Tíminn - 25.07.1992, Side 29

Tíminn - 25.07.1992, Side 29
Laugardagur 25. júlí 1992 Tíminn 29 Hvað verður um leikarana sem leikið hafa í þáttunum um fyrirmyndarföðurinn Cliff Huxtable, en framleiðslu þeirra hefur verið hætt? Rökuðu saman milljónum en útlitið er ekki bjart SABRINA LEBEAUF Hafði 35,5 m. króna Framundan: 20 þús. krónur á viku TEMPESTT BLEDSOE Hafði: 35,5 m. króna Framundan: 23 þús.krónur á viku GEOFFREY OWENS: Hafði: 21,3 m. króna. Framundan: 22 þús krónur á viku BILL COSBY: | Hafði: 3,3 milljarð kr. | Framundan: Svo gífur- I iegar tekjur aö ekki er ™ hægt aó henda reiður á. KESHIA KNIGHT PULLIAM: Hafði: 50 m. kröna Framundan: Atvinnuiaus PHYLICIA RASHAD: Hafði: 92 m. króna Framundan: Heima' vinnandi húsmóðir Það er óhætt að segja að Cosby- bömin svokölluðu hafi rakað saman seðlum á meðan vinsældir þáttanna um Fyrirmyndarföðurinn vom hvað mestar, en nú þegar vinsældir þeirra em að nálgast núllið og framleiðslu þeirra hefur verið hætt, hvað verður þá um leikarana? Þau höfðu tug- milljónir króna á ári, en munu hrapa niður, jafnvel í ekki neitt. Það leikur enginn vafi á því að Cos- þy sjálfur sé á grænni grein, enda ku hann vera harður peningamaður og útsjónarsamur peningapúki. En það er hins vegar deginum ljósara að af- gangurinn af Cosby-show liðinu er hvorki fugl né fiskur án hans og er ljóst að margir þeirra verða heppnir að fá eitthvað. Best útlit er þó hjá eft- irlætum Cosbys, þeim Raven-Sy- mone og Malcolm-Jamal Wamer, en þau leika í nýjum þáttum sem Cosby framleiðir og eiga þau möguleika að halda tekjum sínum áfram. En lítum á hvað leikaramir höfðu í laun fyrir Cosby-þættina á ári og hvað er framundan hjá þeim: LISA BONET: Hafói: 64 mi. króna Framundan; Ekkert stórt í uppsiglingu RAVEN- SYMONE Hafði: 29 m. króna Framundan: Sama ef nýi þátturinn nær vinsældum, MALCOLM- JAMAL WARNER: Hafði: 85 m. króna Framundan: Sama ef nýi þátturinn nær vinsældum Sér fyrir endann á hjónabandi Fergie og Andrews prins? Samningur verið gerður um endalok hjónabands Eins og menn þekkja em enskir fjölmiðlar afskaplega óvægnir í umfjöllun sinni um bresku kon- ungsfjölskylduna og þykir mönn- um upp á síðkastið hafa keyrt um þverbak. í kjölfar erfiðleika þeirra hjóna Andrews prins og Fergie, í hjónabandi reis upp ein alda slíkra skrifa. Nýlega mátti Iesa í einu ensku blaðanna að drottningin enska borgaði Fergie um þrjú þúsund pund á viku, eða rúmlega þrjú hundmð þúsund krónur, fyrir að haga sér skikkanlega, auk þess sem það væri hluti af þeim samningi milli Fergie og lögfræðinga kon- ungsljölskyldunnar um að enda hjónabandið. Þar að auki þá mun drottningin snara út um 236 þús- und pundum, eða um 27 miiljón- um króna til að Fergie geti greitt uppsafnaðar skuldir sem sú fyrr- nefnda er ekki hrifin af að séu úti- standandi. Fergie vildi upphaflega fá eina væna upphæð í stað viku- legra greiðslna, en drottningin neitaði að láta þá upphæð af hendi í einu lagi þar sem hún treysti ekki hinni kaupóðu og skemmtana- glöðu tilvonandi fyrrverandi tengdadóttur sinni fyrir þeim pen- ingum. Samt sem áður segja heimildir að Fergie sé nokkuð ánægð með lykt- ir mála og hún geti nú greitt upp skuldir sínar í helstu verslunum London, veitingastöðum og næt- urklúbbum. Talsmenn konungs- fjölskyldunnar neita alfarið að slík- ur samningur hafi verið gerður, en fjölmiðlar erlendis segja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að hann hafi verið gerður og hljóði eftirfarandi: Fergie fái 30% af söluverði eignar þeirrar sem hún bjó í með Andrew prins, sem er að verðmæti um 300 milljóna íslenskra króna. Hún fær að halda barnfóstrunni, sem verð- ur launaður starfsmaður konungs- fjölskyldunnar og allur náms- kostnaður verður greiddur fyrir börnin tvö sem hjónin eiga.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.