Tíminn - 25.07.1992, Qupperneq 1
Laugardagur
25. júlí 1992
136. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Fleiri og fleiri snúast á sveif með sjávarútvegsráðherra varðandi veiðar á næsta fiskveiðiári:
„Ég hlýt að standa vörð um þá grundvallarhagsmuni
sem eru í húfí. Um leið mun ég áfram leita sátta meðal
ríkisstjómar og þingliðs, enda er það skylda mín. Ég
vinn að þessu út frá hreinu málefnalegu sjónarmiði og
læt ekkert annað hafa áhrif á
málinu."
Þetta sagði Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra í samtali við
Tímann í gær, aðspurður um þá
andstöðu sem hugmyndir hans um
veiðar á næsta fiskveiðiári hafa
mætt hjá forsætisráðherra og öðr-
um samráðherrum hans úr Sjálf-
stæðisflokki og Alþýðuflokki.
Tíminn hefur heimildir fyrir því að
kratar séu nú sem óðast að snúast á
sveif með hugmyndum sjávarút-
vegsráðherra um að veidd verði 190
þús. tonn af þorski næsta fiskveiðiár,
sókn verði aukin í aðra og sterka
fiskistofna innan kvóta sem utan og
að veiðiheimildum Hagræðinga-
sjóðs verði úthlutað þeim byggðar-
lögum sem verst fara út úr sam-
drætti í þorskveiðum. í gær virtist
Ijóst orðið að meirihluti þingmanna
Sjálfstæðisflokks styddi þessar hug-
myndir sjávarútvegsráðherra. Krat-
ar telja sig geta sæst á þær gegn því
að niðurstaða tvíhöfðanefndarinnar
svonefndu, sem endurmetur fisk-
múta afstöðu eða vinnu í
veiðistefnuna, feli í sér að horfið
verði í áföngum í átt til fiskveiði-
stefnu sem grundvallist á veiðileyfa-
gjaldi.
Flest bendir því til að Davíð Odds-
son forsætisráðherra sé að einangr-
ast í málinu og neyðist til að láta í
minni pokann. Forsætisráðherra
hefur sem kunnugt er farið hvatvís-
legum orðum um hugmyndir sjáv-
arútvegsráðherra og sakað hann um
skort á samstarfsvilja.
í gær hafa verið mjög stíf funda-
höld hjá stjórnarþingmönnum um
fiskveiðimálin og fastlega er búist
við að ákvörðun um þau liggi fyrir
eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag
— í allra síðasta lagi.
Sjá einnig viðtal við Magnús Gunn-
arsson, formann Vinnuveitendasam-
bands íslands á blaðsíðu 2 og við dr.
Jakob Magnússon, aðstoðarforstjóra
Hafrannsóknastofnunar, á blaðsíðu
6 og 7.
—sá
Sumarið hefur verið heldur kalt það sem af er en það var enginn kuldahrollur í þessum
myndarlegu barnfóstrum sem Ijósmyndari mætti á Austurvelli I gærdag. Tfmamynd Sigurstolnn
Afieiðing 20% flats niðurskurðar sauðtjár hlýtur að vera greiðsluþrot margra bænda:
Brýnt að viðurkenna rétt
bænda til atvinnuleysisbóta
Að réttur bænda til atvinnuleyisbóta verði viðurkenndur er meðal þess
brýnusta sem vinna þarf að á næstu vikum til þess að draga úr tekjumissi
bænda og sporna við byggöaröskun. Stjómir Búnaðarfélags íslands og
Stéttarsambands bænda lýsa þungum áhuggjum sínum af þeim ógnvæn-
lega atvinnu- og byggðavanda sem við blasir vegna stórfellds samdráttar í
sauðfjárrækt, þar sem meira en fjórðungs skerðing sé fyrirsjáanleg á fram-
leiðslurétti einstakra bænda á tveim árum.
