Tíminn - 01.05.1992, Page 5
Föstudagur 1. maí 1992
Tíminn 5
Ingvar Gíslason:
Vill þjóðin EÉS-samninginn?
Hugleiðing í tilefni miðstjórnarfundar
Tilkynnt hefur verið að fundur miðstjórnar Framsóknarflokks-
ins um helgina eigi einkum að fjalla um samning um aðild ís-
lands að ríkjasamtökum þeim, sem ganga undir nafninu Evr-
ópskt efnahagssvæði.
Mörgum sýnist þessi nýju ríkjasamtök sakleysið sjálft. Þeim er
það e.t.v. ekki láandi, því að kerfisáróðurinn íslenski hefur dreg-
ið upp þá mynd af málinu að samningurínn um EES sé eðlilegur
og sjálfsagður milliríkjasamningur um viðskiptamái, að vísu
nokkuð nýstárlegur að því leyti sem nútímaaðstæður, þróun
heimsmála og „nýskipan" þeirra (eins og það er kallað) krefjist
þess að íslendingar verði ekki útundan í Evrópu, taki á sig nokkr-
ar skyldur til þess að einangrast ekki. Þannig er talað.
En sakleysi EES-samnings er ekki
sem sýnist. Áróðurinn fyrir samn-
ingnum er ekki jafnágætur sem
hann hefur verið fýrirferðarmikill í
þjóðfélagsumræðunni síðustu 2-3
ár. f þessum áróðri er mörgu leynt
um eðli hins nýja ríkjabandalags
(EES), sem ætlunin er að ísland
gerist aðili að. Ellegar að málefnið
er fegrað með viðsjárverðum orð-
um, sem oftar en ekki eru notuð í
óskýrri eða brenglaðri merkingu.
Þar gnæfir hæst sá tískuboðskap-
ur að pólitískt fullveldi þjóðar sé
einskis virði, ef ekki framfara-
hindrun, að stjórnskipun, sem
reist er á þjóðlegu sjálfstæði, sé
gamalt, rómantískt húmbúkk og
löngu úrelt. Alþjóðahyggja, sem
þannig er boðuð, dæmir að sjálf-
sögðu „þjóðríkið" dautt. Þess í stað
á að kröfu slíkrar alþjóðahyggju að
efla stjómskipulag af sambands-
ríkisættinni (bandaríkjakyns) þar
sem „sameiginlegu málin" (svo
notað sé orðalag frá þeim tímum
þegar ísland var hluti Danaveldis)
lúta að vísu sterkri miðstjórn, en
einstakir hlutar stórveldisins njóta
í staðinn yfirburða stærðarinnar
um markað og athafnasemi, bú-
seturétt og það öryggi, sem fylgir
því að vera í skjóli þeirra sem
nokkurs mega sín.
Einkenni
sambandsríkis
Það skal að vísu viðurkennt að
sambandsríkjaskipulag getur verið
með ýmsum hætti. Á því getur ver-
ið stigsmunur, en eðlismunur eng-
inn.
En hvað koma þessar hugleiðing-
ar um „þjóðríki“ og „sambands-
ríkjaskipulag" því við að stjórnvöld
eru að gera milliríkjasamning um
samskipti íslands við Evrópu-
bandalagið? Er ekki verið að gera
nauðsynlegan milliríkjasamning
um viðskiptastöðu íslands óháð
öllum stjórnskipunarbreytingum
eða stjórnmálakvöðum? Nei, svo
einfalt er þetta mál ekki.
Sérstakt tilefni þess að ég rita
þessa grein er það að miðstjórn
Framsóknarflokksins hefur verið
kölluð saman til þess að móta af-
stöðu til samnings um aðild fs-
lands að ríkjasamtökum, sem hafa
í sér fólgin augljós einkenni sam-
bandsríkjaskipulags. Samningur-
inn um EES er ekki venjulegur
milliríkjasamningur um viðskipta-
mál. Þegar svo stendur á, verður
miðstjórn Framsóknarflokksins að
sýna málefninu þá alúð, sem alvara
þess krefst. Hér má ekki hrapa að
niðurstöðunni.
