Tíminn - 01.05.1992, Side 2
2 Tfminn
Föstudagur 1. maí 1992
Akureyri:
Játning
á stuldi
á skot-
vopnum
liggur
fyrir
Maður á fertugsaldri hefur við
yfirheyrslur hjá lögreglunni á Ak-
ureyri játað að hafa brotist inn á
heimili byssusafnara að morgni
mánudags og stoiið þaðan sjö
skotvopnum. Maðurinn var hand-
tekinn á þriðjudag, en játning
hans lá ekki fyrir fyrr en síðdegis
í gær. Maðurinn vísaði á byssurn-
ar og er nú laus úr haldi lögreglu
og fer mál hans rétta boðleið í
dómskerfinu.
Samkvæmt upplýsingum Tím-
ans nam maðurinn á brott eina
haglabyssu, þrjá riffla og þrjár
skammbyssur. Alls munu um 30-
40 vopn vera í safninu og var frá
þeim gengið í læstum skápum
eins og lög gera ráð fyrir. Pinnar
og lásar höfðu verið fjarlægðir úr
byssunum, þ.a. þær eru ónothæf-
ar. Sá útbúnaður sem og skothylki
voru geymd í læstri hirslu annars
staðar í húsinu og var ekki hróflað
við þeim. Innbrotsþjófurinn not-
aði kúbein til að spenna upp úti-
dyrahurð, sem og til að opna
skápa og losa um keðjur sem verja
áttu byssurnar óboðnum gestum.
hiá-akureyri.
Frá aðalfundinum í gær. Hermann Hansson er í ræöustóli.
Aðalfundur íslenskra sjávarafurða hf.
Tímamynd Ámi Bjama
Ríflega 83 millj.
rekstrarhagnaður
Rekstrarhagnaður af starfsemi ís-
lenskra sjávarafurða hf. var á síð-
asta ári 83 milljónir króna, fyrir
skatta og fjármagnsgjöld, en árið
1991 var fyrsta starfsár hins nýja
hlutafélags sem stofnað var upp úr
Sjávarafurðardeild SÍS. Þetta kom
fram á aðalfundi félagsins sem
haldinn var að Hótel Loftleiðum í
gær.
I ávarpi stjórnarformanns félagsins,
Hermanns Hanssonar, kom fram að
heildarframleiðsla þeirra fyrirtækja
sem selja frystar afurðir sínar fyrir
milligöngu íslenskra sjávarafurða
var rösklega 52 þúsund tonn og er
það aukning sem nemur um 6,1%
frá árinu áður. Þó var aukning í bol-
fiskafla meiri eða um 11%, en einnig
jókst rækjuframleiðsla. Verðmæti
frystra sjávarafurða nam rúmlega 12
milljörðum og jókst verðmætið um
15% frá árinu áður.
Samkvæmt efnahagsreikningi fé-
lagsins voru heildareignir um ára-
mót tæplega 5 milljarðar króna, en
eigið fé félagsins var um 656 millj-
ónir króna.
Hermann sagði við þetta tækifæri
að þetta fyrsta ár hins nýja fyrirtæk-
is og sú afkoma sem reikningar fé-
lagsins sýna gæfu fyrirheit um góð-
an árangur ef fram heldur sem horf-
ir. Það væri ljóst að íslenskar sjávar-
afurðir hf. hefði mikilvægu
hlutverki að gegna á þeim samdrátt-
artímum í afla og á tímum erfiðleika
í rekstri, sem væru tilkomnir vegna
of mikillar fjárfestingar í skipum og
fiskvinnslufyrirtækjum, sem nú eru
ríkjandi. Enn sem komið er væri
hlutafélagið enn í eigu tiltölulega
fárra hluthafa, en jafnframt sagði
Hermann Hansson að nauðsynlegt
væri að stefna að því innan tiltekins
tíma að opna félagið alveg og bjóða
hlutabréf þess á almennum mark-
aði. -PS
Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga:
Hagnaður 32,4 millj. og
fjárfest í sjávarútvegi
Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara
Timans f Skagafiröi.
Aðalfundur Kaupfélags Skagfirð-
inga var haldinn 25. apríl sl. í
skýrslu Þórólfs Gíslasonar kaupfé-
lagsstjóra kom fram að heildarvelta
kaupfélagsins og dótturfyrirtækja
þess; Fiskiðjunnar og Skagfirðings
nam 3.540 milljónum króna árið
1991 og hafði aukist um 5% frá ár-
inu áður.
Rekstrarhagnaður varð 32,4 millj-
ónir en var 57 milljónir 1990. Árið
1991 er þriðja árið í röð sem rekstr-
arhagnaður verður hjá félaginu.
Fjármunamyndun rekstrar varð 175
milljónir á sl. ári og eigið fé félags-
ins var í árslok 890 millj. kr. og er
eignarhlutfallið 41,2% af niður-
stöðu efnahagsreiknings.
