Tíminn - 01.05.1992, Qupperneq 18

Tíminn - 01.05.1992, Qupperneq 18
1$ Tíminn Föstudagur 1. maí 1992 Styrkur til tónlistarnáms Eins og áöur hefur verið auglýst, mun Minningarsjóður Lindar h.f. um Jean-Pierre Jacquillat veita á þessu ári tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári, 1992/93. Veittur verður einn styrkur að upphæð kr. 600.000,-. Styrkur þessi verður sá fyrsti sem sjóðurinn úthlutar. Athygli skal vakin á þvi, að umsóknir með upp- lýsingum um námsferil og framtíðaráform, send- ist fýrir 15. maí n.k. til formanns sjóðsins, Erlendar Einarssonar Selvogsgrunni 27 104 Reykjavík Umsókn fylgi hljóðritanir, raddskrár og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda. Tónlistarfólk, sem hyggur á nám í Frakklandi, kemur að öðru jöfnu frekar til greina, en slíkt er þó ekki skilyrði. Umsóknir um styrki frá Vestur-Norrænu samstarfsnefndinni (Vest Norden samarbejdet) Vestur-Norræna samstarfsnefndin, sem starfar á vegum Noröur- landaráös, auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir áriö 1993. Nefndin veitir styrki til samstarfsverkefna fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á hinum vestlægu Noröurlöndum, þ.e. á Islandi, Grænlandi og I Færeyjum. Flestir þeirra styrkja, sem nefndin hef- ur veitt á undanfömum árum, hafa runnið til hagnýtra rannsókna- verkefna og atvinnuþróunarmála, þó styrkimir einskoröist ekki viö slík verkefni. Styrkireru eingöngu veittirá verkefnagrundvelli. Skilyrði fyrirveit- ingu þeirra er aö verkefni feli i sér samstarf aöila frá a.m.k. tveim- ur hinna vestlægu Noröurianda, að gildi þeirra sé ekki bundið viö ákveöið land ellegar aö verkefni geti á annan hátt stuðlaö aö framþróun og auknu samstarfi innan svæöisins. I umsóknum skal tilgreina samstarfsaöila í Færeyjum eöa á Grænlandi, en einnig skal fylgja umsóknum greinargóö lýsing á verkefninu, áætlun um framkvæmd þess, kostnaöaráætlun og upplýsingar um hvemig kosta eigi verkefnið. Umsóknum má skila á íslensku. Fyrirspumir berist til Guömundar Ámasonar, deildar- stjóra I forsætisráöuneytinu, eöa Sturlaugs Þorsteinssonar, bæj- arstjóra á Höfn i Hornafirði. Umsóknir sendist til: Lánasjóös Vestur-Norðurlanda b.t. Vestur-Norrænu samstarfsnefndarinnar Rauöarárstíg 25 105 Reykjavik Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1992. LÖGREGLUSTÖÐ EGILSSTÖÐUM HÉRAÐSDÓMUR AUSTURLANDS Tilboð óskast í innanhússfrágang á lögreglustöðinni á Eg- ilsstöðum. Húsið er samtals 760 m2 að gólffleti. Verktími fyrir efri hæð er til 21. september 1992, en fyrir allt verkið til 1. mars 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri í Borgartúni 7, Reykjavík, til og með fimmtudeginum 14. maí 1992 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, Reykja- vík, þriðjudaginn 19. maí kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVlK Sendum viðskiptavinum okkar og öllu launafólki árnaðaróskir á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. HERRARÍKI Snorrabraut 56 Tími öldunganna er á þrotum. Gamall þingfulltrúi sofnar fram á boröiö á fulltrúaþinginu í fyrra mánuöi. Þau eiga aö erfa ríkið: Gamalmennin í Peking styðja „erfðaprinsa" sína til valda Sumir vinna í kínverskum bönk- um og fyrirtækjum, meðan aðrir njóta lífsins í Hong Kong. Sumir fara og læra markaðsfræði í Banda- ríkjunum og sumir halda sig heima. En eitt eiga þeir sameigin- legt og það er að allir eru þeir „erfðaprinsari*. Þotufólkiö Þetta kann að þykja mótsagna- kennt undir hinu stranga kerfi kín- verska kommúnismans, en samt á ekki annað heiti betur við á forrétt- indaklíkum tilvonandi leiðtoga. Þau eru „þotufólkið", þau eru synir og dætur gömlu leiðtoganna. Litlu skiptir, þótt sumar og sumir séu orðin nógu gömul til þess að vera afar og ömmur. Feðumir ger- ast æ ruglaðri í ellinni, komnir vel yfir áttrætt. Þeir fara að haltra inn á síður sögunnar, síðustu frumherjar þess öflugasta af kommúnistaríkj- unum, sem enn stendur. Deng Xiaoping, hinn gamli og lasni leiðtogi, og gamalmennin í kringum hann virðast trúa því að engir nema synir þeirra og dætur séu fær um að leiða Kína áfram á braut sósíalismans eftir þeirra dag. í augum hins almenna Kíverja ber þetta vitanlega keim af erfðareglun- um á öldum keisaranna. Stefnt aö 10% hagvexti Deng gerir allt sem hann getur, blygðunarlaust, til þess að greiða af- komendum sínum götuna. Og það ætti honum að veitast létt, því áhrif hans eru næg. Fyrir síðasta flokks- þing tryggði hann efnahagsum- bótaáætlun sinni fullan stuðning. Stefnt er að 10% hagvexti á þessu ári. Deng er ákveðinn í því að þjóð hans skuli sigrast á fátæktinni. Hann má vera stoltur af framför- unum. Frá því skömmu eftir 1980 jókst hlutur iðnframleiðslu fyrir- tækja, sem ekki eru í ríkiseign, úr því að vera 15% í það að vera nú um

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.