Svo vel þykist ég þekkja til þing-
flokks framsóknarmanna að þing-
mönnum sé ekki annað ætlandi en
vilja móta afstöðu sína í svo af-
drifaríku máli í fullum samráðum
við flokksmenn. Slíkur vilji ætti að
vera þeim mun frekar vakandi að
mikil andstaða hefur komið fram
gegn EES-samningi í þeim lands-
hlutum og héruðum, sem Fram-
sóknarflokkurinn á mestu fylgi að
fagna. Þetta ætti þingmönnum
Framsóknarflokksins að vera ljóst.
Týndir fyrirvarar
Ekki er ætlun mín að lengja þessi
skrif úr hófi. Þó tel ég rétt að
minna á það til upprifjunar, að
hugmyndin um Evrópskt efna-
hagssvæði er komin nokkuð á
fjórða ár. Efni hennar ætti ekki að
vera neinum nýnæmi. Hugmynd
þessi hefur verið umræðuefni ár-
um saman. Kjarnaatriði EES-
samnings hefur lengi legið fyrir.
Höfundur EES-hugmyndarinnar,
eða sá sem fyrstur setti hana fram
opinberlega (í jan. 1989), er Jacqu-
es Delors, aðalframkvæmdastjóri
Evrópubandalagsins. Hann hugs-
aði sér EES sem aukaaðild að Evr-
ópubandalaginu, er hentaði iðn-
ríkjum Fríverslunarsamtaka Evr-
ópu (EFTA), þ.e. Austurríki, Sví-
þjóð, Noregi, Finnlandi,
hugsanlega Sviss, en tæpast ís-
landi.
Delors bauð raunar annan kost
um samskipti EFTA-landa við EB,
þ.e. áframhaldandi fríverslunar-
Þar gnæfir hæst sá
tískuboðskapur að
pólitískt fuilveldi þjóð-
ar sé einskis virði, ef
ekki framfarahindrun,
að stjórnskipun, sem
reist er á þjóðiegu
sjálfstæði, sé gamalt,
rómantískt húmbúkk
og löngu úrelt. Al-
þjóðahyggja, sem
þannig er boðuð,
dæmir að sjálfsögðu
„þjóðríkið“ dautt.
samning. Sá kostur hentar fslend-
ingum, enda hefur það verið al-
menn skoðun framsóknarmanna
frá fyrstu tíð. Sú skoðun fékk aldr-
ei að njóta sín í raun. Mál réðust
þannig í ríkisstjórn undir forsæti
formanns Framsóknarflokksins að
látið var undan kröfu formanns Al-
þýðuflokksins, sem fór með utan-
ríkismál, að ísland tæki fullan þátt
í samningum EFTA-ríkja um EES.
Upphaflega var sú ákvörðun bund-
in skilyrðum (svokölluðum fyrir-
vörum), sem þurrkuðust smám
saman út á samningsferlinum.
Þegar upp er staðið aö liðnum
löngum samningstíma, liggur fyr-
ir samningur um fyrirvaralausa
aðild íslands að nýjum ríkjasam-
tökum, sem bera í sér eðlisein-
kenni sambandsríkis, byggðum á
hreinfederaliskum hugmyndum.
Ef samningur þessi hlýtur lög-
fulla staðfestingu, hefur ísland
efnislega gerst aukaaðili að Evr-
ópubandalaginu. Þar með er ísland
orðið aðili að sérstöku ríkjasam-
bandi með eigin stjórnskipun,
stjórnsýslu og dómskerfi (sérstök-
um yfirþjóðlegum valdastofnun-
um). M.ö.o.: Islensk þjóð hefur
skert fullveldi sitt sem þessu nem-
ur.
