Tíminn - 01.05.1992, Síða 16

Tíminn - 01.05.1992, Síða 16
16 Tíminn Föstudagur 1. maí 1992 Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands og verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn: Launafólk hrekst undan stöðugum hræðsluáróðri i. Styrkur verkalýðshreyfíngarinnar hlýtur að skoðast hverju sinni af því umhverfi sem við hrærumst í. Und- anfarna fleiri mánuði hefur verið rekinn harður og linnulaus áróður, hræðsluáróður gagnvart launafólki og landsmönnum öllum af hálfu ríkisvalds og atvinnurekenda. Það virðist svo sem sá áróður hafi orðið ofan á þannig að í þetta sinn virtist ekki vera samstaða um að fara í að- gerðir. Það segir mér hins vegar ekkert um það að sá tími sé liðinn að hreyfingin nái samstöðu um alls- herjaraðgerðir til að verjast ef á þarf að halda. Samflot eins og haft var nú hefur marga kosti. Það er að vísu þungt í vöfum en hefur kosti eins og þá að eftir því sem hópurinn er stærri fylgir honum meiri ógnun, einkum ef í honum er mikill sam- hljómur. Ef til vill þurfum við í verkalýðs- hreyfingunni að fara að skoða áróð- ursstöðu hennar í nútíma þjóðfé- lagi. Ég held að við þurfum að skoða þessa hluti rækilega innan frá og gaumgæfa atriði eins og áróðurs- stöðu og áróðurstækni. Þjóðfélagið byggir að meira eða minna leyti á áróðri og á því sviði þurfum við ein- faldlega að styrkja okkur. En ég vil ekki segja að hreyfingin sé máttlaust verkfæri í kjarabaráttu í þágu hins almenna félagsmanns og að vísu vil ég meina að hinn al- menni félagsmaður sé sjálf hreyf- ingin og ég fullyrði að verkfalls- vopnið sem slíkt sé ekki ónýtt þó að þjóðfélagsumbreytingar hafi marg- ar orðið á þann hátt að launþegum hafi orðið stöðugt erfiðara að nota þetta vopn. Ég vísa hér til þess að við eyðum flest orðið launum okkar áður en við öflum þeirra. 2. Miðað við þær aðstæður sem við vorum í þegar að því kom að sátta- semjari lagði fram miðlunartillög- una, þá sætti ég mig við þessa nið- urstöðu. Að sjálfsögðu er maður ekki ánægður eftir að hafa lagt upp með ákveðnar kaupkröfur og kröfur á hendur ríkisvaldinu í öllu því um- róti sem átt hefur sér stað þar. En þegar atvinnuástand fer versnandi þá virðist ekki vera sá samhljómur sem nauðsynlegur er til að hægt sé að fara út í aðgerðir. Þegar sátta- semjari lagði fram miðlunartillög- una var ég ánægður með það því að á því augnabliki var útilokað að hjakka lengur í því fari sem viðræð- urnar voru komnar í. Ég vil hins vegar taka fram að mér finnst með ólíkindum að árið 1992 skuli hreyfingin þurfa að beita sér í samningaviðræðum gegn fyrirætl- unum stjórnvalda að loka geðdeild- um barna og öldrunardeildum. Ég held að manni hefði seint dottið í hug að þetta ætti maður eftir árið 1992. Við stóðum frammi fyrir mjög samræmdu valdi ríkis og atvinnu- rekenda og án aðgerða komumst við hreinlega ekki lengra og verð- um að hlíta því. Nú á næstu dögum kemur í ljós í atkvæðagreiðslu um sáttatillöguna hvort okkar mat var rétt eða rangt. 3. í mínum huga og mínum augum hefur 1. maí mjög mikið gildi, ef til vill vegna þess uppeldis sem ég hlaut. Ef skoðuð er saga 1. maí þá var fyrsta kröfugangan hérlendis gengin 1923 í Reykjavík og þar voru kröfur afdráttarlausar. Dagurinn var þá og síðan notaður til þess að setja fram kröfur verkafólks og at- vinnurekendur óttuðust þessar göngur og þann kraft sem í þeim birtist. Ef til vill má segja að í seinni tíð hafi hefðir dagsins þróast í þá átt að efla samstöðuna og að minna á sig. í framtíðinni held ég að við þurfúm að endurskoða einmitt þetta meðal annars á þann hátt að samræma þær kröfur sem við komum fram með 1. maí, ýmist staðbundnar kröfur eða sameiginlegar um Iand allt. Við þurfum að vekja upp bar- áttuhug 1. maí og megum ekki láta glepjast af nútímanum. Það sem verið hefur að gerast undanfarið sýnir okkur það að verkalýðshreyf- ingin þarf sannarlega að vera vel á verði þótt um velferðarþjóðfélag sé að ræða og gæta þess að stoðir þess verði ekki nagaðar undan því. Það er okkar hlutverk að halda þessum stoðum styrkum. 