Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 19
Föstudagur 1. maí 1992
Tíminn 19
helmingur iðnframleiðslunnar. Ut-
anríkisverslunin á fyrra ári nam
135 milljörðum dala, sem er þriðj-
ungur þjóðartekna. Umsvif alþjóð-
legra fyrirtækja eins og Procter &
Gamble og Motorola hafa stórauk-
ist eftir að rekstur þeirra í smáum
stíl hafði gefið góða raun. Þetta
kann að láta óþægilega í eyrum
gömlu harðlínumannanna, en
Deng og félagar hans hafa sagt að
það sé sama hvort kötturinn sé
hvítur eða svartur — „bara ef hann
veiðir mýs“.
„Ný íhaldsstefna"
En eftir er að sjá hvort „erfðaprins-
arnir" séu færir um að halda áfram
á sömu braut, því enn er talið að
margir þeirra eigi sitthvað ólært í
stjómmálum. Þeir em á aldrinum
30 til 60 ára og skipa margir þegar
háar ábyrgðarstöður, sem þeir
munu nota sem stökkbretti til
hæstu metorða. Nokkrir hafa meira
að segja komið á fót pólitískri hreyf-
ingu, sem þeir kalla „Ný íhalds-
stefna". '
Eitt meginatriðið í stefhu þeirra er
að endurvekja kínverskar hefðir.
Þegar kemur að því að halda uppi
lögum og reglu, mega foreldramir
vera ánægðir með þá. Þeir vilja
stuðla að kannski enn meira lög-
regluríki til þess að halda kommún-
istum við völd og koma f veg fyrir
mótmælaaðgerðir.
3100 stjórnunarstöður
Erfitt er að meta fjölda „erfða-
prinsanna". Samkvæmt upplýsing-
um í Hong Kong-tímaritinu Cheng
Ming skipa böm forréttindastéttar-
innar 3100 háar stjómunarstöður.
Dóttir Dengs Xiaoping, Deng
Nan.
Þar af stýra 900 fyrirtækjum, sem
sjá um utanríkisviðskipti.
Ein „prinsessanna" er dóttir
Dengs, Deng Nan, en hún er vara-
forseti Vísinda- og tæknistofnunar-
innar. Wang Jun, næst elsti sonur
harðlínumannsins Wang Zehn
varaforseta, er einn „prinsanna."
Hann er varaforstjóri Citic, stær-
asta fjárfestingafyrirtækis í landinu.
Það sér um mikinn hluta vopnasölu
landsins.
En máske er sá metnaðarfyllsti í
yngri klíkunni Chen Yuan. Hann er
sonur Chen Yun, sem er einn nán-
ustu samstarfsmanna Dengs. Chen
Yuan hefur próf úr mikilsvirtum
háskóla, er kominn á fimmtugsald-
ur og hefur skipað fjölda hárra
embætta. Hann var skipaður vara-
forseti helsta banka landsins 1988.
Gamla hugmynda-
fræðin óaðlaðandi
Margir „erfðaprinsanna" hafa
menntast erlendis og reynst fúsari
til að eiga viðskipti við Vesturlönd
en feður þeirra. En helsta áhugamál
þeirra er að halda í völdin.
Hvattir áfram af falli kommúnism-
ans í A-Evrópu, hyggjast þeir nú
taka fræði kommúnismans til end-
urskoðunar án þess þó að hrófla við
grunnkennisetningum hans. Þetta
er fremur hagsýnt fólk en hug-
sjónafólk: „Við verðum að viður-
kenna að gamla hugmyndafræðin
er ekki aðlaðandi fyrir mikinn fjölda
landsmanna," segir í skýrslu, sem
samtökin ,Ný íhaldsstefna" gáfu út
fyrir nokkru.
Þeir vilja „endurtúlka" marx- len-
ínismann, þynna hann út í þeim til-
gangi að ný, kaldrifjuð kynslóð geti
sætt sig við hann. Þeir vilja endur-
vekja hefðir sem byggjast á fræðum
Konfúsíusar, þá siðfræði sem þeir
segja að liggi að baki efnahagsár-
angri sumra annarra Asíuþjóða.
Styrkt
framkvæmdavald
Mest kveður að hugmyndum um
að fá allar ríkiseignimar kommún-
istaflokknum í hendur. Látið er í
veðri vaka að flokkurinn muni
stjórna þeim betur en ríkisvaldið.
En hvemig á að fást við þá, sem
andæfa slíkum hugmyndum? Svör-
in em á sama veg og feðra þeirra:
þeir segja að í þágu þjóðaröryggis
verði að gera dómskerfið virkara,
sem og annað framkvæmdavald í
landinu. Þannig verði hægast að
koma í veg fyrir óróa, sem ógna
mundi stjómarskránni og lögun-
um. Gamalmennin, sem sendu
skriðdrekana til Tiananmen-torgs
1989, mundu tvímælalaust fallast á
þetta.
BOGBALLE
þegar vanda skal verk
. Bjóðum hina frábœru Bögballe áburðar-
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Bögballe BL-600 með elnni drelfiskífu Bögballe D-600 með tvelmur drelfiskífum
Elgin þyngd, kg 178 285
Breldd, sm 186 220
Lengd, sm 167 120
Hleðsluhœð, sm 92 82
Ummál, sm 131 x 179 216x110
Áburðdrmagn, kg 600 600
Stlllanleg drelflbreldd, m 11-13 11-12
Snúa á aflúttakl á mín. 540 540
dreifara, BL-600 einnar skífu 600 kg, og
D-600 2ja skífu 600 kg. Meðal margra
kosta BL-600 og D-600 má nefna:
• Stilla má áburðarmagn, opna og
loka með vökvastýringu úr ekilssœti.
• Kögglasigti.
• Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli með 8
dreifispjöldum í 4 mismunandi gerð-
um og hrœrara.
• Áburðarkassinn er á lömum svo að
auðvelt er að þrífa hann, Einnig má
taka hann af, svo að auðvelt er að
setja dreifarann á þrítengi.
v Bógoalle er með hreyfanlega festi-
pinna og passar því á allar dráttar-
vélar.
• Aflúttak dreifibúnaðar er með ör-
yggiskúplingu og í lokuðum gírkassa
svo að hraði er ávallt stöðugur.
Bœndur, kynnið ykkur verð og skilmála
sem og búvélaprófanir Bútœknideildar á
Hvanneyri.
Wlésúiíftg
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000
Trésmiðafélag
Reykjavíkur
hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna í
kröfugönguna og á fund verkalýðsfélag-
anna 1. maí og síðan í 1. maí kaffið að
Suðurlandsbraut 30.
Við sendum viðskiptavinum okkar
og öllu launafólki ámaðaróskir á
hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí.
HÚ8gagnahollin
BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681109
Félag
j árniðnaðarmanna
Mætum í kröfugöngu og á útifund verðalýðsfélaganna.
Ámaðaróskir í tilefni dagsins.
Stjóm Félags járniðnaðarmanna
Sendum viðskiptavinum okkar
og öllu launafólki árnaðaróskir á
hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí.
Mikligarður hf.
Sendum viðskiptavinum okkar
og öllu launafólki ámaðaróskir á
hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí.
Breiðholts Apótek
Mjódd
Sendum viðskiptavinum okkar
og öllu launafólki ámaðaróskir á
hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí.
IKEA
Kringlunni 7