Efnahagsbandalag
Enginn vafi þarf að Ieika á því að
Evrópska efnahagssvæðið er hugs-
að sem „efnahagsbandalag" með
fjórfrelsi Rómarsáttmálans að
grundvelli og yfirþjóðlegu stjóm-
kerfi. Hér er ekki um „fríverslun-
arsamtök" að ræða á borð við
EFTA. Stjórnmálamönnum er
engin þörf á því að kalla eftir áliti
„sérfræðinga" um samanburð í
þessu efni. Hér verður pólitískt
mat að ráða. Sama gildir raunar
um mat á því, hvort EES-samning-
urinn brjóti gegn ákvæðum
stjómarskrár. Stjórnmálamenn
verða að hafa manndóm í sér til að
leggja á það sitt eigið mat, ekki síst
stjórnarandstaðan. Ef rétt þykir að
kveðja „sérfræðinga" til ráðgjafar,
sem ekki er nema sjálfsagt, verður
stjómarandstaðan að eiga völ
manna sem hún getur treyst
Hvergi nema á íslandi reyna
stjórnmálamenn að dylja pólitískt
og efnahagslegt eðli Evrópska
efnahagssvæðisins né leyna því að
EES er almennt hugsað sem áfangi
að fullri aðild að EB.
Þá er spurningin: Vill íslenska
þjóðin blanda sér í þessa risavöxnu
samrunaþróun meginlandsríkja
Evrópu? Em íslendingar svo settir
að þeim sé nauðsyn að kasta sér út
í þjóðahaf meginlands Evrópu?
Hafa íslenskir ráðamenn haft um-
boð kjósenda til þess að reka utan-
ríkispólitík af þessu tagi? Ég svara
þeirri spurningu neitandi. Eg geri
mér jafnframt vonir um að mið-
stjórn Framsóknarflokksins svari
henni neitandi. Ég ætla að treysta
því að minn gamli þingflokkur láti
þá neitun koma fram í afstöðu
sinni á Alþingi. EES-samningur-
inn er ekki lagður fram til breyt-
inga, heldur staðfestingar. Leit að
„málamiðlun" mun engan raun-
hæfan árangur bera.
Höfundur er fyrrum ritstjóri
Tímans.
Hallgrímur Þ. Magnússon:
Hinar þungu byrðar flárfestinganna
Ný umræða hefur skotið upp kollinum hér á íslandi á síðustu
dögum, en hún er um það hvort við íslendingar eigum að gerast
meðlimir í Efnahagsbandalagi Evrópu. Þeir, sem hafa haft sig
mest í frammi í þessari umræðu, eru forystumenn Alþýðuflokks-
ins, og megininntakið í boðskap þeirra er að það sé það eina rétta,
sem við getum gert, og ef við gerum það ekki, þá sé íslensku
þjóðinni ekki við bjargandi og engin von um efnahagsiegan bata
hér á landi í framtíðinni.
En þarna hefur blessuð Alþýðu-
flokksforystan gersamlega gleymt
uppruna sínum, því þeir eru bara
að hugsa um fjárhagslegan ávinn-
ing, en hugsa mun minna um það
hvað slíkt kostar í öðrum verð-
mætum í þjóðfélaginu. Mottóið,
sem þeir eru farnir að vinna eftir,
er það að þeir ríku verða ríkari og
þeir fátæku fátækari.
Ef við tökum fyrir lítinn anga af
landbúnaðarstefnu EB, þá er þar
að finna vitlausasta módel sem
hægt er að hugsa sér, vegna þess
að þar er eingöngu hugsað um
ávöxtun á höfuðstólnum, en ekk-
ert hugsað um hvaða önnur slæm
áhrif slík landbúnaðárstefna hefur
á lífið í heild í þjóðfélaginu og allt
umhverfi sitt. Það eina, sem hugs-
að er um, er að ná hámarksafköst-
um út úr jörðinni í augnablikinu,
en ekkert hugsað um það hvað
slíkt hefur í för'með sér fyrir fram-
tíðina. Því þegar árin líða, kemur í
ljós að jörðin hefur verið pínd
áfram, en það er ekki hægt enda-
laust. Síðan kannski nokkrum ár-
um seinna, þá verður sífellt minni
og minni uppskera, sem kostar
bændurna meira fjármagn til að
reyna að auka uppskeruna á nýjan
leik með nýjum og nýjum gervi-
lausnum. Þannig eru þeir orðnir
fórnarlömb sinnar eigin breytni og
landbúnaðarvörur verða dýrari.