Verulegur vöxtur var í starfsemi
Fiskiðju Sauðárkróks sem er, eins
og áður segir, dótturfyrirtæki kaup-
félagsins. Fiskiöjan tók á árinu á
móti 7.900 tonnum af fiski til
vinnslu á móti 6.300 tonnum árið
1990 og tæpum 4000 tonnum árið
1989. Fiskiðjan rekur hraðfrystihús
á Sauðárkróki og Hofsósi auk
skreiðarvinnslu, saltfiskverkunar-
stöðvar og fiskimjölsverksmiðju á
Sauðárkróki.
Rekstur Fiskiðjunnar gekk vel á ár-
inu og skilaði hún reksturshagnaði.
Framkvæmdastjórinn Einar Svans-
son flutti ítarlegt erindi á fundinum
um horfur í sjávarútvegi og fisk-
vinnsiu. Miklar umræður urðu og á
fundinum um m.a. stöðu landbún-
aðar í landinu og vænlegar leiðir til
þess að styrkja atvinnulíf í héraði.
Meðal þeirra mála, sem til af-
greiðslu voru á fundinum, voru til-
lögur að nýjum samþykktum fyrir
kaupfélagið. í tillögunum eru ýmis
merk nýmæli svo sem þau að gert er
ráð fyrir heimild til stofnunar svo-
nefndar B-deildar stofnsjóðs sem
gerir félaginu kleift að gefa út og
bjóða til sölu samvinnuhlutabréf.
Á fundinum áttu rétt til setu rúm-
lega 90 manns, fulltrúar 12 félaga-
deilda auk stjómar félagsins, en fé-
lagsmenn KS voru rúmlega 1800 í
árslok 1991.
í lok inngangsoröa kaupfélags-
stjóra sagði m.a. „Efnahagsleg staða
kaupfélagsins er nokkuð sterk í lok
102. starfsárs félagsins. Verulegu
skiptir fyrir byggðir Skagafjarðar að
félagið nái að eflast á næstu árum og
halda uppi þróttmikilli framleiðslu-
og þjónustustarfsemi, íbúum
Skagafjarðar til hagsældar."
Akureyri:
Hótel Stefanía selt
Stjómlr Byggðastofnunar og og kaupendumir eru eigendur
Ferðamálasjóðs hafa samþykkt Bautans hf. auk Valdimars Geirs-
að taka kauptilboði Bautans hf. á sonar, Þorvaldar Jónssonar og
Akureyri og þriggja einstaklinga í Guðmundar Ámasonar sem jafn-
eignir Hótels Stefaníu á Akur- framt verður hótelstjóri. Þegar
eyri, en sjóðimir eignuðust hót- hefur verið hafist handa um und-
ellð á nauðungaruppboði í fyrra- irbúnlng á opnun hótelsins, og er
haust Lausafé og Innanstokks- stefnt að því að opna það undir
tnunir eru þó enn í eigu þrota- nýju nafni um miðjan maí. Rek-
búsins, en stefnt er að því að stariyririromulag verður að
Wnir nýju eigendur kaupi þá mestu leyti óbreytt, þó er stefnt
einnig. að því að hótelið bjóði upp á ódýr-
Samkvsmt heimildum Tímans ari verðlagningu en hin hótelin á
er kaupverðið 54 milljónir króna, Akureyri. hiá-akureyri.
Frá kynningu á fjarnáminu. F.v. Margrét Jóhannsdóttir ráðunautur,
Þuríður Magnúsdóttir hjá Iðntæknistofnun, Guörún Friðgeirsdóttir,
skólastjóri Bréfaskólans, og Paul Richardsson, framkvæmdastjóri
Ferðaþjónustu bænda. Tímamynd Ámi Bjama
Fjarnám fyrir bændur í ferðaþjónustu:
Bændur þurfa aö
Ijúka fagnáminu
Námsefni fyrir þá sem reka ferða-
þjónustu í dreifbýli hefur verið
samið fyrir tilstuðlan Ferðaþjón-
ustu bænda, Fræðsludeildar Iðn-
tæknistofnunar og Bréfaskólans.
Allir nýir aðilar í Ferðaþjónustu
bænda verða nú að hafa iokið fagn-
ámi til að geta auglýst þjónustu sína
undir nafni og merki hennar, þ.e.a.s.
fjarnáminu í ferðaþjónustu í dreif-
býli eða sambærilegu námi.
Þetta er tveggja anna fjarnám með
megináherslu á bændur en að sögn
Þuríðar Magnúsdóttur hjá Iðn-
tæknistofnun er ætiunin að síðar nái
námskeiðið yfir alla ferðaþjónustu.
Námsefnið skiptist niður í tvo hluta,
annars vegar ferðamál og þjónustu
en hins vegar rekstrarhlið.
Það er félagsmálaráðuneytið sem
styrkir verkefnið að langmestu leyti
en menntamálaráðuneytið, Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins og
Búnaðarfélag íslands eiga einnig
hlut að máli.
Það er mikil aukning í ferðaþjón-
ustu í dreifbýli og er hún nú orðin
mikilvæg atvinnugrein, sérstaklega
vegna samdráttar í hefðbundnum
landbúnaði. Fjarnámið á að gera
bændum kleift að afla sér grunn-
þekkingar áður en haldið er út í íjár-
frekar aðgerðir.
—GKG.