Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 12
12Tfminn
Föstudagur 1. maí 1992
—
Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs á Eskifirði
Arangurinn nú er for-
tíðarvanda að kenna
i.
í spumingunni felst að sökum
getuleysis verkalýðshreyfingarinnar
hafi ekki náðst betri árangur. Því
viðhorfi er ég ósammála. Ég tel að
verkalýðshreyfingin hafi ekki getað
litið framhjá því að það urðu veruleg
áföll í atvinnulífinu á síðasta ári og í
byrjun þessa með samdrætti í afla
og frestun álversframkvæmda og
ýmsu öðm sem brást, sem menn
höfðu reiknað með.
Síðan lít ég svo til að verkalýðs-
hreyfingin sé að súpa seyðið af
óskynsamlegri stjóm efnahags- og
atvinnumála undanfarinna ára þar
sem ríkisvaldið, væntanlega í góðri
trú, tók ákvarðanir sem leitt hafa til
verulegra áfalla í efnahags- og at-
vinnulífi. Afleiðingarnar eru að
koma fram í milljarða reikningum
sem meðal annars íslenskir laun-
þegar þurfa að borga.
Þetta tel ég vera bakgrunninn að
sáttatillögunni og ég tel jafnframt
að verði hún samþykkt þá sýni það
styrk verkalýðshreyfi ngari nnar eða
þeirra forystumanna hennar sem
vildu sýna gætni í samningagerð og
taka mið af staðreyndum f stað þess
að blanda eigin pólitískum skoðun-
um inn í samningagerðina. Ég tel
jafnframt að verði tillagan samþykkt
þá sýni hún að launþegar búa yfir
meiri skynsemi en jafnvel er hægt
að ætlast til af þeim.
Auðvitað er þessi tillaga eða niður-
staða samninga svo víðs fjarri þeim
væntingum sem fjöldinn gerði sér.
Ég tel hins vegar að það sýni meiri
styrk að samþykkja þetta en að
ganga út og snýta sér og tala illa um
þá sem það vilja, eins og dæmi eru
um. Hins vegar get ég alveg viður-
kennt það að skipulagslegur
glundroði í hreyfingunni gerir það
aö verkum að hún nær ekki þeirri
niðurstöðu sem hún á að hafa getu
til.
Ég tel t.d. að ef miðstjóm og sér-
staklega forsetar Alþýðusambands-
ins og formaður BSRB og hans nán-
ustu samstarfsmenn hefðu í hönd-
um raunverulegt vald til að taka
*
'vSf*
Til sölu framleiðslu-
tæki, vöruheiti og
uppskriftir ÁTVR
Kauptilboð óskast í tæki ATVR til framleiöslu áfengra drykkja, vöruheiti
og uppskriftir aö Brennivíni, Óöalsbrennivíni, Hvannarótarbrennivíni,
Gömlu brennivlni, Kláravini, Tindavodka og Dillons gini.
Útboöslýsing er afhent á skrifstofu vorri aö Borgartúni 7, Reykjavík.
Skrifleg kauptilboö berist á sama staö fyrir kl. 11:00 þann 25/5/92 þar
sem þau veröa opnuö í viðurvist viðstaddra bjóöenda.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK
AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS:
680001 & 686300
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Verkamannafélagið Dagsbrún heldur fé-
lagsfund í Bíóborginni (áður Austurbæjar-
bíó) mánudaginn 4. maí n.k. kl. 17.00.
Dagskrá:
Miðlunartillaga
ríkissáttasemjara
kynnt.
Dagsbrúnarmenn eru hvattir til að fjöl-
menna á fundinn.
Stjórn Dagsbrúnar
ákvarðanir, yrði árangurinn mun
betri í stað þess að þessir menn em
nánast í gíslingu okkar smákóng-
anna vítt og breitt um landið og
mega varla gefa upp eigin skoðun án
þess að einhver verði ekki kolvitlaus
yfir því að nú séu topparnir farnir að
skipa fyrir.
2.
