Tíminn - 11.07.1992, Síða 4
4 Tíminn
Laugardagur 11. júlí 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Augiýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð í lausasölu kr. 110,-
Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
r
Ovissunni
verði eytt
Nefnd, sem utanríkisráðherra skipaði til þess að skila
greinargerð um hvort EES-samningurinn bryti í bága við
stjórnarskrána, hefur nú skilað áliti.
Niðurstaðan er sú að svo sé ekki, þótt um valdaafsal sé
að ræða. Stjórnarskráin heimili slíkt valdaafsal með ein-
földum meirihluta á Alþingi.
Fyrsta verk nýrra þingmanna er að skrifa undir eið að
því að virða stjórnarskrána. Það er skylda þeirra að sjá
svo um að allur vafi sé tekinn af um það, hvort löggjöf,
sem þingið afgreiðir, standist hana. Tíminn ber engar
brigður á að sérfræðinganefndin hefur unnið sitt verk
eftir bestu vitund, enda eru allir þeir, sem þar störfuðu,
virtir menn í miklu áliti.
Hitt er þó staðreynd, sem ekki er hægt að ganga fram-
hjá, að fræðimenn greinir á um þetta mál, og virtir lög-
fræðingar og þjóðréttarfræðingar eru á þeirri skoðun að
ekki sé verjandi að sveigja stjórnarskrána að aðstæðum
hverju sinni. Allan vafa verði að taka af með því að breyta
henni, séu alþingismenn og kjósendur í landinu þeirrar
skoðunar.
Það er mjög umdeilanlegt, svo ekki sé meira sagt,
hvort heimila á valdaafsal til erlendra aðila með einföld-
um meirihluta á Alþingi. Það verður að minnsta kosti að
vera skýrt skilgreint hversu mikið það valdaafsal má vera.
Norðmenn eru með ákvæði í sinni stjórnarskrá um auk-
inn meirihluta í tilfellum sem þessum. Þeir þingmenn,
sem styðja EES-samninginn, eiga að eyða öllum vafa um
að hann sé í samræmi við stjórnarskrá, með því að und-
irbúa breytingu á henni, t.d. með því að taka upp hlið-
stætt ákvæði og í norsku stjórnarskránni um aukinn
meirihluta og leggja þá breytingu í dóm þjóðarinnar. Það
er í fullu samræmi við það heit, sem þeir gáfu allir við
upphaf þingsetu sinnar.
Yfirlætisleg viðbrögð starfandi utanríkisráðherra í
málinu vekja athygli, þar sem hann segir að öllum vafa
hall nú verið eytt og „þjóðin vænti þess að þingið þekki
sinn vitjunartíma“, eins og haft er eftir honum í Alþýðu-
blaðinu.
Málgögn stjórnarflokkanna, Morgunblaðið og Alþýðu-
blaðið, taka bæði undir það að álit fjórmenninganna sé
ótvíræð niðurstaða, en bæði blöðin fjalla um málið í for-
ustugreinum sínum síðastliðinn fimmtudag.
Morgunblaðið segir svo í niðurlagsorðum forustu-
greinar sinnar:
,j\ð mati Morgunblaðsins er efni þessarar álitsgerðar
með þeim hætti, að hún hlýtur að teljast fullnægjandi
fyrir ríkisstjórn og Alþingi til þess að komast að niður-
stöðu um að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að EES-
samningurinn og fylgisamningar brjóti gegn ákvæðum
stjórnarskrárinnar."
Allt bendir því til þess að stjórnarliðar ætli sér að láta
ágreining fræðimanna um stjórnarskrármálið sem vind
um eyru þjóta. Það er satt að segja lítil virðing fýrir
drengskaparheitinu, og hættulegt fordæmi upp á síðari
tíma. Tíminn varar við því að umgangast stjórnarskrána
af slíkri léttúð.
Atli Magnússon:
Tumamir þrír
undir Kmbbsfj alli
„Ég sé fyrir mér Húsavík
framtíðarinnar. Eitt hús gnæf-
ir þar yfir með þrem turnum,
er teygja sig langt upp að
Krubbsfjalli. Skyldi það vera
ráðhús borgarinnar? Ætli það
sé fylkisþing fyrir Skjálfanda-
fylki, sem er nú nokkur hluti
hinnar gömlu Þingeyjarsýslu?
Nei, næst er mér að halda að
það sé kirkja eða eitt aðalsam-
komuhús allra borgarbúa,
hverrar trúar sem kunna að
vera. Hús þetta mun reist til
minningar um fullt frelsi þjóð-
arinnar og það frelsi sem geng-
ur í gegnum allt, niður til hins
einstaka manns. Hinir himin-
gnæfandi turnar munu eiga að
merkja Sannleikann, Réttlætið
og Kærleikann. Þessi markmið
allrar vorrar framfaravið-
leitni."
Framtíðarsýn
Þetta er nú ekki óálitleg
framtíðarsýn, en ofanritað
skrifaði Jakob gamli Háifdán-
arson, hinn mikli púlshestur
Kaupfélags Þingeyinga, hnýtt-
um böndum rétt fýrir aldamót-
in. Svona stórbrotnar sýnir
gáfust honum í önnum síns
mæðusama lífs, og sennilega
hefur hann fest þetta á blað
inni í pakkhúsi þar sem allt
þefjaði af rökum ullarsekkjum,
striga, tjöru og mjölvöru.
