Tíminn - 01.05.1992, Side 11
Föstudagur 1. maí 1992
Tíminn 11
Innri og ytri styrkur
samtakanna ótvíræður
1-2
Við höfum undanfarið búið við
erfiðari aðstæður en ég man
eftir til að gera kjarasamninga.
Efnahagsástandið hefur verið
okkur andsnúið þannig að það
að ná að styrkja stöðu sína og
sækja á í fallandi þjóðartekjum
er undir öllum kringumstæð-
um mjög erfitt mál. Atvinnu-
ástandi er þannig að hátt í fjög-
ur þúsund manns eru á at-
vinnuleysisskrá allan þann tíma
sem liðinn er af árinu og það
gerir aðstöðuna til þess að beita
átökum mjög erfiða.
Ég tel að þegar við skoðum
niðurstöðuna hafi hreyfingin
einmitt nú sýnt ótvíræðan
styrk: Það gerir hún í fyrsta lagi
með því að þegar það er ljóst að
ekki getur orðið stór árangur í
kauphækkunum, þá hefur hún
þann innri styrk að sameinast
um það að í lausninni sé fyrst
og fremst tekið tillit til lág-
tekjufólks sem auðvitað verður
alltaf harðast úti þegar saman
dregur. Samningurinn felur í
sér að allir hópar fá nokkuð
bættan kaupmátt frá því sem
var fyrir samningana. Og þeir
sem tekjulægstir eru fá náð
þeim kaupmætti sem var í júní
í fyrra en það var sú viðmiðun
sem við lögðum upp með. Jafn-
framt því sýnum við ótvírætt að
verkalýðshreyfingin er eini að-
ilinn sem megnar að standa
vörð um velferðarkerfið.
Ríkisstjórnin hefur sótt að
áunnum réttindum, réttindum
sem mörg hver hafa kostað
mikil átök á sínum tíma af
hálfu verkalýðshreyfingarinnar.
Þar tekst að verja mjög mikil-
væga hluti eins og ríkisábyrgð á
laun, atvinnuleysistryggingar,
fæðingarorlof og ýmislegt fleira
mætti til nefna.
Þetta sýnir okkur auðvitað að
vörn er ekkert síður mikilvæg
en sókn í þessari baráttu eins
og annarri. Á pólitíska vett-
vanginum hafði málið tapast.
Stjórnarandstaðan var ekki
þess umkomin að breyta þar
neinu en einmitt styrkur verka-
lýðshreyfingarinnar endur-
speglast í því að þó svo að við
náum ekki því sem við vildum
ná, þá náum við þó mjög mark-
tækum árangri.
í þriðja lagi vil ég nefna að rík-
isstjórnin samþykkir að gang-
ast fyrir vaxtalækkun og hún
samþykkir stefnubreytingu í at-
vinnumálum: Frá því hún tók
við hefur hún mjög einhlítt
endurtekið það að ríkisstjórn
eigi ekki að skipta sér af at-
vinnumálum, en í yfirlýsingu
til okkar fellst hún á það að hún
beri ábyrgð í því efni og vilji
vinna að því að treysta atvinnu-
ástand og atvinnuuppbyggingu.
Auðvitað er ekki fyrirfram
hægt að gefa sér hvað út úr yfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar kem-
ur en í öllu falli er um tvímæla-
lausa stefnubreytingu að ræða.
Ef við því skoðum ákveðna
iykilþætti þá sjáum við að
verkalýðshreyfingin hefur enn
styrk út á við gagnvart stjórn-
völdum og við sjáum að hún
hefur innri styrk í erfiðri stöðu
að beita sér þannig að þeir sem
verst standa njóti árangursins.
1. maí er hvort tveggja í senn
hátíðis- og baráttudagur. 1. maí
koma menn saman til að sýna
samstöðu, sýna að þeir eigi
sameiginleg markmið, rifja upp
fyrir sér þann árangur sem
náðst hefur í baráttu liðinna
ára og fylkja sér fyrir baráttuna
sem framundan er.
1. maí drögum við það skýrar
fram en á nokkrum öðrum degi
að inntak verkalýðsbaráttunnar
er óbreytt þótt aðstæðurnar
hafi verið að breytast. Inntak
hennar er að bæta kjör, verja
kjör.
Josve hnífaherfi
Mest seldu herfin á íslandi. Sex öxla, lyftutengd meb 3
metra vinnslubreidd. Einföld og ódýr í rekstri, aubvelt ab
skipta um hnífa. Josve hnífaherfi henta vel til ab vinna
plógstrengi fyrir endurvinnslu á túnum og til vinnslu á
grænfóbursökrum. í notkun jafnar Josve sábbebib og skilar
því hreinu. Flest búnabarfélög nota Josve.
SILVA rafgirbingar
Silva rafgirbingar eru fljótari og aubveldari í uppsetningu en
hefbbundnar girbingar, auk þess er efnib sem notab er í Silva
rafgirbingarnar vandabara en gengur og gerist. T.d má
nefna ab vírinn uppfyllir ýtrustu kröfur sem gerbar eru um
togþol og efnisblöndun. Strekkingar eru úr áli,
rafmagnstengi eru öflug úr sérstakri sínkblöndu.
Spennugjafar uppfylla kröfur rafmagnsprófunar
Rafmagnseftirlits ríkisins. Stauramir eru úr svoköllubum
azobe-vib sem hafa verib prófabir hjá ásamt fleirri tegundum
af Teknologiske Institute í Danmörku. Niburstöbur sýna ab
azobe viburinn er sá besti sem völ er á í rafgirbingar. Eigum
einnig fyrirliggjandi sex strengja girbinganet 100 metra rúlla
abeins 4.560,- m/vsk.
ELHO áburbadreifarar 700 Lítra
Nákvæmir, áreibanlegir og aubveldir í notkun.
Hlebsluhæb 95 cm dreifibúnabur úr rybfríu stáli.
Kapalstýring inn í ekilshús til stýringar á
áburbamagni. Kögglasigti, áburbatregt á löm,
aubvelt ab þrífa og hirba.
VICON áburbadreifarar
Þekktir fyrir gæbi og frábæra endingu.
Hlebsluhæb 90-100 cm. Stærbir 500 - 750
lítra. Dreifibúnabur úr rybfríu stáli og plasti.
Stillanleg dreifibreidd 6-14 metra. Vicon
vöndubustu og nákvæmustu
áburbardreyfarar sem völ er á.
Gtobusi
-heimur gœða
LAGMULA 5 - REYKJAVIK - SIMI 681555
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: