Tíminn - 25.07.1992, Side 26

Tíminn - 25.07.1992, Side 26
26 Tíminn Laugardagur 25. júlí 1992 Hólmfrlöur með folaldið sifí, hann Funa, sem er aðeins nokkurra daga gamalt. Helgi, Axel og Daði klappa geit, sem finnst buxnabæturnar hans Daða góðar að narta I. Húsdýragarðurinn heimsóttur: Ofurlítið folald og latur tarfur Selirnirþrlr I húsdýragarðinum heita Kobba, Snorri og Sæfinnur, en ekki er gofí aö segja hver er hvað. Húsdýragarðurinn í Laugardal er nú orðinn rúmlega þriggja ára en hann var opnaður þann 14. maí 1990. MINNING Marí a Hj altadóttir Fædd 1. júlí 1924 Dáin 18. júli, >92 Hún amma mín á Hvoli er dáin. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga að morgni 18. júlí sl. eftir 7 ára baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Þegar ég lít til baka hrannast minningar upp í huga minn. Hún amma var látlaus og sterk, hún kvartaði aldrei í öllum sínum veik- indum. Það sýnir best hvað amma var ákveðin og dugleg að 4. júlí sl. var ættarmót afkomenda foreldra hennar á Hvoli, þar mætti amma þó hún væri oröin rúmliggjandi. Hún var flutt í sjúkrakörfu út í Hvol, þar lá hún og spjallaði við fólk allan daginn. Það var gott að.koma til ömmu og afa á Hvoli meÉft þau bjuggu þar. A Þar voru alltaf allir velkomnir. Þegar brann hjá okkur íbúðarhúsið á Urð- arbaki fluttum við öll út að Hvoli, þar sem við vorum innilega velkom- in. Sama var eftir að þau fluttu á Strandgötu 12. Þau pössuðu alltaf að enginn færi svangur frá þeim og amma sagði alltaf: „Þið drekkið nú allavega eða borðið áður en þið far- ið.“ Svo er það atvik sem mér er sérlega minnisstætt. Það var þegar amma var sem veikust haustið 1990 og það átti að fljúga með hana norður og amma vildi endilega að ég flygi með sér norður, sem ég gerði. Ég var nú hálf smeyk, því ég hafði aldrei flogið áður, en amma talaði í mig kjark. Elsku afi, ég vona að guð gefi þér og okkur öllum styrk til að bera söknuðinn. Minningin um hana ömmu okkar lifir áfram. María Inga Hjaltadóttir Garðurinn er öllum opinn og á vet- uma fær hver 11 ára bekkur á höfuð- borgarsvæðinu að eyða þar einum degi. Börnin eru þá látin hirða dýrin og svo er þeim kennt sitthvað um þau. Nú standa framkvæmdir yfir í garð- inum, því verið er að útbúa hrein- dýrahólf og hefur 10 milljónum verið veitt til verksins. Hólfið stækkar garðinn um 1/4 af því sem hann var áður. Að sögn Sigurjóns Bláfeld, forstöðu- manns garðsins, á þetta aukasvæði eftir að hafa góð áhrif á hreindýrstarf- inn Leif, því hann verður alltaf mjög árásargjam um fengitímann og þarf því aukið pláss. Fengitíminn stendur frá ágúst fram í febrúar en milli þess er Leifur besta skinn. „Hreindýrin em teymd um svæðið einu sinni á dag og það kom okkur mjög á óvart hversu auðvelt var að temja þau,“ segir Sigurjón. Aðspurð- ur segist hann því vel geta trúað því að Bjarti í Sumarhúsum í „Sjálfstæðu fólki" hafi tekist að ríða einum slík- um. Bráðum verður tekin upp sú nýjung að bjóða upp á ökutúr í hestakerru um svæðið. Kerran kemur frá Akur- eyri, er 150 ára gömul og var áður notuð í Nonnasafninu. RIFANDI Nafn Póstnúmer: Simi: Heimilisfang: Greiðslufyrirkomulag Kort nr: Gildir út Ég undimtaáur/uð úska hér með eftir að gerast áskrifandi að Timanum Kennitala MILLIFÆRSLUBEIÐNI T Tíminn Lynghálsi 9.110 Reykjavík Póstfax 68769. Pósthólf 10240 Hreindýrstarfurinn Leifur lá I mak- indum og vildi ekki standa upp. Á sunnudaginn fjölgaði eilítið í hús- dýragarðinum þegar hryssan Hólm- fríður kastaði folaldi og hefur það þegar hlotið nafnið Funi. Refaparið hafa líka eignast afkvæmi. 20 yrðlingar komu í heiminn en 18 þeirra eru lifandi. Páll Hersteinsson veiðistjóri sem er sérfræðingur í at- ferlisfræði refa notaði tækifærið og gerði athugun á því hvort dóttir ref- anna sem fæddist í fyrra myndi hjálpa móðurinni við uppeldið. Það kom í ljós að eldri systirin gerði það. Refirnir eru annars orðnir mjög van- ir mönnum. Þeir nálgast óhræddir girðinguna og mæna til gestanna í von um eitthvað góðgæti. I Húsdýra- garðinum eru til einu kollóttu geit- urnar á landinu og vekja þær undrun margra sem þangað koma. Geitumar eru afar vinsælar hjá bömunum og kunnavel allri athygli. Það sem af er árinu hefur aðsókn að Húsdýragarðinum verið nokkuö dræm miðað við þau tvö fyrri sumur, sem hann hefur verið opinn og er veðri kennt um. Venjan hefur verið sú að flestir komi í júní en í ár var hann fremur kaldur. Aðeins 43.700 gestir hafa lagt leið sína f garðinn það sem af er árinu og er það mikil fækkun frá fyrra ári. Því er nú vonast til að með góðri veður- spá um helgina sjái fólk sér fært að heimsækja húsdýrin í Laugardaln- um. —GKG.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.