Kannske meðan bann beið eft-
ir að langþráð kaupfar fyndi
smugu upp að landinu í hafís-
hrönglinu. Hví skyldi hann
ekki einmitt hafa skrifað þetta
þá? Andinn er gjarna léttastur
á sér í örbirgðinni og baslinu,
og lyftir sér þá svo hátt upp yf-
ir allt raunsæi að veruleikinn
kemst þangað aldrei.
Einmitt þannig fór fyrir
Karli Marx. Draumsýnir hans
settust að í turnunum í Kreml
með gulllaukunum á, þar sem
kúgunin og þrúgunin bjó áður.
Fór svo að þær virtust kunna
þar svo vel við sig, að þær líkt
og nenntu ekki lengra og byrj-
uðu sjálfar að þrúga og kúga.
Ótal „tumar“
Og ef Jakob mætti líta upp úr
gröf sinni og skoða sig um í
nútímanum, mundi hann
sannfærast um að engin ofan-
nefndra dyggða er neinn heim-
ilisleysingi meir, þótt þær hafi
ekki þetta háleita yfir sér og
hafi ekki kjörið sér Húsavík að
bólstað öðrum stöðum fremur.
Hann mundi koma auga á ótal
„turna“. Margir þeirra væru að
vísu skrýtnir í laginu, eins og
turnar Sannleikans, en hann
gistir nú hinar nýtískuiegu
kirkjur sem risið hafa úti um
allar trippagrundir. Margar
þeirra minna á geimför, sem
rétt hafa tyllt sér á hólana sem
hæst ber í byggðum landsins,
svo menn bíða með öndina í hálsinum eftir að þær taki
f
I Timans [ • j
lás 1^1
flugið rakleitt upp til Satúrn-
usar.
Þá er Réttlætinu ekki bein-
Iínis í kot vísað. Nú er verið að
innrétta handa því dómsali um
allt land, og í höfuðborginni
mun það gista marmaralagða
bankabyggingu. Þar með hlýt-
ur að komast góður skriður á
myllur réttlætisins, ef að lík-
um lætur, þótt urgur væri í
húskörlum þess hér á dögun-
um, sem frægt varð. En þá hét
séra Sigvaldi Hjálmari sínum
tudda nokkrum kornum í
slóna, svo hann snautaði að
malaraverkunum að nýju.
Þannig er aftur tekið að urga
ekki síður notalega í henni
Gípu en var, og trogin fyllast af
aðfararúrskurðum, fjárnáms-
gerðum, gjaldþrotayfirlýsing-
um og öðru því sem eitt for-
standsheimili má síst án vera.
„Tumar“
Kærleikans
Og Kærleikurinn á sér líka
heimkynni í nútímanum, þótt
það sé kannske ekki sá kær-
leikur sem Jakob skrifaði um.
Það eru öllu fremur ástar- og
gleðimusteri. Dásamlegast
þeirra er Perlan á Öskjuhlíð í
Reykjavík, en hún er eins og
skínandi móðir hinna smærri
hofa sem glittir í hér og hvar
neðan hæðarinnar, einskonar
Akrópolis sem ber yfir laun-
helgastaði og blótstalla. Tví-
mælalaust er það Kærleikur-
inn, sem hæst hefur verið gert
undir höfði af dyggðunum
þremur. Mjölvaran, sem Jakob
höndlaði með, flyst nú enda
einkum sem freyðandi bjór og
beiskt brennivín, þeim til ofur-
lítillar hugarhægðar, sem lent
hafa á milli kvarnarsteinanna í
sölum Réttlætisins hjá tudda.
Verði mönnum meira en full-
gott af þessari huggun, þá rek-
ur Kærleikurinn nú til dags
líka ótal stassjónir til lækning-
ar á sturlun og hugarvíli, svo
einnig er sett undir þann lek-
ann.
Á tindi Krubbsfjalls
Því er berljóst að mikið hefur
verið byggt og að gert í minn-
ingu „þess frelsis sem gengur
gegnum allt, niður til hins ein-
staka manns“, eins og Jakob
orðaði það, og „turnar" þessir
munu vísast um langan aldur
sóma sér sem minnisvarðar
um „fullt frelsi þjóðarinnar“.
Þessi þjóð stendur nú á tindi
síns Krubbsfjalls og spáir í
hvað meira megi aðhafast í
krafti alls frelsisins og minn-
ingu þess til æru og lofsældar.
Satt að segja er henni ljóst að
frelsið fékk hún frekar fyrir-
hafnarlítið og enginn af „turn-
unum“ varð sérstaklega dýr-
keyptur, þótt sjálfsagt sé að
gera ekki mikið úr því. Og hún
ætlar sér áfram léttu leiðina.
Öðru hefur hún líka varla
kynnst. Hún er auralítil rétt í
bili, en það munu finnast leiðir
til að ráða fram úr því. Handan
við höfin blasa nú við turnar,
sem Jakob gat ekki gert ráð
fýrir að samskonar yrðu ómót-
mælanlega að rísa á „Húsavík
framtíðarinnar" einn daginn.
Þar á meðal er turn hinnar
„Evrópsku einingar" og turn
hins „Sameiginlega markaðs-
svæðis". Ekki kæmi á óvart
þótt þeir verði tilkomumestir
turnanna allra og verði ekki
valinn staður í hlíðinni, heldur
ofan á Krubbsfjallinu sjálfu.
Frá þeim mun stafa mikil hag-
sæld og blessan langt fram á
ókomna daga. Og lífið verður
áfram jafn auðvelt og það var.