Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.07.1992, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 25. júlí 1992 Skemmtikraftar og aðstandendur útihátíöar á Eiöum ætla aö gera sitt besta til aö gera verslunarmannahelg- ina ógleymanlega gestunum. vmamynd Sigursteinn. UÍA stendur fýrir útihátíð á Eiðum um verslunar- mannahelgina: Stjórnin og GCD á Eiðum Um næstu verslunarmannahelgi verð- ur haldin útihátíð að Eiðum, en það hefúr ekki verið gert áður um þessa mestu ferðahelgi ársins, en hingað til hafa slíkar hátíðar verið haldnar í Atla- vík. Það er UÍA, Ungmenna- og íþrótta- samband Austurlands, sem hefur veg og vanda af framkvæmd hátíðarinnar að venju og hefur verið skipulögð fjöl- breytt dagskrá. Að sögn Alfreðs Alfreðs- sonar, blaðafulltrúa hátíðarinnar, eru aðstandendur hennar mjög bjartsýnir á góða aðsókn á hátíðina, enda væri mikið til hennar vandað á allan hátt. „Við getum þó ekki sagt til um hvað við búumst við mörgum, en við heyr- um ekkert annað en bjartsýni og sú umræða sem farið hefur fram, fyrir- spumir af höfuðborgarsvæðinu eru meiri en menn hafa átt að venjast hing- að til. Það kemur líka til að útihátíðim- ar eru ekki svo margir og við höldum að þær eigi allar að geta gengið vel,“ sagði Alfreð Alfreðsson í samtali við Tímann. Alfreð segir aðstöðu alla á svæðinu vera eins og best verður á kosið. Hátíð- in hafi ávallt verið haldin í Atlavík og þar væru möguleikar afskaplega tak- markaðir og menn væru ávallt hræddir um að svæðið tæki ekki við þeim fjölda sem kæmi. Þetta þyrfti ekki að óttast á Eiðum, enda tæki svæðið nánast óend- anlega við af fólki. Það hefúr verið unn- ið sleitulaust að undirbúningi á svæð- inu í þrjár vikur, salemisaðstaða verð- FERÐAMENN Hjá okkur íáið þið flest sem þið þarfnist á ferðalaginu. Verið velkomin á félagssvæði okkar. Kaupfélag Fáskrúðsfírðinga Fáskrúðsflrði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.