1. maí hefur því mikið gildi í mínum augum. Hér á Höfn í Hornafirði er alltaf farin kröfuganga og því mun verða hald- ið áfram. Gunnar Þorgeirsson, lengst til vinstri, formaður Trintrons, heiðr- aði nokkra félaga sérstaklega fyrir dugnað viö bygginguna. Þeir eru frá Gunnari; Þorleifur Sivertsen, Gunnar Sveinsson, Gísli Steingrímsson, Snorri Sveinsson og Pálmar Sigurjónsson. Ný björgunarstöð í Grímsnesi: 5 ára afmæli sveitarinnar Ný björgunarstöð Hjálparsveitar- innar Tintron í Grímsnesi var tekin í notkun fyrir skömmu á 5 ára afmæli sveitarinnar. Hjálparsveitarfélagar reistu húsið í sjálfboðavinnu og tók byggingin 2 ár. Hreppsfélagið hefur svo keypt hluta hússins fyrir áhaldageymslu. Tintron, sem heitir eftir eldgíg í Grímsnesinu, er vel búin tækjum og tekur í notkun nýja björgunarbifreið innan skamms. —GKG. Stjórn B.í. ásamt verðlaunahöfum. Standandi frá vinstri: Hreinn Pálsson, Friðjón Þórðarson, Ingi R. Helgason, Jónas Hallgrímsson, Valdimar Bragason og Andrés Valdimarsson. Sitjandi frá vinstrí: Steinþór Birgisson (Sigurössonar), Haraidur Ólafsson, Sigróður Eyþórsdóttir, Hörður Áskelsson og Magnús Ingimundarson. Tímamynd Ámi Bjama w Brunabótafélag íslands úthlutar heiðurslaunum: íslensku samfélagi til hags og heilla Nýútskrifaöir leiðbeinendur ásamt kennurum sínum Thor B. Eggertssyni, Maríu Haraldsdóttur og Guðmundi Ragnarssyni. Björgunarnámskeiði lokið: Nýir leiðbeinendur 12 nýir leiðbeinendur í skyndihjálp hafa lokið prófi eftir björgunar- námskeið sérstaklega sniðið að þörfum björgunarsveita. Námskeiðið tók 12.daga og hlutu nemendurnir réttindi sem leið- beinendur og flokksstjóraréttindi innan skipulags Almannavarna ríkisins. Björgunarsveit Landsbjargar stóð fyrir námskeiðinu á Úlfljótsvatni. —GKG. Heiðurslaunum Brunabótafélags íslands var úthlutað í gær. Nú hafa alls 78 einstaklingar hlotið launin í þau 10 skipti sem þau hafa verið veitt. Að þessu sinni eru hin útvöldu þau Haraldur Ólafsson veður- fræðingur, Hörður Áskelsson, lektor og organisti, Jónas Ingi- mundarson, kennari og píanó- leikari, Sigríður Eyþórsdóttir kennari og Birgir Sigurðsson rit- höfundur. Birgir gat því miður ekki mætt til að taka á móti heið- urslaununum þar eð að hann sit- ur við skriftir í Skotlandi. Að sögn Inga R. Helgasonar, for- stjóra Brunabótafélagsins, er til- gangurinn með heiðurslaunun- um að gefa „einstaklingnum kost á að sinna sérstökum verkefnum, sem til hags og heilla horfa fyrir íslenskt samfélag, hvort sem það er á sviði lista, vísinda, menning- ar, íþrótta eða atvinnulífs." Skil- yrði er að sótt sé um launin vegna verkefnis sem viðkomandi kosti sjálfur. Sigríði Eyþórsdóttur voru veitt heiðurslaunin í 4 mánuði til að auðvelda henni að stýra leikhópn- um Perlunni þar sem einungis starfar þroskaheft fólk á aldrinum 19-48 ára. Hún segir launin mikla viðurkenningu fyrir Ieikhópinn sem listamenn. „Þetta eru mjög sérstæðir listamenn og að fá svona viðurkenningu er alveg of- boðsleg lyftistöng," segir Sigríð- ur. „Þroskaheftir eru hinn gleymdi hópur í þjóðfélaginu. Þeir eiga sér engan þrýstihóp og kunna ekki að koma sér áfram sjálfir. Það hefur verið hugsjón hjá mér að aðrir sæju hvað þeir geta mikið.“ Öll vinna við leikhópinn Perluna hefur verið gerð í sjálfboðavinnu. En nú stendur frumsýning fyrir dyrum, því hópurinn hyggst heQa sýningar á verkinu „Mídas kon- ungur“ þann 20. maí nk. Sigríður hefur sjálf gert leikgerðina eftir þessu gríska ævintýri. —GKG.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.