Þetta sé enn alvarlegra en ella vegna
þess að slæmt efnahags- og atvinnu-
ástand í landinu geri möguleika til
annarrar tekjuöflunar með búskapn-
um afar litla. Ekki sé því að öðru að
hverfa fyrir þá sem bregða búi. Afleið-
ingin hljóti að vera gjaldþrot margra
bænda verði ekki að gert.
Reiknað er með sauðfjárbændur
standi frammi fyrir 20% flötum nið-
urskurði á komandi hausti og 5%
flötum niðurskurði í mjólkurfram-
leiðslu. Sala afurðanna færist að fullu
á ábyrgð bænda og umfang fram-
leiðslunnar að mestu byggjast á inn-
lendum markaði, sem jafnvel kann að
skerðast af völdum alþjóðasamninga.
Vegna þessara breyttu framtíðarhorfa
telja stjómir bændasamtakanna horf-
ur á eyðingu heilla byggða og gífur-
legu atvinnuleysi á landsbyggðinni.
Bændasamtökin segja því mikilvægt
að allir taki nú höndum saman. Jafn-
framt því sem bændasamtökin lofa að
gera allt sem í þeirra valdi stendur til
að liðsinna í þessum efnum skora þau
BTBBK M ■HpnBHHpHI B
B ? fTvT « r . ^ h | r T - tí r t
IIl*
» Qi.v-'í’ h''r 'íV» \\ ^ -"V ■V*
á ríkisstjórnina að grípa til allra til-
tækra ráða til að milda áhrif þessa
stórfelda samdráttar og koma í veg
fyrir hmn heilla byggðarlaga. Vegna
þessa uggvænlega útlits verði ríkis-
stjórnin að marka stefnu í þessum
málum nú þegar, svo ótvíræða að
íbúar viðkomandi byggðarlaga viti
hvers þeir mega vænta í beinum og
óbeinum stuðningi við úrbætur.
Viðurkenning á rétti bænda til at-
vinnuleysisbóta er, sem áður segir,
meðal þess sem brýnast er talið.
Bændur hafi greitt tryggingagjald af
tekjum sínum frá árinu 1991. Þeir
hafi þó enn ekki fengið viðurkennd-
an rétt á atvinnuleysisbótum þrátt
fyrir fyrirheit stjórnvalda þar að lút-
andi. Til að milda áhrif samdráttar-
ins á komandi hausti og draga úr
tekjuskerðingu bænda, leggja
bændasamtökin til að gripið verði til
ýmissa fleiri aðgerða. Sem gleggst
mynd verið fengin af því hvaða verð
reynist unnt að greiða bændum fyr-
ir kjöt og aðrar afurðir þess sauðfjár
sem slátrað verður umfram ytri
ramma greiðslumarks. Sauðfjár-
veikivarnir standi við skuldbinding-
ar sínar um greiðslur til bænda að
loknu fjárleysi sökum niðurskurðar.
Ríkisvaldið standi við samnings-
bundin framlög til Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins. Reynist ekki unnt
að hækka gæruverð, þurfi sérstakar
niðurgreiðslur á kindakjöt að hald-
ast svo markmið um verðlækkun til
neytenda náist.
Samið verði við bændur sem reiðu-
búnir eru til fækkunar fjár gegn
vinnu við landgræðslu og skógrækt.
Stóraukin áhersla verði lögð á leið-
beiningar og rannsóknir sem miða
að lækkun framleiðslukostnaðar.
Byggðastofnun stórefli atvinnuráð-
gjöf og annan stuðning við ný at-
vinnutækifæri á landsbyggðinni.
Framleiðnisjóður veiti aðstoð við
markaðsleit og vöruþróun fyrir er-
lendan markað.
Hraðað verði lagasetningu um 50%
flata niðurfellingu lána sem bændur
skulda vegna loðdýraræktar hjá
Stofnlánadeild og tryggingu fjár-
muna frá ríkissjóði til greiðslu á lán-
um loðdýrabænda með ríkisábyrgð.
Leitað verði samninga við Stofn-
lánadeild um lengingu á greiðslu-
tíma lána vegna rekstrartrygginga á
sauðfjárbúum.