafí ég séð hana. Jafnhliða
kennslustörfum rak Stefán búskap í
talsvert stórum stíl á Möðruvöllum
móti Hjaltalín, því Möðruvellir eru
feiknastór jörð, enda hefir oftast
verið þar tvíbýli síðan ég man eftir.
Árið 1908 dó Hjaltalín skólameist-
ari, og varð þá Stefán kennari skóla-
meistari í hans stað og gegndi því
embætti meðan heilsan leyfði. En
hann átti við megna vanheilsu að
stríða síðustu árin, og þó hann
sigldi sér til heilsubótar, reyndist
það árangurslaust. Hann dó eftir
miklar og langvinnar þjáningar árið
1920.
Magnús organisti
Loks vil ég með fáum orðum minn-
ast á söngkennarann okkar, Magnús
heitinn Einarsson á Akureyri, sem
ég hygg að kunnur sé um Iand allt
sem afbragðs organisti og söng-
kennari. Hann kenndi og fjölda-
mörgum að leika á orgel. Söng-
kennslan virtist vera hans líf og
yndi, og það var auðséð, að hann
stundaði það starf af lífi og sál. Hann
reið út að Möðruvöllum frá Akureyri
einu sinni í viku, næstum því hvern-
ig sem veður og færi var, og tók ekki
nema tvær krónur fyrir hverja ferð.
Skyldi það ekki hafa þótt heldur lítið
nú á döguml Vitaskuld var eins gott
að eiga tvær krónur þá eins og tutt-
ugu til þrjátíu krónur nú. Kennsla
Magnúsar var skemmtileg og af
honum lærðum við mörg falleg lög,
sem sumum hverjum er búið að
breyta til hins verra, eins og svo
mörgum öðrum lögum.
Sambúðin við
skólabræður
Nú læt ég hér með vera lokið þess-
um fáu og fátæklegu minningarorð-
um um þá fjóra látnu heiðursmenn,
sem ég hefi stuttlega lýst hér að
framan, og vík ég nú að því að segja
ofurlítið frá námsfélögum mínum
og sambúð minni við þá. Gáfu sum-
ir mér í skyn, að hún mundi ekki
verða sem ákjósanlegust, en hún
varð skárri en vænta mátti, enda
vorum við nú lítið saman nema í
kennslustundum. Ég get sagt með
sanni, að flestir af sambekkingum
mínum gerðu mér aldrei neitt til
miska í orði eða verki, en auðvitað
voru misjafnir sauðir í mörgu fé, og
til voru þeir innan um, sem ekki
gátu látið mig alveg í friði, en þó
gekk allt nokkurn veginn vandræða-
laust okkar á milli, og get ég þess til,
að það hafi verið aðallega Hjaltalín
að þakka; að minnsta kosti komst ég
eitt sinn að því eftir á, að hann hafði