Ég tel því að niðurstaðan nú sé í
samræmi við það sem geta efna-
hagslífsins býður upp á. Það er ekki
styrkur í hreyfingunni í dag til þess
að breyta tekjuskiptingunni. Það er
ljóst að það sem til skiptanna er hef-
ur minnkað ef eitthvað er. Ef eitt-
hvað átti að nást fram þá hefði það
þurft að gerast með breyttri tekju-
skiptingu. Það hefði þurft að skipta
upp á nýjan leik. Til þess að það ger-
ist verður að vera fyrir hendi býsna
mikill slagkraftur í hreyfingunni og
hann er ekki fyrir hendi á tímum at-
vinnuleysis og þeirra aðstæðna sem
nú ríkja.
3.
Fyrir mér hefur 1. maí mikið gildi
og ég vona að svo sé með flesta laun-
þega. f mínum huga markar dagur-
inn ákveðin tímamót þar sem laun-
þegar geta aðeins stungið við fótum
og horft yfir farinn veg og íhugað
framtíðina. En það sem mér finnst
skipta meginmáli er það að á þess-
um degi gefst gólki betur kostur en
aðra daga að skapa með sér ákveðna
samkennd og samstöðu og sterkasta
vopnið sem launþegar hafa er að
þeir séu sér meðvitaðir um að þeir
geti skapað sér sameiginleg örlög
með því að standa saman. En með
því að klóra augun hver úr öðrum þá
kemur slíkt venjulegast í bakið á
þeim fyrr eða síðar þótt tímabund-
inn ávinningur náist.
Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi:
Afl hreyfingarinnar
fólgiö í félagsmönnum
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Allsherjaratkvæða-
greiðsla um miðlunartil-
lögu ríkissáttasemjara
Verkamannafélagiö Dagsbrún efnir til allsherjaratkvæöagreiöslu um miöl-
unartillögu ríkissáttasemjara.
Kosiö veröur:
Þriöjudaginn 5. maí kl. 10-22
Miövikudaginn 6. maf kl. 10-22
Allir skuldlausir félagsmenn Dagsboinar hafa rétt á aö greiöa atkvæöi um
miölunartillöguna.
Kosiö verður aö Lindargötu 9,1. hæö, á skrif-
stofu Verkamannasambandsins.
Menn eru beðnir um félagssklrteini, persónuskilríki eöa launaseöil til staö-
festingar á rétti sinum til aö ganga i félagiö, ef þeir eru ekki fullgildir félags-
menn.
Stjórn Dagsbrunar hvetur alla félagsmenn tll
að taka þátt I atkvæöagreiöslunni.
1.
Samstaðan hefði mátt vera betri, en
kjarasamningarnir nú voru mjög
erfiðir þar sem hinir ýmsu hópar,
sem þurfti að samstilla, búa við
mjög ólík kjör. Launabilið er alltaf
að breikka og algengt að stórir hóp-
ar séu yfirborgaðir.
Verkalýðshreyfingin getur verið
beitt vopn, en hún er því aðeins virk
að hinn almenni félagsmaður standi
þétt að baki forystunnar og sýni
stuðning sinn í verki. Litla þýðingu
hefur þótt forystumennirnir berjist
um á hæl og hnakka, ef hinir al-
mennu félagsmenn sofna á verðin-
um.
Ég er ekki sátt við úrslit nýafstað-
inna kjarasamninga og verð aldrei
sátt fyrr en vinnuframlag einnar fyr-
irvinnu dugir til framfærslu fjöl-
skyldu.
í þetta sinn var það þó mat samn-
inganefndar ASÍ að lengra yrði ekki
komist án átaka og ákveðið að mæla
með samþykkt sáttatillögunnar. Ár-
angurinn verður nú á næstu dögum
lagður í dóm hinna almennu félags-
manna með allsherjaratkvæða-
greiðslu og það er þeirra að dæma
um það hvort sáttatillagan sé viðun-
andi.
3.
1. maí hefur gildi sem sameiginleg-
ur baráttudagur verkafólks um allan
heim og er viðurkenndur sem slíkur.
Á slíkum degi ætti að vera kjörið að
efla samstöðuna.
STÖÐVUM BILINN
ef vlð þurfum að
tala í farsímann!
UMFERÐAR
Práð