Tíminn - 01.05.1992, Blaðsíða 24
24 Tíminn
Föstudagur 1. maí 1992
Smávaxni fasteignasalinn fór áhyggjulaus til fundar við
viðskiptavininn, sem kvaðst vera viðskiptajöfur í tíma-
þröng og þyrfti því að fá að skoða húsið strax. í ljós kom
þó að það var annað en húsakaup sem hann hafði í huga.
Rán og morð var nær lagi.
Dori Greene var fyrrverandi lyfsali,
sem hafði séð sér hag í því að skipta
um starf og verða fasteignasali. Hún
var pínulítil, undir 150 sm á hæð,
en metnaður hennar, starfsgleði og
persónutöfrar voru ekki í samræmi
við stærðina.
Henni gekk mjög vel í starfi sínu,
og yfirmaður hennar taldi hana
mikinn feng fyrir fasteignasöluna.
Þann 27. október 1989 fór Dori til
að sýna viðskiptavini hús. Hún
sagði samstarfskonu sinni að sá
hefði sagst vera viðskiptajöfur sem
hefði nauman tíma.
Síðar sama dag kom Deena Baker,
íbúi við Tasmaníuveg og fasteigna-
sali, heim til sín. Hún veitti því þá
athygli að jeppi merktur fasteigna-
sölu stóð við tóma húsið á móti.
Hún hafði sjálf selt húsið daginn áð-
ur og íhugaði hvort hún ætti að fara
og láta starfsmann fasteignasölunn-
ar vita, en hætti við það.
Morguninn eftir veitti hún því at-
hygli að jeppinn var enn á sama
stað. Deena gekk því yfir götuna og
sá þá að bflstjórahurð jeppans stóð í
hálfa gátt og lyklarnir voru í hon-
um. Hún gekk þá upp að húsinu og
sá að dyr þess voru ólæstar.
Deena fór því heim til sín aftur,
hringdi í samstarfsmann sinn og
tjáði honum hvers hún hefði orðið
vísari. Sá kvaðst myndi koma að
vörmu spori.
Þegar hann var kominn, gengu
þau saman yfir götuna. í bflnum
fundu þau nafnspjald Dori Greene.
Þau hringdu heim til hennar, en
fengu aðeins samband við símsvara.
Síðan hringdu þau til fasteignasöl-
unnar þar sem Dori starfaði og það-
an kom enn einn fasteignasalinn.
Hvar er Dori Greene?
Þegar þriðji fasteignasalinn var
mættur á staðinn, skoðuðu þau
húsið og komust að þeirri niður-
stöðu að eitthvað meira en lítið
væri athugavert við þessar aðstæð-
ur allar.
Því var gripið til þess ráðs að hafa
samband við lögreglu, sem kom á
staðinn. Húsið var kannað nánar og
lóðin umhverfis það, en engar vís-
bendingar fundust um hvað átt
hefði sér stað í tóma húsinu.
Deena Baker skýrði frá því að hún
hefði séð bílinn við húsið daginn
áður, en hvorki séð Dori né við-
skiptavin hennar. Aðrir íbúar við
götuna höfðu enn minna fram að
færa. Mörg hús við götuna voru á
sölulista, og fasteignasalar því al-
geng sjón sem allir voru hættir að
veita sérstaka athygli.
Lýst var eftir Dori Greene í fjöl-
miðlum og lýsing gefin á henni:
Mjög lágvaxin og grönn, dökkt
stuttklippt hár, í svörtum buxum og
rauðri peysu.
Daginn eftir barst tilkynning um
að tveir fiskimenn hefðu fundið lík
Dori á floti í Tahoevatni.
Líkið var flutt til krufningar, sem
leiddi í ljós að það hafði legið í vatn-
inu um sólarhring. Banameinið var
skot í hnakkann með stórri skamm-
John Colwell reyndi aö vekja samúö réttarins meö sögum um fátækt sína og ómegö. Þaö reyndist honum
skammgóöur vermir.