Tíminn - 25.07.1992, Qupperneq 6

Tíminn - 25.07.1992, Qupperneq 6
6 Tíminn Laugardagur 25. júlí 1992 Rætt við dr. Jakob Magnússon, aðstoðarfor- stjóra Haf- rannsókna- stofnunar: Mikið hefur mætt á fiski- fræðingum Hafrannsókna- stofnunar það sem af er sumri, allt síðan skýrsla þeirra um ástand nytjastofna við landið var kynnt 15. júní s.l. Tillögur þeirra um minni þorskafla en verið hefur ollu titringi um allt þjóðfélagið, þar sem um helstu auðlindina var að ræða, og menn hófu að rengja niðurstöður þeirra. Dr. Jakob Magnússon að- stoðarforstjóri hefur gegnt starfi forstjóra Hafrannsókna- stofnunar síöan um áramót, í veikindaforföllum Jakobs Jak- obssonar, og hefur því mikið mætt á honum. Við fengum dr. Jakob til að ræða um fiski- fræði, aðferðir stofnunarinnar og ýmislegt sem tengist sjó- mennsku og fiski. Hversu gömul fræöigrein er fiskifræðin? „Það er ekki gott að segja hvar draga á mörkin, en nútímafiski- fræðin má segja að hafi byrjað nokkru fyrir aldamótin. Þá var far- ið að aldursgreina fisk og gera grein fyrir hver aldurssamsetning væri ! stofnum og þess háttar. Löngu- áður stunduðu menn það sem kalla mætti fiskafræði, þ.e. að greina fiska og finna þeim stað í því kerfi, sem notað er til greining- ar á fiskum. Fiskifræðin hefur síð- an þróast út frá dýrafræðinni í mörgum háskólum án þess að gerð væru skörp skil þar á milli. Ég minnist þess t.d. að forgangarar okkar héma, þeir Bjarni Sæ- mundsson og Árni Friðriksson, vom dýrafræðingar frá Kaup- mannahafnarháskóla. Þeir tóku svo fyrir í starfi sínu fiska og önn- ur sjávardýr og voru ekki ómerki- legri fiskifræðingar en þeir sem síðar komu, nema síður sé.“ Nú hefur maður á tilfínning- unni að fískifræði byggi meira á tölfræði en líffræði. ,Já, sú stefna er miklu nýrri, hún er eiginlega ekki tilkomin fyrr en eftir stríð. Það verða nokkur vatnaskil í þessum fræðum þegar Bretarnir Beverton og Holt birtu rit sitt árið 1954, að mig minnir, og þessir menn em reyndar báðir enn á lífi. Rit þeirra markar eigin- lega tímamót í aðferðafræði. Til þess að geta metið stofnstærðir var bráðnauðsynlegt að taka inn töl- fræðina, það væri ekki hægt að gera það öðruvísi. Hver er grunnurinn sem menn byggja á í mati á þorskstofninum? „Það er fýrst og fremst unnið út frá afla, sem fiskiskip koma með í land. Þá er athuguð aldurssam- setning, stærð og þyngd landaðs afla. Það er því mikilvægt að gagnasöfnun úr lönduðum afla sé sem víðtækust. Síðan em ýmsar aðrar hjálpargreinar sem einnig em notaðar. Mjög mikilvægar em aflaskýrslur og einnig kvótaskýrsl- ur. Þetta em svokallaðar aflaháðar aðferðir. Svo hefur líka verið þörf fyrir að fá mat út frá aðferðum sem em óháðar afla, ekki síst vegna þess að reynt er að forðast að veiða yngsta fiskinn. Þess vegna fáum við ekki úr aflanum marktæk sýni af smáum fiski. En til að geta gert sér grein fýrir nýliðun þarf að fá Dr. Jakob Magnússon, aöstoöarforstjóri Hafrannsóknastofnunar, ásamt nokkrum vísindamanna stofnunarinnar þegar kynnt var skýrslan um ástand nytjafiskistofna í síöasta mánuöi. Timamynd: Ami Bjama hann líka og þá eru notaðar aðferð- ir sem eru óháðar afla. Og þar kemur þetta fræga togararallí inn.“ Nú voru niðurstöður íslenskra sérfræðinga og breskra nokkuð á sömu nótum, um stærð þorsk- stofnsins. Hvernig skýrir þú það? „Það staðfestir að við höfum ver- ið að gera rétta hluti. Það hefði verið annað að útskýra það, ef við hefðum ekki komist að svipuðum niðurstöðum. Það sem ég tel að hafi verið mikilvægast í þessu, er að menn sjá núna að niðurstöð- urnar verða þær sömu, þótt beitt Ævar Guömundsson, gæöastjóri í Fiskiöjuveri KASK, heldur á golþorski, er vó 48 kg. Þaö var Naustavík EA 151 sem kom meö skepnuna aö landi á Höfn fyrir tveimur árum. Timamynd: svemr

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.