Síðan tekur nútíma matvælaiðn-
aður við þessum ávöxtum jarðar-
innar og býr til úr þessu mikið
unninn mat, sem nauðsynlegt er
að pakka í miklar umbúðir, og síð-
an þarf að auglýsa hann mikið til
þess að við neytendurnir trúum
því að það sé nauðsynlegt fyrir
okkur að kaupa hann í þessu
ónáttúrlega formi.
Eftir þetta fara af stað miklir
flutningar á þessari matvöru, þar
sem hún er seld í stórmörkuðum á
allt öðrum stað en hún var fram-
leidd á.
En allt þetta krefst mikillar orku-
notkunar, sem leiðir af sér meng-
un í umhverfinu. Síðan borðum
við þennan mat, sem er steindauð-
ur, og hann gerir okkur í raun og
veru mikinn skaða, en við sjáum
það mjög vel í hinum vestræna
heimi þar sem alls konar menn-
ingarsjúkdómar tíðkast. En kostn-
aður við þessa sjúkdóma lendir að
sjálfsögðu á þjóðfélaginu. Þannig
sjáum við að hinar sífelldu fjárfest-
ingar í peningum, orku og nátt-
úruauðlindum leggja þungar byrð-
ar á umhverfið og heilsu okkar og
eru í raun og veru aðalorsök verð-
bólgu í heiminum. En svona
stefnu ráða skriffinnskumennimir
á stóru skrifstofunni í Brussel, en
þeir, sem vinna við þetta og eiga að
neyta þessarar vöm, ráða mjög
litlu um þetta. Er það svona sem
við íslendingar viljum fara með
sjálfsákvörðunarrétt okkar og
frelsi? Og láta þá í Brussel ráða fyr-
ir okkur hvað sé gott og hvað sé
slæmt.
Ég get ekki ímyndað mér að það
sé þetta í raun og veru sem við ís-
lendingar viljum, heldur sé ég fýr-
ir mér mynd eins og þjóðskáldið
Einar Benediktsson kemur fram
með í aldamótaljóði sínu fýrir síð-
ustu aldamót, en þar kemur ein-
mitt fram að auðurinn, gullið, er
ekki takmark í sjálfu sér, heldur
tæki til þess að rækta hin andlegu
verðmæti. Einn hluti af ljóðinu
hljóðar:
Láttu oss tómlæti í tilfínning
snúa,
í trú, sem er fcerþað, sem andinn
ei nær.
Því gullið sjálft veslast og visnar í
augum
þess vonlausa, trúlausa, dauða úr
taugum.
Að elska, að fínna æðanna slag,
að æskunni í sálunni hlúa.
Það bætir oss meinin svo heimur-
inn hlær,
svo höllinni bjartarskín kotungs-
ins bær.
Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðn-
arsem blekking,
sé hjarta ei með, sem undir slær.
Hver þjóð, sem í gæfu og gengi
vill búa,
á guð sinn og land sitt skal trúa.
En þarna sjáum við boðskapinn á
því að það besta, sem við höfum, er
það sem skaparinn hefur skapað
fyrir okkur og enginn geti í raun
og veru gert betur en hann. En
þarna reynum við einstaklingamir,
sem myndum þjóðfélagið, að vinna
eftir þeim lögmálum, sem skapar-
inn hefur sett okkur, til þess að
búa til það þjóðfélag, sem tekur þá
jafnt tillit til allra þegna sinna.
Þannig getum við myndað fyrir-
myndarþjóðfélag á íslandi, sem
aðrar þjóðir myndu síðan reyna að
líkja eftir okkur, en þar með væri
alræði fjármagnsins brotið á bak
aftur og æðsta boðorð trúar okkar
væri farið að virka í þjóðfélaginu.
Höfundur er læknir.